Miðvikudaginn 18. janúar voru kynntar niðurstöður á úttekt á opinberum vefjum ríkis og sveitarfélaga.
Úttektin sem framkvæmd er af Deloitte fyrir Ský, skýrslutæknifélag Íslands, annað hvert ár er gerð með það að markmiði að meta gæði vefjanna, fá yfirlit yfir þjónustu sem er í boði og til þess að fylgjast með þróun og breytingum. Alls voru 267 vefir teknir til skoðunar og þar af voru 70 sveitarfélög sem tóku þátt í úttektinni.
Mosfellbær var meðal fimm vefja sveitarfélaga sem tilnefndur var til verðlauna fyrir besta vef sveitarfélags en einnig voru tilnefndir vefir Akureyrar, Garðabæjar, Reykjavíkur og Seltjarnarnes. Þessir fimm vefir þóttu skara framúr samkvæmt niðurstöðum úttektar Deloitte.
Það var vefur Akureyrarbæjar sem hreppti viðurkenningu fyrir að eiga besta sveitarfélagavefinn.
Vefur Tryggingastofnunar ríkisins var kjörinn besti ríkisvefurinn.
Tengt efni
Fyrsta skóflustunga fyrir íbúðir Bjargs íbúðaleigufélags í Mosfellsbæ
Samstarfssamningar Mosfellsbæjar við íþrótta- og tómstundafélög endurnýjaðir
Samningarnir gilda frá árinu 2025 til loka ársins 2027.
Álagning fasteignagjalda 2025