11. júní 2021 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Jón Pétursson aðalmaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
- Anna Margrét Tómasdóttir umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Anna Margrét Tómasdóttir
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Bjarkarholt - Eir - breyting á deiliskipulagi202008039
Skipulagsnefnd tók fyrir á 541. fundi sínum athugasemdir við kynnta skipulagsbreytingu fyrir Bjarkarholt 4-5. Lagðar eru fram til kynningar skuggavarpsmyndir sem sýna uppbyggingu deiliskipulags.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram og undirbúa drög að svörum við athugasemdum.
2. Leirvogstunguhverfi - endurskoðun deiliskipulags202106088
Lögð eru fram til kynningar drög af deiliskipulagsbreytingu fyrir Leirvogstunguhverfi til umræðu. Uppdráttur sýnir endurskoðun lóða, stíga og gatna.
Lagt fram og kynnt. Umhverfissviði falin áframhaldandi vinna við breytingar á deiliskipulagi.
3. Hafravatnsvegur - lagfæringar202106030
Borist hefur erindi frá Skipulagsstofnun, dags. 31.05.2021, með ósk um umsögn við kynningarskýrslu á lagfæringum Hafravatnsvegar 431. Umsögn óskast í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 og 12. gr. reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum. Umsagnafrestur er til og með 15.06.2021.
Skipulagsnefnd fagnar framkvæmdum á Hafravatnsvegi. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við kynnta skýrslu um lagfæringu Hafravatnsvegar eða þau atriði sem hún fjallar um og eru áætlanir í samræmi við Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030.
Um er að ræða enduruppbyggingu vegar sem kallar ekki á frekara rask. Lögð skal áhersla á vandaðan frágang og verklag innan náttúruverndarsvæðis Hafravatns. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar og skipulagsfulltrúi annast útgáfu framkvæmdaleyfis á síðari stigum máls í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.4. Spilda neðan við Sölkugötu 13-17 - heimild til landmótunar202106085
Borist hefur erindi frá Aðalsteini Jónssyni og Júlíönu G. Þórðardóttur, dags. 25.05.2021, með ósk um heimild til minniháttar landmótunar á eignarlandi norðan Varmár við Sölkugötu. Spilan er innan hverfisverndar Varmár skv. deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við framkvæmdir innan spildunnar enda samræmast þær yfirborðsfrágangi deiliskipulags. Aðgerðir krefjast ekki útgáfu framkvæmdaleyfis skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Skipulagsnefnd gerir heldur ekki athugasemd við umrædda landmótun innan hverfisverndar Varmá með fyrirvara um jákvæða umsögn umhverfisnefndar Mosfellsbæjar.
5. Brattahlíð 29 - aukahús á lóð202106022
Borist hefur erindi frá Baldri Frey Stefánssyni, dags. 01.06.2021, með ósk um heimild til þess að byggja aukahús innan lóðar í samræmi við gögn.
Skipulagsnefnd synjar erindinu. Umsóknin samræmist ekki samþykktu deiliskipulagi né ákvæði byggingarreglugerðar um smáhýsi.
6. Bugðufljót 17 - aukið nýtingarhlutfall202106104
Borist hefur erindi frá Þóri Garðarssyn og Sigurdóri Sigurðssyni, dags. 07.06.2021, með ósk um aukið byggingarmagn og hækkun nýtingarhlutfalls lóðar úr 0,3 í 0,5.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið. Málið skal meðhöndlað skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sem óverulegt frávik. Framkvæmdaaðili skal greiða gatnagerðargjöld af umfram fermetrum.
Jón Pétursson fulltrúi M-lista, Miðflokks, situr hjá.7. Skeggjastaðir L123764 - ósk um aðalskipulagsbreytingu202106105
Borist hefur erindi frá Salvöru Jónsdóttur, f.h. landeigenda, dags. 07.06.2021, með ósk um aðalskipulagsbreytingu fyrir Skeggjastaði úr óbyggðu landi yfir í landbúnaðarland.
Erindinu er vísað í vinnu við endurskoðun aðalskipulags.
8. Frumvarp til laga um jarðalög202101359
Lagt er fram til kynningar umburðarbréf frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, dags. 28.05.2021, þar sem kynnt er staðfesting Alþingis á breyttum jarðalögum nr. 81/2004. Hjálagt er leiðbeiningarrit um flokkun landbúnaðarlands með tilliti til hæfni til ræktunar.
Lagt fram og kynnt.
Fundargerðir til staðfestingar
9. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 438202106002F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
9.1. Ástu-Sólliljugata 9 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202103265
Jóhann Pétur Sturluson Heiðarvegi 34 Vestmannaeyjum sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Ástu-Sólliljugata nr. 9, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram og kynnt.
9.2. Dælustöðvarvegur 6 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 2021041687
Veitur ohf. sækja um leyfi til lítilsháttar útlitsbreytinga utanhússklæðningar ásamt viðhaldi dælustöðvar á lóðinni Dælustöðvarvegur nr. 6, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram og kynnt.
9.3. Engjavegur 11A - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202103714
Kristján Þór Jónsson Efstalandi 2 sækir um leyfi til að byggja úr timbri einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Engjavegur nr. 11A, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Íbúð 162,9m², bílgeymsla 39,9 m², 685,76 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram og kynnt.
9.4. Reykjahvoll 4A - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202105029
Kali ehf. Bröttuhlíð 25 sækir um leyfi til að byggja úr timbri einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Reykjahvoll nr. 4A, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Íbúð 161,0 m², bílgeymsla 58,1 m², 584,5 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram og kynnt.
9.5. Sölkugata 15 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202104123
Aðalsteinn Jónsson Litlakrika 7 sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Sölkugata nr. 15, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Íbúð 364,7 m², bílgeymsla 43,6 m², 1.327,1 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram og kynnt.
10. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 53202106001F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
10.1. Bugðufljót 2 - deiliskipulagsbreyting 202103221
Skipulagsnefnd samþykkti á 536. fundi sínum að auglýsa deiliskipulagsbreytingu innkeyrslu að Bugðufljóti 2 á athafnasvæði Tungumela, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan var aðgengileg á vef sveitarfélagsins sem og að bréf grenndarkynningar voru send á lóðarhafa Bugðufljóts 2 og Brúarfljóts 1.
Athugasemdafrestur var frá 25.03.2021 til 30.04.2021.
Engar athugasemdir bárust.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram og kynnt.
10.2. Heytjörn L125365 - ósk um breytingu á deiliskipulagi 201906323
Skipulagsnefnd samþykkti á 536. fundi sínum að auglýsa deiliskipulagsbreytingu fyrir frístundabyggð við Heytjörn, þar sem við bætast tveir minni byggingarreitir, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan var aðgengileg á vef sveitarfélagsins sem og að bréf grenndarkynningar voru send á landeigendur L125202, L125369, L222683, L125366, L199733 ásamt Lynghólsvegi 17, 19, 21 og 23.
Athugasemdafrestur var frá 12.04.2021 til 12.05.2021.
Engar athugasemdir bárust.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram og kynnt.
10.3. Arnartangi 18 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202011385
Skipulagsnefnd samþykkti á 539. fundi sínum að grenndarkynna byggingarleyfi fyrir stækkun að Arnartanga 18 í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan var aðgengileg á vef sveitarfélagsins sem og að bréf grenndarkynningar voru send í Arnartanga 17-42.
Athugasemdafrestur var frá 23.04.2021 til 25.06.2021.
Engar athugasemdir bárust.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram og kynnt.