Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
2. janúar 2012

Grunn­skóla­nem­um með lög­heim­ili á höf­uð­borg­ar­svæð­inu gefst nú kost­ur á að kaupa nem­a­kort Strætó bs. en hing­að til hafa þau ein­ung­is ver­ið í boði fyr­ir nema á fram­halds- og há­skóla­stigi.

Nem­a­kort­ið verð­ur per­sónu­kort, sem nem­ar á aldr­in­um 6 – 18 ára fá keypt með stað­fest­ingu á aldri sam­kvæmt þjóð­skrá. Nem­ar 18 ára og eldri geta líkt og fyrr keypt sín kort sam­kvæmt stað­fest­ingu á skóla­vist frá við­kom­andi skóla.

„Stjórn Strætó bs. vinn­ur stöð­ugt því að bæta þjón­ustu fyr­ir­tæk­is­ins og efla sam­göng­ur á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Um tíma hef­ur Strætó boð­ið náms­mönn­um á fram­halds- og há­skóla­stigi kaup á svo­köll­uðu nem­a­korti en fram til þessa hafa grunn­skóla­nem­ar á svæð­inu ekki haft tæki­færi til að kaupa slík kort. Kom­ið hafa fram ábend­ing­ar, m.a. frá Um­boðs­manni barna, sem og ósk­ir frá for­eldr­um grunn­skóla­nema, að nem­a­kort verði einn­ig í boði fyr­ir nema á grunn­skóla­stigi. Það er okk­ur því sönn ánægja að kynna þá ákvörð­un að þetta verði að veru­leika á næstu vik­um. Við von­um að þess­ar um­bæt­ur verði grunn­skóla­nem­um og for­eldr­um þeirra til hags­bóta,“  seg­ir Guð­rún Ág­ústa Guð­munds­dótt­ir, formað­ur stjórn­ar Strætó bs.

Sala á nem­a­kort­un­um hefst 27. des­em­ber  á vef Strætó. Þau taka gildi 1. janú­ar 2012 og gilda til 31. maí. Að­eins verð­ur hægt að greiða fyr­ir kort­ið með kred­it­korti. Nem­a­kort­ið kost­ar  15.000 kr. fyr­ir önn­ina og verð­ur sent heim til þeirra sem það kaupa.

Það eru sveit­ar­fé­lög­in sjö á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, Reykja­vík, Hafn­ar­fjörð­ur, Kópa­vog­ur, Garða­bær, Mos­fells­bær, Seltjarn­ar­nes og Álfta­nes, sem bjóða nem­end­um úr sveit­ar­fé­lög­un­um þessi sér­kjör.

Nán­ari upp­lýs­ing­ar um kaup á nem­a­korti er að finna á vef Strætó.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00