Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
26. janúar 2012

Bæj­ar­stjór­ar í sveit­ar­fé­lög­un­um í Krag­an­um, Mos­fells­bæ, Garða­bæ, Hafnar­firði, Kópa­vogi og Seltjarn­ar­nesi ásamt for­stöðu­manni Rann­sókn­ar­stofu í mennt­un­ar­fræð­um ungra barna, Rann­Ung, við Há­skóla Ís­lands, und­ir­rit­uðu í gær sam­starfs­samn­ing um rann­sókn­ar­verk­efni í leik­skól­um sveit­ar­fé­lag­ana.

Markmið sam­starfs­ins er að auka þekk­ingu á leik­skólastarfi í sveit­ar­fé­lög­un­um og stuðla að aukn­um gæð­um í leik­skólastarfi. Um er að ræða samn­ing til þriggja ára.

Fyrsta rann­sókn­in sem að­il­ar taka hönd­um sam­an um að vinna er um tengsl leiks við náms­svið að­al­nám­skrár leik­skóla frá 2011. Markmið rann­sókn­ar­inn­ar er að vinna með tengsl leiks og náms í leik­skól­um. Jafn­framt verð­ur skoð­að hvern­ig leik­skóla­kenn­ar­ar, um­hverf­ið og barna­hóp­ur­inn styðja við leik barna og nám.

Geng­ið verð­ur út frá víxl­verk­un leiks og náms, þar sem leik­ur­inn styð­ur við nám og nám styð­ur við leik. Star­f­end­a­rann­sókn og þró­un­ar­vinna verð­ur unn­in í fimm leik­skól­um, ein­um í hverju sveit­ar­fé­lagi, árin 2012-2014.

Sveit­ar­fé­lög­in munu velja leik­skóla til þátt­töku í rann­sókn­inni í sam­ráði við full­trúa Rann­Ung. Stýri­hóp­ur skip­að­ur ein­um full­trúa frá hverju sveit­ar­fé­lagi og tveim­ur full­trú­um frá Rann­Ung held­ur utan um verk­efn­ið og fylg­ist með fram­vindu þess.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00