23. september 2022 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Valdimar Birgisson (VBi) formaður
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) varaformaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
- Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) varamaður
- Haukur Örn Harðarson (HÖH) vara áheyrnarfulltrúi
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Bjarkarholt - uppbyggingarreitur E - breyting á deiliskipulagi202008039
Lagt er fram til kynningar minnisblað skipulagfulltrúa vegna umsagna og athugasemda kynntrar deiliskipulagstillögu fyrir lóðir að Bjarkarholti 1, 2 og 3. Minnisblað byggir á samantekt og sundurliðun helstu efnistaka umsagna og athugasemda. Skipulagsnefnd fjallaði fyrst um umsagnir á 569. fundi sínum. Hjálagðar eru athugasemdir auk kynntar deiliskipulagsgagna.
Í samræmi við umræður fundar og athugasemdir vísar skipulagsnefnd deiliskipulaginu til frekari úrvinnslu hjá skipulagsfulltrúa og umhverfissviði.
Samþykkt með fimm atkvæðum.2. Hamrar hjúkrunarheimili - deiliskipulagsbreyting202209130
Borist hefur erindi frá Framkvæmdasýslunni - Ríkiseignum, dags. 24.08.2022, með ósk um að unnin verði deiliskipulagsbreyting fyrir Eirhamra, Langatanga 2A, vegna fyrirhugaðrar stækkunar húsnæðisins. Meðfylgjandi er undirrituð frumathugun vegna stækkunar á hjúkrunarheimilinu Hamrar, dags. 14.12.2021. Lögð er til kynningar og afgreiðslu skipulagslýsing deiliskipulagsbreytingar, unnin af umhverfissviði, vegna Eirhamra þar sem markmið er að breyta byggingarreit fyrir fyrirhugaða 2.860 fermetra viðbyggingu.
Skipulagsnefnd samþykkir að skipulagslýsingin skuli auglýst og kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. og 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með fimm atkvæðum.3. Miðdalur land nr. 213970 - ósk um gerð deiliskipulags201711111
Skipulagsnefnd samþykkti á 555. fundi sínum að auglýsa til umsagnar og athugasemda nýtt deiliskipulag fyrir frístundabyggð í Miðdal L213970. Um er að ræða nýtt deiliskipulag milli Nesjavallavegar og Selvatns, á 5 ha. land. Samkvæmt tillögunni er landinu skipt upp í sex frístundalóðir þar sem heimilt verður að reisa fimm frístundahús allt að 130 m² og eitt allt að 200 m². Aðkoma að lóðunum er um veg sem liggur frá Nesjavallavegi. Breytingin var kynnt á vef Mosfellsbæjar, Lögbirtingablaðinu og í Mosfellingi. Athugasemdafrestur var frá 23.06.2022 til og með 08.08.2022. Óskað var eftir umsögnum sem bárust frá Minjastofnun Íslands, dags. 29.08.2022 og Heilbrigðiseftirlitinu HEF, dags. 08.09.2022
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa áframhaldandi vinnu máls.
Samþykkt með fimm atkvæðum.- FylgiskjalAuglýsing á vef Mos.pdfFylgiskjalUmsögn Heilbrigðiseftirlits - Miðdalur L-213970 - frístundabyggð.pdfFylgiskjalUmsögn Minjastofnunar - Miðdalur L-213970 - frístundabyggð.pdfFylgiskjalDeiliskipulagsgreinargerð Frístundabyggð í Miðdal Mosfellsbæ 21-11-30.pdfFylgiskjalDeiliskipulagsgreinargerð Frístundabyggð í Miðdal Mosfellsbæ 21-11-30.pdfFylgiskjal002 Skýringaruppdráttur, Frístundabyggð í Miðdal 21-11-30.pdfFylgiskjal001 Deiliskipulagsuppdráttur, Frístundabyggð í Miðdal 21-11-30.pdf
4. Hrafnshöfði 17 - breyting á deiliskipulagi202202086
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir stækkun húss að Hrafnshöfða 17 í samræmi við afgreiðslu á 559. fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd samþykkir að deiliskipulagsbreytingin skuli auglýst skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með fimm atkvæðum.5. Lerkibyggð 4 - skipulag202206434
Lagt er fram umbeðið minnisblað skipulagsfulltrúa í samræmi við afgreiðslu á 568. fundi nefndarinnar. Hjálagt er upprunalegt erindi um fjölgun fermetra vegna nýbyggingar að Lerkibyggð 4.
Skipulagsnefnd synjar túlkun málsaðila á heimildum skipulagsins, heildarfjöldi fermetra er 110. Málsaðila er heimilt, skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að vinna breytingu skipulags í samræmi við 43. gr. sömu laga. Erindinu er jafnframt vísað til bæjarráðs og bæjarlögmanns vegna samninga um uppbyggingu og innviði.
Samþykkt með fjórum atkvæðum,
Hjörtur Örn Arnarson, varafulltrúi D-lista Sjálfstæðisflokks, situr hjá við afgreiðslu málsins.6. Skuggabakki 10 - tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi202208793
Lögð er fram til umsagnar og afgreiðslu erindi frá Drungur ehf., dags. 30.8.2022, vegna framkvæmda við stækkun turnbyggingar hesthúss að Skuggabakka 10. Turnbygging samræmist ekki að öllu gildandi skilmálum deiliskipulags. Meðfylgjandi eru aðaluppdrættir og undirritað samþykki meðeigenda húss. Hjálagt er minnisblað skipulagsfulltrúa.
Skipulagsnefnd samþykkir að meðhöndla frávik skilmála deiliskipulags um lengd turnbygginga í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Með undirrituðu samþykki húseigenda teljast grenndarhagsmunir nágranna ekki skertir hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.
Fundargerðir til kynningar
7. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 481202209012F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
7.1. Bjarkarholt 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202208749
Render 2 ehf Logafold 27 Reykjavík sækir um leyfi til niðurrifs og förgunar parhúss á einni hæð á lóðinni Bjarkarholt nr. 4
í samræmi við framlögð gögn. Fjarlægt byggingarmagn: 260 m².Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
7.2. Bjarkarholt 5 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202208750
Render 2 ehf Logafold 27 Reykjavík sækir um leyfi til niðurrifs og förgunar einbýlishúss á einni hæð á lóðinni Bjarkarholt nr. 5í samræmi við framlögð gögn.
Fjarlægt byggingarmagn: 185,6 m².Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
7.3. Bugðufljót 9 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202207081
Karína ehf.sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta atvinnuhúsnæðis á lóðinni Bugðufljót nr. 9 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
7.4. Lóugata 2-8 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202208512
Byggingafélagið Bakki ehf. Þverholti 2 sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum fjögura íbúða raðhús með innbyggðum bílgeymslum á einni hæð á lóðinni Lóugata nr. 2-8, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir:
Hús nr. 2: Íbúð 137,7 m², bílgeymsla 34,5 m², 511,02 m³.
Hús nr. 4: Íbúð 136,1 m², bílgeymsla 36,1 m², 518,5 m³.
Hús nr. 6: Íbúð 136,1 m², bílgeymsla 36,1 m², 518,5 m³.
Hús nr. 8: Íbúð 138,7 m², bílgeymsla 29,3 m², 497,76 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
7.5. Lóugata 10-14 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202208513
Byggingafélagið Bakki ehf. Þverholti 2 sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum þriggja íbúða raðhús með innbyggðum bílgeymslum á einni hæð á lóðinni Lóugata nr. 10-14, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir:
Hús nr. 10: Íbúð 137,7 m², bílgeymsla 34,5 m², 511,02 m³.
Hús nr. 12: Íbúð 136,1 m², bílgeymsla 36,1 m², 518,5 m³.
Hús nr. 14: Íbúð 137,7 m², bílgeymsla 34,5 m², 511,02 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
7.6. Lóugata 16-22 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202208514
Byggingafélagið Bakki ehf. Þverholti 2 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu fjögura íbúða raðhús með innbyggðum bílgeymslum á einni hæð á lóðinni
Lóugata nr. 16-22, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir:
Hús nr. 16: Íbúð 137,7 m², bílgeymsla 34,5 m², 511,02 m³.
Hús nr. 18: Íbúð 136,1 m², bílgeymsla 36,1 m², 518,5 m³.
Hús nr. 20: Íbúð 136,1 m², bílgeymsla 36,1 m², 518,5 m³.
Hús nr. 22: Íbúð 137,7 m², bílgeymsla 34,5 m², 497,76 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.