28. febrúar 2020 kl. 07:05,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) varamaður
- Ölvir Karlsson (ÖK) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Kristinn Pálsson embættismaður
Fundargerð ritaði
Kristinn Pálsson Verkefnastjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Reykjahvoll 4/Ásar 6 - breyting á deiliskipulagi201911285
Lagt er fram minnisblað byggingarfulltrúa.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
2. Ósk um deiliskipulag Lágafelli2016081715
Borist hefur erindi frá Árna Helgasyni fh. Lágafellsbygginga ehf. dags. 23. janúar 2020 varðandi skipulag í Lágafelli.
Skipulagsnefnd vísar málinu til endurskoðunar aðalskipulags. Haft skal samband við málsaðila og honum boðið að kynna hugmyndir sínar fyrir nefndinni.
3. Fossatunga 8-12 - breyting á deiliskipulagi201909399
Skipulagsnefnd vísaði erindinu til bæjarráðs á 505. fundi sínum þann 10. janúar 2020. Þar sem fyrir liggur samkomulag um viðbótargjöld vegna fjölgunar ráðhúsaíbúða úr 3 í 4 íbúðir er deiliskipulagstillagan lögð fyrir skipulagsnefnd að nýju og óskað heimildar til auglýsingar.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
Fulltrúar M-lista og L-lista sitja hjá.4. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2019202001270
Lögð fram skýrsla um niðurstöðu þjónustukönnunar Gallup fyrir Mosfellsbæ á árinu 2019.
Lagt fram og kynnt.
5. Helgafellshverfi 4. áfangi - breyting á deiliskipulagi201810106
Lögð eru fram drög að svari við athugasemdum sem bárust á auglýsingatíma deiliskipulagstillögunnar.
Athugasemdum skal svarað í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
Deiliskipulagstillagan samþykkt og skal hljóta afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Bókun fulltrúa L-lista Vina Mosfellsbæjar.
Fulltrúi Vina Mosfellsbæjar tekur undir áhyggjur þær sem fram koma í athugasemdum íbúa við Vefarastræti 7-11 varðandi áhyggjur af aukinni umferð í auganu og framhjá Helgafellsskóla og áhyggjur af öryggi skólabarna í hverfinu í aðdragenda og á meðan á uppbyggingu 4. áfanga Helgafellshverfis stendur. Samskomar áhyggjur og athugasemdir komu einni fram í athugasemdum vegna fyrri auglýsingar um deiliskipulag 4. áfanga á árinu 2019.
Stefán Ómar Jónsson.Bókun fulltrúa M-lista.
Fulltrúi Miðflokksins leggur áherslu á að íbúum verði kynntar upphaflegar áætlanir um umferðarþunga um Vesturlandsveg og innan Helgafellshverfisins ásamt samanburði við þær tölur sem liggja fyrir m.v. fyrirhugaða uppbyggingu í hverfinu og umferðarþunga á Vesturlandsvegi m.t.t. þess skipulags sem hér er til afgreiðslu. Það er mikilvægt að íbúar, sem fjárfesta m.v. ákveðnar fyrirfram gefnar hönnunarforsendur og deiliskipulag, sé upplýst eins vel og kostur er hvaða breytingar eru fyrirhugaðar.
Sveinn Óskar Sigurðsson.Bókun fulltrúa D- og V-lista.
Skoðun á umferðarsköpun af hálfu umferðarsérfræðinga hefur leitt í ljós að umferð er nú 5.500 bílar á sólarhring (október 2019) á Helgafellsvegi en áætlað var árið 2007 að heildarfjöldi yrði 10.000 bílar á sólarhring á veginum þegar hverfið væri fullbyggt.
Umferð um Vefarastræti er því að svo komnu minni en áætlað var.
Varðandi uppbyggingu 4. áfanga hefur verið samið við verktaka svæðisins um að akstur utan svæðis verði í algeru lágmarki.
Fjölgun íbúðaeininga úr 168 í 188 í 4. áfanga Helgafellshverfis mun ekki endilega hafa aukningu á umferð í för með sér þar sem nýtt deiliskipulag er með mun minni íbúðum en í gildandi skipulagi. Það má því leiða líkum að því að það verði mögulega færra fólk sem flytur inn í 4. áfanga þar sem mun færri stór hús með aukaíbúðum verða byggð á svæðinu. Umferðaröryggi í Helgafellshverfi verður tryggt með sem bestum hætti í samstarfi við verktaka meðan á framkvæmdum stendur.
Ásgeir Sveinsson, Bryndís Brynjarsdóttir og Helga Jóhannesdóttir.6. Erindi Reykjavíkurborgar - Deiliskipulag Esjumela Kjalarnesi201506102
Reykjavíkurborg auglýsir tillögu að breytingu á deiliskipulagi á athafnarsvæðinu við Esjumela á Kjalarnesi. Frestur til athugasemda er til 14. mars 2020.
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar mótmælir áformum Reykjavíkurborgar um mengandi iðnaðarstarfsemi sem fyrirhuguð er á Esjumelum í fallegri náttúru við Mosfellsbæ.
Skipulagið er á sveitarfélagamörkum Mosfellsbæjar og Reykjavíkur í næsta nágrenni við fjölmenna byggð í Leirvogstunguhverfi og í ásýnd allra Mosfellinga. Í umhverfismati sem fylgir deiliskipulaginu kemur fram að búast megi við neikvæðum áhrifum á lýðheilsu, ásýnd, fráveitu og loft. Loft- og hávaðamengun fylgir óhjákvæmilega grófum og mengandi iðnaði og skerðir lífsgæði íbúa. Enn fremur munu 20 m háir skorsteinar á Esjumelum breyta varanlega ásýnd Esjunnar til hins verra.
Rangt er að eftir aðalskipulagsbreytingu hafi þetta svæði verið ætlað malbikunarstöð eins og lesa má í inngangi uppdráttar. Svæðið á Esjumelum á að vera hefðbundið athafnasvæði, en í aðalskipulagi svæðisins stendur "ekki sé ætlunin að breyta athafnasvæðinu á Esjumelum í iðnaðarsvæði, í heild sinni eða að hluta.". "Fyrst og fremst iðnaður og önnur starfsemi sem ekki hefur teljandi mengunarhættu í för með sér, s.s. verkstæði, gagnaver og vörugeymslur." Ekki er hægt að túlka áform um malbikunarstöð sem annað en grófan mengandi iðnað. Ljóst er að fyrirhuguð starfsemi í auglýstri tillögu hefur í för með sér neikvæð umhverfis- og sjónræn áhrif, sem skerða mun gæði útivistar fyrir nærliggjandi svæði sem margir Mosfellingar og höfuðborgarbúar nýta sér.
Skipulagsnefnd efast um að deiliskipulagstillagan rúmast innan fyrri breytingar aðalskipulags og vill láta reyna á lögmæti þess. Skipulagsnefnd vekur enn fremur athygli á að breytingin á deiliskipulaginu og fyrirhuguð starfsemi á Esjumelum hefur í för með sér aukna þungaflutninga til og frá svæðinu, eins og fram kemur í gögnum Reykjavíkurborgar sem unnin voru af VSÓ-Ráðgjöf. Efni og afurðir munu verða fluttar langar leiðir um Vesturlandsveg í gegnum Mosfellsbæ.
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar óskar eftir að bæjarstjóri og formannaður skipulagsnefndar fundi með borgarstjóra og formanni skipulagsráð Reykjavíkur til þess að koma mótmælum á framfæri við Reykjavíkurborg.Bókun M-lista
Fulltrúi Miðflokksins tekur undir framangreinda bókun fundarins. Árétta verður að hvatinn að baki þessum áformum Reykjavíkurborgar virðist byggjast á þeirri grunnforsendu að byggð verði iðnaðarhöfn á Álfsnesi fyrir starfsemi iðnaðar er styður við þessi áform um þungan iðnað eins og malbikunarstöð við rætur Esjunnar, þ.e. við Esjumela. Í því samhengi samþykkti svæðisskipulagsnefnd SSH nýlega, gegn athugasemdum fulltrúa Miðflokksins í þeirri nefnd á vettvangi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, stækkun vaxtamarka svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins til að koma framangreindri iðnaðarhöfn fyrir á Álfsnesi ofan í fornar minjar og í næsta nágrenni við Mosfellsbæ.
Sveinn Óskar Sigurðsson7. Fyrirspurn til skipulags- og byggingarfulltrúa201910037
Borist hefur erindi frá Þebu Björt Karlsdóttur, dags. 12. desember 2019 varðandi byggingu á skyggni yfir sólpall að Arnartanga 47. Deiliskipulag er ekki á svæðinu. Gögn dags. 10. desember 2019.
Frestað vegna tímaskorts.
8. Markholt - opnun og lokun201809042
Borist hefur erindi frá Jóni Svan Grétarssyni dags. 12. febrúar 2020 varðandi götulokun í Markholti við hús nr. 1. Meðfylgjandi er undirskriftarlisti íbúa dags. 30. september 2018.
Frestað vegna tímaskorts.
9. Brattahlíð 32-34, 36-38 - Óveruleg breyting á deiliskipulagi202002209
Borist hefur erindi frá Þórhalli Sigurðssyni, dags. 20.02.2019 varðandi óverulega breytingu deiliskipulags í Bröttuhlíð.
Frestað vegna tímaskorts.
10. Blikastaðaland - Deiliskipulag verslunar- og þjónustusvæðis og athafnasvæðis201908379
Kynning frá Friðjóni Sigurðarsyni, framkvæmdastjóra þróunarsviðs Reita og Birni Guðbrandssyni skipulagshöfundi frá ARKÍS um vinnu við deiliskipulag fyrirhugaðs atvinnusvæðis í Blikastaðalandi.
Erindi kynnt.
Gestir
- Friðjón Sigurðsson
- Björn Guðbrandsson