Fyrirlestraröð - Börn og næring
Heilsu- og lífsstílsklúbbnum í Mosfellsbæ heldur sinn fyrsta fyrirlestur af 12 á Heilsuári 2012 í Mosfellsbæ. Markmið klúbbsins er að fræða og ræða málefni sem tengjast fjölskyldum og heilbrigðu líferni og hvað við sjálf getum gert til að gera samfélagið okkar enn betra til að búa í. Heilsu- og lífsstílsklúbburinn í Mosfellsbæ hvetur Mosfellinga og nærsveitarmenn til að koma og taka þátt í líflegum og fræðandi fyrirlestri um börn og næringu mánudagskvöldið 30.janúar kl.20. Fyrirlestur þessi er sá fyrsti af 12 á Heilsuári í Mosfellsbæ. AÐGANGUR ÓKEYPIS.
Lífshlaupið á dagskrá
Hið árlega lýðheilsuátak „Lífshlaupið“ fer nú fram dagana 1.-21. febrúar. Um er að ræða fræðslu- og hvatningarverkefni á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra aldurshópa og eru allir hvattir til að taka þátt.
Opið hús - Föruneyti barnsins
Miðvikudaginn 25. janúar er komið að fyrsta opna húsinu á þessu ári en að þessu sinni verður rætt um föruneyti barnsins. Hlutverk okkar er ekki aðeins að vernda barnið heldur að efla því þor,
Samstarfssamningur milli RannUng og sveitarfélaga undirritaður
Bæjarstjórar í sveitarfélögunum í Kraganum, Mosfellsbæ, Garðabæ, Hafnarfirði, Kópavogi og Seltjarnarnesi ásamt forstöðumanni Rannsóknarstofu í menntunarfræðum ungra barna, RannUng, við Háskóla Íslands, undirrituðu í gær samstarfssamning um rannsóknarverkefni í leikskólum sveitarfélagana.
Vefur Mosfellsbæjar einn af 5 bestu vefjum íslenskra sveitarfélaga
Miðvikudaginn 18. janúar voru kynntar niðurstöður á úttekt á opinberum vefjum ríkis og sveitarfélaga.
Úrslit um kjör íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar 2011
Kjör íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar fór fram í Íþróttamiðstöðinni að Varmá í gærkvöld.
Tilnefningar til verðlauna á Uppskeruhátíð íþrótta- og tómstundasviðs Mosfellsbæjar
Hestamannafélagið Hörður átti glæsilegan hóp verðlaunahafa á hátíðinni.
Kjör íþróttamanna Mosfellsbæjar 2011
Fimmtudaginn 19. janúar nk. kl. 20 verður haldið hóf í Íþróttamiðstöðinni að Varmá þar sem lýst verður kjöri íþróttakarls- og konu Mosfellsbæjar árið 2011. Við sama tilefni er þeim einstaklingum sem hafa orðið Íslands
Framkvæmdir við göngu- og hjólreiðastíg
Nú standa yfir framkvæmdir við göngu- og hjólreiðastíg meðfram Vesturlandsvegi. Vinnuvélar eru nú að störfum á horni Vesturlandsvegar og Skarhólabrautar við Hlíðartúnshverfi þar sem unnið er að fyrsta hluta stígsins.Um er að ræða samgöngustíg sem tengja mun núverandi stígakerfi í Mosfellsbæ við stígakerfi Reykjavíkur.
Hanna Símonarsdóttir valin Mosfellingur ársins 2011
Fótboltamamman og athafnakonan Hanna Símonardóttir hefur verið valin Mosfellingur ársins 2011 af bæjarblaðinu Mosfellingi.
Asahláku spáð um helgina
Spáð er asahláku um helgina og þar sem mikill snjór og klaki er í bænum er hætta á vatnstjónum og hálkuslysum.
Mosfellsbær kemur vel út í árlegri könnun Capacent 2011
Mosfellsbær hirðir jólatré 9. og 10. janúar 2012
Starfsmenn þjónustustöðvar Mosfellsbæjar munu, eins og undanfarin ár, aðstoða bæjarbúa við að fjarlægja jólatré sín, og verða þau hirt dagana 9. og 10. janúar.
Endurnýjun almennra og sérstakra húsaleigubóta
Athygli er vakin á að samkvæmt lögum um húsaleigubætur nr. 138/1997 skal endurnýja umsókn um húsaleigubætur árlega í upphafi árs og gildir umsóknin til ársloka eða jafnlengi og gildistími húsaleigusamnings. Samkvæmt reglum Mosfellsbæjar um sérstakar húsaleigubætur skal endurnýja umsóknir
Brennur um áramótin og á þrettándanum
Á gamlárskvöld verður áramótabrenna í Ullarnesbrekkum.
Nemakort Strætó í boði fyrir grunnskólanema
Grunnskólanemum með lögheimili á höfuðborgarsvæðinu gefst nú kostur á að kaupa nemakort Strætó bs. en hingað til hafa þau einungis verið í boði fyrir nema á framhalds- og háskólastigi.
Breytingar á niðurgreiðslum á vistunarkostnaði barna í leikskólum bæjarins og hjá dagforeldrum.
Frá og með 1. janúar 2012 verða gerðar breytingar á niðurgreiðslum á vistunarkostnaði barna. Þessar breytingar ná bæði til leikskólagjalda og til niðurgreiðslna vegna daggæslu barna í heimahúsi.Breytingarnar eru þær að niðurgreiðslur verða tekjutengdar en ekki bundnar við stöðu foreldra (einstæðir foreldrar og báðir foreldrar í námi).