12. ágúst 2022 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Valdimar Birgisson (VBi) formaður
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) varaformaður
- Ragnar Bjarni Zoega Hreiðarsson (RBH) varamaður
- Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) áheyrnarfulltrúi
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Suðurlandsvegur innan Mosfellsbæjar og Kópavogs - sameiginlegt deiliskipulag202205199
Lagt er fram til kynningar og afgreiðslu nýtt sameiginlegt deiliskipulag Kópavogs og Mosfellsbæjar vegna tvöföldunar Suðurlandsvegar frá Geitháls við Hólmsá að Lögbergsbrekku við Lækjarhlíð. Skipulagssvæðið er 73,6 ha að stærð og 5,7 km að lengd, það skarar sveitarfélagamörk Mosfellsbæjar á tveimur stöðum. Markmið breytingar og breikkunar Suðurlandsvegar er að bæta samgöngur við megin umferðaræð og að þjónustustig samgangna verði í samræmi við kröfur og staðla og bætt umferðaröryggi. Gögnin eru unnin af Eflu verkfræðistofu, dags. 22.06.2022.
Skipulagsnefnd samþykkir að deiliskipulagstillagan skuli afgreidd skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og þá auglýst skv. 31. gr. sömu laga.
Samþykkt með fjórum atkvæðum.2. Kennslustofur við Varmár- og Kvíslarskóla - deiliskipulagsbreyting202207113
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að breyttu deiliskipulagi Varmárskólasvæðis við Varmárhól, skólalóð Kvíslarskóla. Við bætast byggingarreitir fyrir færanlegar og tímabundnar einna hæðar kennslustofur innan lóðar sem tengjast núverandi innviðum.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan hljóti afgreiðslu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd metur breytinguna þó óverulega með tilliti til aðstæðna og tímabundinnar lausnar húsnæðisvanda. Með vísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga, um kynningarferli grenndarkynninga, metur skipulagsnefnd aðeins sveitarfélagið hagsmunaaðila máls með tilliti til hagsmuna íbúa og skólastarfs. Skipulagsnefnd ákveður því að falla frá kröfum um grenndarkynningu sömu málsgreinar. Breytingartillaga deiliskipulags telst því samþykkt og skal hljóta afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og annast skipulagsfulltrúi staðfestingu skipulagsins.
Samþykkt með fjórum atkvæðum.3. Miðsvæði Sunnukrika 401-M - aðalskipulagsbreyting202203513
Skipulagsnefnd samþykkti á 563. fundi sínum að auglýsa til umsagnar og athugasemda breytingu á aðalskipulagi Mosfellsbæjar fyrir miðsvæði 401-M. Breytingin felur í sér að innfæra heimildir um íbúðauppbyggingu í bland við verslun og þjónustu á svæðinu. Um er að ræða töflubreytingu þar sem gefin er heimild fyrir 33 íbúðum í turnbyggingum deiliskipulagsins. Samhliða var auglýst samhljóða deiliskipulagsbreyting fyrir lóðirnar Sunnukrika 3, 5 og 7. Breytingin var kynnt á vef Mosfellsbæjar, Lögbirtingablaðinu, Mosfellingi og í anddyri Skipulagsstofnunar. Kynningarfundur var haldinn í Þverholti 2 þann 08.06.2022. Athugasemdafrestur var frá 12.05.2022 til og með 27.06.2022. Umsagnir við aðal og deiliskipulagsbreytinguna bárust frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, dags. 19.05.2022, Heilbrigðiseftirliti HEF, dags. 21.05.2022, Veitum, dags. 03.06.2022, Skipulagsstofnun, dags. 23.06.2022 og Minjastofnun Íslands, dags. 14.06.2022.
Lagt fram og kynnt. Skipulagfulltrúa falin áframhaldandi vinna máls.
Samþykkt með fjórum atkvæðum.- FylgiskjalKynningarfundur íbúa vegna skipulagsbreytinga miðsvæða.pdfFylgiskjalAuglýsing af vef vegna skipulagsbreytingar.pdfFylgiskjalUmsögn Minjastofnunar - Miðsvæði Mosfellsbæjar 401-M.pdfFylgiskjalUmsögn HEF - Miðsvæði Mosfellsbæjar 401-M.pdfFylgiskjalUmsögn Veitna - Miðsvæði Mosfellsbæjar 401-M.pdfFylgiskjalUmsögn Slökkviliðsins - Miðsvæði Mosfellsbæjar 401-M.pdfFylgiskjalÁbending Skipulagsstofnunar - Miðsvæði Mosfellsbæjar 401-M.pdfFylgiskjalAðalskipulagsbreytingar miðsvæðis 401.pdf
4. Miðsvæði Sunnukrika 401-M - deiliskipulagsbreyting202203513
Skipulagsnefnd samþykkti á 563. fundi sínum að auglýsa til umsagnar og athugasemda breytingu á deiliskipulagi Krikahverfis. Breytingin felur í sér að innfæra heimildir fyrir íbúðir í turnbyggingum Sunnukrika 3, 5 og 7. Einnig voru gerðar breytingar á skilmálum byggingarreita fyrir bílakjallara og niðurkeyrslur. Samhliða var auglýst tillaga að breyttu aðalskipulagi miðsvæðis 401-M þar sem íbúðarheimildir voru innfærðar. Breytingin var kynnt á vef Mosfellsbæjar, Lögbirtingablaðinu og í Mosfellingi. Kynningarfundur var haldinn í Þverholti 2 þann 08.06.2022. Athugasemdafrestur var frá 12.05.2022 til og með 27.06.2022. Umsagnir við aðal og deiliskipulagsbreytinguna bárust frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, dags. 19.05.2022, Heilbrigðiseftirliti HEF, dags. 21.05.2022, Veitum, dags. 03.06.2022, Skipulagsstofnun, dags. 23.06.2022 og Minjastofnun Íslands, dags. 14.06.2022.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsfulltrúa falið að vinna svörun umsagna og uppfæra tillögu í samræmi við umræður.
Samþykkt með fjórum atkvæðum.- FylgiskjalKynningarfundur íbúa vegna skipulagsbreytinga miðsvæða.pdfFylgiskjalAuglýsing af vef vegna skipulagsbreytingar.pdfFylgiskjalUmsögn Minjastofnunar - Sunnukriki 3 5 og 7 deiliskipulagsbreyting.pdfFylgiskjalUmsögn HEF - Sunnukriki 3 5 og 7 deiliskipulagsbreyting.pdfFylgiskjalUmsögn Veitna - Sunnukriki 3 5 og 7 deiliskipulagsbreyting.pdfFylgiskjalUmsögn Slökkviliðsins - Sunnukriki 3 5 og 7 deiliskipulagsbreyting.pdf.pdfFylgiskjalÁbending Skipulagsstofnunar - Sunnukriki 3 5 og 7 deiliskipulagsbreyting.pdfFylgiskjalDeiliskipulagsbreyting Sunnukrika miðsvæði 401 - A1.pdf
5. Miðsvæði Mosfellsbæjar 116-M - aðalskipulagsbreyting202201368
Skipulagsnefnd samþykkti á 562. fundi sínum að auglýsa til umsagnar og athugasemda breytingu á aðalskipulagi Mosfellsbæjar fyrir miðbæjarreitinn 116-M. Breytingin felur í sér að leiðrétta töflu aðalskipulags og fjölga heimildir fyrir áætlaða uppbyggingu íbúða í miðbænum. Breyting samræmist þróun miðbæjarins og skilgreinir nú betur uppbyggingu við Bjarkarholt samkvæmt deiliskipulagsbreytingu svæðis sem auglýst var samhliða. Breytingin var kynnt á vef Mosfellsbæjar, Lögbirtingablaðinu, Mosfellingi og í anddyri Skipulagsstofnunar. Kynningarfundur var haldinn í Þverholti 2 þann 08.06.2022. Athugasemdafrestur var frá 12.05.2022 til og með 27.06.2022. Umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti HEF, dags. 31.05.2022, Veitum, dag. 03.06.2022, Minjastofnun Íslands, dags. 09.06.2022 og Landsneti, dags. 28.06.2022.
Lagt fram og kynnt. Skipulagfulltrúa falin áframhaldandi vinna máls.
Samþykkt með fjórum atkvæðum.- FylgiskjalKynningarfundur íbúa vegna skipulagsbreytinga miðsvæða.pdfFylgiskjalAuglýsing af vef vegna skipulagsbreytingar.pdfFylgiskjalUmsögn Minjastofnunar - 116M aðalskipulagsbreyting.pdfFylgiskjalUmsögn HEF - 116M aðalskipulagsbreyting.pdfFylgiskjalUmsögn Landsnets - 116M aðalskipulagsbreyting.pdfFylgiskjalUmsögn Veitna - 116M aðalskipulagsbreyting.pdfFylgiskjalMiðsvæði 116-M Aðalskipulagsbreyting A1.pdf
6. Bjarkarholt - uppbyggingarreitur E - breyting á deiliskipulagi202008039
Skipulagsnefnd samþykkti á 562. fundi sínum að auglýsa til umsagnar og athugasemda breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðir í Bjarkarholti innan miðbæjarins. Breytingin felur í sér að auka byggingarmagn og fjölga íbúðum á lóðum sem í dag heita Bjarkarholt 1, 2 og 3. Á skipulaginu verða 150 íbúðir ætlaðar öldruðum, er tengst geta þjónustu og íbúðarkjarna Eirar vestan skipulagssvæðisins, auk 5.400 fermetra miðbæjargarðs með verslunar- og þjónustubyggingu eða skála. Heimilt verður að byggja 18.530 fermetra á lóðunum þar af 400 fermetra skála í garði. Bílakjallari er undir húsum og samtengdur uppbyggingu Bjarkarholts 4-5. Aðkoma kjallara er frá Langatanga og Hlaðhömrum. Samhliða var auglýst tillaga að breyttu aðalskipulagi miðsvæðis 116-M þar sem innfærð var fjölgun íbúða. Breytingin var kynnt á vef Mosfellsbæjar, Lögbirtingablaðinu og í Mosfellingi. Kynningarfundur var haldinn í Þverholti 2 þann 08.06.2022. Athugasemdafrestur var frá 12.05.2022 til og með 27.06.2022. Athugasemdir bárust frá Húsfélagi Bjarkarholts 8-20, Sigmundur Sigmundsson, formaður, dags. 10.06.2022, Erlendi Á. Bender og Rós Bender Bjarkarholti 27, dags 12.06.2022, íbúum Bjarkarholts 20, Magnús Jónsson, bréfritari, Bjarni Ómar Haraldsson og Alda Guðmundsdóttir, íbúð 103, Einar Sólonsson, íbúð 101, Ingibjörg Þ. Sigurðardóttir og Guðbjörn Baldvinsson, íbúð 102, Ingólfur G. Garðarsson, íbúð 201, Ólöf Þráinsdóttir, íbúð 202, Ingibjörg Ásmundsdóttir og Jóhann O. Pétursson, íbúð 203, Bryndís Guðnadóttir og Þorsteinn Marinósson, íbúð 303, Laufey Torfadóttir og Axel Ketilsson, íbúð 402, dags. 20.06.2022, Klara Sigurðardóttir og Þröstur Lýðsson, Bjarkarholt 20, íbúð 401, dags. 22.06.2022, Guðný Jónsdóttir og Knútur Óskarsson, Bjarkarholti 18, íbúð 501, dags. 22.06.2022, Axel Ketilson, Bjarkarholti 20, íbúð 402, dags. 24.06.2022, Stjórn húsfélags Bjarkarholts 25-29, f.h. stjórnar Ásdís Guðný Pétursdóttir, formaður, dags. 25.06.2022. Umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti HEF, dags. 31.05.2022, Veitum, dag. 03.06.2022, Minjastofnun Íslands, dags. 09.06.2022 og Landsneti, dags. 28.06.2022.
Lagt fram og kynnt. Skipulagfulltrúa falin áframhaldandi vinna máls og að rýna innsendar athugasemdir frekar.
Samþykkt með fjórum atkvæðum.- FylgiskjalAuglýsing af vef vegna skipulagsbreytingar.pdfFylgiskjalKynningarfundur íbúa vegna skipulagsbreytinga miðsvæða.pdfFylgiskjalInnsendar athugasemdir við Bjarkarholt 1-3 skipulag - samsett.pdfFylgiskjalBjarkarholt 1-3 - deiliskipulagsuppdráttur.pdfFylgiskjalUmsögn Minjastofnunar - Miðsvæði við Bjarkarholt.pdfFylgiskjalUmsögn Veitna - Miðsvæði við Bjarkarholt.pdfFylgiskjalUmsögn Landsnets - Miðsvæði við Bjarkarholt.pdfFylgiskjalUmsögn HEF - Miðsvæði við Bjarkarholt.pdf
7. Miðdalur L226500 - deiliskipulag frístundabyggðar202203441
Borist hefur erindi frá Óla Garðari Kárasyni, dags. 14.03.2022, gögn bárust 07.07.2022, með ósk um gerð deiliskipulags fyrir frístundabyggð á 5,5 ha landi L226500 innan reitar 543-F í samræmi við meðfylgjandi drög.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga, að leggja fram tillögu að nýju deiliskipulagi í samræmi við 40. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, í samræmi við fyrirliggjandi gögn og gildandi aðalskipulag Mosfellsbæjar.
Samþykkt með fjórum atkvæðum.8. Miðdalur II L199723 - ósk um deiliskipulag og uppskiptingu lands202208067
Borist hefur erindi frá Karli Bernburg, dags. 02.08.2022, með undirritaði heimild landeigenda, með ósk um gerð deiliskipulags og uppskiptingu lands L199723 í Miðdal. Óskað er eftir að gera 8-10 íbúðarhúsalóðir með minniháttar rækturnar möguleikum.
Skipulagsnefnd synjar erindi umsækjenda til samræmis við afgreiðslu og synjun sambærilegs erindis landeigenda á 536. fundi nefndarinnar, þann 19.03.2021. Hugmyndir um þétta uppbyggingu skilgreindu landbúnaðarlandi samræmast ekki gildandi aðalskipulagi Mosfellsbæjar.
Staðfest með fjórum atkvæðum.9. Arkarholt 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi202205642
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Arnari Þór Ingólfssyni til að innrétta aukaíbúð í innbyggðri bílgeymslu einbýlishúss að Arkarholti 4. Erindinu var vísað til skipulagsnefndar á 477. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir hverfið.
Erindinu er vísað til umsagnar á umhverfissviði þar sem rýna þarf áform út frá aðstæðum og skipulagi.
Samþykkt með fjórum atkvæðum.10. Rammasamningur um aukið íbúðaframboð 2023-2032202207148
Borist hefur bréf frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, dags. 12.07.2022 vegna nýs rammasamnings milli ríkis og sveitarfélaga sem ætlað er að tryggja stöðuga uppbyggingu íbúða á næstu 10 árum. Áætlað er að byggja þurfi á landsvísu 4.000-3.500 íbúðir árlega. Samningur var undirritaður af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Innviðaráðuneytinu og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun þann 12.07.2022. Rammasamningur lagður fram til kynningar.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd fagnar metnaðarfullum áformum.
11. Bréf Vegagerðarinnar um gott samráð202207131
Borist hefur bréf frá Vegagerðinni, dags. 12.07.2022, til skipulagsfulltrúa og nýs nefndarfólks í tilefni yfirstaðinna kosninga. Markmið er að minna á mikilvægi góðs samráðs um samgöngur í allri skipulagsgerð.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd þakkar fyrir góðar kveðjur og tekur undir mikilvægi samráðs og að huga þurfi vel að uppbyggingu innviða ólíkra samgöngumáta í öllu skipulagi.
Fundargerðir til kynningar
12. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 477202207017F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
12.1. Arkarholt 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202205642
Arnar Þór Ingólfsson Arkarholti 4 sækir um leyfi til að innrétta auka íbúð í innbyggðri bílgeymslu einbýlishúss á lóðinni Arkarholt nr. 4, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
12.2. Bræðratunga , Umsókn um byggingarleyfi 202206755
Eva Sveinbjörnsdóttir og Torfi Magnússon Bræðratungu sækja um leyfi til breytinga innra skipulags tveggja smáhýsa á lóðinni Bræðratunga, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
12.3. Háholt 13-15 13R - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202206686
Reitir - verslun ehf. Kringlunni 4-12 Reykjavík sækja um leyfi til breytinga innra skipulags rýmis nr. 0111 verslunarhúsnæðis við Háholt 13-15. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.