30. apríl 2021 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Jón Pétursson aðalmaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
- Anna Margrét Tómasdóttir umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Anna Margrét Tómasdóttir
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Bjarkarholt - Eir - breyting á deiliskipulagi202008039
Skipulagsnefnd samþykki á 533. fundi sínum að auglýsa deiliskipulagsbreytingu fyrir Bjarkarholt 4-5 í miðbæ Mosfellsbæjar. Skipulagið var auglýst í Mosfellingi, Lögbirtingarblaðinu, á vef Mosfellsbæjar og með útsendum tölvupósti til stofnanna. Athugasemdafrestur var frá 11.03.2021 til og með 26.04.2021. Athugasemdir lagðar fram til kynningar.
Lagt fram og kynnt, umræða um athugasemdir. Skipulagsnefnd samþykkir að vísa athugasemdum og skipulagi til skoðunar á umhverfissviði.
2. Reykjamelur 10-14 - deiliskipulagsbreyting202103042
Skipulagsnefnd samþykki á 535. fundi sínum að auglýsa deiliskipulagsbreytingu fyrir Reykjamel 10-14. Skipulagið var auglýst á vef Mosfellsbæjar og með útsendu dreifibréfi. Athugasemdafrestur var frá 12.03.2021 til og með 24.04.2021. Athugasemdir lagðar fram til kynningar.
Skipulagsnefnd samþykkir að vísa athugasemdum og skipulagi til skoðunar á umhverfissviði.
3. Heytjarnarheiði L125274 sumarhús - deiliskipulag202104219
Borist hefur erindi frá Stefáni Stefánssyni, dags. 15.04.2021, með ósk um deiliskipulag fyrir frístundalóð á Heytjarnarheiði L125274. Lagður er fram til kynningar og afgreiðslu deiliskipulagsuppdráttur.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa deiliskipulagið í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
4. Egilsmói 12 - deiliskipulagsbreyting202103674
Borist hefur erindi frá Hlyn Torfa Torfassyni, f.h. eiganda lóðar Egilsmóa 12, dags. 24.03.2021, með ósk um deiliskipulagsbreytingu á lóðinni. Lagður er fram til kynningar og afgreiðslu deiliskipulagsuppdráttur.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa deiliskipulagið í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
5. Laxatunga 127 - skipulagsskilmálar202104218
Borist hefur erindi frá Kristni Guðjónssyni, dags. 15.04.2021, með ósk um að stækka byggingarreit að Laxatungu 127.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga, að leggja fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
6. Helgafellsland 1 L199954 - ósk um uppskiptingu lands202103629
Skipulagsnefnd samþykkti á 539. fundi sínum að vísa erindinu til umsagnar bæjarlögmanns vegna fyrirliggjandi samkomulags um uppbyggingu á svæðinu dags. 16.05.2017. Hjálögð er umsögn bæjarlögmanns.
Skipulagsnefnd synjar erindinu þar sem stofnun nýrra lóða í þéttbýli skal vera í samræmi við skipulag. Á svæðinu er ekki samþykkt deiliskipulag en í undirbúningi er deiliskipulag sem allt umrætt land tilheyrir.
8. Ævintýragarður - deiliskipulag201710251
Hönnuðir Ævintýragarðsins í Mosfellsbæ koma og kynna stöðu verkefnisins og tillögu deiliskipulags. Aðalheiður E. Kristjánsdóttir og Margrét Ólafsdóttir hjá Landmótun koma á fundinn.
Lagt fram og kynnt.
Gestir
- Aðalheiður E Kristjánsdóttir
- Margrét Ólafsdóttir
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
7. Borgarlína - breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur og Kópavogs202005277
Borist hefur erindi frá Kópavogsbæ með tilkynningu um framlengdan umsagnafrest vegna forkynningar á vinnslutillögu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 og Reykjavíkur 2010-2030. Umsagnafestur er til 31.05.2021 og kynningarfundur áætlaður 04.05.2021.
Málinu frestað vegna tímaskorts.
Fundargerð
9. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 433202104022F
Lagt fram og kynnt.
9.1. Arnartangi 56 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202103264
Skúli Jónsson Arnartanga 56 sækir um leyfi til að byggja úr timri stækkun anddyris raðhúshúss lóðinni Arnartangi nr.56, í samræmi við framlögð gögn.
Stækkun: 3,2 m², 9,76 m³9.2. Brúarfljót 2, umsókn um byggingarleyfi 202011137
E18, Logafold 32, sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta á mhl. 01 og 04 atvinnuhúsnæðis á lóðinni Brúarfljót nr. 2, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
9.3. Rauðmýri 1-3, Umsókn um byggingarleyfi 201811233
Húsfélagið Rauðumýri 1 sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta fjölbýlishúss á lóðinni Rauðamýri nr. 1 í samræmi við framlögð gögn. Bætt er við svalalokunum á öllum svölum hússins. Stærðir breytast ekki.