24. september 2021 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) varamaður
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Helgafellshverfi 5. áfangi - aðalskipulagsbreyting og nýtt deiliskipulag201811024
Lögð eru fram til kynningar drög að skipulagi og greinargerð fyrir nýtt íbúðahverfi 5. áfanga í Helgafelli.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa áframhald verkefnisins og að kynna tillöguna íbúum og hagsmunaaðilum í samræmi við 4 mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bókun Sveins Óskars Sigurðssonar fulltrúa M-lista, Miðflokks:
Fulltrúi Miðflokksins gerði athugasemdir þegar 4. áfangi var til umræðu að klárað yrði aðgengi inn og út úr hverfinu austan megin. Greitt aðgengi inn og út úr hverfinu er mikilvægt áður en byggingarframkvæmdir hefjast við 5. áfanga. Nú þegar er talsvert umferðarálag á álagstímum við hringtorg út úr hverfinu við Vesturlandsveg.Bókun fulltrúa D og V -lista:
Skammadalsvegur austur úr Helgafellshverfi er á aðalskipulagi Mosfellsbæjar, auk þess sem tenging út úr Helgafellshverfi eftir Ásavegi inn á Þingvallaveg er opin. Undirbúningur að áfarmhaldandi lengingu Skammadalsvegar og úrbætur á Ásavegi eru í undirbúningi og vinnslu.Bókun Stefáns Ómars Jónssonar fulltrúa L-lista, Vina Mosfellsbæjar:
Fulltrúi Vina Mosfellsbæjar minnir á að hann hefur í tvígang flutt tillögu um að þegar verði hafinn undirbúningur að gerð vegar austur úr Helgafellslandi og mun fylgja þeim tillöguflutningi eftir.2. Bjarkarholt - Eir - breyting á deiliskipulagi202008039
Lögð eru fram til kynningar drög að deiliskipulagsbreytingu fyrir lóðir að Bjarkarholti 1, 2 og 3 í samræmi við gögn sem kynnt voru á 521. fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd heimilar málsaðila, skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga, að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sem byggir á kynntum gögnum vegna Bjarkarholts 1, 2 og 3.
Bókun Sveins Óskars Sigurðssonar fulltrúa M-lista, Miðflokks:
Fulltrúi Miðflokksins hefur bent á mikinn umferðarþunga á miðbæjarsvæðinu. Ekki er útlit fyrir að það dragi úr umferð á næstu árum. Því er afar brýnt að hugað sé að umferðaröryggi á svæðinu.3. Bjarkarholt 11-19 - deiliskipulagsbreyting202109448
Borist hefur tillaga frá Guðjóni Magnússyni, f.h. framkvæmdafélagsins Arnarhvolls, vegna uppbyggingar á fjölbýli að Bjarkarholti 11-19. Óskað er eftir breytingu á byggingarmassa og fjölgun íbúða.
Skipulagsnefnd samþykkir uppskiptingu byggingarmassa og fækkun staðfanga. Skipulagsnefnd heimilar fjölgun íbúða um fjórar, fjölgun bílastæða um sex og stækkun grænna svæða á lóð og samþykkir að málið skuli meðhöndlað sem óverulegt frávik.
Samþykkt með fjórum atkvæðum, fulltrúi M-Lista greiðir atkvæði gegn tillögunni.Bókun Sveins Óskars Sigurðssonar fulltrúa M-lista, Miðflokks:
Nú þegar er mikil og þétt byggð við Bjarkarholt. Fjölgun íbúða mun hafa slæm áhrif á nærumhverfið og auka á þau vandræði varðandi aðkomu og bílastæði. Nú þegar stefnir í óefni. Af þeim sökum leggst fulltrúi Miðflokksins gegn þessum áformum eins og þau eru lögð upp hér á þessum fundi.4. Desjamýri 11-13 - breyting á deiliskipulagi202109370
Borist hefur tillaga að deiliskipulagsbreytingu frá Trípólí arkitektum, f.h. lóðarhafa Desjamýri 11 og 13, vegna tilfærslu byggingarreita innan lóðar. Hjálagðar eru undirskriftir nærliggjandi lóðarhafa.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan hljóti afgreiðslu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd metur breytinguna það óverulega og meðfylgjandi undirskriftir svo að falla megi frá kröfum um grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga, með vísan í 3. mgr. 43. og 44, gr. sömu laga um kynningarferli grenndarkynninga. Breytingartillaga deiliskipulags telst því samþykkt og skal hljóta afgreiðslu skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og annast skipulagsfulltrúi staðfestingu skipulagsins.
5. Uglugata 40-46 - deiliskipulagsbreyting202103039
Borist hefur tillaga að deiliskipulagsbreytingu frá Atla Jóhanni Guðbjörnssyni, f.h. lóðarhafa Uglugötu 40-46, í samræmi við samþykkt á 536. fundi nefndarinnar.
Frestað vegna tímaskorts.
6. Víðir í Hrísbrúarland - ósk um nafnabreytingu202109329
Borist hefur erindi frá Reyni Hólm, dags. 12.09.2021, með ósk um nafnabreytingu fasteignar úr „Víðir í Hrísbrúarland“ í „Víðir“.
Frestað vegna tímaskorts.
7. Efri hluti Skálafellslínu meðfram Hrafnhólavegi - umsókn um framkvæmdaleyfi202109439
Borist hefur erindi frá Verkís, f.h. Veitna ohf., dags. 17.09.2021, með ósk um framkvæmdaleyfi fyrir plægingu 11 kV rafstrengs á um 3,6 km leið meðfram Hrafnhólavegi og heimreiðum.
Skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við 13. og 15. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, með fyrirvara um samþykki bæjarráðs fyrir framkvæmdum innan bæjarlands.
8. Búrfellsland í Þormóðsdal - rannsóknarborun eftir gulli202108139
Borist hefur bréf frá Þórdísi Björk Sigurbjörnsdóttur, f.h. Iceland Resources ehf., dags. 18.09.2021, með vísan í bókun á 549. fundi nefndarinnar. Meðfylgjandi eru upplýsingar og hnit vegna rannsóknarborana eftir gulli í Þormóðsdal og samningar og leyfi frá Orkustofnun og Ríkiseignum sem Mosfellsbær leitaðist eftir.
Frestað vegna tímaskorts.
Fundargerðir til staðfestingar
9. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 448202109015F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
9.1. Dalland 123625 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202104064
B. Pálsson ehf. sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu viðbyggingu við mhl 01-02 geymsluhúsnæðis á lóðinni Dalland, landeignarnúmer 123625, í samræmi við framlögð gögn. Stækkun: 55,4 m², 198,4 m³
9.2. Gerplustræti 17-19 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202106093
Húsfélag Gerplustrætis 17-19 sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta fjölbýlishúss á lóðinni Gerplustræti nr. 17-19 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
9.3. Höfðaland 192752 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202107264
Sigurður Kristján Blomsterberg Brekkutúni 15 Kópavogi sækir um leyfi til að byggja úr timbri og steinsteypu frístundahús á lóðinni Höfðaland, landeignarnúmer L192752, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Íbúð 32,3 m², 96,3 m³.
9.4. Umsókn um byggingarleyfi Ástu-sólliljugata 10-12 202108138
Húsfélag Ástu-Sólliljugötu 10-12 sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta fjölbýlishúss á lóðinni Ástu-Sólliljugata nr. 10-12, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.