23. júní 2022 kl. 16:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Örvar Jóhannsson (ÖJ) formaður
- Þorbjörg Sólbjartsdóttir (ÞS) varaformaður
- Ragnar Bjarni Zoega Hreiðarsson (RBH) aðalmaður
- Jón Örn Jónsson (JÖJ) aðalmaður
- Þóra Björg Ingimundardóttir aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) vara áheyrnarfulltrúi
- Michele Rebora (MR) áheyrnarfulltrúi
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Heiða Ágústsdóttir umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Starfsáætlun umhverfisnefndar Mosfellsbæjar 2022202206336
Lögð fram tillaga að starfsáætlun umhverfisnefndar Mosfellsbæjar fyrir árið 2022
Tillaga um frestun starfsáætlunar til næsta fundar samþykkt með fimm atkvæðum.
2. Blikastaðaland - Deiliskipulag verslunar-, þjónustu- og athafnasvæðis201908379
Tillaga að deiliskipulagi lögð fram til upplýsingar. Frestur til athugasemda er til 29. júlí 2022.
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar fagnar því að skipulagsstillaga að nýju verslunar, þjónustu og athafnasvæði í landi Blikastaða sé byggt á hugmyndafræði vistvæns skipulags og geri ráð fyrir BREEAM vottun svæðisins til að tryggja gæði staðbundinna umhverfisþátta og þar með gæði byggðarinnar í heild. Umhverfsnefnd hvetur jafnframt skipulagsyfirvöld Mosfellsbæjar til að horfa til enn frekari vottana á sviði vistvænnar uppbyggingar með því að hvetja þróunar- og byggingaraðila innan skipulagssvæðisins til að kynna sér kosti BREEAM eða annarra vottunarkerfa sem hafa sjálfbæra byggð að leiðarljósi við uppbyggingu atvinnuhúsnæðis. Samþykkt með 5 atkvæðum.
- Fylgiskjal19-035-(90)1.04 fornminjar_20220420.pdfFylgiskjalBlikastadir - skilmalahefti_20220420.pdfFylgiskjal19-035-(90)1.05 Snið_20220420.pdfFylgiskjal19-035-(90)1.03 Skýringaruppdráttur_20220420.pdfFylgiskjal19-035-(90)1.01 Deiliskipulagsuppdráttur_20220420.pdfFylgiskjalFW: Til umsagnar - tillaga að nýju deiliskipulagi, verslunar-, þjónustu og athafnasvæði á Blikastaðalandi í Mosfellsbæ.pdf
3. Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar fyrir árið 2022202206337
Kynning á fyrirkomulagi umhverfisviðurkenninga Mosfellsbæjar
Umhverfisstjóri fór yfir fyrirkomulag umhverfisviðurkenninga hjá Mosfellsbæ. Umræður um málið og samþykkt með fimm atkvæðum að taka upp tilnefningu á tré ársins.
4. Friðlýsing Blikastaðakróar og Leiruvogs202105156
Kynning á stöðu máls við friðlýsingu Blikastaðakróar og Leiruvogs, þar sem tillaga að friðlýsingaskilmálum og afmörkun svæðis hefur verið auglýst af Umhverfisstofnun.
Umhverfisstjóri fór í gegnum stöðu friðlýsingarferlis Blikastaðakróar og Leiruvogs, umræður um málið.
5. Skýrsla reiðveganefndar Hestamannafélagsins Harðar fyrir árið 2021202201305
Skýrsla reiðveganefndar Hestamannafélagsins Harðar fyrir árið 2021 ásamt minnisblaði umhverfissviðs um málið tekin til umræðu að ósk Michele Rebora áheyrnarfulltrúa L-lista.
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar tekur undir afgreiðslu 224. fundar umhverfisnefndar frá 20. janúar 2022 og leggur áherslu á að mikilvægi þess að sækja þurfi um leyfi áður en ráðist er í umfangsmiklar framkvæmdir. Að áliti sérfræðinga umhverfissviðs Mosfellsbæjar var í tilfelli framkvæmda Hestamannafélagsins Harðar við Oddsbrekkur, metið sem svo að úr því sem komið var á svæðinu, að það að færa svæðið í átt til fyrra horfs, myndi líklega valda mun meira raski en þegar var orðið. Því var farin sú leið skv. tilmælum starfsfólks umhverfissviðs að hestamannafélagið lagaði kanta og áhrifasvæði framkvæmdanna svo það myndi falla á sem náttúrulegastan hátt að umhverfinu og hefur félagið því lokið við þá lagfæringu. Að mati umhverfisnefndar Mosfellsbæjar telst málinu því lokið.
.
- Fylgiskjalársskýrsla 2021-reiðveganefnd-1021.pdfFylgiskjalReidleidir_framkvaemdir_Oddsbrekkur.pdfFylgiskjalOddsbrekkur_N_fyrir_lagfaeringar.pdfFylgiskjalOddsbrekkur_N_eftir_lagfaeringar.pdfFylgiskjalOddsbrekkur_S_fyrir_lagfaeringar.pdfFylgiskjalOddsbrekkur_S_eftir_lagfaeringar.pdfFylgiskjalÓsk um mál á dagskrá umhverfisnefndar.pdf
6. Samræming úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu - sóknaráætlun202101312
Kynning á vinnu samráðshóps um samræmda úrgangsflokkun á höfuðborgarsvæðinu
Umhverfisstjóri kynnti tillögur samráðshóps um samræmda úrgangsflokkun á höfuðborgarsvæðinu. Umræður um málið.