30. september 2021 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarfulltrúi
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Sameiginleg svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021-2032 á Suðvesturlandi202109427
Bréf Sorpu bs. varðandi sameiginlega svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021-2032 á Suðvesturlandi, dags. 17.09.21. Í bréfinu kemur fram að lögð hafi verið fram tillaga að nýrri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021-2032 sem taki til starfssvæða fjögurra sorpsamlaga og 32 sveitarfélaga á suðvesturhluta landsins. Frestur til athugasemda er til 29. október nk.
Jón Viggó Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sorpu bs. kynnti svæðisáætlunina og svaraði spurningum.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa málinu til umsagnar umhverfissviðs og umhverfisnefndar.
Gestir
- Jón Viggó Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sorpu bs.
- Anna Sigríður Guðnadóttir
- Valdimar Birgisson
2. Bjarkarholt - Eir - breyting á deiliskipulagi202008039
Samkomulag um uppbyggingu á lóðunum við Bjarkarholt 1-5 lagt fram til samþykktar.
Bókun M-lista
Sé litið til ákvæða greinar 6.4 er ekki ljóst hvað átt er við ,,faglega og fjárhagslega burði" og mikilvægt að þessi hluti sé skilgreindur frekar. Einnig virðist ekki séð að samningsaðilinn eigi að leggja fram tryggingar fyrir því að verkinu ljúki í tíma og staðið sé við skuldbindingar samkvæmt samningnum. Lögð er áhersla á að þegar lokið hefur verið við að vinna þessi drög verði þau einnig lögð fyrir bæjarstjórn.Bókun L-lista
Bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar situr hjá við afgreiðslu samkomulagsins eins og það liggur fyrir þessum fundi vegna þess að samþykktin innifelur ekki fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar. Þessi afstaða ræðst af því að hér er um stórt mál að ræða sem bæjarfulltrúinn vill að rætt verði og afgreitt á bæjarstjórnarfundi þar sem allir bæjarfulltrúar hafi lýðræðislega aðkomu og möguleika á því að ræða og lýsa skoðun sinni á samkomulaginu og hafi ráðrúm til þess að kynna sér öll gögn og fylgiskjöl sem fylgja eiga samkomulaginu.Fram kom tillaga frá Stefáni Ómari Jónssyni um að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Tillagan felld með tveimur atkvæðum gegn atkvæði fulltrúa L-lista.
Bæjarráð samþykkir með tveim atkvæðum fyrirliggjandi samkomulag um uppbyggingu á lóðunum Bjarkarholt 1-5. Jafnframt er samþykkt að fela bæjarstjóra að undirrita samkomulagið. Fulltrúi L-lista sat hjá.
3. Umsóknir um lóðir í Leirvogstungu við Fossatungu og Kvíslartungu 2018201804017
Tillaga um úthlutun lóðarinnar Kvíslartungu 134.
Bæjarráð samþykkir með tveimur atkvæðum að úthluta lóðinni Kvíslartungu 134 til Sigurgísla Jónassonar í samræmi við umsókn, útdrátt og fyrirliggjandi gögn að því gefnu að umsækjandi leggi fram ný gögn sem sýni fram á að hann uppfylli skilyrði úthlutunarskilmála m.a. um fjárhagslega getu. Greiðsluseðill vegna gatnagerðargjalda og byggingarréttar kr. 13.000.000 verði gefin út þegar fullnægjandi gögn hafa verið lögð fram og að þeim greiddum verði lóðarleigusamningur gefinn út.
Jafnframt samþykkt að komi til þess að lóðinni verði ekki úthlutað til Sigurgísla Jónassonar er lagt til að lóðinni verði úthlutað til félagsins BH bygg ehf. sem var dregið út númer þrjú en uppfylli það ekki skilyrði úthlutunar verði lóðin auglýst aftur laus til úthlutunar.
4. Dalsgarður ósk um niðurfellinu byggingargjalda202012350
Umsögn lögmanns Mosfellsbæjar um niðurfellingu byggingargjalda Dalsgarðs ehf.
Frestað vegna tímaskorts.
5. Umsókn um styrk vegna bílastæðis við Mosfell202108678
Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra umhverfisviðs um erindi Lágafellssóknar.
Frestað vegna tímaskorts.
6. Sjálfbær íbúðarhús202106126
Lögð fyrir bæjarráð umbeðin umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um erindi Blue Rock og Green Rock um vistvæn hús.
Frestað vegna tímaskorts.