Menningarstefna fullmótuð
Menningarmálanefnd hefur unnið að menningarstefnu Mosfellsbæjar allt frá árinu 2006 með hléum, en eftir mótun stefnu Mosfellsbæjar hófst stefnumótun málaflokka í samræmi við hana.
Jólasýning Fimleikadeildar
Jólasýning Fimleikadeildar verður haldin að Varmá sunnudaginn 2. desember kl. 11:00. Á sýningunni verða frábærir fimleikataktar og börnin sýna brot af því besta. Allur ágóði rennur til kaupa á áhöldum í nýja fimleikahúsið.
Jólaljósin tendruð 1. desember 2012
Kveikt verður á jólatré Mosfellsbæjar fyrsta laugardag í aðventu, þann 1. desember 2012 kl. 16:00 á Miðbæjartorginu.
Bjarki, María og Valgarð í Útsvarinu
Mosfellsbær fór með sigur af hólmi gegn Borgarbyggð í Útsvarinu þann 26. október sl. í stórskemmtilegum þætti.
Opið hús hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar
Miðvikudaginn 28. nóvember kl. 20.00 verður Opið hús hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar. Í nýjum aðalnámskrám leik- og grunnskóla er horft til 6 lykilþátta sem eru læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun. Að þessu sinni höfum við fengið Margréti Maríu Sigurðardóttur umboðsmann barna til að fjalla um einn þessara þátta, lýðræði og mannréttindi.
Inngangur að aðventunni með Bæjarlistamanni Mosfellsbæjar
Eins og flestir vita var Páll Helgason sæmdur viðurkenningunni Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar árið 2012 við glæsilega athöfn í ágúst sl. Páll hefur víða stigið niður fæti í kórastarfi í og í kringum Mosfellsbæ. Í Hlégarði miðvikudaginn 28.nóvember kl.20.00 munu Landsvirkjunarkórinn og Karlakór Kjalnesinga, kórar sem Páll stofnaði, koma fram og syngja fjölbreytta dagskrá sem inniheldur m.a. jólalög og lög útsett af Páli sjálfum.
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árin 2013-2016 samþykkt
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2013 var lögð fram til seinni umræðu og samþykkt í bæjarstjórn í gær 21. nóvember.
Íþróttahátíð Aftureldingar 17. nóvember 2012
Íþróttahátíð fyrir 10 ára og yngri.
Íbúar Mosfellsbæjar athugið
Þjónustuver Mosfellsbæjar verður opið frá 8.00 til 14.00 miðvikudaginn 14.nóvember nk. Við biðjumst velvirðingar á þessari röskun. Ef um áríðandi málefni er að ræða, er hægt að hafa samband við Þjónustustöð við Völuteig í síma 566 8450.
Bókmenntahlaðborð 2012
Bókmenntakvöld Bókasafnsins verður haldið miðvikudaginn 14. nóvember kl. 20-22.
Fræðslufundur um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) og sjálfstætt líf
Haldinn verður áhugaverður fræðslufundur um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) og sjálfstætt líf á vegum NPA miðstöðvarinnar og Velferðarráðuneytisins í Mosfellsbæ þriðjudaginn 13. nóvember kl.17-21 í Bókasafni Mosfellsbæjar, Kjarna, Þverholti 2. Fundurinn er hugsaður fyrir fatlað fólk og aðstandendur þess, fagfólk og sveitarstjórnarfólk.
Menningarhaust - Tónleikar á Kaffihúsinu Álafossi föstudaginn 16. nóvember
Léttir tónleikar á Kaffihúsinu Álafossi frá kl. 21.00 – 23.00. Vigdís Ásgeirsdóttir söngkona syngur fjölbreytt lög. Með henni spilar Sigurjón Alexandersson gítarleikari og tónlistakennari við Listaskóla Mosfellsbæjar. Vigdís er lærð jazzsöngkona og verður dagská kvöldsins með fjölbreyttu sniði. Ókeypis aðgangur og aldurstakmark 18 ár.
Festum tunnurnar
Nú eiga allir íbúar í Mosfellsbæ að hafa fengið bláa pappírstunnu til viðbótar við svörtu/gráu sorptunnurna, þannig að víðast eru nú tvær sorptunnur við hvert hús. Þar sem vetur gengur nú í garð með auknum vindi og einstaka óveðri vilja bæjaryfirvöld hvetja íbúa til að festa sorptunnur sínar vel til að koma í veg fyrir að þær fjúki.
Mosfellsbær sigraði í Útsvarinu
Lið Mosfellsbæjar í spurningaþættinum Útsvari stóð sig vel þegar liðið keppti við Borgarbyggð föstudaginn 26. október.
Óveðursdagar og skólastarf
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur boðað fyrsta viðbúnaðarstig vegna skólahalds mánudaginn 12.11. Veðurstofa Íslands og Almannavarnir hafa varað við óveðri og hefur því slökkviliðið boðað röskun á skólahaldi vegna erfiðleika starfsfólks og nemenda við að komast til skóla og eru foreldrar beðnir um að fylgja börnum í skólann. Sú regla gildir að skólahald fellur ekki niður vegna veðurs.Stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (SHS), skipuð framkvæmdastjórum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, fól SHS að útbúa, í samvinnu við fræðsluyfirvöld allra sveitarfélaganna, reglur fyrir foreldra og skólayfirvöld um röskun á skólastarfi vegna óveðurs.
Opin hús fyrir foreldra í Mosfellsbæ
Líkt og undanfarin 9 ár verður Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar með opin hús í vetur fyrir alla þá er koma að uppeldi barna. Hvert kvöld hefst á stuttri fræðslu um efni kvöldsins og lýkur á spurningum og samræðum að því loknu. Opnu húsin eru haldin í Listasal Mosfellsbæjar í Kjarna, síðasta miðvikudagskvöld í mánuði kl. 20:00-21:00 nema annað sé auglýst sérstaklega. Gefnar hafa verið út nýjar aðalnámskrár leik- og grunnskóla og er í þeim gengið út frá 6 lykilþáttum:
Tónleikar í tilefni 25 ára afmæli Mosfellsbæjar
Vel heppnað Menningarhaust
Síðastliðinn fimmtudag héldu Kristjana Stefánsdóttir og Svavar Knútur tónleika á Bókasafni Mosfellsbæjar. Tónleikarnir voru liður í haustdagskránni “Menningarhaust” sem er í boði Mosfellsbæjar í tilefni af 25 ára afmæli bæjarins. Gríðalega góð mæting var á tónleikana en vel yfir 100 gestir mættu til að hlýða á stórskemmtilega dagskrá dúettsins.
Fjárhagsáætlun 2013 lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2013 var lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn í gær 31. október.
Opinn fundur um menningarstefnu Mosfellsbæjar
Opinn fundur menningarmálanefndar um menningarstefnu Mosfellsbæjar fer fram miðvikudaginn 31. október, í Bókasafn Mosfellsbæjar, kl. 17:00.