Kjör íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar fór fram í Íþróttamiðstöðinni að Varmá í gærkvöld.
Ásamt því að heiðra íþróttakonu og íþróttakarl Mosfellsbæjar voru veittar viðurkenningar fyrir Íslandsmeistaratitla, bikarmeistara, landmótsmeistara og fyrir þátttöku í æfingum eða keppni með landsliði. Einnig voru veittar viðurkenningar fyrir efnilegasta dreng og stúlku yngri en 16 ára í hverri íþróttagrein.
Í ár var samþykkt tillaga þess efnis að veita þeim einstaklingum sem hlutu nafnbótina íþróttakona og íþróttakarl Mosfellbæjar 50.000 kr. peningaverðlaun samhliða heiðurstitlinum.
Íþróttakona Mosfellsbæjar
3 fulltrúar voru í kjöri til íþróttakonu Mosfellsbæjar frá þremur félögum.
Íþróttakona Mosfellsbæjar 2011 var kjörin Telma Rut Frímannsdóttir Karatekona úr Aftureldingu.
Telma Rut var valin Íþróttakona Aftureldingar í þriðja sinn nú í haust. Nóg hefur verið að gera hjá Telmu í ár, hún var ma. í 1. sæti í opnum flokki í kumite og 3. sæti í Kata á Bikarmót I, 1. sæti í opnum flokki í kumite og 3. sæti í Kata á Bikarmóti II og í 1. sæti í opnum flokki í kumite á Bikarmót III. Þá sigraði hún bæði í -61 kg og í opnum flokki á Íslandsmeistaramót fullorðinna í Kumite og varði þannig þá titla frá árinu 2010.
Telma hefur verið nær ósigrandi í Kumite hér heima undanfarin ár. Hún er mikil afreksmanneskja í sinni íþrótt og öðrum Karateiðkendum góð fyrirmynd.
Íþróttakarl Mosfellsbæjar
4 fulltrúar voru í kjöri til íþróttakarls Mosfellsbæjar frá fjórum félögum í Mosfellsbæ.
Íþróttakarl Mosfellsbæjar 2011 var kjörin Kristján Þór Einarsson golfari frá golfklúbbnum Kili.
Árið hefur verið viðburðarríkt hjá Kristjáni. Hann varð í öðru sæti á Íslandmótinu í höggleik og í þriðja sæti ásamt liði sínu í Sveitakeppni GSÍ. Hann lék á Opna Luxemborgarmótinu í sumar, sem er sterkt áhugamannamót og hafnaði þar í 6 sæti. Kristján hefur sigrað á þremur háskólamótum á árinu, Grub Mart Intercollegiate Invitational, Harold Funston Invitational og HBU Husky Invitational. Hann er í 697. sæti á Heimslista áhugamanna, næstefstur íslendinga.
Kristján stundar nám í Nicholls State university þar sem hann stundar golf samhliða námi sínu í sálfræði.
Kristján Þór er búinn að stimpla sig inn sem einn besti kylfingur landsins. Hann er fyrsti Íslendingurinn sem sigrar á þremur háskólamótum og er, eins og áður segir, næst efstur Íslendinga á Heimslista áhugamanna.
Tengt efni
Tilnefningar til íþróttafólks Mosfellsbæjar 2024
Hægt er að senda inn tilnefningar til 19. nóvember 2024.
Íþróttafólk Mosfellsbæjar 2023 heiðrað við hátíðlega athöfn í Hlégarði fimmtudaginn 11. janúar
Tilnefningar voru 21 og eins og áður gafst bæjarbúum kostur á, ásamt íþrótta- og tómstundanefnd, að kjósa úr hópi tilnefndra íþróttafólk ársins 2023. Á sama tíma var þjálfari, lið og sjálfboðaliði ársins heiðruð.
Kjör íþróttafólks Mosfellsbæjar 2023
Átta konur og ellefu karlar hafa verið tilnefnd af íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar til íþróttafólks Mosfellsbæjar 2023.