Fótboltamamman og athafnakonan Hanna Símonardóttir hefur verið valin Mosfellingur ársins 2011 af bæjarblaðinu Mosfellingi.
Hanna hefur um árabil verið ein aðal driffjöðurin í starfi Aftureldingar. Hún er m.a. upphafsmaður risa þorrablóts Aftureldingar í þeirri mynd sem það er í dag auk þess sem hún á veg og vanda að knattspyrnuskóla Aftureldingar og Liverpool.
„Lífið er fótbolti,“ segir Hanna Símonardóttir sem tileinkar Aftureldingu nafnbótina eftir 14 ára starf sem sjálfboðaliði í þágu félagsins.
„Mitt hjartans mál er að byggt verði knattspyrnuhús í Mosfellsbæ,” segir Hanna Símonardóttir sem er hvergi nærri hætt að láta got að sér leiða fyrir Aftureldingu og samfélagið í Mosfellsbæ.
Tengt efni
Magnús Már valinn Mosfellingur ársins 2024 af bæjarblaðinu Mosfellingi
Bæjarblaðið Mosfellingur stendur nú fyrir valinu á Mosfellingi ársins í 20. sinn.
Dóri DNA Mosfellingur ársins 2023
Mosfellingur ársins 2023 er skemmtikrafturinn og höfundurinn Halldór Laxness Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA.
Halla Karen valin Mosfellingur ársins 2022
Mosfellingur ársins 2022 er Halla Karen Kristjánsdóttir íþróttafræðingur og formaður bæjarráðs Mosfellsbæjar.