Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

30. september 2021 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarfulltrúi
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
  • Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar

Fundargerð ritaði

Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Sam­eig­in­leg svæð­isáætlun um með­höndl­un úr­gangs 2021-2032 á Suð­vest­ur­landi202109427

    Bréf Sorpu bs. varðandi sameiginlega svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021-2032 á Suðvesturlandi, dags. 17.09.21. Í bréfinu kemur fram að lögð hafi verið fram tillaga að nýrri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021-2032 sem taki til starfssvæða fjögurra sorpsamlaga og 32 sveitarfélaga á suðvesturhluta landsins. Frestur til athugasemda er til 29. október nk.

    Jón Viggó Gunn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Sorpu bs. kynnti svæð­isáætl­un­ina og svar­aði spurn­ing­um.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að vísa mál­inu til um­sagn­ar um­hverf­is­sviðs og um­hverf­is­nefnd­ar.

    Gestir
    • Jón Viggó Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sorpu bs.
    • Anna Sigríður Guðnadóttir
    • Valdimar Birgisson
  • 2. Bjark­ar­holt - Eir - breyt­ing á deili­skipu­lagi202008039

    Samkomulag um uppbyggingu á lóðunum við Bjarkarholt 1-5 lagt fram til samþykktar.

    Bók­un M-lista
    Sé lit­ið til ákvæða grein­ar 6.4 er ekki ljóst hvað átt er við ,,fag­lega og fjár­hags­lega burði" og mik­il­vægt að þessi hluti sé skil­greind­ur frek­ar. Einn­ig virð­ist ekki séð að samn­ings­að­il­inn eigi að leggja fram trygg­ing­ar fyr­ir því að verk­inu ljúki í tíma og stað­ið sé við skuld­bind­ing­ar sam­kvæmt samn­ingn­um. Lögð er áhersla á að þeg­ar lok­ið hef­ur ver­ið við að vinna þessi drög verði þau einn­ig lögð fyr­ir bæj­ar­stjórn.

    Bók­un L-lista
    Bæj­ar­full­trúi Vina Mos­fells­bæj­ar sit­ur hjá við af­greiðslu sam­komu­lags­ins eins og það ligg­ur fyr­ir þess­um fundi vegna þess að sam­þykkt­in inni­fel­ur ekki fyr­ir­vara um sam­þykki bæj­ar­stjórn­ar. Þessi af­staða ræðst af því að hér er um stórt mál að ræða sem bæj­ar­full­trú­inn vill að rætt verði og af­greitt á bæj­ar­stjórn­ar­fundi þar sem all­ir bæj­ar­full­trú­ar hafi lýð­ræð­is­lega að­komu og mögu­leika á því að ræða og lýsa skoð­un sinni á sam­komu­lag­inu og hafi ráð­rúm til þess að kynna sér öll gögn og fylgiskjöl sem fylgja eiga sam­komu­lag­inu.

    Fram kom til­laga frá Stefáni Óm­ari Jóns­syni um að vísa mál­inu til af­greiðslu bæj­ar­stjórn­ar. Til­lag­an felld með tveim­ur at­kvæð­um gegn at­kvæði full­trúa L-lista.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með tveim at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi sam­komulag um upp­bygg­ingu á lóð­un­um Bjark­ar­holt 1-5. Jafn­framt er sam­þykkt að fela bæj­ar­stjóra að und­ir­rita sam­komu­lag­ið. Full­trúi L-lista sat hjá.

    • 3. Um­sókn­ir um lóð­ir í Leir­vogstungu við Fossa­tungu og Kvísl­artungu 2018201804017

      Tillaga um úthlutun lóðarinnar Kvíslartungu 134.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með tveim­ur at­kvæð­um að út­hluta lóð­inni Kvísl­artungu 134 til Sig­ur­gísla Jónas­son­ar í sam­ræmi við um­sókn, út­drátt og fyr­ir­liggj­andi gögn að því gefnu að um­sækj­andi leggi fram ný gögn sem sýni fram á að hann upp­fylli skil­yrði út­hlut­un­ar­skil­mála m.a. um fjár­hags­lega getu. Greiðslu­seð­ill vegna gatna­gerð­ar­gjalda og bygg­ing­ar­rétt­ar kr. 13.000.000 verði gef­in út þeg­ar full­nægj­andi gögn hafa ver­ið lögð fram og að þeim greidd­um verði lóð­ar­leigu­samn­ing­ur gef­inn út.

      Jafn­framt sam­þykkt að komi til þess að lóð­inni verði ekki út­hlutað til Sig­ur­gísla Jónas­son­ar er lagt til að lóð­inni verði út­hlutað til fé­lags­ins BH bygg ehf. sem var dreg­ið út núm­er þrjú en upp­fylli það ekki skil­yrði út­hlut­un­ar verði lóð­in aug­lýst aft­ur laus til út­hlut­un­ar.

      • 4. Dals­garð­ur ósk um nið­ur­fell­inu bygg­ing­ar­gjalda202012350

        Umsögn lögmanns Mosfellsbæjar um niðurfellingu byggingargjalda Dalsgarðs ehf.

        Frestað vegna tíma­skorts.

        • 5. Um­sókn um styrk vegna bíla­stæð­is við Mos­fell202108678

          Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra umhverfisviðs um erindi Lágafellssóknar.

          Frestað vegna tíma­skorts.

          • 6. Sjálf­bær íbúð­ar­hús202106126

            Lögð fyrir bæjarráð umbeðin umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um erindi Blue Rock og Green Rock um vistvæn hús.

            Frestað vegna tíma­skorts.

            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:33