Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

28. febrúar 2020 kl. 07:05,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
  • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
  • Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) varamaður
  • Ölvir Karlsson (ÖK) áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Kristinn Pálsson embættismaður

Fundargerð ritaði

Kristinn Pálsson Verkefnastjóri


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Reykja­hvoll 4/Ásar 6 - breyt­ing á deili­skipu­lagi201911285

    Lagt er fram minnisblað byggingarfulltrúa.

    Skipu­lags­nefnd heim­il­ar um­sækj­anda að leggja fram til­lögu að breyt­ingu á deili­skipu­lagi.

    • 2. Ósk um deili­skipu­lag Lága­felli2016081715

      Borist hefur erindi frá Árna Helgasyni fh. Lágafellsbygginga ehf. dags. 23. janúar 2020 varðandi skipulag í Lágafelli.

      Skipu­lags­nefnd vís­ar mál­inu til end­ur­skoð­un­ar að­al­skipu­lags. Haft skal sam­band við máls­að­ila og hon­um boð­ið að kynna hug­mynd­ir sín­ar fyr­ir nefnd­inni.

    • 3. Fossa­tunga 8-12 - breyt­ing á deili­skipu­lagi201909399

      Skipulagsnefnd vísaði erindinu til bæjarráðs á 505. fundi sínum þann 10. janúar 2020. Þar sem fyrir liggur samkomulag um viðbótargjöld vegna fjölgunar ráðhúsaíbúða úr 3 í 4 íbúðir er deiliskipulagstillagan lögð fyrir skipulagsnefnd að nýju og óskað heimildar til auglýsingar.

      Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að til­lag­an verði aug­lýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga.
      Full­trú­ar M-lista og L-lista sitja hjá.

    • 4. Þjón­ustu­könn­un sveit­ar­fé­laga 2019202001270

      Lögð fram skýrsla um niðurstöðu þjónustukönnunar Gallup fyrir Mosfellsbæ á árinu 2019.

      Lagt fram og kynnt.

    • 5. Helga­fells­hverfi 4. áfangi - breyt­ing á deili­skipu­lagi201810106

      Lögð eru fram drög að svari við athugasemdum sem bárust á auglýsingatíma deiliskipulagstillögunnar.

      At­huga­semd­um skal svarað í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu.
      Deili­skipu­lagstil­lag­an sam­þykkt og skal hljóta af­greiðslu skv. 42. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

      Bók­un full­trúa L-lista Vina Mos­fells­bæj­ar.
      Full­trúi Vina Mos­fells­bæj­ar tek­ur und­ir áhyggj­ur þær sem fram koma í at­huga­semd­um íbúa við Vefara­stræti 7-11 varð­andi áhyggj­ur af auk­inni um­ferð í aug­anu og fram­hjá Helga­fells­skóla og áhyggj­ur af ör­yggi skóla­barna í hverf­inu í að­dra­g­enda og á með­an á upp­bygg­ingu 4. áfanga Helga­fells­hverf­is stend­ur. Sam­skom­ar áhyggj­ur og at­huga­semd­ir komu einni fram í at­huga­semd­um vegna fyrri aug­lýs­ing­ar um deili­skipu­lag 4. áfanga á ár­inu 2019.
      Stefán Ómar Jóns­son.

      Bók­un full­trúa M-lista.
      Full­trúi Mið­flokks­ins legg­ur áherslu á að íbú­um verði kynnt­ar upp­haf­leg­ar áætlan­ir um um­ferð­ar­þunga um Vest­ur­landsveg og inn­an Helga­fells­hverf­is­ins ásamt sam­an­burði við þær töl­ur sem liggja fyr­ir m.v. fyr­ir­hug­aða upp­bygg­ingu í hverf­inu og um­ferð­ar­þunga á Vest­ur­lands­vegi m.t.t. þess skipu­lags sem hér er til af­greiðslu. Það er mik­il­vægt að íbú­ar, sem fjár­festa m.v. ákveðn­ar fyr­ir­fram gefn­ar hönn­un­ar­for­send­ur og deili­skipu­lag, sé upp­lýst eins vel og kost­ur er hvaða breyt­ing­ar eru fyr­ir­hug­að­ar.
      Sveinn Ósk­ar Sig­urðs­son.

      Bók­un full­trúa D- og V-lista.
      Skoð­un á um­ferð­ar­sköp­un af hálfu um­ferð­ar­sér­fræð­inga hef­ur leitt í ljós að um­ferð er nú 5.500 bíl­ar á sól­ar­hring (októ­ber 2019) á Helga­fells­vegi en áætlað var árið 2007 að heild­ar­fjöldi yrði 10.000 bíl­ar á sól­ar­hring á veg­in­um þeg­ar hverf­ið væri full­byggt.
      Um­ferð um Vefara­stræti er því að svo komnu minni en áætlað var.
      Varð­andi upp­bygg­ingu 4. áfanga hef­ur ver­ið sam­ið við verktaka svæð­is­ins um að akst­ur utan svæð­is verði í al­geru lág­marki.
      Fjölg­un íbúða­ein­inga úr 168 í 188 í 4. áfanga Helga­fells­hverf­is mun ekki endi­lega hafa aukn­ingu á um­ferð í för með sér þar sem nýtt deili­skipu­lag er með mun minni íbúð­um en í gild­andi skipu­lagi. Það má því leiða lík­um að því að það verði mögu­lega færra fólk sem flyt­ur inn í 4. áfanga þar sem mun færri stór hús með auka­í­búð­um verða byggð á svæð­inu. Um­ferðarör­yggi í Helga­fells­hverfi verð­ur tryggt með sem best­um hætti í sam­starfi við verktaka með­an á fram­kvæmd­um stend­ur.
      Ás­geir Sveins­son, Bryndís Brynj­ars­dótt­ir og Helga Jó­hann­es­dótt­ir.

      • 6. Er­indi Reykja­vík­ur­borg­ar - Deili­skipu­lag Esju­mela Kjal­ar­nesi201506102

        Reykjavíkurborg auglýsir tillögu að breytingu á deiliskipulagi á athafnarsvæðinu við Esjumela á Kjalarnesi. Frestur til athugasemda er til 14. mars 2020.

        Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar mót­mæl­ir áform­um Reykja­vík­ur­borg­ar um meng­andi iðn­að­ar­starf­semi sem fyr­ir­hug­uð er á Esju­mel­um í fal­legri nátt­úru við Mos­fells­bæ.
        Skipu­lag­ið er á sveit­ar­fé­laga­mörk­um Mos­fells­bæj­ar og Reykja­vík­ur í næsta ná­grenni við fjöl­menna byggð í Leir­vogstungu­hverfi og í ásýnd allra Mos­fell­inga. Í um­hverf­is­mati sem fylg­ir deili­skipu­lag­inu kem­ur fram að bú­ast megi við nei­kvæð­um áhrif­um á lýð­heilsu, ásýnd, frá­veitu og loft. Loft- og há­vaða­meng­un fylg­ir óhjá­kvæmi­lega gróf­um og meng­andi iðn­aði og skerð­ir lífs­gæði íbúa. Enn frem­ur munu 20 m háir skor­stein­ar á Esju­mel­um breyta var­an­lega ásýnd Esj­unn­ar til hins verra.
        Rangt er að eft­ir að­al­skipu­lags­breyt­ingu hafi þetta svæði ver­ið ætlað mal­bik­un­ar­stöð eins og lesa má í inn­gangi upp­drátt­ar. Svæð­ið á Esju­mel­um á að vera hefð­bund­ið at­hafna­svæði, en í að­al­skipu­lagi svæð­is­ins stend­ur "ekki sé ætl­un­in að breyta at­hafna­svæð­inu á Esju­mel­um í iðn­að­ar­svæði, í heild sinni eða að hluta.". "Fyrst og fremst iðn­að­ur og önn­ur starf­semi sem ekki hef­ur telj­andi meng­un­ar­hættu í för með sér, s.s. verk­stæði, gagna­ver og vöru­geymsl­ur." Ekki er hægt að túlka áform um mal­bik­un­ar­stöð sem ann­að en gróf­an meng­andi iðn­að. Ljóst er að fyr­ir­hug­uð starf­semi í aug­lýstri til­lögu hef­ur í för með sér nei­kvæð um­hverf­is- og sjón­ræn áhrif, sem skerða mun gæði úti­vist­ar fyr­ir nær­liggj­andi svæði sem marg­ir Mos­fell­ing­ar og höf­uð­borg­ar­bú­ar nýta sér.
        Skipu­lags­nefnd efast um að deili­skipu­lagstil­lag­an rúm­ast inn­an fyrri breyt­ing­ar að­al­skipu­lags og vill láta reyna á lög­mæti þess. Skipu­lags­nefnd vek­ur enn frem­ur at­hygli á að breyt­ing­in á deili­skipu­lag­inu og fyr­ir­hug­uð starf­semi á Esju­mel­um hef­ur í för með sér aukna þunga­flutn­inga til og frá svæð­inu, eins og fram kem­ur í gögn­um Reykja­vík­ur­borg­ar sem unn­in voru af VSÓ-Ráð­gjöf. Efni og af­urð­ir munu verða flutt­ar lang­ar leið­ir um Vest­ur­landsveg í gegn­um Mos­fells­bæ.
        Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar ósk­ar eft­ir að bæj­ar­stjóri og formann­að­ur skipu­lags­nefnd­ar fundi með borg­ar­stjóra og formanni skipu­lags­ráð Reykja­vík­ur til þess að koma mót­mæl­um á fram­færi við Reykja­vík­ur­borg.

        Bók­un M-lista
        Full­trúi Mið­flokks­ins tek­ur und­ir fram­an­greinda bók­un fund­ar­ins. Árétta verð­ur að hvat­inn að baki þess­um áform­um Reykja­vík­ur­borg­ar virð­ist byggjast á þeirri grunn­for­sendu að byggð verði iðn­að­ar­höfn á Álfs­nesi fyr­ir starf­semi iðn­að­ar er styð­ur við þessi áform um þung­an iðn­að eins og mal­bik­un­ar­stöð við ræt­ur Esj­unn­ar, þ.e. við Esju­mela. Í því sam­hengi sam­þykkti svæð­is­skipu­lags­nefnd SSH ný­lega, gegn at­huga­semd­um full­trúa Mið­flokks­ins í þeirri nefnd á vett­vangi sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, stækk­un vaxta­marka svæð­is­skipu­lags höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins til að koma fram­an­greindri iðn­að­ar­höfn fyr­ir á Álfs­nesi ofan í forn­ar minj­ar og í næsta ná­grenni við Mos­fells­bæ.
        Sveinn Ósk­ar Sig­urðs­son

      • 7. Fyr­ir­spurn til skipu­lags- og bygg­ing­ar­full­trúa201910037

        Borist hefur erindi frá Þebu Björt Karlsdóttur, dags. 12. desember 2019 varðandi byggingu á skyggni yfir sólpall að Arnartanga 47. Deiliskipulag er ekki á svæðinu. Gögn dags. 10. desember 2019.

        Frestað vegna tíma­skorts.

      • 8. Mark­holt - opn­un og lok­un201809042

        Borist hefur erindi frá Jóni Svan Grétarssyni dags. 12. febrúar 2020 varðandi götulokun í Markholti við hús nr. 1. Meðfylgjandi er undirskriftarlisti íbúa dags. 30. september 2018.

        Frestað vegna tíma­skorts.

      • 9. Bratta­hlíð 32-34, 36-38 - Óveru­leg breyt­ing á deili­skipu­lagi202002209

        Borist hefur erindi frá Þórhalli Sigurðssyni, dags. 20.02.2019 varðandi óverulega breytingu deiliskipulags í Bröttuhlíð.

        Frestað vegna tíma­skorts.

      • 10. Blikastað­a­land - Deili­skipu­lag versl­un­ar- og þjón­ustu­svæð­is og at­hafna­svæð­is201908379

        Kynning frá Friðjóni Sigurðarsyni, framkvæmdastjóra þróunarsviðs Reita og Birni Guðbrandssyni skipulagshöfundi frá ARKÍS um vinnu við deiliskipulag fyrirhugaðs atvinnusvæðis í Blikastaðalandi.

        Er­indi kynnt.

        Gestir
        • Friðjón Sigurðsson
        • Björn Guðbrandsson
        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:10