Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

18. mars 2022 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
  • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
  • Jón Pétursson aðalmaður
  • Lovísa Jónsdóttir (LJó) áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Hita­veita að Holta­stöð - fram­kvæmda­leyfi202203024

    Borist hefur erindi frá Gunnari Hrafni Gunnarssyni, fagstjóra Veitna Mosfellsbæjar, dags. 01.03.2022, með ósk um framkvæmdaleyfi fyrir tengingu Holtastöðvar við hitaveitu. Leggja á 140 m lögn frá botni Arkarholts að stöðinni.

    Skipu­lags­full­trúa fal­ið að gefa út fram­kvæmda­leyfi í sam­ræmi við 13. og 15. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 og skv. reglu­gerð um fram­kvæmda­leyfi nr. 772/2012.

  • 2. Helga­fells­hverfi 5. áfangi - að­al­skipu­lags­breyt­ing og nýtt deili­skipu­lag201811024

    Lagt er fram til kynningar bréf Skipulagsstofnunar, dags. 03.03.2022, þar sem tilkynnt er að stofnunin hafi staðfest samþykkta breytingu Aðalskipulags Mosfellsbæjar 2011-2030 er lýtur að fjölgun íbúða innan Helgafellshverfis á reit 302-Íb.

    Lagt fram og kynnt.

  • 3. Mið­svæði Mos­fells­bæj­ar 116-M - að­al­skipu­lags­breyt­ing202201368

    Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu breyting á aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030 þar uppfærðar eru heimildir um uppbyggingu íbúða á miðsvæði 116-M.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að til­laga að breyt­ingu á að­al­skipu­lagi verði send Skipu­lags­stofn­un til at­hug­un­ar í sam­ræmi við 3. mgr. 30. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 og síð­ar aug­lýst í sam­ræmi við 31. gr. sömu laga. Sam­þykkt með fjór­um at­kvæð­um.

    • 4. Bjark­ar­holt - Eir - breyt­ing á deili­skipu­lagi202008039

      Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu breyting á deiliskipulagi í Bjarkarholti 1-3 er snertir uppbyggingu þjónustuíbúða á svæðinu.

      Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að til­laga að breyttu deili­skipu­lagi verði kynnt og aug­lýst í sam­ræmi við 1. mgr. 43. gr skipu­lagslaga nr. 123/2010, sam­hliða breyt­ingu á að­al­skipu­lagi sama svæð­is. Sam­þykkt með fjór­um at­kvæð­um.

    • 5. Króka­tjörn L125143 - ósk um gerð deili­skipu­lags202201331

      Lagt er fram til kynningar og afgreiðslu nýtt deiliskipulag fyrir frístundalóð við Krókatjörn í samræmi við afgreiðslu á 558. fundi nefndarinnar.

      Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að til­laga að nýju deili­skipu­lagi verði kynnt og aug­lýst í sam­ræmi við 1. mgr. 41. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.Sam­þykkt með fjór­um at­kvæð­um.

    • 6. Akr­ar L123756 - ósk um skipt­ingu lands202203387

      Borist hefur erindi frá Pétri Hauki Ólafssyni, f.h. landeiganda að Ökrum, dags. 11.03.2022, með ósk um skiptingu landsins í fjóra hluta.

      Skipu­lags­nefnd heim­il­ar upp­skipt­ingu lands í sam­ræmi við hnit­sett gögn, skv. 1. mgr. 48. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Mál­inu er vísað til úr­vinnslu á um­hverf­is­sviði þeg­ar áritað sam­þykki allra eig­enda ligg­ur fyr­ir.

    • 7. Bjark­ar­holt 11-29 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi202111474

      Lagðir eru fram til kynningar aðaluppdrættir og breytt útlit fjölbýlishúsa að Bjarkarholti 17-19 í samræmi við ný hönnungargögn og umsókn um byggingarleyfi.

      Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd ger­ir ekki at­huga­semd­ir við breytt út­lit.

    Fundargerðir til kynningar

    • 8. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 464202203002F

      Fundargerð lögð fram til kynningar.

      Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

      • 8.1. Há­holt 2 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202011047

        Mos­fells­bær Þver­holti 2 sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta vegna breyt­inga innra skipu­lags sam­komu­húss á lóð­inni Há­holt nr. 2 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Lagt fram og kynnt.

      • 8.2. Dverg­holt 6 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202111489

        Herdís Eyj­ólfs­dótt­ir Dverg­holti 6 sækj­ir um leyfi til breyt­inga lóð­ar­frá­gangs á lóð­inni Dverg­holt nr. 6, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki

        Niðurstaða þessa fundar:

        Lagt fram og kynnt.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:03