Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir ábendingu um bæjarlistamann Mosfellsbæjar 2012. Bæjarlistamanni er jafnframt veittur menningarstyrkur og kynnir sig og verk sín innan Mosfellsbæjar á því ári sem hann er tilnefndur. Útnefning er að vanda tilkynnt í tengslum við bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima.
Tilnefning
Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir ábendingu um bæjarlistamann Mosfellsbæjar 2012. Bæjarlistamanni er jafnframt veittur menningarstyrkur og verður útnefning að vanda tilkynnt í tengslum við bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima.
Nefndin óskar hér með eftir tilnefningum eða ábendingum frá Mosfellingum um einstakling eða samtök listamanna í Mosfellsbæ, sem til greina koma að bera sæmdarheitið bæjarlistamaður ársins 2012.
Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar útnefnir ár hvert bæjarlistamann Mosfellsbæjar. Bæjarlistamaður hlýtur styrk frá Mosfellsbæ. Bæjarlistamaður kynnir sig og verk sín innan Mosfellsbæjar á því ári sem hann er tilnefndur.
Einungis einstaklingar, sem búsettir eru í Mosfellsbæ og hópar og samtök, sem starfa í bæjarfélaginu koma til greina. Þá setur menningarmálanefnd það einnig sem skilyrði að tilnefndir einstaklingar eða hópar hafi verið virkir í listgrein sinni.
Ábendingar þurfa að hafa borist Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar í síðasta lagi 17. júní 2012 og skulu sendast á:
Menningarsvið Mosfellsbæjar
Bæjarskrifstofum Mosfellsbæjar
Þverholti 2
270 Mosfellsbær
eða með tölvupósti á mos[hjá]mos.is
Bæjarlistamaður 2011
Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar fyrir árið 2011 er Bergsteinn Björgúlfsson, kvikmyndagerðarmaður.
Bergsteinn Björgúlfsson, kvikmyndagerðarmaður, var valinn bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2011. Bergsteinn hefur komið að gerð fjölda sjónvarpsþátta og kvikmynda, sem kvikmyndatökumaður.