13. janúar 2023 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Valdimar Birgisson (VBi) formaður
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
- Michele Rebora (MR) vara áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Blikastaðaland - Deiliskipulag verslunar-, þjónustu- og athafnasvæðis201908379
Lögð eru fram til kynningar og afgreiðslu drög að svörun athugasemda og umsagna við auglýst skipulag vistvæns atvinnu-, verslunar- og þjónustusvæðis að Blikastöðum, í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnir og athugasemdir voru teknar fyrir og kynntar á 570. fundi nefndarinnar. Lagðir eru fram til afgreiðslu uppfærðir uppdrættir og greinargerð skipulags þar sem lagfærð hafa verið ýmis þau atriði sem fram komu í ábendingum og athugasemdum um umferð, yfirborðsfrágang og skilmálatexta í samræmi við hjálögð gögn. Á uppdrátt hefur einnig verið innfærð tillaga að götuheiti, Korputún, ásamt staðfanganúmerum.
Skipulagsnefnd samþykkir uppfærða tillögu skipulags og svörun athugasemda. Deiliskipulagið skal hljóta afgreiðslu skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á endurauglýsingu deiliskipulagsbreytingar skv. 4. mgr. 41. gr. sömu laga vegna minni breytinga á uppdráttum og greinargerð.
Skipulagsnefnd samþykkir tillögu að götuheiti hverfis, Korputún.
Samþykkt með fimm atkvæðum.2. Blikastaðaland - Korpúlfsstaðavegur - Deiliskipulag verslunar-, þjónustu- og athafnasvæðis201908379
Skipulagsnefnd samþykkti á 579. fundi sínum að kynna og auglýsa til umsagnar og athugasemda breytingu á deiliskipulagi Korpúlfsstaðavegar í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur í sér breytt skipulagsmörk og umferðatengingar við nýlega kynnta tillögu deiliskipulags verslunar-, þjónustu- og athafnasvæðis að Blikastöðum suðvestan við Korpúlfsstaðaveg. Tengingarnar eru þrjár; gatnamót, hringtorg og þverun Borgarlínu. Athugasemdafrestur var frá 08.12.2022 til og með 08.01.2023. Umsögn barst frá Vegagerðinni, dags. 06.01.2023, þar sem vísað er til fyrri umsagnar deiliskipulags verslunar-, þjónustu- og athafnasvæðis, dags. 11.07.2022.
Skipulagsnefnd samþykkir tillögu skipulags og vísar til samþykktra svara við sömu athugasemdum og ábendingum Vegagerðarinnar dags. 11.07.2022 er eiga við um sjálft deiliskipulag verslunar-, þjónustu- og athafnasvæðisins, Korputúns. Deiliskipulagið skal hljóta afgreiðslu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með fimm atkvæðum.3. 4. áfangi Helgafellshverfis - deiliskipulagsbreyting lóðamarka202211341
Skipulagsfulltrúi samþykkti, í samræmi við afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa í samþykktum um stjórn Mosfellsbæjar, á 63. afgreiðslufundi sínum að kynna og auglýsa til umsagnar og athugasemda breytingu á deiliskipulagi fyrir 4. áfanga Helgafellshverfis í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan felur í sér breytingar á lóðum, lóðamörkum og byggingarreitum í nokkrum götum hverfisins. Helst breytast lóðamörk milli Liljugötu 2-4 og Lóugötu 24 og 26. Lóð við Liljugötu stækkar um 168 fermetra en aðliggjandi lóðir og byggingarreitir við Lóugötu aðlagast og húsagerðum breytt. Lóðir við Liljugötu 9-17 og 19-25, Huldugötu 1-13 og Lóugötu 1-11 stækka lítillega. Lóð Kolbrúnargötu 2 minnkar. Bílastæðum við Kolbrúnargötu 8, 14, 20 og 28 auk Lóugötu 2-20 er hliðrað til. Annað í skipulagi er óbreytt. Send voru út kynningarbréf og gögn á íbúa og húseigendur innan svæðisins. Athugasemdafrestur var frá 08.12.2022 til og með 06.01.2023. Umsögn barst frá Veitum ohf., dags. 02.01.2023.
Skipulagsnefnd samþykkir tillögu skipulags og felur skipulagsfulltrúa að eiga samskipti við Veitur ohf. þar sem athugasemdin varðar ekki efnislega þætti breytingarinnar. Deiliskipulagið skal hljóta afgreiðslu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með fimm atkvæðum.4. Orkugarður - deiliskipulag og uppbygging í Reykjahverfi202101213
Skipulagsnefnd samþykkti á 576. fundi sínum að kynna og auglýsa til umsagnar og athugasemda breytingu á deiliskipulagi fyrir áningarstað, Orkugarð, við Reykjahvol í Reykjahverfi í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan felur í sér að breyta umferðarflæði við endastöð Strætó, tryggja umferðaröryggi, hanna níu bílastæði við upphaf gönguleiðar Reykjafells, auk þess að festa í sessi stærri hluta garðsins, stíga, torg og gróður innan garðsins. Framsetning á skipulagi er leiðbeinandi fyrir hönnun. Athugasemdafrestur var frá 17.11.2022 til og með 03.01.2023. Umsagnir bárust frá Veitum ohf., dags. 21.12.2022 og Jóni Magnúsi Jónssyni, Suður-Reykjum 1, dags. 04.01.2023.
Athugasemdir lagðar fram til kynningar. Skipulagsfulltrúa falin áframhaldandi vinna máls.
Samþykkt með fimm atkvæðum.5. Ósk um úthlutun lóða fyrir leiguíbúðir Bjargs og aðlögun skipulagsskilmála202211183
Á 1561. fundi bæjarráðs Mosfellsbæjar vísað ráðið skipulagsþætti erindis Bjargs Íbúðafélags, dags. 11.11.2022, til umfjöllunar og meðhöndlunar skipulagsnefndar. Erindið fjallar um úthlutun lóðar fyrir tvö 12 íbúða fjölbýli í 5. áfanga Helgafellshverfis fyrir leiguíbúðir Bjargs. Hjálögð er umbeðin umsögn bæjarráðs frá skipulagsfulltrúa og bæjarlögmanni.
Í ljósi sérstöðu Bjargs íbúðafélags fellst skipulagsnefnd á að unnin verði breyting á deiliskipulagi fyrir lóð að Úugötu 10-12 með kvöðum um leiguíbúðir. Skipulagsfulltrúa er falið að vinna tillögu að skipulagsbreytingu í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með fimm atkvæðum.6. Rjúpnahlíð í Garðabæ - aðal- og svæðisskipulag - breyting á aðalskipulagi og vaxtamörkum höfuðborgarsvæðisins202211239
Borist hefur erindi frá Garðabæ, dags. 12.12.2022, með ósk um umsögn vegna skipulagslýsingar fyrir tillögu að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2036. Breytingin felur í sér breytta landnotkun í Rjúpnadal og Rjúpnahlíð, afmarka á um 17,8 ha athafnasvæði í Rjúpnahlíð norðan og vestan við Elliðavatnsvegar. Einnig er mörkum kirkjugarðs breytt og hann stækkaður um 0,8 ha til norðurs. Áformað að lagfæra legu reiðleiða á svæðinu og laga betur að fyrirhugaðri landnotkun. Ástæða breytinga er vegna þéttingu blandaðrar byggðar í Garðabæ m.a. með endurnýtingu athafnasvæða í grennd við miðbæ. Athafnasvæði Garðabæjar eru fullbyggð. Breyting á svæðisskipulagi er unnin samhliða aðalskipulagsbreytingunni. Umsagnarfrestur er til og með 23.01.2023.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við kynnt gögn.
Samþykkt með fimm atkvæðum.7. Vatnsendahvarf - nýtt deiliskipulag og aðalskipulagsbreyting202105014
Borist hefur erindi frá Kópavogsbæ, dags. 02.12.2022, þar sem kynnt er í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 forkynning tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 fyrir íbúðabyggð við Vatnsendahvarf. Breytingar á aðalskipulagi eru gerðar í tengslum við vinnu deiliskipulags. Landnotkunarreita fyrir íbúðarsvæði (ÍB-6), opin svæði og samfélagsþjónustu breytt, fellt er út svæði fyrir verslun og þjónustu í útjaðri íbúðarsvæðisins og sú þjónusta sem þar var fyrirhuguð færð miðsvæðis inn í hverfið nálægt skóla og leikskóla, auk þess sem staðsetning minjasvæðis er leiðrétt. Skilgreiningin "tengibraut" á Kambavegi að og frá hverfinu (ÍB-6) er felld niður. Athugasemdafrestur er til og með 11.01.2023.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við kynnt gögn.
Samþykkt með fimm atkvæðum.8. Þrastarhöfði 14, 16 og 20 - deiliskipulagsbreyting202210556
Lögð eru fram til kynningar og afgreiðslu frekari gögn málsaðila vegna tillögu að deiliskipulagsbreytingu fyrir Þrastarhöfða 14, 16 og 20, í samræmi við afgreiðslu á 576. fundi nefndarinnar.
Með hliðsjón af 5.8.2. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 telur skipulagsnefnd breytinguna óverulega þar sem landnotkun er hin sama en nýtingarhlutfall, útlit og form húsa geta tekið breytingum. Breytingin varðar grenndarhagsmuni.
Skipulagsnefnd samþykkir að deiliskipulagsbreytingin skuli auglýst skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingartillagan skal grenndarkynnt þar sem óskað verður eftir umsögnum og athugasemdum.
Samþykkt með fjórum atkvæðum.- Fylgiskjalþrastarhöfði 20_skuggavarp_11_11_2022.pdfFylgiskjal01 11 2022 Þrastarhöfði 20_deiliskipulag til breytingar-þrastarhöfði 14 16 og 20 deiliskipulagsbreyting (2).pdfFylgiskjalSnið og skuggavarp.pdfFylgiskjalSnið og skuggavarp2.pdfFylgiskjalÞrastarhöfði - kynningarsvæði - ákvörðun nefndar.pdf
9. Hamrabrekkur 7 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi202209214
Skipulagsnefnd samþykkti á 574. fundi sínum að grenndarkynna umsókn um byggingarleyfi fyrir frístundahús og gestahús að Hamrabrekkum 7 í samræmi við í samræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynningarbréf voru send á aðliggjandi landeigendur og hagaðila. Umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirlitinu HEF, dags. 16.11.2022, Minjastofnun Íslands, dags. 22.11.2022 og Vegagerðinni, dags. 02.11.2022, 19.12.2022 og 10.01.2023. Athugasemdafrestur var frá 15.11.2022 til og með 19.12.2022.
Athugasemdir lagðar fram til kynningar. Skipulagsfulltrúa falin áframhaldandi vinna máls.
Samþykkt með fjórum atkvæðum.10. Hamrabrekkur 8 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi202210491
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi, frá Svavari M. Sigurjónssyni, f.h. Hafsteins Helga Halldórssonar, dags. 30.12.2022, fyrir frístundahús í Hamrabrekkum 8 í samræmi við gögn. Umsóknin er lögð fram til skipulagsnefndar þar sem að ekki er í gildi deiliskipulag af svæðinu.
Skipulagsnefnd samþykkir að byggingaráform verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir.
Samþykkt með fjórum atkvæðum.11. Í Úlfarsfellslandi L125498 - fyrirspurn um gestahús á lóð202212161
Borist hefur erindi frá Kristjáni Bjarnasyni, dags. 11.12.2022, með ósk um heimild til þess að byggja gestahús á sumarhúsalóð við Hafravatn L125498. Gestahúsið er 19.5 m2 en fyrir er 41 m2 hús á lóðinni.
Skipulagsnefnd samþykkir að byggingaráform verði grenndarkynnt í sam¬ræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir.
Samþykkt með fjórum atkvæðum.12. Bugðufljót 15 - aukið nýtingarhlutfall202212079
Borist hefur erindi frá Alfreð Gunnarssyni Baarregaard, f.h. Bugðufljóts 15 ehf., dags. 05.12.2022, með ósk um aukið byggingarmagn og hækkun nýtingarhlutfalls lóðar úr 0,3 í 0,5.
Skipulagsnefnd samþykkir að málið skuli meðhöndlað skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sem óverulegt frávik skipulags í ljósi heimilda nærliggjandi lóða og fordæma innan svæðisins. Framkvæmda- og eða málsaðili skal greiða gatnagerðargjöld af viðbótar fermetrum og önnur gjöld í samræmi við samþykkta gjaldskrá Mosfellsbæjar.
Samþykkt með fjórum atkvæðum.13. Merkjateigur 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi202301116
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Reyni Kristjánssyni til að breyta einbýli að Merkjateig 1 í fjöleignahús, tvíbýli. Erindinu var vísað til skipulagsnefndar á 489. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir hverfið.
Skipulagsnefnd samþykkir að byggingaráform verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa er heimilt að kalla eftir frekari kynningargögnum sé þess þörf.
Samþykkt með fjórum atkvæðum.14. Hlíðartún 2A-2B - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi202212397
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Jón Magnús Halldórsson til að byggja parhús að Hlíðartúni 2A-2B. Erindinu var vísað til skipulagsnefndar á 489. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir lóðina. Sama hús var áður grenndarkynnt og byggingaráform samþykkt árið 2019, en áform og kynning eru fallin á tíma skv. skipulagslögum nr. 123/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Skipulagsnefnd samþykkir að byggingaráform verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa er heimilt að kalla eftir frekari kynningargögnum sé þess þörf.
Samþykkt með fjórum atkvæðum.
Fundargerðir til kynningar
15. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 63202212010F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Lagt fram.
15.1. 4. áfangi Helgafellshverfis - deiliskipulagsbreyting lóðamarka 202211341
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir 4. áfanga Helgafellshverfis. Tillagan felur í sér breytingar á lóðum, lóðamörkum og byggingarreitum í nokkrum götum hverfisins. Helst breytast lóðamörk milli Liljugötu 2-4 og Lóugötu 24 og 26. Lóð við Liljugötu stækkar um 168 fermetra en aðliggjandi lóðir og byggingarreitir við Lóugötu aðlagast og húsagerðum breytt. Lóðir við Liljugötu 9-17 og 19-25, Huldugötu 1-13 og Lóugötu 1-11 stækka lítillega. Lóð Kolbrúnargötu 2 minnkar. Bílastæðum við Kolbrúnargötu 8, 14, 20 og 28 auk Lóugötu 2-20 er hliðrað til. Annað í skipulagi er óbreytt.
Breytingin er framsett í skalanum 1:2000, dags. 29.11.2022.
16. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 486202212005F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Lagt fram.
16.1. Brúarfljót 2, umsókn um byggingarleyfi 202011137
E18, Logafold 32, sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta mhl. 02 og 04 atvinnuhúsnæðis á lóðinni Brúarfljót nr. 2, í samræmi við framlögð gögn. Bætt er við milliloftum.
Stækkun mhl. 02: Milliloft 650 m², rúmmál breytist ekki.
Stækkun mhl. 04: Milliloft 804,7 m², rúmmál breytist ekki.16.2. Desjamýri 11 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202108131
HDE ehf. Þórðarsveig 20 Reykjavík sækja um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta atvinnuhúsnæðis á lóðinni Desjamýri nr. 11, í samræmi við framlögð gögn. Bætt er við milliloftum.
Stækkun: Milliloft 825,1 m², rúmmál breytist ekki.16.3. Háholt 11 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202209275
N1 ehf. Dalvegi 10-14 Kópavogi sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta verslunar- og þjónustuhúsnæðis á lóðinni Háholt nr. 11, í samræmi við framlögð gögn. Breyting felur í sér stækkun kælis við austurhlið.
Stækkun 21,3 m², 57,6 m³.16.4. Háholt 14 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202206028
Hengill ehf Háholti 14 sækir sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta mhl. 0106 atvinnuhúsnæðis á lóðinni Háholt nr. 14, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir breytast ekki16.5. Laxatunga 193/Umsókn um byggingarleyfi. 201701154
Daði Jóhannsson Laxatungu 193 sækja um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Laxatunga nr. 193, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
16.6. Reykjahvoll 36 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202205507
Birkir Freyr Helgason Álfkonuhvarfi 33 Kópavogi sækir um leyfi til að byggja úr timbri einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Reykjahvoll nr. 36, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Íbúð 186,0 m², bílgeymsla 51,9 m², 756,4 m³.16.7. Skuggabakki 10 - Umsókn um byggingarheimild 202208793
Durgur ehf. Laxatungu 41 sækir um leyfi stækkun turnbyggingar hesthúss á lóðinni Skuggabakki nr.10, í samræmi við framlögð gögn.
Stækkun: 16,8 m² , 37,9 m³.16.8. Vogatunga 53-59, Umsókn um byggingarleyfi. 201806022
Upprisa ehf., Háholti 14, sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta raðhúsa á lóðinni Vogatunga nr. 53-59, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
17. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 487202212018F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Lagt fram.
17.1. Grenibyggð 22-24 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202211363
Dagný Tómasdóttir Grenibyggð 22 sækir um leyfi til breytinga útlits, innra skipulags og skráningar parhúss á lóðinni Grenibyggð nr. 22-24, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
17.2. Helgadalsvegur 60 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202107128
Jens Páll Hafsteinsson Köldulind 6 Kópavogi sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Helgadalsvegur nr. 60, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Íbúð 82,2 m², gróðurhús 32,8 m² bílgeymsla 150,0 m², 974,9 m³.
18. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 488202212023F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Lagt fram.
18.1. Hlaðgerðarkot - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202212015
Samhjálp Skútuvogi 1g Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr timbri kapellu lóðinni Hlaðgerðarkot, landnr.124721 , í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 49,8 m², 107,8 m³.
18.2. Litlikriki 40, umsókn um byggingarleyfi 200611121
Rúnar Þór Guðjónsson sækja um leyfi til breytinga samþykktra aðaluppdrátta parhúss á lóðinni Litlikriki nr. 40. Um er að ræða breytingu á innra skipulagi í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
18.3. Reykjahlíð garðyrkja 123758 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202212067
Hafdís Huld Þrastardóttir Suðurá sækir um leyfi til að byggja við einbýlishús á lóðinni Reykjahlíð, landnr. 123758, í samræmi við framlögð gögn. Stækkun: Íbúð 27,1 m², 70,2 m³.
18.4. Sölkugata 8-10 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202212312
Sigurður Straumfjörð Pálsson Sölkugötu 8 sækir um leyfi til breytinga á lóðarfrágangi við parhús á lóðinni Sölkugata nr. 8 í samræmi við framlögð gögn.
19. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 489202301013F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
19.1. Hlíðartún 2A-2B - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202212397
Pétur ehf., Hlíðartúni 2, sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu parhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílgeymslum á lóðinni Hlíðartún nr.2a, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir mhl. 01: Íbúð 157,6 m², bílgeymsla 39,0 m² 488,7 m³.
Stærðir mhl. 02: Íbúð 224,1 m², bílgeymsla 42,2 m², 613,47 m³.19.2. Merkjateigur 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202301116
Birgir Magnús Björnsson Merkjateig 1 sækir leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Merkjateigur nr. 1 í samræmi við framlögð gögn. Sótt er um leyfi til útlitsbreytinga og breyttrar skráningar í formi þess að húsið verði skráð sem tveir sjálfstæðir eignarhlutar. Stærðir breytast ekki