Opin hús fyrir foreldra í Mosfellsbæ
Til foreldra/forráðamanna og annarra áhugasamra
Bíllausi dagurinn 23. september 2011
Bíllausi dagurinn er haldinn ár hvert í tengslum við samgönguvikuna og taka yfir 2000 borgir í Evrópu í átakinu.
Nýleg hjóla- og göngustígakort aðgengileg á ýmsum stöðum í bænum
Í tilefni af evrópskri samgönguviku mun Mosfellsbær hafa nýleg hjóla- og göngustígakort bæjarins aðgengileg á áberandi stöðum í bænum.
Íbúafundur um drög að lýðræðisstefnu í kvöld, þriðjudag kl. 20
Íbúafundur um drög að lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar verður haldinn í Bókasafni Mosfellsbæjar í kvöld, þriðjudaginn 20. september kl. 20. Þar verða drög stefnunnar kynnt og fundargestum gefst tækifæri til að ræða þau og spyrja spurninga. Nálgast má drög stefnunnar á slóðinni www.mos.is/lydraedisnefnd/drog.
Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 2011 haldinn í Hlégarði í dag kl. 15:00
Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar verður haldinn í Hlégarði í dag, mánudaginn 19. september, kl. 15:00 – 17:00.
Evrópsk samgönguvika í Mosfellsbæ 16. - 22. september 2011
Dagana 16. – 22. september mun Mosfellsbær taka þátt í evrópsku samgönguvikunni, European Mobility Week.
Drög að lýðræðisstefnu kynnt íbúum
Vinna við drög að lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar hefur staðið yfir í um ár og liggja þau nú fyrir. Verða þau kynnt fyrir íbúum jafnt rafrænt sem með íbúafundi. Óskað er eftir ábendingum og athugasemdum um drögin.
Opnun Rósu Sigrúnar Jónsdóttur í Listasal
Rósa Sigrún Jónsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands árið 2001 og hefur verið virk í íslensku myndlistarlífi frá námslokum. Auk sýningarhalds hefur hún kennt myndlist, verið sýningarstjóri og tekið að sér ýmis verkefni. Þar má nefna að hún var formaður Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík 2004-2007.
Félagsstarf eldri borgara að hefjast
Dagskrá haustið 2011.
Vetraropnun sundlauga Mosfellsbæjar
Bergsteinn valinn bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2011
Bergsteinn Björgúlfsson, kvikmyndagerðarmaður, er bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2011.
Bæjarskrifstofa Mosfellsbæjar innleiðir umhverfisstefnu
Ný umhverfisstefna bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar var formlega tekin í gagnið á starfsmannafundi í gær.
Óskað eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar 2011
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar óskar eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar árið 2011.
Umhverfisviðurkenningar 2011 veittar á bæjarhátíðinni Í túninu heima
Á bæjarhátíðinni Í túninu heima veitti umhverfisnefnd Mosfellsbæjar umhverfisviðurkenningar fyrir árið 2011.
Sumarlestur 2011 - Uppskeruhátíð
Í sumar hefur Sumarlestur verið í gangi í Bókasafninu fyrir börn í 1. – 4. bekk og nú er komið að uppskeruhátíð.
Nýtt tímabil Frístundaávísana að hefjast fyrir veturinn 2011-2012
Frístundaávísanir fyrir veturinn 2011-2012 verða virkar frá 1. september 2011. Mosfellsbær gefur forráðamönnum allra barna og unglinga á aldrinum 6-18 ára, árgangar 1994-2005, með lögheimili í Mosfellsbæ kost á frístundaávísun að upphæð 15.000,- kr sem hægt er að nota til að greiða fyrir hvers konar frístundastarf hjá viðurkenndum frístundafélögum eða frístundastofnunum.
Íslandsmet í planki á Miðbæjartorgi
Sett var Íslandsmet í planki á Miðbæjartorgi á föstudagskvöld þegar alls 441 tóku þátt í hópplanki.
Hvatning til dáða í hópplankinu frá Strandabyggð
Tómstundafulltrúi Strandabyggðar sendir Mosfellingum hlýjar kveðjur “í túninu heima” og hvetur Mosfellinga til dáða í hópplankinu í kvöld en Strandabyggð telur sig eiga Íslandsmetið eins og er: http://strandabyggd.is/frettir/Mosfellingar_reyna_vid_Islandsmetid_i_planki/
Stefnt að Íslandsmeti í planki á Miðbæjartorgi í kvöld
Vonast er til þess að Mosfellingar og aðrir gestir á bæjarhátíðinni Í túninu heima setji Íslandsmet í fjöldaplanki á setningarhátíð á Miðbæjartorgi í kvöld.
Leirvogstunguskóli opnaður
Í síðastliðinni viku var Leirvogstunguskóli opnaður og hefur starfsfólk verið á fullu að taka á móti nýjum nemendum.