Heilsu- og lífsstílsklúbbnum í Mosfellsbæ heldur sinn fyrsta fyrirlestur af 12 á Heilsuári 2012 í Mosfellsbæ. Markmið klúbbsins er að fræða og ræða málefni sem tengjast fjölskyldum og heilbrigðu líferni og hvað við sjálf getum gert til að gera samfélagið okkar enn betra til að búa í. Heilsu- og lífsstílsklúbburinn í Mosfellsbæ hvetur Mosfellinga og nærsveitarmenn til að koma og taka þátt í líflegum og fræðandi fyrirlestri um börn og næringu mánudagskvöldið 30.janúar kl.20. Fyrirlestur þessi er sá fyrsti af 12 á Heilsuári í Mosfellsbæ. AÐGANGUR ÓKEYPIS.
Fyrsti fyrirlestur af 12 á Heilsuári 2012 í Mosfellsbæ verður haldinn í Heilsu- og lífsstílsklúbbnum í Mosfellsbæ, Háholti 14, 2.hh mánudagskvöldið 30.janúar 2012 kl.20
Heilsu- og lífsstílsklúbburinn í Mosfellsbæ hefur m.a. það markmið að skapa umræðuvettvang fyrir fólk í bæjarfélaginu sem vill ræða heilsutengd málefni í forvarnarskyni.
Fyrirlestraröðin sem um ræðir ber yfirskriftina “Heilbrigðar fjölskyldur 2012” og er stefnt á að hittast síðasta mánudag í hverjum mánuði og fræða og ræða málefni sem tengjast fjölskyldum og heilbrigðu líferni og hvað við sjálf getum gert til að gera samfélagið okkar enn betra til að búa í.
Það getur verið allt frá mataræði, hreyfingu, svefni og hugarfari, yfir í forvarnastarf tengt fíkniefnanotkun unglinga, kynfræðslu fullorðinna, heilbrigði á eldri árum oflr.
Heilsu- og lífsstílsklúbburinn í Mosfellsbæ hvetur Mosfellinga og nærsveitarmenn til að koma og taka þátt í líflegum og fræðandi kvöldum.
AÐGANGUR ÓKEYPIS.
Til að fylgjast með þessum og næstu fyrirlestrum er íbúum bent á að hægt er gerast vinur Heilsu- og lífsstílsklúbbsins á facebook.