Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

13. janúar 2023 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Valdimar Birgisson (VBi) formaður
  • Aldís Stefánsdóttir (ASt) varaformaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
  • Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
  • Michele Rebora (MR) vara áheyrnarfulltrúi
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
  • Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi

Fundargerð ritaði

Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Blikastað­a­land - Deili­skipu­lag versl­un­ar-, þjón­ustu- og at­hafna­svæð­is201908379

    Lögð eru fram til kynningar og afgreiðslu drög að svörun athugasemda og umsagna við auglýst skipulag vistvæns atvinnu-, verslunar- og þjónustusvæðis að Blikastöðum, í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnir og athugasemdir voru teknar fyrir og kynntar á 570. fundi nefndarinnar. Lagðir eru fram til afgreiðslu uppfærðir uppdrættir og greinargerð skipulags þar sem lagfærð hafa verið ýmis þau atriði sem fram komu í ábendingum og athugasemdum um umferð, yfirborðsfrágang og skilmálatexta í samræmi við hjálögð gögn. Á uppdrátt hefur einnig verið innfærð tillaga að götuheiti, Korputún, ásamt staðfanganúmerum.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir upp­færða til­lögu skipu­lags og svörun at­huga­semda. Deili­skipu­lag­ið skal hljóta af­greiðslu skv. 1. mgr. 42. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á enduraug­lýs­ingu deili­skipu­lags­breyt­ing­ar skv. 4. mgr. 41. gr. sömu laga vegna minni breyt­inga á upp­drátt­um og grein­ar­gerð.
    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir til­lögu að götu­heiti hverf­is, Korputún.
    Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

    • 2. Blikastað­a­land - Kor­p­úlfs­staða­veg­ur - Deili­skipu­lag versl­un­ar-, þjón­ustu- og at­hafna­svæð­is201908379

      Skipulagsnefnd samþykkti á 579. fundi sínum að kynna og auglýsa til umsagnar og athugasemda breytingu á deiliskipulagi Korpúlfsstaðavegar í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur í sér breytt skipulagsmörk og umferðatengingar við nýlega kynnta tillögu deiliskipulags verslunar-, þjónustu- og athafnasvæðis að Blikastöðum suðvestan við Korpúlfsstaðaveg. Tengingarnar eru þrjár; gatnamót, hringtorg og þverun Borgarlínu. Athugasemdafrestur var frá 08.12.2022 til og með 08.01.2023. Umsögn barst frá Vegagerðinni, dags. 06.01.2023, þar sem vísað er til fyrri umsagnar deiliskipulags verslunar-, þjónustu- og athafnasvæðis, dags. 11.07.2022.

      Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir til­lögu skipu­lags og vís­ar til sam­þykktra svara við sömu at­huga­semd­um og ábend­ing­um Vega­gerð­ar­inn­ar dags. 11.07.2022 er eiga við um sjálft deili­skipu­lag versl­un­ar-, þjón­ustu- og at­hafna­svæð­is­ins, Korpu­túns. Deili­skipu­lag­ið skal hljóta af­greiðslu skv. 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.
      Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

      • 3. 4. áfangi Helga­fells­hverf­is - deili­skipu­lags­breyt­ing lóða­marka202211341

        Skipulagsfulltrúi samþykkti, í samræmi við afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa í samþykktum um stjórn Mosfellsbæjar, á 63. afgreiðslufundi sínum að kynna og auglýsa til umsagnar og athugasemda breytingu á deiliskipulagi fyrir 4. áfanga Helgafellshverfis í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan felur í sér breytingar á lóðum, lóðamörkum og byggingarreitum í nokkrum götum hverfisins. Helst breytast lóðamörk milli Liljugötu 2-4 og Lóugötu 24 og 26. Lóð við Liljugötu stækkar um 168 fermetra en aðliggjandi lóðir og byggingarreitir við Lóugötu aðlagast og húsagerðum breytt. Lóðir við Liljugötu 9-17 og 19-25, Huldugötu 1-13 og Lóugötu 1-11 stækka lítillega. Lóð Kolbrúnargötu 2 minnkar. Bílastæðum við Kolbrúnargötu 8, 14, 20 og 28 auk Lóugötu 2-20 er hliðrað til. Annað í skipulagi er óbreytt. Send voru út kynningarbréf og gögn á íbúa og húseigendur innan svæðisins. Athugasemdafrestur var frá 08.12.2022 til og með 06.01.2023. Umsögn barst frá Veitum ohf., dags. 02.01.2023.

        Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir til­lögu skipu­lags og fel­ur skipu­lags­full­trúa að eiga sam­skipti við Veit­ur ohf. þar sem at­huga­semd­in varð­ar ekki efn­is­lega þætti breyt­ing­ar­inn­ar. Deili­skipu­lag­ið skal hljóta af­greiðslu skv. 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.
        Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

      • 4. Orkugarð­ur - deili­skipu­lag og upp­bygg­ing í Reykja­hverfi202101213

        Skipulagsnefnd samþykkti á 576. fundi sínum að kynna og auglýsa til umsagnar og athugasemda breytingu á deiliskipulagi fyrir áningarstað, Orkugarð, við Reykjahvol í Reykjahverfi í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan felur í sér að breyta umferðarflæði við endastöð Strætó, tryggja umferðaröryggi, hanna níu bílastæði við upphaf gönguleiðar Reykjafells, auk þess að festa í sessi stærri hluta garðsins, stíga, torg og gróður innan garðsins. Framsetning á skipulagi er leiðbeinandi fyrir hönnun. Athugasemdafrestur var frá 17.11.2022 til og með 03.01.2023. Umsagnir bárust frá Veitum ohf., dags. 21.12.2022 og Jóni Magnúsi Jónssyni, Suður-Reykjum 1, dags. 04.01.2023.

        At­huga­semd­ir lagð­ar fram til kynn­ing­ar. Skipu­lags­full­trúa falin áfram­hald­andi vinna máls.
        Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

        • 5. Ósk um út­hlut­un lóða fyr­ir leigu­íbúð­ir Bjargs og að­lög­un skipu­lags­skil­mála202211183

          Á 1561. fundi bæjarráðs Mosfellsbæjar vísað ráðið skipulagsþætti erindis Bjargs Íbúðafélags, dags. 11.11.2022, til umfjöllunar og meðhöndlunar skipulagsnefndar. Erindið fjallar um úthlutun lóðar fyrir tvö 12 íbúða fjölbýli í 5. áfanga Helgafellshverfis fyrir leiguíbúðir Bjargs. Hjálögð er umbeðin umsögn bæjarráðs frá skipulagsfulltrúa og bæjarlögmanni.

          Í ljósi sér­stöðu Bjargs íbúða­fé­lags fellst skipu­lags­nefnd á að unn­in verði breyt­ing á deili­skipu­lagi fyr­ir lóð að Úu­götu 10-12 með kvöð­um um leigu­íbúð­ir. Skipu­lags­full­trúa er fal­ið að vinna til­lögu að skipu­lags­breyt­ingu í sam­ræmi við 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.
          Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

        • 6. Rjúpna­hlíð í Garða­bæ - aðal- og svæð­is­skipu­lag - breyt­ing á að­al­skipu­lagi og vaxta­mörk­um höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins202211239

          Borist hefur erindi frá Garðabæ, dags. 12.12.2022, með ósk um umsögn vegna skipulagslýsingar fyrir tillögu að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2036. Breytingin felur í sér breytta landnotkun í Rjúpnadal og Rjúpnahlíð, afmarka á um 17,8 ha athafnasvæði í Rjúpnahlíð norðan og vestan við Elliðavatnsvegar. Einnig er mörkum kirkjugarðs breytt og hann stækkaður um 0,8 ha til norðurs. Áformað að lagfæra legu reiðleiða á svæðinu og laga betur að fyrirhugaðri landnotkun. Ástæða breytinga er vegna þéttingu blandaðrar byggðar í Garðabæ m.a. með endurnýtingu athafnasvæða í grennd við miðbæ. Athafnasvæði Garðabæjar eru fullbyggð. Breyting á svæðisskipulagi er unnin samhliða aðalskipulagsbreytingunni. Umsagnarfrestur er til og með 23.01.2023.

          Skipu­lags­nefnd ger­ir ekki at­huga­semd við kynnt gögn.
          Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

        • 7. Vatns­enda­hvarf - nýtt deili­skipu­lag og að­al­skipu­lags­breyt­ing202105014

          Borist hefur erindi frá Kópavogsbæ, dags. 02.12.2022, þar sem kynnt er í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 forkynning tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 fyrir íbúðabyggð við Vatnsendahvarf. Breytingar á aðalskipulagi eru gerðar í tengslum við vinnu deiliskipulags. Landnotkunarreita fyrir íbúðarsvæði (ÍB-6), opin svæði og samfélagsþjónustu breytt, fellt er út svæði fyrir verslun og þjónustu í útjaðri íbúðarsvæðisins og sú þjónusta sem þar var fyrirhuguð færð miðsvæðis inn í hverfið nálægt skóla og leikskóla, auk þess sem staðsetning minjasvæðis er leiðrétt. Skilgreiningin "tengibraut" á Kambavegi að og frá hverfinu (ÍB-6) er felld niður. Athugasemdafrestur er til og með 11.01.2023.

          Skipu­lags­nefnd ger­ir ekki at­huga­semd við kynnt gögn.
          Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

        • 8. Þrast­ar­höfði 14, 16 og 20 - deili­skipu­lags­breyt­ing202210556

          Lögð eru fram til kynningar og afgreiðslu frekari gögn málsaðila vegna tillögu að deiliskipulagsbreytingu fyrir Þrastarhöfða 14, 16 og 20, í samræmi við afgreiðslu á 576. fundi nefndarinnar.

          Með hlið­sjón af 5.8.2. gr. skipu­lags­reglu­gerð­ar nr. 90/2013 tel­ur skipu­lags­nefnd breyt­ing­una óveru­lega þar sem land­notk­un er hin sama en nýt­ing­ar­hlut­fall, út­lit og form húsa geta tek­ið breyt­ing­um. Breyt­ing­in varð­ar grennd­ar­hags­muni.
          Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að deili­skipu­lags­breyt­ing­in skuli aug­lýst skv. 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Breyt­ing­ar­til­lag­an skal grennd­arkynnt þar sem óskað verð­ur eft­ir um­sögn­um og at­huga­semd­um.
          Sam­þykkt með fjór­um at­kvæð­um.

          Jó­hanna B. Han­sen, fram­kvæmda­stjóri Um­hverf­is­sviðs, yf­ir­gaf fund kl. 8:15 fyr­ir um­fjöllun 8. dag­skrárlið­ar. Helga Jó­hann­es­dótt­ir, full­trúi D-lista Sjálf­stæð­is­flokks, yf­ir­gaf fund kl. 8:27 við um­fjöllun 8. dag­skrárlið­ar.
        • 9. Hamra­brekk­ur 7 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi202209214

          Skipulagsnefnd samþykkti á 574. fundi sínum að grenndarkynna umsókn um byggingarleyfi fyrir frístundahús og gestahús að Hamrabrekkum 7 í samræmi við í samræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynningarbréf voru send á aðliggjandi landeigendur og hagaðila. Umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirlitinu HEF, dags. 16.11.2022, Minjastofnun Íslands, dags. 22.11.2022 og Vegagerðinni, dags. 02.11.2022, 19.12.2022 og 10.01.2023. Athugasemdafrestur var frá 15.11.2022 til og með 19.12.2022.

          At­huga­semd­ir lagð­ar fram til kynn­ing­ar. Skipu­lags­full­trúa falin áfram­hald­andi vinna máls.
          Sam­þykkt með fjór­um at­kvæð­um.

          • 10. Hamra­brekk­ur 8 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi202210491

            Borist hefur umsókn um byggingarleyfi, frá Svavari M. Sigurjónssyni, f.h. Hafsteins Helga Halldórssonar, dags. 30.12.2022, fyrir frístundahús í Hamrabrekkum 8 í samræmi við gögn. Umsóknin er lögð fram til skipulagsnefndar þar sem að ekki er í gildi deiliskipulag af svæðinu.

            Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að bygg­ingaráform verði grennd­arkynnt í sam­ræmi við 44. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010, þeg­ar full­nægj­andi gögn liggja fyr­ir.
            Sam­þykkt með fjór­um at­kvæð­um.

          • 11. Í Úlfars­fellslandi L125498 - fyr­ir­spurn um gesta­hús á lóð202212161

            Borist hefur erindi frá Kristjáni Bjarnasyni, dags. 11.12.2022, með ósk um heimild til þess að byggja gestahús á sumarhúsalóð við Hafravatn L125498. Gestahúsið er 19.5 m2 en fyrir er 41 m2 hús á lóðinni.

            Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að bygg­ingaráform verði grennd­arkynnt í sam¬ræmi við 44. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010, þeg­ar full­nægj­andi gögn liggja fyr­ir.
            Sam­þykkt með fjór­um at­kvæð­um.

          • 12. Bugðufljót 15 - auk­ið nýt­ing­ar­hlut­fall202212079

            Borist hefur erindi frá Alfreð Gunnarssyni Baarregaard, f.h. Bugðufljóts 15 ehf., dags. 05.12.2022, með ósk um aukið byggingarmagn og hækkun nýtingarhlutfalls lóðar úr 0,3 í 0,5.

            Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að mál­ið skuli með­höndlað skv. 3. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 sem óveru­legt frá­vik skipu­lags í ljósi heim­ilda nær­liggj­andi lóða og for­dæma inn­an svæð­is­ins. Fram­kvæmda- og eða máls­að­ili skal greiða gatna­gerð­ar­gjöld af við­bót­ar fer­metr­um og önn­ur gjöld í sam­ræmi við sam­þykkta gjaldskrá Mos­fells­bæj­ar.
            Sam­þykkt með fjór­um at­kvæð­um.

          • 13. Merkja­teig­ur 1 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi202301116

            Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Reyni Kristjánssyni til að breyta einbýli að Merkjateig 1 í fjöleignahús, tvíbýli. Erindinu var vísað til skipulagsnefndar á 489. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir hverfið.

            Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að bygg­ingaráform verði grennd­arkynnt í sam­ræmi við 44. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Skipu­lags­full­trúa er heim­ilt að kalla eft­ir frek­ari kynn­ing­ar­gögn­um sé þess þörf.
            Sam­þykkt með fjór­um at­kvæð­um.

          • 14. Hlíð­ar­tún 2A-2B - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi202212397

            Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Jón Magnús Halldórsson til að byggja parhús að Hlíðartúni 2A-2B. Erindinu var vísað til skipulagsnefndar á 489. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir lóðina. Sama hús var áður grenndarkynnt og byggingaráform samþykkt árið 2019, en áform og kynning eru fallin á tíma skv. skipulagslögum nr. 123/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.

            Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að bygg­ingaráform verði grennd­arkynnt í sam­ræmi við 44. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Skipu­lags­full­trúa er heim­ilt að kalla eft­ir frek­ari kynn­ing­ar­gögn­um sé þess þörf.
            Sam­þykkt með fjór­um at­kvæð­um.

          Fundargerðir til kynningar

          • 15. Af­greiðslufund­ur skipu­lags­full­trúa - 63202212010F

            Fundargerð lögð fram til kynningar.

            Lagt fram.

            • 15.1. 4. áfangi Helga­fells­hverf­is - deili­skipu­lags­breyt­ing lóða­marka 202211341

              Lögð er fram til kynn­ing­ar og af­greiðslu til­laga að deili­skipu­lags­breyt­ingu fyr­ir 4. áfanga Helga­fells­hverf­is. Til­lag­an fel­ur í sér breyt­ing­ar á lóð­um, lóða­mörk­um og bygg­ing­ar­reit­um í nokkr­um göt­um hverf­is­ins. Helst breyt­ast lóða­mörk milli Lilju­götu 2-4 og Lóu­götu 24 og 26. Lóð við Lilju­götu stækk­ar um 168 fer­metra en aðliggj­andi lóð­ir og bygg­ing­ar­reit­ir við Lóu­götu að­lag­ast og húsa­gerð­um breytt. Lóð­ir við Lilju­götu 9-17 og 19-25, Huldu­götu 1-13 og Lóu­götu 1-11 stækka lít­il­lega. Lóð Kol­brún­ar­götu 2 minnk­ar. Bíla­stæð­um við Kol­brún­ar­götu 8, 14, 20 og 28 auk Lóu­götu 2-20 er hliðrað til. Ann­að í skipu­lagi er óbreytt.
              Breyt­ing­in er fram­sett í skal­an­um 1:2000, dags. 29.11.2022.

            • 16. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 486202212005F

              Fundargerð lögð fram til kynningar.

              Lagt fram.

              • 16.1. Brú­arfljót 2, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 202011137

                E18, Loga­fold 32, sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta mhl. 02 og 04 at­vinnu­hús­næð­is á lóð­inni Brú­arfljót nr. 2, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Bætt er við milli­loft­um.
                Stækk­un mhl. 02: Milli­loft 650 m², rúm­mál breyt­ist ekki.
                Stækk­un mhl. 04: Milli­loft 804,7 m², rúm­mál breyt­ist ekki.

              • 16.2. Desja­mýri 11 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202108131

                HDE ehf. Þórð­ar­sveig 20 Reykja­vík sækja um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta at­vinnu­hús­næð­is á lóð­inni Desja­mýri nr. 11, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Bætt er við milli­loft­um.
                Stækk­un: Milli­loft 825,1 m², rúm­mál breyt­ist ekki.

              • 16.3. Há­holt 11 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202209275

                N1 ehf. Dal­vegi 10-14 Kópa­vogi sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta versl­un­ar- og þjón­ustu­hús­næð­is á lóð­inni Há­holt nr. 11, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Breyt­ing fel­ur í sér stækk­un kæl­is við aust­ur­hlið.
                Stækk­un 21,3 m², 57,6 m³.

              • 16.4. Há­holt 14 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202206028

                Hengill ehf Há­holti 14 sæk­ir sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta mhl. 0106 at­vinnu­hús­næð­is á lóð­inni Há­holt nr. 14, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                Stærð­ir breyt­ast ekki

              • 16.5. Laxa­tunga 193/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi. 201701154

                Daði Jó­hanns­son Laxa­tungu 193 sækja um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta ein­býl­is­húss á lóð­inni Laxa­tunga nr. 193, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki

              • 16.6. Reykja­hvoll 36 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202205507

                Birk­ir Freyr Helga­son Álf­konu­hvarfi 33 Kópa­vogi sæk­ir um leyfi til að byggja úr timbri ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni Reykja­hvoll nr. 36, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                Stærð­ir: Íbúð 186,0 m², bíl­geymsla 51,9 m², 756,4 m³.

              • 16.7. Skugga­bakki 10 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild 202208793

                Durg­ur ehf. Laxa­tungu 41 sæk­ir um leyfi stækk­un turn­bygg­ing­ar hest­húss á lóð­inni Skugga­bakki nr.10, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                Stækk­un: 16,8 m² , 37,9 m³.

              • 16.8. Voga­tunga 53-59, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi. 201806022

                Upprisa ehf., Há­holti 14, sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta rað­húsa á lóð­inni Voga­tunga nr. 53-59, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

              • 17. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 487202212018F

                Fundargerð lögð fram til kynningar.

                Lagt fram.

                • 17.1. Greni­byggð 22-24 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202211363

                  Dagný Tóm­as­dótt­ir Greni­byggð 22 sæk­ir um leyfi til breyt­inga út­lits, innra skipu­lags og skrán­ing­ar par­húss á lóð­inni Greni­byggð nr. 22-24, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

                • 17.2. Helga­dals­veg­ur 60 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202107128

                  Jens Páll Haf­steins­son Köldulind 6 Kópa­vogi sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta ein­býl­is­húss með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni Helga­dals­veg­ur nr. 60, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: Íbúð 82,2 m², gróð­ur­hús 32,8 m² bíl­geymsla 150,0 m², 974,9 m³.

                • 18. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 488202212023F

                  Fundargerð lögð fram til kynningar.

                  Lagt fram.

                  • 18.1. Hlað­gerð­ar­kot - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202212015

                    Sam­hjálp Skútu­vogi 1g Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr timbri kap­ellu lóð­inni Hlað­gerð­ar­kot, landnr.124721 , í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: 49,8 m², 107,8 m³.

                  • 18.2. Litlikriki 40, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 200611121

                    Rún­ar Þór Guð­jóns­son sækja um leyfi til breyt­inga sam­þykktra að­al­upp­drátta par­húss á lóð­inni Litlikriki nr. 40. Um er að ræða breyt­ingu á innra skipu­lagi í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki

                  • 18.3. Reykja­hlíð garð­yrkja 123758 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202212067

                    Hafdís Huld Þrast­ar­dótt­ir Suð­urá sæk­ir um leyfi til að byggja við ein­býl­is­hús á lóð­inni Reykja­hlíð, landnr. 123758, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stækk­un: Íbúð 27,1 m², 70,2 m³.

                  • 18.4. Sölkugata 8-10 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202212312

                    Sig­urð­ur Straum­fjörð Páls­son Sölku­götu 8 sæk­ir um leyfi til breyt­inga á lóð­ar­frá­gangi við par­hús á lóð­inni Sölkugata nr. 8 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.

                  • 19. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 489202301013F

                    Fundargerð lögð fram til kynningar.

                    Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

                    • 19.1. Hlíð­ar­tún 2A-2B - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202212397

                      Pét­ur ehf., Hlíð­ar­túni 2, sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu par­hús á tveim­ur hæð­um með inn­byggð­um bíl­geymsl­um á lóð­inni Hlíð­ar­tún nr.2a, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                      Stærð­ir mhl. 01: Íbúð 157,6 m², bíl­geymsla 39,0 m² 488,7 m³.
                      Stærð­ir mhl. 02: Íbúð 224,1 m², bíl­geymsla 42,2 m², 613,47 m³.

                    • 19.2. Merkja­teig­ur 1 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202301116

                      Birg­ir Magnús Björns­son Merkja­teig 1 sæk­ir leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta ein­býl­is­húss á lóð­inni Merkja­teig­ur nr. 1 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Sótt er um leyfi til út­lits­breyt­inga og breyttr­ar skrán­ing­ar í formi þess að hús­ið verði skráð sem tveir sjálf­stæð­ir eign­ar­hlut­ar. Stærð­ir breyt­ast ekki

                    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:54