Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

26. ágúst 2022 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Valdimar Birgisson (VBi) formaður
 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
 • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
 • Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
 • Haukur Örn Harðarson (HÖH) vara áheyrnarfulltrúi
 • Rúnar Þór Guðbrandsson (RÞG) varamaður
 • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
 • Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi

Fundargerð ritaði

Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Blikastaða­land - Deili­skipu­lag versl­un­ar-, þjón­ustu- og at­hafna­svæð­is
  201908379

  Skipulagsnefnd samþykkti á 566. fundi sínum að auglýsa til umsagnar og athugasemda nýtt deiliskipulag fyrir verslunar-, þjónustu- og athafnasvæði á Blikastaðalandi suðvestan Korpúlfsstaðavegar. Deiliskipulagssvæðið er 16,9 ha að stærð og heimild til þess að byggja 89.000 fermetra af atvinnuhúsnæði. Innan svæðis er áætluð lega Borgarlínu ásamt stoppustöð. Skipulagið var kynnt á vef Mosfellsbæjar, Lögbirtingablaðinu, Fréttablaðinu og Mosfellingi. Kynningarfundur var haldinn í húsnæði framhaldsskólans í Mosfellsbæ þann 27.06.2022. Upptaka var aðgengileg á vef. Athugasemdafrestur var frá 02.06.2022 til og með 29.07.2022. Athugasemdir og umsagnir bárust frá Grétari Ævarssyni, dags. 02.06.2022 og 22.06.2022, Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar, dags. 23.06.2022, Veiðifélagi Úlfarsár, dags. 01.07.2022, Vegagerðinni, dags. 11.07.2022, Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, dags. 11.07.2022, Heilbrigðiseftirliti HEF, dags. 20.07.2022, Veitum ohf., dags. 21.07.2022, Umhverfisstofnun, dags. 26.07.2022, Skipulagsstofnun, dags. 04.08.2022 og Minjastofnun Íslands, dags. 09.08.2022. Hjálagðar eru umsagnir og kynningargögn.

  Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­full­trúa fal­in áfram­hald­andi vinna máls og að rýna inn­send­ar at­huga­semd­ir frek­ar.
  Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

 • 2. Mið­svæði Sunnukrika 401-M - að­al­skipu­lags­breyt­ing
  202203513

  Lagður er fram til afgreiðslu uppfærður uppdráttur aðalskipulagsbreytingar fyrir miðsvæði 401-M, Sunnukrika, þar sem tillit hefur verið tekið til ábendinga Skipulagsstofnunar. Hjálögð eru drög að svörum við innsendum athugasemdum aðal- og deiliskipulagsbreytingarinnar.

  Skipu­lags­full­trúa fal­ið að svara at­huga­semd­um í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi drög. Að­al­skipu­lags­breyt­ing­in er sam­þykkt og skal hljóta af­greiðslu skv. 2. mgr. 32. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

 • 3. Mið­svæði Sunnukrika 401-M - deili­skipu­lags­breyt­ing
  202203513

  Lagður er fram til afgreiðslu uppfærður uppdráttur deiliskipulagsbreytingar fyrir verslunar- og þjónustulóðir við Sunnurkika, þar sem tillit hefur verið tekið til athugasemda Heilbrigðiseftirlits HEF. Hjálögð eru drög að svörum við innsendum athugasemdum aðal- og deiliskipulagsbreytingarinnar.

  Skipu­lags­full­trúa er fal­ið að svara at­huga­semd­um í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi drög. Deili­skipu­lags­breyt­ing­in er sam­þykkt og skal hljóta af­greiðslu skv. 1. mgr. 42. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Ekki er tal­in þörf á enduraug­lýs­ingu deili­skipu­lags­breyt­ing­ar skv. 4. mgr. 41 gr. sömu laga vegna upp­færslu á grein­ar­gerð í sam­ræmi við at­huga­semd­ir.
  Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

 • 4. Ark­ar­holt 4 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi
  202205642

  Lögð er fram umbeðin umsögn skipulagsfulltrúa í samræmi við afgreiðslu á 569. fundi nefndarinnar. Hjálagt er erindi og fyrirspurn málsaðila.

  Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að bygg­ingaráform verði grennd­arkynnt í sam­ræmi við 44. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010, þeg­ar full­nægj­andi gögn hafa borist, vegna út­lits­breyt­inga húss og breyt­inga á notk­un hluta hús­næð­is. Skipu­lags­nefnd árétt­ar að auka­í­búð til­heyr­ir sama mats­hluta/eign­ar­hluta og upp­haf­legt hús­næði að Ark­ar­holt 4 enda enn um ein­býl­is­hús að ræða. Öll bíla­eign skal eft­ir sem áður geymd inn­an lóð­ar.
  Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

 • 5. Völu­teig­ur 31 - stækk­un á húsi
  202201306

  Borist hefur erindi, í formi fyrirspurnar til byggingarfulltrúa, frá Ívar Hauksson VHÁ verkfræðistofu, f.h. HD tæknilausna, dags. 12.01.2022, vegna stækkunar á athafna- og iðnaðarhúsnæði að Völuteig 31 í samræmi við gögn.

  Er­ind­inu vís­að til yf­ir­ferð­ar og um­sagn­ar skipu­lags­full­trúa. Skipu­lags­nefnd ósk­ar eft­ir frek­ari gögn­um.
  Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

 • 6. Litlikriki 37- ósk um auka fasta­núm­er
  202208217

  Borist hefur erindi frá Óskari Jóhanni Sigurðssyni, dags. 29.07.2022, með ósk um viðbótar fastanúmer aukaíbúðar í einbýli að Litlakrika 37.

  Skipu­lags­nefnd vís­ar er­ind­inu til um­sagn­ar bæj­ar­lög­manns og skipu­lags­full­trúa.
  Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

 • 7. Hamra­brekk­ur 11 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi
  202206006

  Borist hefur umsókn um byggingarleyfi, frá Kjartani Árnasyni, f.h. Blueberry Hills ehf, dags. 31.05.2022, fyrir frístundahús í Hamrabrekkum 11 í samræmi við gögn. Umsókninni var vísað til umsagnar skipulagsnefndar af 479. afgreiðslufundi byggingarfulltrúi þar sem að ekki er í gildi deiliskipulag af svæðinu.

  Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að bygg­ingaráform verði grennd­arkynnt í sam­ræmi við 44. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010, þeg­ar full­nægj­andi gögn hafa borist.
  Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

 • 8. Bjark­ar­holt 32-34 - upp­bygg­ing
  202208559

  Í samræmi við ákvæði deiliskipulags miðbæjarins eru lagðar fram til kynningar og umsagnar útlitsteikningar af Bjarkarholti 32-34, áður Bjarkarholt 4-5.

  Frest­að vegna tíma­skorts.

  Fundargerðir til kynningar

  • 9. Af­greiðslufund­ur skipu­lags­full­trúa - 60
   202208020F

   Fundargerð lögð fram til kynningar.

   Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

   • 9.1. Leiru­tangi 13A - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi
    202205045

    Skipu­lags­nefnd sam­þykkti á 567. fundi sín­um að grennd­arkynna bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi fyr­ir stækk­un og við­bygg­ingu húss að Leiru­tanga 13A í sam­ræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Áformin voru kynnt á vef c og með kynn­ing­ar­bréfi og gögn­um sem send voru til nær­liggj­andi húsa, Leiru­tanga 11A, 11B, 13A, 13B, 15, 17A, 17B, 21A, 21B, 35A, 35B, 37A, 37B, 39A, 39B, 43A og 43B. At­huga­semda­frest­ur var frá 05.07.2022 til og með 02.08.2022. Eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust.

    Niðurstaða þessa fundar:

    Lagt fram.

   • 9.2. Arn­ar­tangi 44 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi
    202206296

    Skipu­lags­nefnd sam­þykkti á 568. fundi sín­um að grennd­arkynna bygg­ing­ar­leyfi fyr­ir þeg­ar byggða stækk­un húss að Arn­ar­tanga 44 í sam­ræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Við­bygg­ing var kynnt á vef Mos­fells­bæj­ar, mos.is, og með kynn­ing­ar­bréfi og gögn­um sem send voru til nær­liggj­andi húsa, Arn­ar­tanga 41, 42, 44, 46, 48 og 50. At­huga­semda­frest­ur var frá 30.06.2022 til og með 03.08.2022. Eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust.

    Niðurstaða þessa fundar:

    Lagt fram.

   • 10. Af­greiðslufund­ur skipu­lags­full­trúa - 59
    202206038F

    Fundargerð lögð fram til kynningar.

    Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

    • 11. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 478
     202208014F

     Fundargerð lögð fram til kynningar.

     Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

     • 11.1. Bugðufljót 9 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi
      202207081

      Karína ehf. Breiða­hvarfi 5 Kópa­vogi sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta at­vinnu­hús­næð­is á lóð­inni Bugðufljót nr. 9, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Lagt fram.

     • 11.2. Fossa­tunga 20-22 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi
      202106228

      Dunam­is ehf. Heið­ar­gerði 27 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta par­húss á lóð­inni Fossa­tunga nr. 20-22 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Lagt fram.

     • 11.3. Gerplustræti 21-23 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi
      202206177

      Hús­fé­lag Gerplustræt­is 21-23 sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta fjöl­býl­is­húss á lóð­inni Gerplustræti nr. 21-23, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki

      Niðurstaða þessa fundar:

      Lagt fram.

     • 11.4. Há­holt 13-15 13R - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi
      202206687

      Reit­ir - versl­un ehf. Kringl­unni 4-12 Reykja­vík sækja um leyfi til breyt­inga innra skipu­lags rým­is nr. 0104 versl­un­ar­hús­næð­is við Há­holt 13-15. Stærð­ir breyt­ast ekki.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Lagt fram.

     • 11.5. Há­holt 13-15 13R - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi
      202208357

      Reit­ir - versl­un ehf. Kringl­unni 4-12 Reykja­vík sækja um leyfi til breyt­inga innra skipu­lags rým­is nr. 0106 versl­un­ar­hús­næð­is við Há­holt 13-15. Stærð­ir breyt­ast ekki.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Lagt fram.

     • 12. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 474
      202206006F

      Fundargerð lögð fram til kynningar.

      Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

      • 12.1. Bjarg­slund­ur 6 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi
       202105064

       Tekkk ehf. Odda­götu 1 Ak­ur­eyri sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu par­hús með inn­byggð­um bíl­geymsl­um á lóð­inni Bjarg­slund­ur nr. 6, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir:
       Íbúð 6A: Íbúð 172,3 m², bíl­geymsla 28,0 m², 562,75 m³.
       Íbúð 6B: Íbúð 172,3 m², bíl­geymsla 28,0 m², 562,75 m³.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Lagt fram.

      • 12.2. Bjarg­slund­ur 8 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi
       202105063

       Tekkk ehf. Odda­götu 1 Ak­ur­eyri sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu par­hús með inn­byggð­um bíl­geymsl­um á lóð­inni Bjarg­slund­ur nr. 8, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir:
       Íbúð 8A: Íbúð 172,3 m², bíl­geymsla 28,0 m², 562,75 m³.
       Íbúð 8B: Íbúð 172,3 m², bíl­geymsla 28,0 m², 562,75 m³.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Lagt fram.

      • 12.3. Gerplustræti 14 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi
       202205225

       Mos­fells­bær Þver­holti 2 sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu íþrótta­hús á lóð­inni Gerplustræti nr. 14, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: 781,3 m², 5.718,8 m³.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Lagt fram.

      • 12.4. Laut-Dælu­stöðv­arveg­ur 4B, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi.
       201806286

       Bjarni Öss­ur­ar­son og Sigrún Þor­geirs­dótt­ir, Suð­ur­götu 35 Reykja­vík, sækja um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta ein­býl­is­húss á lóð­inni Lind­ar­byggð nr. 30, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Lagt fram.

      • 13. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 475
       202206009F

       Fundargerð lögð fram til kynningar.

       Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

       • 13.1. Huldu­gata 1 - 13 Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi
        202206048

        Bygg­inga­fé­lag­ið Bakki ehf. Þver­holti 2 sæk­ir um leyfi til að byggja úr for­steypt­um ein­ing­um sjö íbúða rað­hús á einni hæð á lóð­inni Huldu­gata nr. 1-13, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir:
        Huldu­gata nr. 1: Íbúð 118,5 m², 402,9 m³.
        Huldu­gata nr. 3: Íbúð 116,1 m², 394,7 m³.
        Huldu­gata nr. 5: Íbúð 116,1 m², 394,7 m³.
        Huldu­gata nr. 7: Íbúð 116,1 m², 394,7 m³.
        Huldu­gata nr. 9: Íbúð 116,1 m², 394,7 m³.
        Huldu­gata nr. 11: Íbúð 116,1 m², 394,7 m³.
        Huldu­gata nr. 13: Íbúð 118,5 m², 402,9 m³.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Lagt fram.

       Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00