Mál númer 202008039
- 7. febrúar 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #844
Lögð er fram að nýju til umfjöllunar og afgreiðslu kynnt og auglýst tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Bjarkarholt 1-3 innan uppbyggingarreitar E í miðbænum, nú Bjarkarholt 22-30. Breytingin fól í sér að auka byggingarmagn og fjölga íbúðum á lóðum ætlaðar öldruðum, er tengst geta þjónustu og íbúðarkjarna Eirar vestan skipulagssvæðisins í samræmi við uppbyggingarsamninga lóðarhafa, sveitarfélagsins og Eirar öryggisíbúða, frá 21.09.2021. Breytingin var kynnt og auglýst til umsagna og athugasemda frá 12.05.2022 til og með 27.06.2022. Umsagnir voru lagðar fyrir og kynntar á 569. fundi skipulagsnefndar, þann 12.08.2022.
Afgreiðsla 605. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 844. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 7. febrúar 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #844
Tilkynning Render Centium ehf. um riftun á uppbyggingarsamkomulagi um uppbyggingu við Bjarkarholt 1-5, frá 24. september 2021.
Afgreiðsla 1610. fundar bæjarráðs samþykkt á 844. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
- 7. febrúar 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #844
Bréf barst Mosfellsbæ frá Render Centium ehf., dags. 19.01.2024, með tilkynningu um riftun á uppbyggingarsamkomulagi við Bjarkarholt 1-5 [nú Bjarkarholt 22-34], frá 24.09.2021. Bréfinu var á 1610. fundi bæjarráðs vísað til kynningar skipulagsnefndar. Bæjarráð samþykkti að fela bæjarstjóra að hlutast til um að aðrir aðilar uppbyggingarsamkomulagsins verði upplýst um framkomna riftun og þá afstöðu Mosfellsbæjar að með vísan til framkominnar riftunar sé litið svo á að samkomulagið sé fallið niður með vísan til brostinna forsendna.
Afgreiðsla 605. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 844. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 2. febrúar 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #605
Bréf barst Mosfellsbæ frá Render Centium ehf., dags. 19.01.2024, með tilkynningu um riftun á uppbyggingarsamkomulagi við Bjarkarholt 1-5 [nú Bjarkarholt 22-34], frá 24.09.2021. Bréfinu var á 1610. fundi bæjarráðs vísað til kynningar skipulagsnefndar. Bæjarráð samþykkti að fela bæjarstjóra að hlutast til um að aðrir aðilar uppbyggingarsamkomulagsins verði upplýst um framkomna riftun og þá afstöðu Mosfellsbæjar að með vísan til framkominnar riftunar sé litið svo á að samkomulagið sé fallið niður með vísan til brostinna forsendna.
Lagt fram og kynnt. Þar sem uppbyggingarsamkomulagi hefur verið rift vegna forsendubrests leggur skipulagsnefnd til, í ljósi fyrirliggjandi áætlana Mosfellsbæjar og nefndarinnar um endurskoðun skipulags í miðbænum, að umræddur uppbyggingarreitur E, áður Bjarkarholt 1-5, verði í heild sinni innan marka endurskoðunar. Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að Mosfellsbær skuli stýra deiliskipulagsbreytingum og samráði vegna þess. Lögð verður áhersla á óbyggðar lóðir, þróunarreiti, samgöngur, stíga og opin græn svæði.
- 2. febrúar 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #605
Lögð er fram að nýju til umfjöllunar og afgreiðslu kynnt og auglýst tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Bjarkarholt 1-3 innan uppbyggingarreitar E í miðbænum, nú Bjarkarholt 22-30. Breytingin fól í sér að auka byggingarmagn og fjölga íbúðum á lóðum ætlaðar öldruðum, er tengst geta þjónustu og íbúðarkjarna Eirar vestan skipulagssvæðisins í samræmi við uppbyggingarsamninga lóðarhafa, sveitarfélagsins og Eirar öryggisíbúða, frá 21.09.2021. Breytingin var kynnt og auglýst til umsagna og athugasemda frá 12.05.2022 til og með 27.06.2022. Umsagnir voru lagðar fyrir og kynntar á 569. fundi skipulagsnefndar, þann 12.08.2022.
Í ljósi fyrirliggjandi upplýsinga um að búið sé að rifta undirrituðu uppbyggingarsamkomulagi fyrir uppbyggingarreit E, áður Bjarkarholt 1-5, lítur skipulagsnefnd svo á að skipulagsferli við skipulagsbreytingu er nefnist Bjarkarholt 1-3 sé sjálfhætt, enda uppbyggingarsamkomulag forsenda breytingarinnar. Tafir á uppbyggingu Bjarkarholts 4-5, nú 32-34, höfðu áhrif á framvindu skipulagsins þar sem um heildstæða áætlun var að ræða samkvæmt samkomulaginu. Ekki var búið að vinna frekari breytingar, tillögur eða svörun vegna innsendra athugasemda skipulagstillögunnar en skipulagsnefnd þakkar bréfriturum umsagnir og athugasemdir.
Skipulagsnefnd leggur til, í ljósi fyrirliggjandi áætlana Mosfellsbæjar og nefndarinnar um endurskoðun skipulags í miðbænum, að umræddur uppbyggingarreitur E verði í heild sinni innan marka heildarendurskoðunar. Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að Mosfellsbær skuli stýra deiliskipulagsbreytingum og samráði vegna þess. Lögð verður áhersla á óbyggðar lóðir, þróunarreiti, samgöngur, stíga og opin græn svæði.
Málsmeðferð lokið. - 25. janúar 2024
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1610
Tilkynning Render Centium ehf. um riftun á uppbyggingarsamkomulagi um uppbyggingu við Bjarkarholt 1-5, frá 24. september 2021.
Upplýsingar um riftun samningsaðila á samkomulagi um uppbyggingu við Bjarkarholt lagðar fram til kynningar. Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela bæjarstjóra að hlutast til um að aðrir aðilar uppbyggingarsamkomulagsins verði upplýst um framkomna riftun. Jafnframt verði upplýst um þá afstöðu Mosfellsbæjar að með vísan til framkominnar riftunar sé litið svo á að samkomulagið sé fallið niður með vísan til brostinna forsendna. Bæjarráð samþykkir enn fremur með fimm atkvæðum að fela bæjarstjóra að undirbúa næstu skref í vinnu við uppbyggingu á þeim lóðum sem um ræðir. Málinu er að lokum vísað til kynningar i skipulagsnefnd.
- 28. september 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #812
Lagt er fram til kynningar minnisblað skipulagfulltrúa vegna umsagna og athugasemda kynntrar deiliskipulagstillögu fyrir lóðir að Bjarkarholti 1, 2 og 3. Minnisblað byggir á samantekt og sundurliðun helstu efnistaka umsagna og athugasemda. Skipulagsnefnd fjallaði fyrst um umsagnir á 569. fundi sínum. Hjálagðar eru athugasemdir auk kynntar deiliskipulagsgagna.
Afgreiðsla 572. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 812. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 23. september 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #572
Lagt er fram til kynningar minnisblað skipulagfulltrúa vegna umsagna og athugasemda kynntrar deiliskipulagstillögu fyrir lóðir að Bjarkarholti 1, 2 og 3. Minnisblað byggir á samantekt og sundurliðun helstu efnistaka umsagna og athugasemda. Skipulagsnefnd fjallaði fyrst um umsagnir á 569. fundi sínum. Hjálagðar eru athugasemdir auk kynntar deiliskipulagsgagna.
Í samræmi við umræður fundar og athugasemdir vísar skipulagsnefnd deiliskipulaginu til frekari úrvinnslu hjá skipulagsfulltrúa og umhverfissviði.
Samþykkt með fimm atkvæðum. - 17. ágúst 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #809
Skipulagsnefnd samþykkti á 562. fundi sínum að auglýsa til umsagnar og athugasemda breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðir í Bjarkarholti innan miðbæjarins. Breytingin felur í sér að auka byggingarmagn og fjölga íbúðum á lóðum sem í dag heita Bjarkarholt 1, 2 og 3. Á skipulaginu verða 150 íbúðir ætlaðar öldruðum, er tengst geta þjónustu og íbúðarkjarna Eirar vestan skipulagssvæðisins, auk 5.400 fermetra miðbæjargarðs með verslunar- og þjónustubyggingu eða skála. Heimilt verður að byggja 18.530 fermetra á lóðunum þar af 400 fermetra skála í garði. Bílakjallari er undir húsum og samtengdur uppbyggingu Bjarkarholts 4-5. Aðkoma kjallara er frá Langatanga og Hlaðhömrum. Samhliða var auglýst tillaga að breyttu aðalskipulagi miðsvæðis 116-M þar sem innfærð var fjölgun íbúða. Breytingin var kynnt á vef Mosfellsbæjar, Lögbirtingablaðinu og í Mosfellingi. Kynningarfundur var haldinn í Þverholti 2 þann 08.06.2022. Athugasemdafrestur var frá 12.05.2022 til og með 27.06.2022. Athugasemdir bárust frá Húsfélagi Bjarkarholts 8-20, Sigmundur Sigmundsson, formaður, dags. 10.06.2022, Erlendi Á. Bender og Rós Bender Bjarkarholti 27, dags 12.06.2022, íbúum Bjarkarholts 20, Magnús Jónsson, bréfritari, Bjarni Ómar Haraldsson og Alda Guðmundsdóttir, íbúð 103, Einar Sólonsson, íbúð 101, Ingibjörg Þ. Sigurðardóttir og Guðbjörn Baldvinsson, íbúð 102, Ingólfur G. Garðarsson, íbúð 201, Ólöf Þráinsdóttir, íbúð 202, Ingibjörg Ásmundsdóttir og Jóhann O. Pétursson, íbúð 203, Bryndís Guðnadóttir og Þorsteinn Marinósson, íbúð 303, Laufey Torfadóttir og Axel Ketilsson, íbúð 402, dags. 20.06.2022, Klara Sigurðardóttir og Þröstur Lýðsson, Bjarkarholt 20, íbúð 401, dags. 22.06.2022, Guðný Jónsdóttir og Knútur Óskarsson, Bjarkarholti 18, íbúð 501, dags. 22.06.2022, Axel Ketilson, Bjarkarholti 20, íbúð 402, dags. 24.06.2022, Stjórn húsfélags Bjarkarholts 25-29, f.h. stjórnar Ásdís Guðný Pétursdóttir, formaður, dags. 25.06.2022. Umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti HEF, dags. 31.05.2022, Veitum, dag. 03.06.2022, Minjastofnun Íslands, dags. 09.06.2022 og Landsneti, dags. 28.06.2022.
Afgreiðsla 569. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 809. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 12. ágúst 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #569
Skipulagsnefnd samþykkti á 562. fundi sínum að auglýsa til umsagnar og athugasemda breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðir í Bjarkarholti innan miðbæjarins. Breytingin felur í sér að auka byggingarmagn og fjölga íbúðum á lóðum sem í dag heita Bjarkarholt 1, 2 og 3. Á skipulaginu verða 150 íbúðir ætlaðar öldruðum, er tengst geta þjónustu og íbúðarkjarna Eirar vestan skipulagssvæðisins, auk 5.400 fermetra miðbæjargarðs með verslunar- og þjónustubyggingu eða skála. Heimilt verður að byggja 18.530 fermetra á lóðunum þar af 400 fermetra skála í garði. Bílakjallari er undir húsum og samtengdur uppbyggingu Bjarkarholts 4-5. Aðkoma kjallara er frá Langatanga og Hlaðhömrum. Samhliða var auglýst tillaga að breyttu aðalskipulagi miðsvæðis 116-M þar sem innfærð var fjölgun íbúða. Breytingin var kynnt á vef Mosfellsbæjar, Lögbirtingablaðinu og í Mosfellingi. Kynningarfundur var haldinn í Þverholti 2 þann 08.06.2022. Athugasemdafrestur var frá 12.05.2022 til og með 27.06.2022. Athugasemdir bárust frá Húsfélagi Bjarkarholts 8-20, Sigmundur Sigmundsson, formaður, dags. 10.06.2022, Erlendi Á. Bender og Rós Bender Bjarkarholti 27, dags 12.06.2022, íbúum Bjarkarholts 20, Magnús Jónsson, bréfritari, Bjarni Ómar Haraldsson og Alda Guðmundsdóttir, íbúð 103, Einar Sólonsson, íbúð 101, Ingibjörg Þ. Sigurðardóttir og Guðbjörn Baldvinsson, íbúð 102, Ingólfur G. Garðarsson, íbúð 201, Ólöf Þráinsdóttir, íbúð 202, Ingibjörg Ásmundsdóttir og Jóhann O. Pétursson, íbúð 203, Bryndís Guðnadóttir og Þorsteinn Marinósson, íbúð 303, Laufey Torfadóttir og Axel Ketilsson, íbúð 402, dags. 20.06.2022, Klara Sigurðardóttir og Þröstur Lýðsson, Bjarkarholt 20, íbúð 401, dags. 22.06.2022, Guðný Jónsdóttir og Knútur Óskarsson, Bjarkarholti 18, íbúð 501, dags. 22.06.2022, Axel Ketilson, Bjarkarholti 20, íbúð 402, dags. 24.06.2022, Stjórn húsfélags Bjarkarholts 25-29, f.h. stjórnar Ásdís Guðný Pétursdóttir, formaður, dags. 25.06.2022. Umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti HEF, dags. 31.05.2022, Veitum, dag. 03.06.2022, Minjastofnun Íslands, dags. 09.06.2022 og Landsneti, dags. 28.06.2022.
Lagt fram og kynnt. Skipulagfulltrúa falin áframhaldandi vinna máls og að rýna innsendar athugasemdir frekar.
Samþykkt með fjórum atkvæðum.- FylgiskjalAuglýsing af vef vegna skipulagsbreytingar.pdfFylgiskjalKynningarfundur íbúa vegna skipulagsbreytinga miðsvæða.pdfFylgiskjalInnsendar athugasemdir við Bjarkarholt 1-3 skipulag - samsett.pdfFylgiskjalBjarkarholt 1-3 - deiliskipulagsuppdráttur.pdfFylgiskjalUmsögn Minjastofnunar - Miðsvæði við Bjarkarholt.pdfFylgiskjalUmsögn Veitna - Miðsvæði við Bjarkarholt.pdfFylgiskjalUmsögn Landsnets - Miðsvæði við Bjarkarholt.pdfFylgiskjalUmsögn HEF - Miðsvæði við Bjarkarholt.pdf
- 23. mars 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #801
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu breyting á deiliskipulagi í Bjarkarholti 1-3 er snertir uppbyggingu þjónustuíbúða á svæðinu.
Afgreiðsla 562. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 801. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 18. mars 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #562
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu breyting á deiliskipulagi í Bjarkarholti 1-3 er snertir uppbyggingu þjónustuíbúða á svæðinu.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillaga að breyttu deiliskipulagi verði kynnt og auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða breytingu á aðalskipulagi sama svæðis. Samþykkt með fjórum atkvæðum.
- 8. desember 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #795
Lögð eru fram til kynningar samskipti og afgreiðslubréf Skipulagsstofnunar, dags. 11.11.2021 og 22.11.2021, vegna deiliskipulagsbreytingar fyrir Bjarkarholt 4 og 5, auk bréfs skipulagsfulltrúa, dags. 15.11.2021 Hjálagt er minnisblað skipulagsfulltrúa vegna afgreiðslu skipulagsins.
Afgreiðsla 555. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 795. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 3. desember 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #555
Lögð eru fram til kynningar samskipti og afgreiðslubréf Skipulagsstofnunar, dags. 11.11.2021 og 22.11.2021, vegna deiliskipulagsbreytingar fyrir Bjarkarholt 4 og 5, auk bréfs skipulagsfulltrúa, dags. 15.11.2021 Hjálagt er minnisblað skipulagsfulltrúa vegna afgreiðslu skipulagsins.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd samþykkir að leggja minnisblað skipulagsfulltrúa fram sem rökstuðning með gildistöku skipulagsbreytingarinnar. Mosfellsbær mun því í samræmi við rök annast gildistöku skipulagsins með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
- 13. október 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #791
Samkomulag um uppbyggingu á lóðunum við Bjarkarholt 1-5 lagt fram til samþykktar.
Afgreiðsla 1505. fundar bæjarráðs samþykkt á 791. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista sat hjá.
- 30. september 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1505
Samkomulag um uppbyggingu á lóðunum við Bjarkarholt 1-5 lagt fram til samþykktar.
Bókun M-lista
Sé litið til ákvæða greinar 6.4 er ekki ljóst hvað átt er við ,,faglega og fjárhagslega burði" og mikilvægt að þessi hluti sé skilgreindur frekar. Einnig virðist ekki séð að samningsaðilinn eigi að leggja fram tryggingar fyrir því að verkinu ljúki í tíma og staðið sé við skuldbindingar samkvæmt samningnum. Lögð er áhersla á að þegar lokið hefur verið við að vinna þessi drög verði þau einnig lögð fyrir bæjarstjórn.Bókun L-lista
Bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar situr hjá við afgreiðslu samkomulagsins eins og það liggur fyrir þessum fundi vegna þess að samþykktin innifelur ekki fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar. Þessi afstaða ræðst af því að hér er um stórt mál að ræða sem bæjarfulltrúinn vill að rætt verði og afgreitt á bæjarstjórnarfundi þar sem allir bæjarfulltrúar hafi lýðræðislega aðkomu og möguleika á því að ræða og lýsa skoðun sinni á samkomulaginu og hafi ráðrúm til þess að kynna sér öll gögn og fylgiskjöl sem fylgja eiga samkomulaginu.Fram kom tillaga frá Stefáni Ómari Jónssyni um að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Tillagan felld með tveimur atkvæðum gegn atkvæði fulltrúa L-lista.
Bæjarráð samþykkir með tveim atkvæðum fyrirliggjandi samkomulag um uppbyggingu á lóðunum Bjarkarholt 1-5. Jafnframt er samþykkt að fela bæjarstjóra að undirrita samkomulagið. Fulltrúi L-lista sat hjá.
- 29. september 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #790
Lögð eru fram til kynningar drög að deiliskipulagsbreytingu fyrir lóðir að Bjarkarholti 1, 2 og 3 í samræmi við gögn sem kynnt voru á 521. fundi nefndarinnar.
Afgreiðsla 550. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 790. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 24. september 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #550
Lögð eru fram til kynningar drög að deiliskipulagsbreytingu fyrir lóðir að Bjarkarholti 1, 2 og 3 í samræmi við gögn sem kynnt voru á 521. fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd heimilar málsaðila, skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga, að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sem byggir á kynntum gögnum vegna Bjarkarholts 1, 2 og 3.
Bókun Sveins Óskars Sigurðssonar fulltrúa M-lista, Miðflokks:
Fulltrúi Miðflokksins hefur bent á mikinn umferðarþunga á miðbæjarsvæðinu. Ekki er útlit fyrir að það dragi úr umferð á næstu árum. Því er afar brýnt að hugað sé að umferðaröryggi á svæðinu. - 15. júlí 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1497
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu uppfærð útgáfa deiliskipulagsbreytingar við Bjarkarholt 4-5. Breytingin skiptist á tvo uppdrætti auk skýringaruppdráttar. Athugasemdir voru kynntar á 545. fundi nefndarinnar. Lögð eru fram drög að svörum athugasemda.
Afgreiðsla 546. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 1497. fundi bæjarráðs bæjarráðs með þremur atkvæðum.
- 1. júlí 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #546
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu uppfærð útgáfa deiliskipulagsbreytingar við Bjarkarholt 4-5. Breytingin skiptist á tvo uppdrætti auk skýringaruppdráttar. Athugasemdir voru kynntar á 545. fundi nefndarinnar. Lögð eru fram drög að svörum athugasemda.
Bókun M-lista, Miðflokks:
Fulltrúi Miðflokksins Jón Pétursson mun styðja samþykkt þessa skipulags en bendir jafnframt á að mikil umferð er á miðbæjarsvæðinu sem ekki er útlit fyrir að minnki næstu árin. Afar brýnt er að hugað verði að umferðaröryggi.
Jón Pétursson.Bókun S-lista, Samfylkingar:
Áheyrnarfulltrúi Samfylkingarinnar í skipulagsnefnd getur ekki að öllu leyti tekið undir þau drög að svörum sem liggja fyrir á fundinum við framkomnum athugasemdum við skipulagstillögu um Bjarkarholt 4-5. Eins og til að mynda þar sem vísað er til væntanlegrar húsnæðisþarfar á svæðinu án þess að geta þess hvar og hvernig sú þarfagreining fór fram og hvar megi nálgast þær niðurstöður. Fulltrúi S-lista tekur einnig undir þá athugasemd og áhyggjur að það stefni í verulega einsleitni í íbúasamsetningu svæðisins norðan megin við Bjarkarholt.
Ólafur Ingi Óskarsson.Skipulagsfulltrúa falið að svara athugasemdum í samræmi við drög og umræddar breytingar. Deiliskipulagið er samþykkt, með fyrirvara um undirritaðan uppbyggingarsamning við málsaðila, og skal það síðan hljóta afgreiðslu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á endurauglýsingu deiliskipulagsbreytingar skv. 4. mgr. 41 gr. sömu laga vegna fjölgunar á bílastæðum, fækkunar íbúða og nýrra skýringarmynda.
- 16. júní 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #785
Skipulagsnefnd tók fyrir á 541. fundi sínum athugasemdir við kynnta skipulagsbreytingu fyrir Bjarkarholt 4-5. Lagðar eru fram til kynningar skuggavarpsmyndir sem sýna uppbyggingu deiliskipulags.
Afgreiðsla 545. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 785. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 11. júní 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #545
Skipulagsnefnd tók fyrir á 541. fundi sínum athugasemdir við kynnta skipulagsbreytingu fyrir Bjarkarholt 4-5. Lagðar eru fram til kynningar skuggavarpsmyndir sem sýna uppbyggingu deiliskipulags.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram og undirbúa drög að svörum við athugasemdum.
- 5. maí 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #782
Skipulagsnefnd samþykki á 533. fundi sínum að auglýsa deiliskipulagsbreytingu fyrir Bjarkarholt 4-5 í miðbæ Mosfellsbæjar. Skipulagið var auglýst í Mosfellingi, Lögbirtingarblaðinu, á vef Mosfellsbæjar og með útsendum tölvupósti til stofnanna. Athugasemdafrestur var frá 11.03.2021 til og með 26.04.2021. Athugasemdir lagðar fram til kynningar.
Afgreiðsla 541. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 782. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 30. apríl 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #541
Skipulagsnefnd samþykki á 533. fundi sínum að auglýsa deiliskipulagsbreytingu fyrir Bjarkarholt 4-5 í miðbæ Mosfellsbæjar. Skipulagið var auglýst í Mosfellingi, Lögbirtingarblaðinu, á vef Mosfellsbæjar og með útsendum tölvupósti til stofnanna. Athugasemdafrestur var frá 11.03.2021 til og með 26.04.2021. Athugasemdir lagðar fram til kynningar.
Lagt fram og kynnt, umræða um athugasemdir. Skipulagsnefnd samþykkir að vísa athugasemdum og skipulagi til skoðunar á umhverfissviði.
- 24. febrúar 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #777
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Bjarkarholt 4-5 í samræmi við afgreiðslu nefndarinnar á 521. fundi hennar. Breytingin er sett fram á tveimur uppdráttum.
Afgreiðsla 533. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 777. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum, tveir bæjarfulltrúar sátu hjá.
- 19. febrúar 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #533
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Bjarkarholt 4-5 í samræmi við afgreiðslu nefndarinnar á 521. fundi hennar. Breytingin er sett fram á tveimur uppdráttum.
Ólafur Ingi Óskarsson áheyrnarulltrúi S-lista leggur fram tillögu um að fresta afgreiðslu málsins. Fellt með þremur atkvæðum D og V lista gegn tveimur atkvæðum L og M lista.
Bókun Ólafs Inga Óskarssonar áheyrnarulltrúa S lista: Hér er lögð fram skipulagstillaga sem felur í sér mikla breytingu á núverandi deiliskipulagi bæði hvað varðar fjölda íbúa og byggingarmagn. Það er því æskilegt áður en gengið er til afgreiðslu á þessari tillögu að nefndinni sé gefinn meiri tími til að fara yfir hana en nokkrir dagar og nokkurrar mínútna umræða í skipulagsnefnd.
Jón Pétursson fulltrúi M lista tekur undir bókun áheyrnarfulltrúa S lista.
Stefán Ómar Jónsson fulltrúi L lista tekur undir bókun áheyrnarfulltrúa S lista.
Lovísa Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi C lista tekur undir bókun áheyrnarfulltrúa S lista.Bókun fulltrúa D og V lista. Ekki er um afgreiðslu málsins að ræða á þessum fundi heldur er verið að samþykkja að auglýsa tillögu að deilskipulagsbreytingu. Málið kemur svo aftur til afgreiðslu nefdnarinnar að þegar athugasemdir liggja fyrir að auglýsingatíma loknum sem er eftir 6-8 vikur.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Áður en að endanlegri afgreiðslu skipulags kemur þarf að liggja fyrir undirritaður uppbyggingarsamningur við sveitarfélagið.
Samþykkt, fulltrúi M lista situr hjá. - 2. september 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #766
Borist hefur erindi í formi kynningar frá Guðjóni Magnússyni, f.h. Eirar hjúkrunarheimilis, dags. 24.08.2020, með ósk um heimild fyrir gerð á deiliskipulagsbreytingu fyrir lóðir í Bjarkarholti. Hjálagt er samþykki lóðarhafa á svæðinu vegna hugsanlegrar breytingar.
SÓJ vék af fundi undir umræðu um þennan dagskrárlið.
Afgreiðsla 521. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 766. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum.
- 28. ágúst 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #521
Borist hefur erindi í formi kynningar frá Guðjóni Magnússyni, f.h. Eirar hjúkrunarheimilis, dags. 24.08.2020, með ósk um heimild fyrir gerð á deiliskipulagsbreytingu fyrir lóðir í Bjarkarholti. Hjálagt er samþykki lóðarhafa á svæðinu vegna hugsanlegrar breytingar.
Stefán Ómar Jónsson fulltrúi L-lista víkur af fundi undir þessum dagskrárlið.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda, skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga að leggja fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu, þar sem samþykki lóðarhafa liggur fyrir, í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.