Uppákomur á Miðbæjartorgi á fimmtudögum í sumar.
Alla fimmtudaga í sumar fram að Verslunarmannahelgi verða skemmtilegar og fjölbreyttar uppákomur fyrir alla fjölskylduna kl. 16:00
á Miðbæjartorginu.
Brosandi bær ;o)
Uppákomur á Miðbæjartorgi á fimmtudögum í sumar.
Alla fimmtudaga í sumar fram að Verslunarmannahelgi verða skemmtilegar og fjölbreyttar uppákomur fyrir alla fjölskylduna kl. 16:00 á Miðbæjartorginu.
Aðgangur ókeypis.
21.júní kl. 16:30
Brúðutorg
Brúðubíllinn kemur og skemmtir yngri kynslóðinni.
Endilega komið með teppi til að sitja á.
28. júní kl. 16:00
Brettatorg
Helstu brettakappar landsins sýna listir sínar.
Dj Addi Introbeats – Best „trick“ keppni – Parkour jam – Brettamarkaður frá Brim – Grill og almenn gleði.
Fylgist með á facebook síðu viðburðarins.
5. júlí kl. 16:00
Smíðatorg
Kassabílar, stultur og fleira. Leiðbeinandi á staðnum til að aðstoða unga sem aldna við smíðarnar. Naglar, spýtur og bönd til staðar en þátttakendur eru hvattir til að koma með hamar, sög og dekk.
12. júlí kl. 16:00
Markaðstorg
Sveitamarkaðsstemning á torginu.
Lifandi tónlist – Bændamarkaður frá Mosskógum – Handverkssala – flóamarkaður og kaffisala.
Áhugasamir geta skráð sig hjá vidburdir@yahoo.com
19. júlí kl. 16:00
Listatorg
Fagrir tónar – Skopmyndateiknari – Listdans – Lifandi myndastyttur – Listasmiðja.
Gestir og gangandi taka þátt í að skapa listaverkið „Brosandi Bær 2012“
sem sýnt verður á bæjarhátíðinni Í túninu heima.
26. júlí kl. 16:00
Flugtorg
Flugklúbbur Mosfellsbæjar kemur með flugvélar og stillir til sýnis á Miðbæjartorginu. Fróðleiksmolar, kaffi og léttar veitingar í boði.
Með fyrirvara um gott veður. Dagskrá birt með fyrirvara um breytingar.
Fylgist með á www.mos.is /brosandibaer