1. júlí 2021 kl. 16:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Jón Pétursson aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
- Anna Margrét Tómasdóttir umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Anna Margrét Tómasdóttir
Eftirfarandi afbrigði samþykkt í upphafi fundar: Samþykkt með fimm atkvæðum að taka málið, Suðurlandsvegur frá Hólmsá ofan Reykjavíkur að Hveragerði - framkvæmdaleyfi, á dagskrá sem dagskrárlið nr. 1.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Suðurlandsvegur frá Hólmsá ofan Reykjavíkur að Hveragerði - framkvæmdaleyfi202107008
Borist hefur umsókn frá Vegagerðinni, dags. 01.07.2021, vegna framkvæmdaleyfis á tvöföldun Hringvegar (1), Suðurlandsvegur frá Fossvöllum vestur fyrir Lögbergsbrekku.
Skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við 13. og 15. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
2. Bjarkarholt - Eir - breyting á deiliskipulagi202008039
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu uppfærð útgáfa deiliskipulagsbreytingar við Bjarkarholt 4-5. Breytingin skiptist á tvo uppdrætti auk skýringaruppdráttar. Athugasemdir voru kynntar á 545. fundi nefndarinnar. Lögð eru fram drög að svörum athugasemda.
Bókun M-lista, Miðflokks:
Fulltrúi Miðflokksins Jón Pétursson mun styðja samþykkt þessa skipulags en bendir jafnframt á að mikil umferð er á miðbæjarsvæðinu sem ekki er útlit fyrir að minnki næstu árin. Afar brýnt er að hugað verði að umferðaröryggi.
Jón Pétursson.Bókun S-lista, Samfylkingar:
Áheyrnarfulltrúi Samfylkingarinnar í skipulagsnefnd getur ekki að öllu leyti tekið undir þau drög að svörum sem liggja fyrir á fundinum við framkomnum athugasemdum við skipulagstillögu um Bjarkarholt 4-5. Eins og til að mynda þar sem vísað er til væntanlegrar húsnæðisþarfar á svæðinu án þess að geta þess hvar og hvernig sú þarfagreining fór fram og hvar megi nálgast þær niðurstöður. Fulltrúi S-lista tekur einnig undir þá athugasemd og áhyggjur að það stefni í verulega einsleitni í íbúasamsetningu svæðisins norðan megin við Bjarkarholt.
Ólafur Ingi Óskarsson.Skipulagsfulltrúa falið að svara athugasemdum í samræmi við drög og umræddar breytingar. Deiliskipulagið er samþykkt, með fyrirvara um undirritaðan uppbyggingarsamning við málsaðila, og skal það síðan hljóta afgreiðslu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á endurauglýsingu deiliskipulagsbreytingar skv. 4. mgr. 41 gr. sömu laga vegna fjölgunar á bílastæðum, fækkunar íbúða og nýrra skýringarmynda.
3. Leirvogstunguhverfi - umferðaröryggi202006262
Skipulagsnefnd samþykkti á 542. fundi sínum að auglýsa deiliskipulagsbreytingu fyrir gatnamót Vogatungu og Laxatungu í Leirvogstunguhverfi. Breytingin var kynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdafrestur var frá 20.05.2021 til og með 23.06.2021. Lagðar eru fram til kynningar athugasemdir sem bárust.
Athugasemdir kynntar. Málinu vísað til frekari skoðunar og úrvinnslu á umhverfissviði.
- FylgiskjalAthugasemd - Jóhanna H Guðmundsdóttir.pdfFylgiskjalAthugasemd - Björn Ómarsson.pdfFylgiskjalAthugasemd - Thelma Rós Sigurðardóttir.pdfFylgiskjalAthugasemd - Róbert Árni Sigþórsson.pdfFylgiskjalAthugasemd - Sigurður Sigurgeirsson.pdfFylgiskjalAthugasemd - Kristinn Karl Garðarsson.pdfFylgiskjalAthugasemd- Kristinn Guðjónsson og Katrín Inga Marteinsdóttir.pdfFylgiskjalVogatunga Laxatunga - deiliskipulagsbreyting - uppsett - A3.pdf
4. Leirutangi 10 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi202009193
Skipulagsnefnd samþykkti á 539. fundi sínum að grenndarkynna byggingarleyfi fyrir Leirutanga 10. Athugasemdafrestur var frá 12.05.2021 til og með 14.06.2021. Lagðar eru fram til kynningar athugasemdi sem bárust sameiginlega frá íbúum í Leirutanga 2, 4, 6, 8, 12, 14 og 16, dags. 01.06.2021. Meðfylgjandi eru einnig ábendingar lögfræðings málsaðila eftir auglýsingu, dags. 23.06.2021.
Athugasemdir kynntar. Skipulagsfulltrúa falið að vinna drög að svörum við athugasemdum í samræmi við umræður.
5. Silungatjörn L125175 - breyting á deiliskipulagi201811056
Lagt er fram til afgreiðslu deiliskipulagsbreyting fyrir Silungatjörn L125175. Aðkoma hefur verið uppfærð frá kynntri tillögu. Tillagan var auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulaglaga nr. 123/2010 og kynnt í Mosfellingi, Lögbirtingarblaðinu og með grenndarkynningu. Athugasemdafrestur var frá 22.04.2021 til og með 15.06.2021. Engar athugasemdir bárust.
Stefán Ómar Jónsson fulltrúi L-lista, Vina Mosfellsbæjar, vék af fundi.
Deiliskipulagið er samþykkt og skal hljóta afgreiðslu skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á endurauglýsingu deiliskipulagsbreytingar skv. 4. mgr. 41 gr. sömu laga vegna hliðrunar á aðkomu.
6. Egilsmói 12 - deiliskipulagsbreyting202103674
Lögð er fram til afgreiðslu deiliskipulagsbreyting fyrir Egilsmóa 12 í Mosfellsdal. Tillagan var auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulaglaga nr. 123/2010 og kynnt í Mosfellingi, Lögbirtingarblaðinu og með grenndarkynningu. Athugsasemdafrestur var frá 13.05.2021 til og með 30.06.2021. Engar athugasemdir bárust.
Deiliskipulagið er samþykkt og skal hljóta afgreiðslu skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
7. Heytjarnarheiði L125274 sumarhús - deiliskipulag202104219
Lögð er fram til afgreiðslu nýtt deiliskipulag fyrir staka frístundalóð á Heytjarnarheiði. Tillagan var auglýst í Mosfellingi, Lögbirtingarblaðinu og með grenndarkynningu. Athugsasemdafrestur var frá 13.05.2021 til og með 30.06.2021. Engar athugasemdir bárust.
Deiliskipulagið er samþykkt og skal hljóta afgreiðslu skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
8. Leirvogstunguhverfi - endurskoðun deiliskipulags202106088
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu deiliskipulagsbreyting fyrir Leirvogstunguhverfi þar sem endurskoðaðir hafa verið stígar, götur og lóðir. Meðfylgjandi er greinargerð með skilmálum.
Skipulagsnefnd samþykkir að deiliskipulagstillagan skuli auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
9. Hamraborg - deiliskipulag201810282
Lagt er fram til kynningar og afgreiðslu nýtt deiliskipulag fyrir íbúðir á svæðinu hjá Hamraborg við Langatanga.
Dagskrártillaga L-, M- og S-lista, Vina Mosfellsbæjar, Miðflokks og Samfylkingar:
Hér er á ferðinni stórt mál sem nauðsynlegt er að kynna og ræða betur og þar af leiðandi leggja fulltrúar L, M og S lista því til að afgreiðslu málsins verði frestað til næsta fundar.Tillagan feld með þremur atkvæðum D- og V-lista gegn tveimur atkvæðum L- og M-lista.
Bókun D- og V-lista, Sjálfstæðisflokks og Vinstri Grænna:
Tillagan er felld þar sem ekki er verið að afgreiða málið heldur eingöngu verið að senda tillögu af deiliskipulagi til kynningar
Ásgeir Sveinsson, Helga Jóhannesdóttir og Bryndís Brynjarsdóttir.Skipulagsnefnd samþykkir að deiliskipulagstillagan skuli auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þegar fyrirhugaðar breytingar á samkomulag Mosfellsbæjar og lóðarhafa liggja fyrir.
Tillagan samþykkt með þremur atkvæðum D- og V-lista gegn tveimur atkvæðum L- og M-lista.
Bókun L-, M- og S-lista, Vina Mosfellsbæjar, Miðflokks og Samfylkingar:
Fulltrúarnir eru andvígir því að auglýsa á þessum tímapunkti fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu þar sem hún er ekki í samræmi við þann samning sem fyrir liggur en þar segir að 6 lóðir skulu verða til ráðstöfunar fyrir núverandi lóðarhafa. Deiliskipulagstillagan sem hér liggur fyrir gerir ráð fyrir að einbýlishúsalóðir séu 5 en ekki 6 og uppfyllir deiliskipulagstillagan því ekki núgildandi samning milli lóðarhafa og bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
Fulltrúar L- og M-lista greiða atkvæði gegn því að auglýsa fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu.
Stefán Ómar Jónsson, Jón Pétursson og Ólafur Ingi Óskarsson.10. Helgafellshverfi 5. áfangi - aðalskipulagsbreyting og nýtt deiliskipulag201811024
Lögð eru fram til kynningar drög í vinnslu og hugmyndir af gatnakerfi og fyrirkomulagi 5. áfanga í Helgafellshverfi.
Málinu frestað vegna tímaskorts.
11. Helgafellshverfi 5. áfangi - aðalskipulagsbreyting og nýtt deiliskipulag201811024
Borist hefur erindi frá Helga Þór Eiríkssyni, f.h. landeigenda í Helgafelli, dags. 07.06.2021, með ósk um þátttöku í skipulagsvinnu 5. áfanga Helgafellshverfis.
Skipulagsnefnd felur bæjarlögmanni og skipulagsfulltrúa að funda með bréfriturum.
12. Helgafellshverfi 6. áfangi - nýtt deiliskipulag202101267
Lögð er fram til kynningar drög að forsögn að nýju deiliskipulagi norðan Ásahverfis í samræmi við afgreiðslu á 532. fundi skipulagsnefndar.
Málinu frestað vegna tímaskorts.
13. Tungumelar - umferðaröryggi og hraðaakstur202106238
Borist hefur ábending frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, dags. 13.06.2021, vegna hraðaaksturs á athafnarsvæði Tungumela. Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að hraðatakmarkandi aðgerðum á Fossavegi.
Skipulagsnefnd samþykkir aðgerðir og uppsetningu hraðahindrana á Fossavegi í samræmi við tillögu. Málið skal meðhöndlað sem óverulegt frávik skipulags í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
14. Skammadalslækur - endurnýjun á safnæð DN-300202106254
Borist hefur umsókn um framkvæmdaleyfi frá Veitum ohf., dags. 15.06.2021, vegna viðgerðar á safnæð sem þverar Skammadalslæk. Leiða þarf lækinn um rör á meðan framkvæmdum stendur.
Skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við 13. og 15. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
15. Miðdalslína - framkvæmdaleyfi202105275
Borist hefur umsókn um framkvæmdaleyfi frá Veitum ohf., dags 28.06.2021, fyrir plægingu Miðdalslínu og uppsetningu dreifistöðva í samræmi við gögn.
Skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við 13. og 15. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
16. Miðdalur 2 L199723 - deiliskipulag202105214
Lögð eru fram til kynningar frekari gögn vegna umsóknar landeiganda um deiliskipulagsgerð garðyrkjubýlis á landinu, í samræmi við afgreiðslu á 544. fundi nefndarinnar.
Málinu frestað vegna tímaskorts.
17. Hraðastaðaland - dreifistöð202103176
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu deiliskipulagsbreyting fyrir dreifistöð Veitna ohf. vestan Jónstóttar við Hraðastaðaveg.
Skipulagsnefnd samþykkir að deiliskipulagstillagan skuli auglýst skv. 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
18. Urðarsel úr landi Miðdals - deiliskipulagsbreyting frístundalóðar202106308
Borist hefur erindi frá Hildigunni Haraldsdóttur, f.h. landeiganda, dags. 23.06.2021, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir frístundalóðina Urðarsel L125359.
Málinu frestað vegna tímaskorts.
19. Krókar við Varmá - deiliskipulagsbreyting202106362
Erindi hefur borist frá Gunnlaugi Jónssyni, f.h. landeiganda, dags. 24.06.2021, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir lóðina Króka L123755 við Varmá.
Málinu frestað vegna tímaskorts.
20. Óbyggð svæði L123687, L220919, L173273 - ósk um deiliskipulag frístundabyggðar202106345
Borist hefur erindi með ósk um aðalskipulagsbreytingu óbyggðra svæða í frístundasvæði.
Málinu frestað vegna tímaskorts.
21. Kæra til ÚUA vegna breytts deiliskipulags við Stórakrika 59202106135
Lögð er fram til kynningar kæra íbúa í Stórakrika 57 til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 80/2021, vegna deiliskipulagsbreytingar fyrir Stórakrika 59-61 frá árinu 2019.
Málinu frestað vegna tímaskorts.
22. Teigsland við Reykjaveg - deiliskipulag202006276
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu skipulagslýsing fyrir deiliskipulag á Teigslandi við Reykjaveg í samræmi við afgreiðslu á 517. fundi skipulagsnefndar.
Málinu frestað vegna tímaskorts.
23. Kall til sveitarfélaga um að taka Bonn-áskoruninni202105122
Lögð er fram til kynningar ákall Skógræktarinnar og Landgræðslunnar eftir þátttöku sveitarfélaga í Bonn-áskoruninni. Erindinu var vísað til skipulagsnefndar af 220. fundi umhverfisnefndar Mosfellsbæjar.
Erindinu vísað til endurskoðunar aðalskipulags.
24. Kerfisáætlun 2021-2030 í opið umsagnarferli202106169
Borist hefur erindi frá Landsneti hf, dags. 10.06.2021, með ósk um umsögn vegna nýrrar kerfisáætlunar 2021-2030. Umsagnafrestur var til 30.06.2021.
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar gerir ekki athugasemd við kynnta kerfisáætlun.
25. Aðalskipulag Reykjavíkur - Endurskoðun um blandaða byggð til 2040202010203
Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg, dags. 16.06.2021, með ósk um athugasemdir eða umsagnir við kynnta aðalskipulagsbreytingu. Breytingin er endurskoðun á stefnu um íbúðarbyggð og blandaða byggð, og framlenging skipulagstímabils til ársins 2040. Athugasemdafrestur er frá 21.06.2021 til og með 23.08.2021.
Málinu frestað svo nefndarfólk geti kynnt sér breytingarnar vandlega.
26. Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024 - breyting á aðalskipulagi og deiliskipulagi Fannborgarreitur-Traðarreitur201912217
Borist hefur tilkynning frá Kópavogsbæ, dags. 10.06.2021, um breytt aðalskipulag og deiliskipulag á Traðarreit-eystri í Kópavogi.
Lagt fram og kynnt.
Fundargerðir til staðfestingar
27. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 439202106022F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
27.1. Asparlundur 11-13 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202106152
Reykjamelur ehf. Engjavegi 10 sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta parhúsa á lóðinni Asparlundur nr. 11-13, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
27.2. Ástu-Sólliljugata 13 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202010181
Pallar og menn ehf. sækja um leyfi til að byggja úr steinsteypu tveggja hæða einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu og auka íbúð á jarðhæð á lóðinni Ástu-Sólliljugata nr. 13, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Íbúð 178,6 m², auka íbúð 73,8 m², bílgeymsla 45,9 m², 828,20 m³.27.3. Desjamýri 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202102353
Matthías ehf. Vesturfold 40 Reykjavík sækir um leyfi til breytinga á innra skipulagi atvinnuhsnæðis á lóðinni Desjamýri nr. 2, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
27.4. Liljugata 5 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 2020081033
Byggingafélagið Bakki ehf. Þverholti 2 sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta fjölbýlishúss á lóðinni Liljugata nr. 5, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
27.5. Liljugata 7 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. 2020081034
Byggingafélagið Bakki ehf. Þverholti 2 sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta fjölbýlishúss á lóðinni Liljugata nr. 7, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
27.6. Súluhöfði 51, Umsókn um byggingarleyfi. 202008638
Lára Hrönn Pétursdóttir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Súluhöfði nr. 51, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
27.7. Sölkugata 21, Umsókn um byggingarleyfi 202001164
77 ehf. Byggðarholti 20 Mosfellsbæ sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Sölkugata nr. 21, í samræmi við framlögð gögn. Stækkun: 1,9 m², 9,97 m³.
28. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 440202106029F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
28.1. Bjargslundur 8 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202105307
Tekk ehf. sækir um leyfi til að rífa og farga gróðurhúsum á lóðum við Bjargslund nr. 6 og 8. í samræmi við framlögð gögn. Forsenda útgáfu byggingarleyfis er tilkynning eiganda til Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis. Uppfylla skal öll viðeigandi ákvæði í 15. kalfla byggingarreglugerðar 112/2012 varðandi meðhöndlun og förgun úrgangs.
28.2. Hlaðgerðarkot - Umsókn um byggingarleyfi 201904317
Samhjálp félagasamtök Hlíðarsmára 14 Kópavogi sækja um leyfi til breytinga innra skipulags vesturhluta húss nr. 1 í meðferðarkjarna Samhjálpar að Hlaðgerðarkoti í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
28.3. Land úr Suður Reykjum 125436 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202007302
Ragnar Sverrisson Reykjabyggð 42 sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Reykir, landeignarnúmer 125436, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.