Mál númer 201908379
- 18. janúar 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #819
Lögð eru fram til kynningar og afgreiðslu drög að svörun athugasemda og umsagna við auglýst skipulag vistvæns atvinnu-, verslunar- og þjónustusvæðis að Blikastöðum, í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnir og athugasemdir voru teknar fyrir og kynntar á 570. fundi nefndarinnar. Lagðir eru fram til afgreiðslu uppfærðir uppdrættir og greinargerð skipulags þar sem lagfærð hafa verið ýmis þau atriði sem fram komu í ábendingum og athugasemdum um umferð, yfirborðsfrágang og skilmálatexta í samræmi við hjálögð gögn. Á uppdrátt hefur einnig verið innfærð tillaga að götuheiti, Korputún, ásamt staðfanganúmerum.
Afgreiðsla 582. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 819. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 18. janúar 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #819
Skipulagsnefnd samþykkti á 579. fundi sínum að kynna og auglýsa til umsagnar og athugasemda breytingu á deiliskipulagi Korpúlfsstaðavegar í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur í sér breytt skipulagsmörk og umferðatengingar við nýlega kynnta tillögu deiliskipulags verslunar-, þjónustu- og athafnasvæðis að Blikastöðum suðvestan við Korpúlfsstaðaveg. Tengingarnar eru þrjár; gatnamót, hringtorg og þverun Borgarlínu. Athugasemdafrestur var frá 08.12.2022 til og með 08.01.2023. Umsögn barst frá Vegagerðinni, dags. 06.01.2023, þar sem vísað er til fyrri umsagnar deiliskipulags verslunar-, þjónustu- og athafnasvæðis, dags. 11.07.2022.
Afgreiðsla 582. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 819. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 13. janúar 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #582
Skipulagsnefnd samþykkti á 579. fundi sínum að kynna og auglýsa til umsagnar og athugasemda breytingu á deiliskipulagi Korpúlfsstaðavegar í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur í sér breytt skipulagsmörk og umferðatengingar við nýlega kynnta tillögu deiliskipulags verslunar-, þjónustu- og athafnasvæðis að Blikastöðum suðvestan við Korpúlfsstaðaveg. Tengingarnar eru þrjár; gatnamót, hringtorg og þverun Borgarlínu. Athugasemdafrestur var frá 08.12.2022 til og með 08.01.2023. Umsögn barst frá Vegagerðinni, dags. 06.01.2023, þar sem vísað er til fyrri umsagnar deiliskipulags verslunar-, þjónustu- og athafnasvæðis, dags. 11.07.2022.
Skipulagsnefnd samþykkir tillögu skipulags og vísar til samþykktra svara við sömu athugasemdum og ábendingum Vegagerðarinnar dags. 11.07.2022 er eiga við um sjálft deiliskipulag verslunar-, þjónustu- og athafnasvæðisins, Korputúns. Deiliskipulagið skal hljóta afgreiðslu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með fimm atkvæðum. - 13. janúar 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #582
Lögð eru fram til kynningar og afgreiðslu drög að svörun athugasemda og umsagna við auglýst skipulag vistvæns atvinnu-, verslunar- og þjónustusvæðis að Blikastöðum, í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnir og athugasemdir voru teknar fyrir og kynntar á 570. fundi nefndarinnar. Lagðir eru fram til afgreiðslu uppfærðir uppdrættir og greinargerð skipulags þar sem lagfærð hafa verið ýmis þau atriði sem fram komu í ábendingum og athugasemdum um umferð, yfirborðsfrágang og skilmálatexta í samræmi við hjálögð gögn. Á uppdrátt hefur einnig verið innfærð tillaga að götuheiti, Korputún, ásamt staðfanganúmerum.
Skipulagsnefnd samþykkir uppfærða tillögu skipulags og svörun athugasemda. Deiliskipulagið skal hljóta afgreiðslu skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á endurauglýsingu deiliskipulagsbreytingar skv. 4. mgr. 41. gr. sömu laga vegna minni breytinga á uppdráttum og greinargerð.
Skipulagsnefnd samþykkir tillögu að götuheiti hverfis, Korputún.
Samþykkt með fimm atkvæðum. - 7. desember 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #817
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu Korpúlfsstaðavegar. Breytingin felur í sér breytt skipulagsmörk þar sem markmið er að innfæra gatnatengingar við nýlega kynnta tillögu deiliskipulags verslunar-, þjónustu- og athafnasvæðis að Blikastöðum við Korpúlfsstaðaveg. Tengingarnar eru þrjár; gatnamót, hringtorg og þverun Borgarlínu. Annað í skipulagi er óbreytt.
Afgreiðsla 579. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 817. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 2. desember 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #579
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu Korpúlfsstaðavegar. Breytingin felur í sér breytt skipulagsmörk þar sem markmið er að innfæra gatnatengingar við nýlega kynnta tillögu deiliskipulags verslunar-, þjónustu- og athafnasvæðis að Blikastöðum við Korpúlfsstaðaveg. Tengingarnar eru þrjár; gatnamót, hringtorg og þverun Borgarlínu. Annað í skipulagi er óbreytt.
Skipulagsnefnd samþykkir að deiliskipulagsbreytingin skuli auglýst og kynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem leita skal umsagnar Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar.
Samþykkt með fimm atkvæðum. - 31. ágúst 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #810
Skipulagsnefnd samþykkti á 566. fundi sínum að auglýsa til umsagnar og athugasemda nýtt deiliskipulag fyrir verslunar-, þjónustu- og athafnasvæði á Blikastaðalandi suðvestan Korpúlfsstaðavegar. Deiliskipulagssvæðið er 16,9 ha að stærð og heimild til þess að byggja 89.000 fermetra af atvinnuhúsnæði. Innan svæðis er áætluð lega Borgarlínu ásamt stoppustöð. Skipulagið var kynnt á vef Mosfellsbæjar, Lögbirtingablaðinu, Fréttablaðinu og Mosfellingi. Kynningarfundur var haldinn í húsnæði framhaldsskólans í Mosfellsbæ þann 27.06.2022. Upptaka var aðgengileg á vef. Athugasemdafrestur var frá 02.06.2022 til og með 29.07.2022. Athugasemdir og umsagnir bárust frá Grétari Ævarssyni, dags. 02.06.2022 og 22.06.2022, Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar, dags. 23.06.2022, Veiðifélagi Úlfarsár, dags. 01.07.2022, Vegagerðinni, dags. 11.07.2022, Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, dags. 11.07.2022, Heilbrigðiseftirliti HEF, dags. 20.07.2022, Veitum ohf., dags. 21.07.2022, Umhverfisstofnun, dags. 26.07.2022, Skipulagsstofnun, dags. 04.08.2022 og Minjastofnun Íslands, dags. 09.08.2022. Hjálagðar eru umsagnir og kynningargögn.
Afgreiðsla 570. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 810. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 26. ágúst 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #570
Skipulagsnefnd samþykkti á 566. fundi sínum að auglýsa til umsagnar og athugasemda nýtt deiliskipulag fyrir verslunar-, þjónustu- og athafnasvæði á Blikastaðalandi suðvestan Korpúlfsstaðavegar. Deiliskipulagssvæðið er 16,9 ha að stærð og heimild til þess að byggja 89.000 fermetra af atvinnuhúsnæði. Innan svæðis er áætluð lega Borgarlínu ásamt stoppustöð. Skipulagið var kynnt á vef Mosfellsbæjar, Lögbirtingablaðinu, Fréttablaðinu og Mosfellingi. Kynningarfundur var haldinn í húsnæði framhaldsskólans í Mosfellsbæ þann 27.06.2022. Upptaka var aðgengileg á vef. Athugasemdafrestur var frá 02.06.2022 til og með 29.07.2022. Athugasemdir og umsagnir bárust frá Grétari Ævarssyni, dags. 02.06.2022 og 22.06.2022, Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar, dags. 23.06.2022, Veiðifélagi Úlfarsár, dags. 01.07.2022, Vegagerðinni, dags. 11.07.2022, Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, dags. 11.07.2022, Heilbrigðiseftirliti HEF, dags. 20.07.2022, Veitum ohf., dags. 21.07.2022, Umhverfisstofnun, dags. 26.07.2022, Skipulagsstofnun, dags. 04.08.2022 og Minjastofnun Íslands, dags. 09.08.2022. Hjálagðar eru umsagnir og kynningargögn.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsfulltrúa falin áframhaldandi vinna máls og að rýna innsendar athugasemdir frekar.
Samþykkt með fimm atkvæðum.- FylgiskjalAllar athugasemdir og auglýsing samsett - Blikastaðir.pdfFylgiskjalGreinargerð deiliskipulags.pdfFylgiskjalDeiliskipulagsuppdráttur.pdfFylgiskjalSkýringaruppdráttur.pdfFylgiskjalSkýringaruppdráttur fornminja.pdfFylgiskjalSkýringaruppdráttur snið.pdfFylgiskjalHönnunarleiðbeiningar.pdfFylgiskjalUmhverfisskýrsla.pdfFylgiskjalViststefna.pdfFylgiskjalVatnsnotkunaráætlun.pdfFylgiskjalSamgöngumat.pdfFylgiskjalMeðhöndlun ofanvatns.pdfFylgiskjalHljóðskýrsla.pdfFylgiskjalFlóðamat.pdfFylgiskjalFerðaáætlun.pdf
- 29. júní 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #808
Tillaga að deiliskipulagi lögð fram til upplýsingar. Frestur til athugasemda er til 29. júlí 2022.
Afgreiðsla 228. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 808. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 23. júní 2022
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #228
Tillaga að deiliskipulagi lögð fram til upplýsingar. Frestur til athugasemda er til 29. júlí 2022.
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar fagnar því að skipulagsstillaga að nýju verslunar, þjónustu og athafnasvæði í landi Blikastaða sé byggt á hugmyndafræði vistvæns skipulags og geri ráð fyrir BREEAM vottun svæðisins til að tryggja gæði staðbundinna umhverfisþátta og þar með gæði byggðarinnar í heild. Umhverfsnefnd hvetur jafnframt skipulagsyfirvöld Mosfellsbæjar til að horfa til enn frekari vottana á sviði vistvænnar uppbyggingar með því að hvetja þróunar- og byggingaraðila innan skipulagssvæðisins til að kynna sér kosti BREEAM eða annarra vottunarkerfa sem hafa sjálfbæra byggð að leiðarljósi við uppbyggingu atvinnuhúsnæðis. Samþykkt með 5 atkvæðum.
- Fylgiskjal19-035-(90)1.04 fornminjar_20220420.pdfFylgiskjalBlikastadir - skilmalahefti_20220420.pdfFylgiskjal19-035-(90)1.05 Snið_20220420.pdfFylgiskjal19-035-(90)1.03 Skýringaruppdráttur_20220420.pdfFylgiskjal19-035-(90)1.01 Deiliskipulagsuppdráttur_20220420.pdfFylgiskjalFW: Til umsagnar - tillaga að nýju deiliskipulagi, verslunar-, þjónustu og athafnasvæði á Blikastaðalandi í Mosfellsbæ.pdf
- 18. maí 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #805
Lagt er fram til kynningar og afgreiðslu deiliskipulag fyrir athafnar, verslunar- og þjónustusvæðis í Blikastaðalandi vestan Korpúlfsstaðavegar. Björn Guðbrandsson, skipulagshönnuður hjá Arkís arkitektum kynnir tillöguna.
Afgreiðsla 566. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 805. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 13. maí 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #566
Lagt er fram til kynningar og afgreiðslu deiliskipulag fyrir athafnar, verslunar- og þjónustusvæðis í Blikastaðalandi vestan Korpúlfsstaðavegar. Björn Guðbrandsson, skipulagshönnuður hjá Arkís arkitektum kynnir tillöguna.
Skipulagsnefnd samþykkir að deiliskipulagstillagan skuli auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
- 4. maí 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #804
Lögð eru fram til kynningar drög og gögn að nýju deiliskipulagi athafnar, verslunar- og þjónustusvæðis í Blikastaðalandi vestan Korpúlfsstaðavegar. Tillagan er unnin af Arkís arkitektum.
Afgreiðsla 564. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 804. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 26. apríl 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #564
Lögð eru fram til kynningar drög og gögn að nýju deiliskipulagi athafnar, verslunar- og þjónustusvæðis í Blikastaðalandi vestan Korpúlfsstaðavegar. Tillagan er unnin af Arkís arkitektum.
Umræður. Lagt fram og kynnt.
- 4. mars 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #755
Kynning frá Friðjóni Sigurðarsyni, framkvæmdastjóra þróunarsviðs Reita og Birni Guðbrandssyni skipulagshöfundi frá ARKÍS um vinnu við deiliskipulag fyrirhugaðs atvinnusvæðis í Blikastaðalandi.
Afgreiðsla 510. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 755. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 28. febrúar 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #510
Kynning frá Friðjóni Sigurðarsyni, framkvæmdastjóra þróunarsviðs Reita og Birni Guðbrandssyni skipulagshöfundi frá ARKÍS um vinnu við deiliskipulag fyrirhugaðs atvinnusvæðis í Blikastaðalandi.
Erindi kynnt.
- 5. febrúar 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #753
Lögð fram umsögn Fiskistofu vegna áhrifa fyrirhugaðs athafnasvæðis í Blikastaðalandi á Úlfarsá.
Afgreiðsla 508. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 753. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 31. janúar 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #508
Lögð fram umsögn Fiskistofu vegna áhrifa fyrirhugaðs athafnasvæðis í Blikastaðalandi á Úlfarsá.
Lagt fram
- 13. nóvember 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #749
Á 492. fundi skipulagsnefndar 30. ágúst 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Lýsing deiliskipulags samþykkt. Skipulagsfulltrúa falið að kynna tillöguna og afla viðeigandi umsagna." Lagðar fram umsagnir umsagnaraðila.
Afgreiðsla 501. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 749. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 8. nóvember 2019
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #501
Á 492. fundi skipulagsnefndar 30. ágúst 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Lýsing deiliskipulags samþykkt. Skipulagsfulltrúa falið að kynna tillöguna og afla viðeigandi umsagna." Lagðar fram umsagnir umsagnaraðila.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa áframhaldandi vinnu við gerð deiliskipulagsins.
- 2. október 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #746
Kynning á drögum að deiliskipulagslýsingu fyrir deiliskipulag í Blikastaðalandi. Skipulagsnefnd vísar málinu til kynningar/umsagnar umhverfisnefndar.
Afgreiðsla 203. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 746. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 19. september 2019
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #203
Kynning á drögum að deiliskipulagslýsingu fyrir deiliskipulag í Blikastaðalandi. Skipulagsnefnd vísar málinu til kynningar/umsagnar umhverfisnefndar.
Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi kom á fundinn og kynnti málið.
Umhverfisnefnd lýsir yfir ánægju sinni með metnaðarfulla skipulagslýsingu þar sem umhverfisvottun verður höfð til hliðsjónar við skipulag svæðisins. - 4. september 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #744
Á 491. fundi skipulagsnefndar 18. ágúst 2019 mættu fulltrúar Reita og Arkís og kynntu skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag svæðisins. Lögð fram skipulagslýsing.
Afgreiðsla 492. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 744. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 30. ágúst 2019
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #492
Á 491. fundi skipulagsnefndar 18. ágúst 2019 mættu fulltrúar Reita og Arkís og kynntu skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag svæðisins. Lögð fram skipulagslýsing.
Lýsing deiliskipulags samþykkt. Skipulagsfulltrúa falið að kynna tillöguna og afla viðeigandi umsagna.
- 21. ágúst 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #743
Á 490. fundi skipulagsnefndar 19. júlí 2019 var gerð eftirfarandi bókun: " Skipulagsnefnd heimilar fyrir sitt leyti að hafin verði vinna við gerð deiliskipulags fyrir svæðið." Á fundinn mættu fulltrúar Reita og Arkís arkitekta og kynntu skipulagslýsingu fyrir svæðið.
Afgreiðsla 492. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 743. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 16. ágúst 2019
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #491
Á 490. fundi skipulagsnefndar 19. júlí 2019 var gerð eftirfarandi bókun: " Skipulagsnefnd heimilar fyrir sitt leyti að hafin verði vinna við gerð deiliskipulags fyrir svæðið." Á fundinn mættu fulltrúar Reita og Arkís arkitekta og kynntu skipulagslýsingu fyrir svæðið.
Kynning og umræður.