Frá og með 1. janúar 2012 verða gerðar breytingar á niðurgreiðslum á vistunarkostnaði barna. Þessar breytingar ná bæði til leikskólagjalda og til niðurgreiðslna vegna daggæslu barna í heimahúsi.
Breytingarnar eru þær að niðurgreiðslur verða tekjutengdar en ekki bundnar við stöðu foreldra (einstæðir foreldrar og báðir foreldrar í námi).
Frá og með 1. janúar 2012 verða gerðar breytingar á niðurgreiðslum á vistunarkostnaði barna. Þessar breytingar ná bæði til leikskólagjalda og til niðurgreiðslna vegna daggæslu barna í heimahúsi.
Breytingarnar eru þær að niðurgreiðslur verða tekjutengdar en ekki bundnar við stöðu foreldra (einstæðir foreldrar og báðir foreldrar í námi). Allir foreldrar geta því sótt um niðurgreidd leikskólagjöld og auknar niðurgreiðslur vegna daggæslu barna í heimahúsi, óháð hjúskaparstöðu, frá næstu áramótum í samræmi við tekjuviðmið sem Mosfellsbær setur.
Til þess að öðlast rétt til niðurgreiðslu leikskólagjalda og viðbótar niðurgreiðslu vegna vistunar barns hjá dagforeldri er horft til tekna foreldra, bæði einstaklinga og foreldra í sambúð, sem grundvallast á framlagðri skattskýrslu og staðfestu staðgreiðsluyfirliti síðustu þriggja mánaða.
Hægt er að sækja um niðurgreidd leikskólagjöld og viðbótar niðurgreiðslur vegna vistunar barna í heimahúsi, í samæmi við samþykkt um niðurgreiðslur, á Íbúagátt Mosfellsbæjar frá 22. desember.
Sækja þarf um fyrir 30. desember vegna janúarmánaðar og leggja fram umbeðin gögn sem eru skattaskýrsla frá síðasta ári og staðgeiðsluyfirlit síðustu 3ja mánaða.
Þeir sem sækja um á tímabilinu frá 1. janúar til 20. janúar fá tvöfalda viðbótarniðurgreiðslu fyrir febrúarmánuð þe. afslátturinn verður gerður afturvirkur um einn mánuð.
ATH ! afrit af skattaskýrslu og staðgreiðsluyfirliti er aðgengilegt á heimasvæði hvers og eins hjá skattinum og er hægt að hengja fylgigögn rafrænt með umsókninni. www.rsk.is
Ennfremur verða gerðar breytingar á niðurgreiðslum vegna daggæslu barna í heimahúsi í þá veru að þegar barn verður 2ja ára getur foreldri/forráðamaður sótt um auknar niðurgreiðslu sem færir gjald foreldra til jafns við almennt gjald foreldra á leikskólum Mosfellsbæjar. Hægt er að sækja um þessar niðurgreiðslur á Íbúagátt Mosfellsbæjar frá og með þeim mánuði sem barnið verður 2ja ára og tekur afslátturinn gildi í mánuðnum eftir.
Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar
Nánari upplýsingar um gjaldskrár og tekjuviðmið :
Dagforeldrar med þjónustusamning
Aukin niðurgreiðsla þjónustusamnings vegna daggæslu barna í heimahúsi