30. ágúst 2019 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Jón Pétursson aðalmaður
- Ölvir Karlsson (ÖK) áheyrnarfulltrúi
- Sigurður B Guðmundsson varamaður
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Lindarbyggð - beiðni um endurskoðun á skipulagi Lindarbyggðar201809154
Á 485. fundi skipulagsnefndar 24. maí 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd vísar tillögunni til kostnaðargreiningar hjá framkvæmdastjóra umhverfissviðs." Lögð fram umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
Skipulagsnefnd tekur undir tillögu framkvæmdastjóra umhverfissviðs um að hverfið verði deiliskipulagt í heild sinni og felur skipulagsfulltrúa að hefja undirbúningsvinnu við verkefnið. Umhverfissviði verður falið að skoða hvort flýta megi þeim framkvæmdum sem varða umferðaröryggi í hverfinu s.s. merkingum og hraðahindrunum. Samhliða þessu óskar nefndin eftir áætlun skipulagsfulltrúa um deiliskipulagningu eldri ódeiliskipulagðra hverfa í Mosfellsbæ.
2. Landspilda 219270 í Mosfellsdal, deiliskipulagsbreyting.201804008
Á 488. fundi skipulagsnefndar 29. mars 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að gera tillögu að svörum við athugasemdum og leggja fram á fundi nefndar." Lagðar fram tillögur að svörum við athugasemdum.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að svara innkomnum athugasemdum í samræmi við minnisblað skipulagsfulltrúa og annast gildistöku skipulagsins.
3. Laxatunga 72, 74 og 102 - frágangur á lóðarmörkum201907217
Borist hefur erindi frá lóðarhöfum Laxatungu 72, 74 og 102 dags. 15. júlí 2019 varðandi frágang á lóðarmörkum á milli lóðanna.
Skipulagsnefnd vísar í bókun bæjarráðs á fundi nr. 1410, 29.08.2019, varðandi skoðun deiliskipulags hverfisins m.t.t. til lóðastækkana.
4. Merkjateigur 6 - beiðni um eignaskiptingu að Merkjateig 62019081001
Borist hefur erindi frá Þormari Jónssyni dags. 23. ágúst 2019 varðandi breytingu á eignaskiptingu hússins að Merkjateig 6.
Skipulagsnefnd vísar málinu til umsagnar byggingarfulltrúa.
5. Engjavegur 6 - breyting á deiliskipulagi201908526
Borist hefur erindi frá Heimi Þór Gíslasyni fh. lóðareiganda að Engjavegi 6 dags. 15. ágúst 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir Engjaveg 6.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að funda með húseiganda.
6. Lynghóll úr landi Miðdals II - breyting á deiliskipulagi2019081000
Borist hefur erindi frá Agli Guðmundssyni dags. 23. ágúst 2019 fh. landeiganda varðandi breytingu á deiliskipulagi lönd lnr. 125325, 125364 og 125338.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
7. Ásland 13 - kantsteinn götu201908832
Borist hefur erindi frá Sigurbirni Rúnari Sigurbirnssyni dags. 21. ágúst 2019 varðandi kantstein á götu við Ásland 13.
Skipulagsnefnd vísar málinu til umsagnar og afgreiðslu hjá framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
8. Bjarkarholt 11-19, B-hluti - breyting á deiliskipulagi201908814
Borist hefur erindi frá Upphafi fasteignafélagi dags. 21. ágúst 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar Bjarkarholt 11-19.
Afgreiðslu frestað.
9. Krikahverfi - hraðakstur, hraðahindranir o.fl.201908540
Borist hefur erindi frá Helenu Kristinsdóttur formanni íbúasamtaka Krikahverfis dags. 15. ágúst 2019 varðandi umferðaröryggi í Krikahverfi.
Skipulagsnefnd vísar málinu til skoðunar hjá umhverfissviði Mosfellsbæjar.
10. Aðalskipulag Mosfellsbæjar - endurskoðun201809280
Lögð fram tímaáætlun vegna endurskoðunar á aðalskipulagi Mosfellsbæjar.
Umræður um málið, framlögð tímaáætlun samþykkt með breytingu.
11. Blikastaðaland - Deiliskipulag verslunar- og þjónustusvæðis og athafnasvæðis201908379
Á 491. fundi skipulagsnefndar 18. ágúst 2019 mættu fulltrúar Reita og Arkís og kynntu skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag svæðisins. Lögð fram skipulagslýsing.
Lýsing deiliskipulags samþykkt. Skipulagsfulltrúa falið að kynna tillöguna og afla viðeigandi umsagna.
12. Leiksvæði við Sauðhól - breyting á leiksvæði2019081016
Borist hefur erindi frá Walter Hjaltested fh. hönd lóðarhafa að Snæfríðargötu 30 dags. 27. ágúst 2019 varðandi breytingu á leiksvæði við Snæfríðargötu 30.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu deiliskipulags.
13. Leirvogstunga 19 / Umsókn um byggingarleyfi.201804228
Bátur ehf., Leirvogstungu 19, sækir um leyfi til breytinga á áður samþykktum aðaluppdráttum einbýlishúss á lóðinni Leirvogstunga nr. 19, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki. Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið þar sem staðsetning húss er ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkir að meðhöndla málið samkvæmt 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
Fundargerðir til kynningar
14. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 373201908022F
Lagt fram.
14.1. Þverholt 9 breyting 3 hæð / Umsókn um byggingarleyfi 201908237
Teiknistofan TGJ ehf., Túngötu 4 Reykjavík, leggur fram uppfærða aðaluppdrætti ásamt breyttri skráningartöflu fjölbýlishúss á lóðinni Þverholt nr. 9, í samræmi við framlögð gögn.Heildarstærð húss breytist ekki.
14.2. Flugumýri 10-12 viðbygging /Umsókn um byggingarleyfi 201907147
Vélsmiðjan Orri ehf., Flugumýri 10-12, leggur fram uppfærða aðaluppdrætti ásamt skráningartöflu atvinnuhúsnæðis á lóðinni Flugumýri nr. 10-12, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
14.3. Leirvogstunga 19 / Umsókn um byggingarleyfi. 201804228
Bátur ehf., Leirvogstungu 19, sækir um leyfi til breytinga á áður samþykktum aðaluppdráttum einbýlishúss á lóðinni Leirvogstunga nr. 19, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
14.4. Gerplustræti 16 breyting úti /Umsókn um byggingarleyfi 201908323
Húsfélagið Gerplustræti 16 sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðuppdrátta fjölbýlishúss á lóðinni Gerplustræti nr. 16, í samræmi við framlögð gögn. Breyting felur í sér svalalokanir úr gleri á svölum 1. og 2. hæðar. Stærðir breytast ekki.
14.5. Bjargartangi 4 niðurrif á garðskála / Umsókn um byggingarleyfi 201908596
Ægir Ægisson Bjargartanga 4 sækir um leyfi til að rífa og farga garðskála á lóðinni Bjargartangi nr. 4, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Rif -24,7 m², -56,8m³.
14.6. Kvíslartunga 120 / Umsókn um byggingarleyfi. 201811061
Sandra Rós Jónasdóttir, Kvíslartungu 120, sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Kvíslartungu nr. 120, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
14.7. Kvíslartunga 11-13, Umsókn um byggingarleyfi 201804118
Ingibjörg Alexía Guðjónsdóttir og Atli Freyr Unnarsson, Kvíslartungu 11-13, sækja um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta parhúss á lóðinni Kvíslartunga nr. 11-13, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir breytast ekki.
15. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 35201908013F
Lagt fram.