Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
20. janúar 2012

Kjör íþrótta­konu og íþrót­ta­karls Mos­fells­bæj­ar fór fram í Íþróttamið­stöð­inni að Varmá í gær­kvöld.

Ásamt því að heiðra íþrótta­konu og íþrót­tak­arl Mos­fells­bæj­ar voru veitt­ar við­ur­kenn­ing­ar fyr­ir Ís­lands­meist­ara­titla, bikar­meist­ara, land­móts­meist­ara og fyr­ir þátt­töku í æf­ing­um eða keppni með lands­liði. Einn­ig voru veitt­ar við­ur­kenn­ing­ar fyr­ir efni­leg­asta dreng og stúlku yngri en 16 ára í hverri íþrótta­grein.

Í ár var sam­þykkt  til­laga þess efn­is að veita þeim ein­stak­ling­um sem hlutu nafn­bót­ina íþrótta­kona og íþrót­tak­arl Mos­fell­bæj­ar 50.000 kr. pen­inga­verð­laun sam­hliða heið­ur­stitl­in­um.

Íþrótta­kona Mos­fells­bæj­ar

3 full­trú­ar voru í kjöri til íþrótta­konu Mos­fells­bæj­ar frá þrem­ur fé­lög­um.

Íþrótta­kona  Mos­fells­bæj­ar 2011 var kjörin Telma Rut Frí­manns­dótt­ir Kara­tekona úr Aft­ur­eld­ingu.

Telma Rut var valin Íþrótta­kona Aft­ur­eld­ing­ar í þriðja sinn nú í haust. Nóg hef­ur ver­ið að gera hjá Telmu í ár, hún var ma. í 1. sæti í opn­um flokki í  kumite og 3. sæti í Kata á Bikarmót I, 1. sæti í opn­um flokki í kumite og 3. sæti í Kata á Bikar­móti II og í 1. sæti í opn­um flokki í kumite  á Bikarmót III. Þá sigr­aði hún bæði í -61 kg og í opn­um flokki á  Ís­lands­meist­ara­mót full­orð­inna í  Kumite og varði þann­ig þá titla frá ár­inu 2010.

Telma hef­ur ver­ið nær ósigrandi í Kumite hér heima und­an­farin ár. Hún er mik­il af­reks­mann­eskja í sinni íþrótt og öðr­um Kara­teið­k­end­um góð fyr­ir­mynd.

Íþrót­tak­arl Mos­fells­bæj­ar

4 full­trú­ar voru í kjöri til íþrót­ta­karls Mos­fells­bæj­ar frá fjór­um fé­lög­um í Mos­fells­bæ.

Íþrót­tak­arl Mos­fells­bæj­ar 2011 var kjörin Kristján Þór Ein­ars­son golfari frá golf­klúbbn­um Kili.

Árið hef­ur ver­ið við­burð­ar­ríkt hjá Kristjáni. Hann varð í öðru sæti á Ís­land­mót­inu í högg­leik og í þriðja sæti ásamt liði sínu í Sveita­keppni GSÍ. Hann lék á Opna Lux­em­borg­ar­mót­inu í sum­ar, sem er sterkt áhuga­manna­mót og hafn­aði þar í 6 sæti. Kristján hef­ur sigrað á þrem­ur há­skóla­mót­um á ár­inu, Grub Mart In­tercol­l­eg­iate In­vitati­on­al, Harold Fun­ston In­vitati­on­al og HBU Husky In­vitati­on­al. Hann er í 697. sæti á Heimslista áhuga­manna, næ­stefst­ur ís­lend­inga.

Kristján stund­ar nám í Nicholls State uni­versity þar sem hann stund­ar golf sam­hliða námi sínu í sál­fræði.

Kristján Þór er bú­inn að stimpla sig inn sem einn besti kylf­ing­ur lands­ins. Hann er fyrsti Ís­lend­ing­ur­inn sem sigr­ar á þrem­ur há­skóla­mót­um og er, eins og áður seg­ir, næst efst­ur Ís­lend­inga á Heimslista áhuga­manna.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00