26. apríl 2022 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Jón Pétursson aðalmaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Vefarastræti 2-6 - leikskóli - deiliskipulagsbreyting202202161
Skipulagsnefnd samþykkti á fundi sínum að kynna breytingu á deiliskipulagi leikskólalóðarinnar Vefarastrætis 2-6 í Helgafellshverfi. Breytingin var kynnt í Lögbirtingarblaðinu, Mosfellingi og á vef Mosfellsbæjar. Athugasemdafrestur var frá 24.02.2022 til og með 04.04.2022. Athugasemdir bárust frá Gunnari Þór Þórðarsyni og Ingu Hallsteinsdóttur, dags. 24.03.2022, Ástbjörgu Jónsdóttur, dags. 31.03.2022, Önnu Margréti Bjarnadóttur, dags. 03.04.2022 og Sighvati Halldórssyni, dags. 04.04.2022. Hjálögð eru drög að svörun athugasemda, hljóðvistarrýni og uppfærð deiliskipulagsgögn þar sem byggingarreitir hafa verið aðlagaðir og skýringarmyndir unnar.
Athugasemdir lagðar fram til kynningar. Að teknu tilliti til athugasemda og með viðbótargögnum er skipulagsfulltrúa falið að svara athugasemdum í samræmi við fyrirliggjandi drög. Deiliskipulagið er samþykkt og skal það síðan hljóta afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt upplýsist að umhverfissviði verður falið að eiga samráð við lóðarhafa aðliggjandi lóða um frágang sameiginlegra lóðarmarka.
Bókun Jóns Péturssonar fulltrúa M-lista Miðflokks: Fulltrúi Miðflokksins samþykkir deiliskipulagsnreytinguna en hefði kosið að breyttar forsendur hönnunar hefðu verið kynntar fyrir íbúum áður en deilskiskipulagsbreytingin var auglýst.
Samþykkt með fimm atkvæðum.2. Selvatn L192510 - uppskipting lóðar202204217
Borist hefur erindi frá Bjarka Sigurjónssyni, dags. 08.04.2022, með ósk um skiptingu deiliskipulagðrar frístundalóðar við Krókatjörn í samræmi við gögn.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga, að leggja fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með fimm atkvæðum.3. Blikastaðaland - Deiliskipulag verslunar-, þjónustu- og athafnasvæðis201908379
Lögð eru fram til kynningar drög og gögn að nýju deiliskipulagi athafnar, verslunar- og þjónustusvæðis í Blikastaðalandi vestan Korpúlfsstaðavegar. Tillagan er unnin af Arkís arkitektum.
Umræður. Lagt fram og kynnt.
4. Vinna við þróun skipulags- og uppbyggingar byggðar í Blikastaðalandi202004164
Hönnuðir og starfsmenn Alta ráðgjafaþjónustu kynna nýjar hugmyndir og tillögu rammaskipulags fyrir íbúðarbyggð í Blikastaðalandi norðan Korpúlfsstaðavegar.
Eric Holding borgarhönnuður kynnti verkefnið með fjarfundarbúnaði, þær Matthildur Elmarsdóttir og Drífa Árnadóttir ráðgjafar og hönnuðir hjá Alta stýrðu umræðum og svöruðu spurningum.
Skipulagsnefnd leggur til að tillögur verði unnar áfram hvað varðar gerð ramma- og aðalskipulags.
Samþykkt með fimm atkvæðum.Gestir
- Matthildur Elmarsdóttir
- Eric Holding
- Drífa Árnadóttir
- Þorgerður Arna Einarsdóttir
- Jón Ágúst Pétursson
Fundargerðir til staðfestingar
5. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 58202204025F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
5.1. Kvíslartunga 134 - breyting á deiliskipulagi 202202077
Skipulagsnefnd samþykkti á 559. fundi sínum að kynna og auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu fyrir lóðina Kvíslartungu 134, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var aðgengileg á vef sveitafélagsins sem og kynnt með bréfum grenndarkynningar sem send voru á eigendur Kvíslartungu 53, 120, 122, 124, 126, 128, 130, 132 og 134.
Athugasemdafrestur var frá 24.02.2022 til og með 30.03.2022. Engar athugasemdir bárust.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram og kynnt.
Fundargerðir til kynningar
6. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 466202204003F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
6.1. Bjarkarholt 8-20 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202201326
Stöð ehf. sækir um leyfi til breytinga innra skipulags húsnæðis fyrir verslun- og þjónustu, rými 0001, á lóðinni Bjarkarholt nr. 12, í samræmi við framlögð gögn. Stækkun milligólfs 66,0 m².
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram og kynnt.
6.2. Háholt 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202011047
Mosfellsbær Þverholti 2 sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta vegna breytinga innra skipulags samkomuhúss á lóðinni Háholt nr. 2 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram og kynnt.
6.3. Laxatunga 99 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202010345
Byggás ehf. Skeiðakri 5 Garðabæ sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Laxatunga nr. 99 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram og kynnt.
7. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 467202204010F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
7.1. Uglugata 40-46 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202202132
Uglugata 40 ehf. Melhaga 22 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu 8 íbúða tveggja hæða fjölbýlishús á lóðinni Uglugata nr. 40-46 , í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 1.087,6 m², 3.592,8 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram og kynnt
7.2. Háholt 15 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202203665
Festi fasteignir ehf. Dalvegi 10-14 Kópavogi sækja um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta verslunarhúsnæðis á lóðinni Háholt nr. 15, húshluti A, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram og kynnt
7.3. Reykjahvoll 4B - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202110105
Kali ehf. Bröttuhlíð 25 leggur fram uppfærðan aðluppdrátt með lóðarhönnun og frágangi lóðarmarka sem liggja að lóðum nr. 6 og 4A við Reykjahvol. Skriflegt samþykki lóðrhafa fylgir með erindinu.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram og kynnt
7.4. Laxatunga 70 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202204192
Mosfellsbær Þverholti 2 sækir um leyfi til niðurrifs eldhúseiningar við leiksóla á lóðinni Laxatungu nr. 70, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir fjarlægðra byggingarhluta: 40,3 m², 115,7 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram og kynnt
8. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 468202204020F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
8.1. Bjarkarholt 11-29 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202111474
FA01 ehf. Höfðabakka 3 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu tvö 29 íbúða fjölbýlishús á fjórum til fimm hæðum ásamt sameiginlegri bílgeymslu á lóðinni Bjarkarholt nr. 11-29, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir:
Bjarkarholt 17 - 29 íbúðir: 3.095,5 m², 9.076,6 m³.
Bjarkarholt 19 - 29 íbúðir: 2.944,5 m², 8.695,9 m³.
Sameiginleg bílgeymsla: 960,6 m², 2.593,6 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram og kynnt.