Kveikt verður á jólatré Mosfellsbæjar fyrsta laugardag í aðventu, þann 1. desember 2012 kl. 16:00 á Miðbæjartorginu.
Skólahljómsveit Mosfellsbæjar spilar, leikskólabörn aðstoða bæjarstjóra við að kveikja á jólatrénu og Barnakór Varmárskóla syngur.
Gera má ráð fyrir að einhverjir jólasveinanna muni kíkja á okkur ofan úr Esjunni þennan dag til dansa í kringum tréð með börnunum.
Eftir að dansað hefur verið í kringum jólatréð verður haldið inn í Kjarna þar sem Kammerkór Mosfellsbæjar mun syngja nokkur lög og félagar úr knattspyrnudeild UMFA selja vöflur og kakó.
Tengt efni
Blómlegir tímar í Kósí Kjarna
Menningin í Mosfellsbæ lyftir upp andanum í mars
Menning í mars hefur það að markmiði að efla menningarstarf í bænum, gera það sýnilegra og styðja þau sem að því standa við að kynna sig.
Dagur Listaskólans 1. mars 2025