Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

24. september 2021 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
  • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
  • Lovísa Jónsdóttir (LJó) áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
  • Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) varamaður
  • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
  • Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi

Fundargerð ritaði

Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Helga­fells­hverfi 5. áfangi - að­al­skipu­lags­breyt­ing og nýtt deili­skipu­lag201811024

    Lögð eru fram til kynningar drög að skipulagi og greinargerð fyrir nýtt íbúðahverfi 5. áfanga í Helgafelli.

    Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa áfram­hald verk­efn­is­ins og að kynna til­lög­una íbú­um og hags­muna­að­il­um í sam­ræmi við 4 mgr. 40. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

    Bók­un Sveins Ósk­ars Sig­urðs­son­ar full­trúa M-lista, Mið­flokks:
    Full­trúi Mið­flokks­ins gerði at­huga­semd­ir þeg­ar 4. áfangi var til um­ræðu að klárað yrði að­gengi inn og út úr hverf­inu aust­an meg­in. Greitt að­gengi inn og út úr hverf­inu er mik­il­vægt áður en bygg­ing­ar­fram­kvæmd­ir hefjast við 5. áfanga. Nú þeg­ar er tals­vert um­ferðarálag á álags­tím­um við hringtorg út úr hverf­inu við Vest­ur­landsveg.

    Bók­un full­trúa D og V -lista:
    Skamma­dals­veg­ur aust­ur úr Helga­fells­hverfi er á að­al­skipu­lagi Mos­fells­bæj­ar, auk þess sem teng­ing út úr Helga­fells­hverfi eft­ir Ása­vegi inn á Þing­valla­veg er opin. Und­ir­bún­ing­ur að áfarm­hald­andi leng­ingu Skamma­dals­veg­ar og úr­bæt­ur á Ása­vegi eru í und­ir­bún­ingi og vinnslu.

    Bók­un Stefáns Óm­ars Jóns­son­ar full­trúa L-lista, Vina Mos­fells­bæj­ar:
    Full­trúi Vina Mos­fells­bæj­ar minn­ir á að hann hef­ur í tvíg­ang flutt til­lögu um að þeg­ar verði haf­inn und­ir­bún­ing­ur að gerð veg­ar aust­ur úr Helga­fellslandi og mun fylgja þeim til­lögu­flutn­ingi eft­ir.

    • 2. Bjark­ar­holt - Eir - breyt­ing á deili­skipu­lagi202008039

      Lögð eru fram til kynningar drög að deiliskipulagsbreytingu fyrir lóðir að Bjarkarholti 1, 2 og 3 í samræmi við gögn sem kynnt voru á 521. fundi nefndarinnar.

      Skipu­lags­nefnd heim­il­ar máls­að­ila, skv. 2. mgr. 38. gr. skipu­lagslaga, að leggja fram til­lögu að breyt­ingu á deili­skipu­lagi í sam­ræmi við 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010, sem bygg­ir á kynnt­um gögn­um vegna Bjark­ar­holts 1, 2 og 3.

      Bók­un Sveins Ósk­ars Sig­urðs­son­ar full­trúa M-lista, Mið­flokks:
      Full­trúi Mið­flokks­ins hef­ur bent á mik­inn um­ferð­ar­þunga á mið­bæj­ar­svæð­inu. Ekki er út­lit fyr­ir að það dragi úr um­ferð á næstu árum. Því er afar brýnt að hug­að sé að um­ferðarör­yggi á svæð­inu.

      • 3. Bjark­ar­holt 11-19 - deili­skipu­lags­breyt­ing202109448

        Borist hefur tillaga frá Guðjóni Magnússyni, f.h. framkvæmdafélagsins Arnarhvolls, vegna uppbyggingar á fjölbýli að Bjarkarholti 11-19. Óskað er eftir breytingu á byggingarmassa og fjölgun íbúða.

        Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir upp­skipt­ingu bygg­ing­armassa og fækk­un stað­fanga. Skipu­lags­nefnd heim­il­ar fjölg­un íbúða um fjór­ar, fjölg­un bíla­stæða um sex og stækk­un grænna svæða á lóð og sam­þykk­ir að mál­ið skuli með­höndlað sem óveru­legt frá­vik.
        Sam­þykkt með fjór­um at­kvæð­um, full­trúi M-Lista greið­ir at­kvæði gegn til­lög­unni.

        Bók­un Sveins Ósk­ars Sig­urðs­son­ar full­trúa M-lista, Mið­flokks:
        Nú þeg­ar er mik­il og þétt byggð við Bjark­ar­holt. Fjölg­un íbúða mun hafa slæm áhrif á nærum­hverf­ið og auka á þau vand­ræði varð­andi að­komu og bíla­stæði. Nú þeg­ar stefn­ir í óefni. Af þeim sök­um leggst full­trúi Mið­flokks­ins gegn þess­um áform­um eins og þau eru lögð upp hér á þess­um fundi.

        • 4. Desja­mýri 11-13 - breyt­ing á deili­skipu­lagi202109370

          Borist hefur tillaga að deiliskipulagsbreytingu frá Trípólí arkitektum, f.h. lóðarhafa Desjamýri 11 og 13, vegna tilfærslu byggingarreita innan lóðar. Hjálagðar eru undirskriftir nærliggjandi lóðarhafa.

          Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að til­lag­an hljóti af­greiðslu skv. 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Skipu­lags­nefnd met­ur breyt­ing­una það óveru­lega og með­fylgj­andi und­ir­skrift­ir svo að falla megi frá kröf­um um grennd­arkynn­ingu skv. 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga, með vís­an í 3. mgr. 43. og 44, gr. sömu laga um kynn­ing­ar­ferli grennd­arkynn­inga. Breyt­ing­ar­til­laga deili­skipu­lags telst því sam­þykkt og skal hljóta af­greiðslu skv. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 og ann­ast skipu­lags­full­trúi stað­fest­ingu skipu­lags­ins.

        • 5. Uglugata 40-46 - deili­skipu­lags­breyt­ing202103039

          Borist hefur tillaga að deiliskipulagsbreytingu frá Atla Jóhanni Guðbjörnssyni, f.h. lóðarhafa Uglugötu 40-46, í samræmi við samþykkt á 536. fundi nefndarinnar.

          Frestað vegna tíma­skorts.

        • 6. Víð­ir í Hrís­brú­ar­land - ósk um nafna­breyt­ingu202109329

          Borist hefur erindi frá Reyni Hólm, dags. 12.09.2021, með ósk um nafnabreytingu fasteignar úr „Víðir í Hrísbrúarland“ í „Víðir“.

          Frestað vegna tíma­skorts.

        • 7. Efri hluti Skála­fells­línu með­fram Hrafn­hóla­vegi - um­sókn um fram­kvæmda­leyfi202109439

          Borist hefur erindi frá Verkís, f.h. Veitna ohf., dags. 17.09.2021, með ósk um framkvæmdaleyfi fyrir plægingu 11 kV rafstrengs á um 3,6 km leið meðfram Hrafnhólavegi og heimreiðum.

          Skipu­lags­full­trúa fal­ið að gefa út fram­kvæmda­leyfi í sam­ræmi við 13. og 15. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 skv. reglu­gerð um fram­kvæmda­leyfi nr. 772/2012, með fyr­ir­vara um sam­þykki bæj­ar­ráðs fyr­ir fram­kvæmd­um inn­an bæj­ar­lands.

        • 8. Búr­fells­land í Þor­móðs­dal - rann­sókn­ar­bor­un eft­ir gulli202108139

          Borist hefur bréf frá Þórdísi Björk Sigurbjörnsdóttur, f.h. Iceland Resources ehf., dags. 18.09.2021, með vísan í bókun á 549. fundi nefndarinnar. Meðfylgjandi eru upplýsingar og hnit vegna rannsóknarborana eftir gulli í Þormóðsdal og samningar og leyfi frá Orkustofnun og Ríkiseignum sem Mosfellsbær leitaðist eftir.

          Frestað vegna tíma­skorts.

        Fundargerðir til staðfestingar

        • 9. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 448202109015F

          Fundargerð lögð fram til kynningar.

          Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

          • 9.1. Dal­land 123625 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202104064

            B. Páls­son ehf. sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu við­bygg­ingu við mhl 01-02 geymslu­hús­næð­is á lóð­inni Dal­land, land­eign­ar­núm­er 123625, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stækk­un: 55,4 m², 198,4 m³

          • 9.2. Gerplustræti 17-19 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202106093

            Hús­fé­lag Gerplustræt­is 17-19 sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta fjöl­býl­is­húss á lóð­inni Gerplustræti nr. 17-19 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

          • 9.3. Höfðaland 192752 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202107264

            Sig­urð­ur Kristján Blom­ster­berg Brekku­túni 15 Kópa­vogi sæk­ir um leyfi til að byggja úr timbri og stein­steypu frí­stunda­hús á lóð­inni Höfðaland, land­eign­ar­núm­er L192752, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: Íbúð 32,3 m², 96,3 m³.

          • 9.4. Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi Ástu-sólliljugata 10-12 202108138

            Hús­fé­lag Ástu-Sóllilju­götu 10-12 sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta fjöl­býl­is­húss á lóð­inni Ástu-Sólliljugata nr. 10-12, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00