Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

30. apríl 2021 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
 • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
 • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
 • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
 • Jón Pétursson aðalmaður
 • Lovísa Jónsdóttir (LJó) áheyrnarfulltrúi
 • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
 • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
 • Anna Margrét Tómasdóttir umhverfissvið

Fundargerð ritaði

Anna Margrét Tómasdóttir


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Bjark­ar­holt - Eir - breyt­ing á deili­skipu­lagi202008039

  Skipulagsnefnd samþykki á 533. fundi sínum að auglýsa deiliskipulagsbreytingu fyrir Bjarkarholt 4-5 í miðbæ Mosfellsbæjar. Skipulagið var auglýst í Mosfellingi, Lögbirtingarblaðinu, á vef Mosfellsbæjar og með útsendum tölvupósti til stofnanna. Athugasemdafrestur var frá 11.03.2021 til og með 26.04.2021. Athugasemdir lagðar fram til kynningar.

  Lagt fram og kynnt, um­ræða um at­huga­semd­ir. Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að vísa at­huga­semd­um og skipu­lagi til skoð­un­ar á um­hverf­is­sviði.

 • 2. Reykja­mel­ur 10-14 - deili­skipu­lags­breyt­ing202103042

  Skipulagsnefnd samþykki á 535. fundi sínum að auglýsa deiliskipulagsbreytingu fyrir Reykjamel 10-14. Skipulagið var auglýst á vef Mosfellsbæjar og með útsendu dreifibréfi. Athugasemdafrestur var frá 12.03.2021 til og með 24.04.2021. Athugasemdir lagðar fram til kynningar.

  Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að vísa at­huga­semd­um og skipu­lagi til skoð­un­ar á um­hverf­is­sviði.

 • 3. Heytjarn­ar­heiði L125274 sum­ar­hús - deili­skipu­lag202104219

  Borist hefur erindi frá Stefáni Stefánssyni, dags. 15.04.2021, með ósk um deiliskipulag fyrir frístundalóð á Heytjarnarheiði L125274. Lagður er fram til kynningar og afgreiðslu deiliskipulagsuppdráttur.

  Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að aug­lýsa deili­skipu­lag­ið í sam­ræmi við 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

  • 4. Eg­ils­mói 12 - deili­skipu­lags­breyt­ing202103674

   Borist hefur erindi frá Hlyn Torfa Torfassyni, f.h. eiganda lóðar Egilsmóa 12, dags. 24.03.2021, með ósk um deiliskipulagsbreytingu á lóðinni. Lagður er fram til kynningar og afgreiðslu deiliskipulagsuppdráttur.

   Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að aug­lýsa deili­skipu­lag­ið í sam­ræmi við 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

  • 5. Laxa­tunga 127 - skipu­lags­skil­mál­ar202104218

   Borist hefur erindi frá Kristni Guðjónssyni, dags. 15.04.2021, með ósk um að stækka byggingarreit að Laxatungu 127.

   Skipu­lags­nefnd heim­il­ar um­sækj­anda skv. 2. mgr. 38. gr. skipu­lagslaga, að leggja fram til­lögu að deili­skipu­lags­breyt­ingu í sam­ræmi við 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

   • 6. Helga­fells­land 1 L199954 - ósk um upp­skipt­ingu lands202103629

    Skipulagsnefnd samþykkti á 539. fundi sínum að vísa erindinu til umsagnar bæjarlögmanns vegna fyrirliggjandi samkomulags um uppbyggingu á svæðinu dags. 16.05.2017. Hjálögð er umsögn bæjarlögmanns.

    Skipu­lags­nefnd synj­ar er­ind­inu þar sem stofn­un nýrra lóða í þétt­býli skal vera í sam­ræmi við skipu­lag. Á svæð­inu er ekki sam­þykkt deili­skipu­lag en í und­ir­bún­ingi er deili­skipu­lag sem allt um­rætt land til­heyr­ir.

    • 8. Æv­in­týra­garð­ur - deili­skipu­lag201710251

     Hönnuðir Ævintýragarðsins í Mosfellsbæ koma og kynna stöðu verkefnisins og tillögu deiliskipulags. Aðalheiður E. Kristjánsdóttir og Margrét Ólafsdóttir hjá Landmótun koma á fundinn.

     Lagt fram og kynnt.

     Gestir
     • Aðalheiður E Kristjánsdóttir
     • Margrét Ólafsdóttir

     Almenn erindi - umsagnir og vísanir

     • 7. Borg­ar­lína - breyt­ing á að­al­skipu­lagi Reykja­vík­ur og Kópa­vogs202005277

      Borist hefur erindi frá Kópavogsbæ með tilkynningu um framlengdan umsagnafrest vegna forkynningar á vinnslutillögu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 og Reykjavíkur 2010-2030. Umsagnafestur er til 31.05.2021 og kynningarfundur áætlaður 04.05.2021.

      Mál­inu frest­að vegna tíma­skorts.

     Fundargerð

     • 9. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 433202104022F

      Lagt fram og kynnt.

      • 9.1. Arn­ar­tangi 56 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202103264

       Skúli Jóns­son Arn­ar­tanga 56 sæk­ir um leyfi til að byggja úr timri stækk­un and­dyr­is rað­hús­húss lóð­inni Arn­ar­tangi nr.56, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
       Stækk­un: 3,2 m², 9,76 m³

      • 9.2. Brú­arfljót 2, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 202011137

       E18, Loga­fold 32, sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta á mhl. 01 og 04 at­vinnu­hús­næð­is á lóð­inni Brú­arfljót nr. 2, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

      • 9.3. Rauð­mýri 1-3, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201811233

       Hús­fé­lag­ið Rauðu­mýri 1 sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta fjöl­býl­is­húss á lóð­inni Rauða­mýri nr. 1 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Bætt er við svala­lok­un­um á öll­um svöl­um húss­ins. Stærð­ir breyt­ast ekki.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:10