2. desember 2022 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Valdimar Birgisson (VBi) formaður
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
- Haukur Örn Harðarson (HÖH) vara áheyrnarfulltrúi
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fundadagskrá 2023 - Starfsáætlun skipulagsnefndar202211082
Lögð eru fram til kynningar drög að starfsáætlun skipulagsnefndar og fundardagatal fyrir árið 2023.
Lagt fram og kynnt, starfsáætlun fyrir árið 2023 samþykkt.
2. Háeyri 1-2 - breyting á skipulagi202108920
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu ný tillaga að aðal- og deiliskipulagsbreytingu fyrir íbúðarsvæði 330-Íb, Háeyri 1-2, þar sem breyta á tveimur einbýlishúsalóðum í tvær parhúsalóðir, fjórar íbúðir, með einni sameiginlegri aðkomu frá Reykjalundarvegi. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd samþykkir að meðhöndla breytingu á aðalskipulagi í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem aukning um tvær íbúðir í töflu greinargerð aðalskipulagsins innan 0,3 ha svæðis Háeyri 330-Íb getur talist óveruleg í samræmi við rökstuðning í fyrirliggjandi gögnum.
Skipulagsnefnd samþykkir að deiliskipulagsbreytingin skuli auglýst og kynnt skv. 1. mgr. 43. gr. sömu laga.
Samþykkt með fimm atkvæðum.3. Álafossvegur 25 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi202208800
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi, frá Sigurði Hafsteinssyni, f.h. Jóhannesar Eðvarðssonar, dags. 30.08.2022, fyrir nýju þriggja hæða, tveggja íbúða, húsi að Álafossvegi 25 í Álafosskvos. Umsókninni var vísað til umsagnar skipulagsnefndar af 485. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, á grundvelli 2.4.2. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012, þar sem að heimildir deiliskipulags eru óljósar. Hjálagt er deiliskipulag Álafosskvosar. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd vísar erindinu til umsagnar skipulagsfulltrúa.
Samþykkt með fimm atkvæðum.4. Áherslur svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins á kjörtímabilinu 2022-2026202211002
Lagðar eru fram til kynningar áherslur Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins fyrir kjörtímabilið 2022-2026. Erindinu var vísað til kynningar skipulagsnefndar af 1556. fundi bæjarráðs. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Lagt fram og kynnt.
5. Skeljatangi 10 - deiliskipulagsbreyting202209393
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Skeljatanga 10 í samræmi við afgreiðslu á 573. fundi nefndarinnar. Breytingin byggir á að stækka byggingarreit og húsnæði, um 40 fermetra, til norðurs í átt að Skeljatanga 12.
Skipulagsnefnd samþykkir að deiliskipulagsbreytingin skuli auglýst og kynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með fimm atkvæðum.6. Krikahverfi - deiliskipulagsbreyting fyrir brettavöll við Krikaskóla202207104
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir nýjan hjólabrettavöll utan við lóð Krikaskóla í Krikahverfi. Hjálagt er minnisblað starfsmanna vegna tillögu.
Skipulagsnefnd samþykkir að deiliskipulagsbreytingin skuli auglýst og kynnt skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með fimm atkvæðum.7. Blikastaðaland - Korpúlfsstaðavegur - Deiliskipulag verslunar-, þjónustu- og athafnasvæðis201908379
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu Korpúlfsstaðavegar. Breytingin felur í sér breytt skipulagsmörk þar sem markmið er að innfæra gatnatengingar við nýlega kynnta tillögu deiliskipulags verslunar-, þjónustu- og athafnasvæðis að Blikastöðum við Korpúlfsstaðaveg. Tengingarnar eru þrjár; gatnamót, hringtorg og þverun Borgarlínu. Annað í skipulagi er óbreytt.
Skipulagsnefnd samþykkir að deiliskipulagsbreytingin skuli auglýst og kynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem leita skal umsagnar Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar.
Samþykkt með fimm atkvæðum.
Fundargerðir til staðfestingar
8. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 62202211030F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerð lög fram til kynningar.
8.1. Hrafnshöfði 17 - breyting á deiliskipulagi 202202086
Skipulagsnefnd samþykkti á 572. fundi sínum að kynna og auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu fyrir fyrir stækkun húss að Hrafnshöfða 17, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillaga að breytingu var aðgengileg á vef Mosfellsbæjar, mos.is, og auglýst með kynningarbréfi og gögnum sem send voru í aðliggjandi hús, Hrafnshöfða 15, 17, 19 og 29 sem og Blikahöfða 10 og 12. Athugasemdafrestur var frá 03.10.2022 til og með 03.11.2022.
Engar efnislegar athugasemdir bárust.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.