Lið Mosfellsbæjar í spurningaþættinum Útsvari stóð sig vel þegar liðið keppti við Borgarbyggð föstudaginn 26. október.
Lið Mosfellsbæjar er skipað þeim Maríu Pálsdóttur leikkonu, Bjarka Bjarnasyni rithöfundi og Valgarði Má Jokobssyni kennara í FMOS. Símavinur Mosfellinga var Sigurður Kári Árnason og svaraði hann 10 stiga spurningu rétt fyrir liðið. Jafnræði var með liðunum framanaf en Mosfellingar náðu að síga framúr þegar á leið. Lokatölur urðu 86-42 og er Mosfellsbær þar með kominn í 12 liða úrslit.
Tengt efni
Nóg um að vera í Mosfellsbæ í sumar
Mosfellsbær efstur á lista yfir spennandi ferðamannastaði á Íslandi
Sannkölluð jólagleði við tendrun jólatrés
Jólatréð á miðbæjartorgi var tendrað síðastliðinn laugardag að viðstöddum fjölda íbúa sem létu sig ekki vanta frekar en fyrri ár.