Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

1. júlí 2021 kl. 16:15,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
 • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
 • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
 • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
 • Jón Pétursson aðalmaður
 • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
 • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
 • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
 • Anna Margrét Tómasdóttir umhverfissvið

Fundargerð ritaði

Anna Margrét Tómasdóttir

Eft­ir­far­andi af­brigði sam­þykkt í upp­hafi fund­ar: Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um að taka mál­ið, Suð­ur­lands­veg­ur frá Hólmsá ofan Reykja­vík­ur að Hvera­gerði - fram­kvæmda­leyfi, á dagskrá sem dag­skrárlið nr. 1.


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Suð­ur­lands­veg­ur frá Hólmsá ofan Reykja­vík­ur að Hvera­gerði - fram­kvæmda­leyfi202107008

  Borist hefur umsókn frá Vegagerðinni, dags. 01.07.2021, vegna framkvæmdaleyfis á tvöföldun Hringvegar (1), Suðurlandsvegur frá Fossvöllum vestur fyrir Lögbergsbrekku.

  Skipu­lags­full­trúa fal­ið að gefa út fram­kvæmda­leyfi í sam­ræmi við 13. og 15. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 og skv. reglu­gerð um fram­kvæmda­leyfi nr. 772/2012.

 • 2. Bjark­ar­holt - Eir - breyt­ing á deili­skipu­lagi202008039

  Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu uppfærð útgáfa deiliskipulagsbreytingar við Bjarkarholt 4-5. Breytingin skiptist á tvo uppdrætti auk skýringaruppdráttar. Athugasemdir voru kynntar á 545. fundi nefndarinnar. Lögð eru fram drög að svörum athugasemda.

  Bók­un M-lista, Mið­flokks:
  Full­trúi Mið­flokks­ins Jón Pét­urs­son mun styðja sam­þykkt þessa skipu­lags en bend­ir jafn­framt á að mik­il um­ferð er á mið­bæj­ar­svæð­inu sem ekki er út­lit fyr­ir að minnki næstu árin. Afar brýnt er að hug­að verði að um­ferðarör­yggi.
  Jón Pét­urs­son.

  Bók­un S-lista, Sam­fylk­ing­ar:
  Áheyrn­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í skipu­lags­nefnd get­ur ekki að öllu leyti tek­ið und­ir þau drög að svör­um sem liggja fyr­ir á fund­in­um við fram­komn­um at­huga­semd­um við skipu­lagstil­lögu um Bjark­ar­holt 4-5. Eins og til að mynda þar sem vísað er til vænt­an­legr­ar hús­næð­is­þarf­ar á svæð­inu án þess að geta þess hvar og hvern­ig sú þarf­agrein­ing fór fram og hvar megi nálg­ast þær nið­ur­stöð­ur. Full­trúi S-lista tek­ur einn­ig und­ir þá at­huga­semd og áhyggj­ur að það stefni í veru­lega eins­leitni í íbúa­sam­setn­ingu svæð­is­ins norð­an meg­in við Bjark­ar­holt.
  Ólaf­ur Ingi Ósk­ars­son.

  Skipu­lags­full­trúa fal­ið að svara at­huga­semd­um í sam­ræmi við drög og um­rædd­ar breyt­ing­ar. Deili­skipu­lag­ið er sam­þykkt, með fyr­ir­vara um und­ir­rit­að­an upp­bygg­ing­ar­samn­ing við máls­að­ila, og skal það síð­an hljóta af­greiðslu skv. 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á enduraug­lýs­ingu deili­skipu­lags­breyt­ing­ar skv. 4. mgr. 41 gr. sömu laga vegna fjölg­un­ar á bíla­stæð­um, fækk­un­ar íbúða og nýrra skýr­ing­ar­mynda.

 • 3. Leir­vogstungu­hverfi - um­ferðarör­yggi202006262

  Skipulagsnefnd samþykkti á 542. fundi sínum að auglýsa deiliskipulagsbreytingu fyrir gatnamót Vogatungu og Laxatungu í Leirvogstunguhverfi. Breytingin var kynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdafrestur var frá 20.05.2021 til og með 23.06.2021. Lagðar eru fram til kynningar athugasemdir sem bárust.

  At­huga­semd­ir kynnt­ar. Mál­inu vísað til frek­ari skoð­un­ar og úr­vinnslu á um­hverf­is­sviði.

 • 4. Leiru­tangi 10 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi202009193

  Skipulagsnefnd samþykkti á 539. fundi sínum að grenndarkynna byggingarleyfi fyrir Leirutanga 10. Athugasemdafrestur var frá 12.05.2021 til og með 14.06.2021. Lagðar eru fram til kynningar athugasemdi sem bárust sameiginlega frá íbúum í Leirutanga 2, 4, 6, 8, 12, 14 og 16, dags. 01.06.2021. Meðfylgjandi eru einnig ábendingar lögfræðings málsaðila eftir auglýsingu, dags. 23.06.2021.

  At­huga­semd­ir kynnt­ar. Skipu­lags­full­trúa fal­ið að vinna drög að svör­um við at­huga­semd­um í sam­ræmi við um­ræð­ur.

 • 5. Sil­unga­tjörn L125175 - breyt­ing á deili­skipu­lagi201811056

  Lagt er fram til afgreiðslu deiliskipulagsbreyting fyrir Silungatjörn L125175. Aðkoma hefur verið uppfærð frá kynntri tillögu. Tillagan var auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulaglaga nr. 123/2010 og kynnt í Mosfellingi, Lögbirtingarblaðinu og með grenndarkynningu. Athugasemdafrestur var frá 22.04.2021 til og með 15.06.2021. Engar athugasemdir bárust.

  Stefán Ómar Jóns­son full­trúi L-lista, Vina Mos­fells­bæj­ar, vék af fundi.

  Deili­skipu­lag­ið er sam­þykkt og skal hljóta af­greiðslu skv. 1. mgr. 42. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á enduraug­lýs­ingu deili­skipu­lags­breyt­ing­ar skv. 4. mgr. 41 gr. sömu laga vegna hliðr­un­ar á að­komu.

 • 6. Eg­ils­mói 12 - deili­skipu­lags­breyt­ing202103674

  Lögð er fram til afgreiðslu deiliskipulagsbreyting fyrir Egilsmóa 12 í Mosfellsdal. Tillagan var auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulaglaga nr. 123/2010 og kynnt í Mosfellingi, Lögbirtingarblaðinu og með grenndarkynningu. Athugsasemdafrestur var frá 13.05.2021 til og með 30.06.2021. Engar athugasemdir bárust.

  Deili­skipu­lag­ið er sam­þykkt og skal hljóta af­greiðslu skv. 1. mgr. 42. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

 • 7. Heytjarn­ar­heiði L125274 sum­ar­hús - deili­skipu­lag202104219

  Lögð er fram til afgreiðslu nýtt deiliskipulag fyrir staka frístundalóð á Heytjarnarheiði. Tillagan var auglýst í Mosfellingi, Lögbirtingarblaðinu og með grenndarkynningu. Athugsasemdafrestur var frá 13.05.2021 til og með 30.06.2021. Engar athugasemdir bárust.

  Deili­skipu­lag­ið er sam­þykkt og skal hljóta af­greiðslu skv. 1. mgr. 42. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

 • 8. Leir­vogstungu­hverfi - end­ur­skoð­un deili­skipu­lags202106088

  Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu deiliskipulagsbreyting fyrir Leirvogstunguhverfi þar sem endurskoðaðir hafa verið stígar, götur og lóðir. Meðfylgjandi er greinargerð með skilmálum.

  Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að deili­skipu­lagstil­lag­an skuli aug­lýst skv. 41. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

  • 9. Hamra­borg - deili­skipu­lag201810282

   Lagt er fram til kynningar og afgreiðslu nýtt deiliskipulag fyrir íbúðir á svæðinu hjá Hamraborg við Langatanga.

   Dag­skrár­til­laga L-, M- og S-lista, Vina Mos­fells­bæj­ar, Mið­flokks og Sam­fylk­ing­ar:
   Hér er á ferð­inni stórt mál sem nauð­syn­legt er að kynna og ræða bet­ur og þar af leið­andi leggja full­trú­ar L, M og S lista því til að af­greiðslu máls­ins verði frestað til næsta fund­ar.

   Til­lag­an feld með þrem­ur at­kvæð­um D- og V-lista gegn tveim­ur at­kvæð­um L- og M-lista.

   Bók­un D- og V-lista, Sjálf­stæð­is­flokks og Vinstri Grænna:
   Til­lag­an er felld þar sem ekki er ver­ið að af­greiða mál­ið held­ur ein­göngu ver­ið að senda til­lögu af deili­skipu­lagi til kynn­ing­ar
   Ás­geir Sveins­son, Helga Jó­hann­es­dótt­ir og Bryndís Brynj­ars­dótt­ir.

   Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að deili­skipu­lagstil­lag­an skuli aug­lýst skv. 41. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010, þeg­ar fyr­ir­hug­að­ar breyt­ing­ar á sam­komulag Mos­fells­bæj­ar og lóð­ar­hafa liggja fyr­ir.

   Til­lag­an sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um D- og V-lista gegn tveim­ur at­kvæð­um L- og M-lista.

   Bók­un L-, M- og S-lista, Vina Mos­fells­bæj­ar, Mið­flokks og Sam­fylk­ing­ar:
   Full­trú­arn­ir eru and­víg­ir því að aug­lýsa á þess­um tíma­punkti fyr­ir­liggj­andi deili­skipu­lagstil­lögu þar sem hún er ekki í sam­ræmi við þann samn­ing sem fyr­ir ligg­ur en þar seg­ir að 6 lóð­ir skulu verða til ráð­stöf­un­ar fyr­ir nú­ver­andi lóð­ar­hafa. Deili­skipu­lagstil­lag­an sem hér ligg­ur fyr­ir ger­ir ráð fyr­ir að ein­býl­is­húsa­lóð­ir séu 5 en ekki 6 og upp­fyll­ir deili­skipu­lagstil­lag­an því ekki nú­gild­andi samn­ing milli lóð­ar­hafa og bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar.
   Full­trú­ar L- og M-lista greiða at­kvæði gegn því að aug­lýsa fyr­ir­liggj­andi deili­skipu­lagstil­lögu.
   Stefán Ómar Jóns­son, Jón Pét­urs­son og Ólaf­ur Ingi Ósk­ars­son.

   • 10. Helga­fells­hverfi 5. áfangi - að­al­skipu­lags­breyt­ing og nýtt deili­skipu­lag201811024

    Lögð eru fram til kynningar drög í vinnslu og hugmyndir af gatnakerfi og fyrirkomulagi 5. áfanga í Helgafellshverfi.

    Mál­inu frestað vegna tíma­skorts.

    • 11. Helga­fells­hverfi 5. áfangi - að­al­skipu­lags­breyt­ing og nýtt deili­skipu­lag201811024

     Borist hefur erindi frá Helga Þór Eiríkssyni, f.h. landeigenda í Helgafelli, dags. 07.06.2021, með ósk um þátttöku í skipulagsvinnu 5. áfanga Helgafellshverfis.

     Skipu­lags­nefnd fel­ur bæj­ar­lög­manni og skipu­lags­full­trúa að funda með bréf­rit­ur­um.

    • 12. Helga­fells­hverfi 6. áfangi - nýtt deili­skipu­lag202101267

     Lögð er fram til kynningar drög að forsögn að nýju deiliskipulagi norðan Ásahverfis í samræmi við afgreiðslu á 532. fundi skipulagsnefndar.

     Mál­inu frestað vegna tíma­skorts.

     • 13. Tungu­mel­ar - um­ferðarör­yggi og hraða­akst­ur202106238

      Borist hefur ábending frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, dags. 13.06.2021, vegna hraðaaksturs á athafnarsvæði Tungumela. Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að hraðatakmarkandi aðgerðum á Fossavegi.

      Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að­gerð­ir og upp­setn­ingu hraða­hindr­ana á Fossa­vegi í sam­ræmi við til­lögu. Mál­ið skal með­höndlað sem óveru­legt frá­vik skipu­lags í sam­ræmi við 3. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

     • 14. Skamma­dals­læk­ur - end­ur­nýj­un á saf­næð DN-300202106254

      Borist hefur umsókn um framkvæmdaleyfi frá Veitum ohf., dags. 15.06.2021, vegna viðgerðar á safnæð sem þverar Skammadalslæk. Leiða þarf lækinn um rör á meðan framkvæmdum stendur.

      Skipu­lags­full­trúa fal­ið að gefa út fram­kvæmda­leyfi í sam­ræmi við 13. og 15. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 og skv. reglu­gerð um fram­kvæmda­leyfi nr. 772/2012.

     • 15. Mið­dals­lína - fram­kvæmda­leyfi202105275

      Borist hefur umsókn um framkvæmdaleyfi frá Veitum ohf., dags 28.06.2021, fyrir plægingu Miðdalslínu og uppsetningu dreifistöðva í samræmi við gögn.

      Skipu­lags­full­trúa fal­ið að gefa út fram­kvæmda­leyfi í sam­ræmi við 13. og 15. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 og skv. reglu­gerð um fram­kvæmda­leyfi nr. 772/2012.

     • 16. Mið­dal­ur 2 L199723 - deili­skipu­lag202105214

      Lögð eru fram til kynningar frekari gögn vegna umsóknar landeiganda um deiliskipulagsgerð garðyrkjubýlis á landinu, í samræmi við afgreiðslu á 544. fundi nefndarinnar.

      Mál­inu frestað vegna tíma­skorts.

     • 17. Hraðastað­a­land - dreif­istöð202103176

      Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu deiliskipulagsbreyting fyrir dreifistöð Veitna ohf. vestan Jónstóttar við Hraðastaðaveg.

      Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að deili­skipu­lagstil­lag­an skuli aug­lýst skv. 2. mgr. 43 gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

     • 18. Urð­ar­sel úr landi Mið­dals - deili­skipu­lags­breyt­ing frí­stunda­lóð­ar202106308

      Borist hefur erindi frá Hildigunni Haraldsdóttur, f.h. landeiganda, dags. 23.06.2021, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir frístundalóðina Urðarsel L125359.

      Mál­inu frestað vegna tíma­skorts.

     • 19. Krók­ar við Varmá - deili­skipu­lags­breyt­ing202106362

      Erindi hefur borist frá Gunnlaugi Jónssyni, f.h. landeiganda, dags. 24.06.2021, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir lóðina Króka L123755 við Varmá.

      Mál­inu frestað vegna tíma­skorts.

     • 20. Óbyggð svæði L123687, L220919, L173273 - ósk um deili­skipu­lag frí­stunda­byggð­ar202106345

      Borist hefur erindi með ósk um aðalskipulagsbreytingu óbyggðra svæða í frístundasvæði.

      Mál­inu frestað vegna tíma­skorts.

     • 21. Kæra til ÚUA vegna breytts deili­skipu­lags við Stórakrika 59202106135

      Lögð er fram til kynningar kæra íbúa í Stórakrika 57 til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 80/2021, vegna deiliskipulagsbreytingar fyrir Stórakrika 59-61 frá árinu 2019.

      Mál­inu frestað vegna tíma­skorts.

     • 22. Teigs­land við Reykja­veg - deili­skipu­lag202006276

      Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu skipulagslýsing fyrir deiliskipulag á Teigslandi við Reykjaveg í samræmi við afgreiðslu á 517. fundi skipulagsnefndar.

      Mál­inu frestað vegna tíma­skorts.

     • 23. Kall til sveit­ar­fé­laga um að taka Bonn-áskor­un­inni202105122

      Lögð er fram til kynningar ákall Skógræktarinnar og Landgræðslunnar eftir þátttöku sveitarfélaga í Bonn-áskoruninni. Erindinu var vísað til skipulagsnefndar af 220. fundi umhverfisnefndar Mosfellsbæjar.

      Er­ind­inu vísað til end­ur­skoð­un­ar að­al­skipu­lags.

     • 24. Kerf­isáætlun 2021-2030 í opið um­sagn­ar­ferli202106169

      Borist hefur erindi frá Landsneti hf, dags. 10.06.2021, með ósk um umsögn vegna nýrrar kerfisáætlunar 2021-2030. Umsagnafrestur var til 30.06.2021.

      Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar ger­ir ekki at­huga­semd við kynnta kerf­isáætlun.

     • 25. Að­al­skipu­lag Reykja­vík­ur - End­ur­skoð­un um bland­aða byggð til 2040202010203

      Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg, dags. 16.06.2021, með ósk um athugasemdir eða umsagnir við kynnta aðalskipulagsbreytingu. Breytingin er endurskoðun á stefnu um íbúðarbyggð og blandaða byggð, og framlenging skipulagstímabils til ársins 2040. Athugasemdafrestur er frá 21.06.2021 til og með 23.08.2021.

      Mál­inu frestað svo nefnd­ar­fólk geti kynnt sér breyt­ing­arn­ar vand­lega.

     • 26. Að­al­skipu­lag Kópa­vogs 2012-2024 - breyt­ing á að­al­skipu­lagi og deili­skipu­lagi Fann­borg­ar­reit­ur-Trað­ar­reit­ur201912217

      Borist hefur tilkynning frá Kópavogsbæ, dags. 10.06.2021, um breytt aðalskipulag og deiliskipulag á Traðarreit-eystri í Kópavogi.

      Lagt fram og kynnt.

     Fundargerðir til staðfestingar

     • 27. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 439202106022F

      Fundargerð lögð fram til kynningar.

      Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

      • 27.1. Asp­ar­lund­ur 11-13 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202106152

       Reykja­mel­ur ehf. Engja­vegi 10 sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta par­húsa á lóð­inni Asp­ar­lund­ur nr. 11-13, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki

      • 27.2. Ástu-Sólliljugata 13 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202010181

       Pall­ar og menn ehf. sækja um leyfi til að byggja úr stein­steypu tveggja hæða ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu og auka íbúð á jarð­hæð á lóð­inni Ástu-Sólliljugata nr. 13, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
       Stærð­ir: Íbúð 178,6 m², auka íbúð 73,8 m², bíl­geymsla 45,9 m², 828,20 m³.

      • 27.3. Desja­mýri 2 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202102353

       Matth­ías ehf. Vest­ur­fold 40 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til breyt­inga á innra skipu­lagi at­vinnuhs­næð­is á lóð­inni Desja­mýri nr. 2, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

      • 27.4. Liljugata 5 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 2020081033

       Bygg­inga­fé­lag­ið Bakki ehf. Þver­holti 2 sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta fjöl­býl­is­húss á lóð­inni Liljugata nr. 5, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

      • 27.5. Liljugata 7 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi. 2020081034

       Bygg­inga­fé­lag­ið Bakki ehf. Þver­holti 2 sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta fjöl­býl­is­húss á lóð­inni Liljugata nr. 7, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

      • 27.6. Súlu­höfði 51, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi. 202008638

       Lára Hrönn Pét­urs­dótt­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta ein­býl­is­húss á lóð­inni Súlu­höfði nr. 51, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki

      • 27.7. Sölkugata 21, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 202001164

       77 ehf. Byggð­ar­holti 20 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta ein­býl­is­húss á lóð­inni Sölkugata nr. 21, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stækk­un: 1,9 m², 9,97 m³.

      • 28. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 440202106029F

       Fundargerð lögð fram til kynningar.

       Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

       • 28.1. Bjarg­slund­ur 8 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202105307

        Tekk ehf. sæk­ir um leyfi til að rífa og farga gróð­ur­hús­um á lóð­um við Bjarg­slund nr. 6 og 8. í sam­ræmi við fram­lögð gögn. For­senda út­gáfu bygg­ing­ar­leyf­is er til­kynn­ing eig­anda til Heil­brigðis­eft­ir­lits Kjós­ar­svæð­is. Upp­fylla skal öll við­eig­andi ákvæði í 15. kalfla bygg­ing­ar­reglu­gerð­ar 112/2012 varð­andi með­höndl­un og förg­un úr­gangs.

       • 28.2. Hlað­gerð­ar­kot - Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201904317

        Sam­hjálp fé­laga­sam­tök Hlíð­arsmára 14 Kópa­vogi sækja um leyfi til breyt­inga innra skipu­lags vest­ur­hluta húss nr. 1 í með­ferð­ar­kjarna Sam­hjálp­ar að Hlað­gerð­ar­koti í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

       • 28.3. Land úr Suð­ur Reykj­um 125436 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202007302

        Ragn­ar Sverris­son Reykja­byggð 42 sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta ein­býl­is­húss á lóð­inni Reyk­ir, land­eign­ar­núm­er 125436, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

       Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:03