Mál númer 201810282
- 6. apríl 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #802
Borist hefur bréf frá Skipulagsstofnun, dags. 31.03.2022, með athugasemdum við greinargerð nýs deiliskipulags. Hjálagt er minnisblað skipulagsfulltrúa með tillögum að úrbótum greinargerðar í samræmi við ábendingar.
Afgreiðsla 563. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 801. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 6. apríl 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #802
Borist hefur bréf frá Skipulagsstofnun, dags. 31.03.2022, með athugasemdum við greinargerð nýs deiliskipulags. Hjálagt er minnisblað skipulagsfulltrúa með tillögum að úrbótum greinargerðar í samræmi við ábendingar.
Afgreiðsla 563. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 802. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum. Bæjarfulltrúar L- og M-lista sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.
- 1. apríl 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #563
Borist hefur bréf frá Skipulagsstofnun, dags. 31.03.2022, með athugasemdum við greinargerð nýs deiliskipulags. Hjálagt er minnisblað skipulagsfulltrúa með tillögum að úrbótum greinargerðar í samræmi við ábendingar.
Bréf lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd samþykkir uppfærslu greinargerðar í samræmi við minnisblað og felur skipulagsfulltrúa að svara bréfi Skipulagsstofnunar.
Samþykkt með þremur atkvæðum.
Jón Pétursson fulltrúi M-lista, Miðflokks, og Stefán Ómar Jónsson fulltrúi L-lista, Vina Mosfellsbæjar, sitja hjá við afgreiðslu málsins. - 23. febrúar 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #799
Skipulagsnefnd samþykkti á 546. fundi sínum að kynna og auglýsa nýtt deiliskipulag fyrir Hamraborg við Langatanga. Athugasemdafrestur var frá 28.10.2021 til og með 12.12.2021. Athugasemdir voru kynntar skipulagsnefnd á 558. fundi. Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu uppfærð útgáfa deiliskipulags, uppdráttur og greinargerð, í samræmi við ábendingar ásamt drögum að svörum innsendra athugasemda.
Afgreiðsla 559. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 799. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista sat hjá.
- 18. febrúar 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #559
Skipulagsnefnd samþykkti á 546. fundi sínum að kynna og auglýsa nýtt deiliskipulag fyrir Hamraborg við Langatanga. Athugasemdafrestur var frá 28.10.2021 til og með 12.12.2021. Athugasemdir voru kynntar skipulagsnefnd á 558. fundi. Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu uppfærð útgáfa deiliskipulags, uppdráttur og greinargerð, í samræmi við ábendingar ásamt drögum að svörum innsendra athugasemda.
Skipulagsfulltrúa falið að svara athugasemdum í samræmi við fyrirliggjandi drög. Deiliskipulagið er samþykkt og skal það hljóta afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á endurauglýsingu deiliskipulagsbreytingar skv. 4. mgr. 41 gr. sömu laga vegna minniháttar uppfærslu á greinargerð og uppdrætti sem samræmast innsendum athugasemdum.
Samþykkt með þremur atkvæðum.
Stefán Ómar Jónsson fulltrúi L-lista, Vina Mosfellsbæjar, og Jón Pétursson fulltrúi M-lista, Miðflokks, sitja hjá við afgreiðslu deiliskipulagsins í samræmi við fyrri afstöðu. - 9. febrúar 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #798
Skipulagsnefnd samþykkti á 546. fundi sínum að auglýsa og kynna nýtt deiliskipulag fyrir Hamraborg við Langatanga. Athugasemdafrestur var frá 28.10.2021 til og með 12.12.2021. Deiliskipulagið var kynnt í Mosfellingi, Lögbirtingarblaðinu og á vefnum mos.is. Dreifibréf voru send á Hamraborg, Hamratanga 9, 11, 13, 15 og lóðarhafa Langatanga 1, 3 og 5. Lagðar eru fram til kynningar umsagnir Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis dags. 14.12.2021, Vegagerðarinnar, dags. 08.12.2021, umsögn Svæðisskipulagsnefndar, dags. 07.12.2021.
Afgreiðsla 558. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 798. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum, bæjarfulltrúi M-lista sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
- 4. febrúar 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #558
Skipulagsnefnd samþykkti á 546. fundi sínum að auglýsa og kynna nýtt deiliskipulag fyrir Hamraborg við Langatanga. Athugasemdafrestur var frá 28.10.2021 til og með 12.12.2021. Deiliskipulagið var kynnt í Mosfellingi, Lögbirtingarblaðinu og á vefnum mos.is. Dreifibréf voru send á Hamraborg, Hamratanga 9, 11, 13, 15 og lóðarhafa Langatanga 1, 3 og 5. Lagðar eru fram til kynningar umsagnir Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis dags. 14.12.2021, Vegagerðarinnar, dags. 08.12.2021, umsögn Svæðisskipulagsnefndar, dags. 07.12.2021.
Tillaga Ólafs Inga Óskarssonar áheyrnarfulltrúa S-lista, Samfylkingar:
Áheyrnarfulltrúi Samfylkingar í skipulagsnefnd leggur til að Bjargi - íbúðarfélagi verði boðið til viðræðna um byggingu fjölbýlishúsanna að Langatanga 11-13. Viðvarandi skortur hefur verið í Mosfellsbæ á leiguhúsnæði á viðráðanlegum kjörum fyrir tekjulága einstaklinga og fjölskyldur á vinnumarkaði. Umræddar lóðirnar liggja vel að þjónustu innanbæjar og að væntanlegri Borgarlínu sem hvort tveggja gerir þessar lóðir hentugar til þess konar uppbyggingar.Breytingartillaga Stefáns Ómars Jónssonar fulltrúa L-lista, Vina Mosfellsbæjar, á tillögu áheyrnarfulltrúa Samfylkingar:
Skipulagsnefnd samþykkir að vísa tillögu áheyrnarfulltrúa Samfylkingar til bæjarráðs til skoðunar.
Samþykkt með fimm atkvæðum.Bókun Ásgeirs Sveinssonar, Helgu Jóhannesdóttur og Bryndísar Brynjarsdóttur fulltrúa D- og V-lista, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna:
Skipulagsnefnd stýrir ekki hvernig og til hverra lóðum í Mosfellsbæ er úthlutað og fulltrúar D og V lista benda á að tillaga sem þessi á heima fyrir bæjarráði og bæjarstjórn.
Deiliskipulag fyrir Hamraborg hefur ekki verið samþykkt og engar lóðir fyrir það skipulag verið stofnaðar og því tillagan ekki tímabær.***
Innsendar umsagnir lagðar fram og kynntar. Skipulagsfulltrúa falið að vinna drög að svörum athugasemda og undirbúa afgreiðslu skipulagsins.
Samþykkt með fjórum atkvæðum. Jón Pétursson fulltrúi M-Lista, Miðflokks, situr hjá við afgreiðslu málsins.- FylgiskjalGreinargerð deiliskipulags Hamraborgar.pdfFylgiskjalSkýringaruppdráttur deiliskipulags Hamraborgar.pdfFylgiskjalDeiliskipulagsuppdráttur Hamraborgar.pdfFylgiskjalUmsögn Heilbrigðiseftirlits.pdfFylgiskjalUmsögn Vegagerðarinnar.pdfFylgiskjalUmsögn Svæðisskipulagsnefndar.pdfFylgiskjalHamraborg við Langatanga ? nýtt deiliskipulag - Athugasemdafrestur er frá 28 október til og með 12 desember 2021.pdf
- 13. október 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #791
Viðauki við samkomulag um uppbyggingu á lóðum við Hamraborg lagður fram til samþykktar.
Afgreiðsla 1506. fundar bæjarráðs samþykkt á 791. fundi bæjarstjórnar með fimm atkvæðum. Bæjarfulltrúar L-lista, C-lista og S-lista sátu hjá. Fulltrúi M-lista greiddi atkvæði gegn afgreiðslunni.
- 7. október 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1506
Viðauki við samkomulag um uppbyggingu á lóðum við Hamraborg lagður fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir með tveimur atkvæðum fyrirliggjandi viðauka við samkomulag vegna uppbyggingar á lóðum við Hamraborg. Bæjarstjóra er falið að undirrita viðaukann fyrir hönd Mosfellsbæjar. Bæjarfulltrúi L-lista sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
- 15. júlí 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1497
Lagt er fram til kynningar og afgreiðslu nýtt deiliskipulag fyrir íbúðir á svæðinu hjá Hamraborg við Langatanga.
Afgreiðsla 546. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 1497. fundi bæjarráðs bæjarráðs með tveimur atkvæðum. Fulltrúi L lista greiddi atkvæði á móti.
- 1. júlí 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #546
Lagt er fram til kynningar og afgreiðslu nýtt deiliskipulag fyrir íbúðir á svæðinu hjá Hamraborg við Langatanga.
Dagskrártillaga L-, M- og S-lista, Vina Mosfellsbæjar, Miðflokks og Samfylkingar:
Hér er á ferðinni stórt mál sem nauðsynlegt er að kynna og ræða betur og þar af leiðandi leggja fulltrúar L, M og S lista því til að afgreiðslu málsins verði frestað til næsta fundar.Tillagan feld með þremur atkvæðum D- og V-lista gegn tveimur atkvæðum L- og M-lista.
Bókun D- og V-lista, Sjálfstæðisflokks og Vinstri Grænna:
Tillagan er felld þar sem ekki er verið að afgreiða málið heldur eingöngu verið að senda tillögu af deiliskipulagi til kynningar
Ásgeir Sveinsson, Helga Jóhannesdóttir og Bryndís Brynjarsdóttir.Skipulagsnefnd samþykkir að deiliskipulagstillagan skuli auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þegar fyrirhugaðar breytingar á samkomulag Mosfellsbæjar og lóðarhafa liggja fyrir.
Tillagan samþykkt með þremur atkvæðum D- og V-lista gegn tveimur atkvæðum L- og M-lista.
Bókun L-, M- og S-lista, Vina Mosfellsbæjar, Miðflokks og Samfylkingar:
Fulltrúarnir eru andvígir því að auglýsa á þessum tímapunkti fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu þar sem hún er ekki í samræmi við þann samning sem fyrir liggur en þar segir að 6 lóðir skulu verða til ráðstöfunar fyrir núverandi lóðarhafa. Deiliskipulagstillagan sem hér liggur fyrir gerir ráð fyrir að einbýlishúsalóðir séu 5 en ekki 6 og uppfyllir deiliskipulagstillagan því ekki núgildandi samning milli lóðarhafa og bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
Fulltrúar L- og M-lista greiða atkvæði gegn því að auglýsa fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu.
Stefán Ómar Jónsson, Jón Pétursson og Ólafur Ingi Óskarsson. - 9. júlí 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1451
Lagðar eru fram til kynningar drög að deiliskipulagi fyrir Hamraborgarreit unnið af ASK arkitektum. Einnig er til kynningar skýrsla fornleifaskráningar svæðisins unnin af Ragnheiði Traustadóttur hjá Antikva.
Afgreiðsla 519. fundar skipulagsnefndar Mosfellsbæjar samþykkt á 1451. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
- 9. júlí 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1451
Lagðar eru fram til kynningar drög að deiliskipulagi fyrir Hamraborgarreit unnið af ASK arkitektum. Einnig er til kynningar skýrsla fornleifaskráningar svæðisins unnin af Ragnheiði Traustadóttur hjá Antikva.
- 3. júlí 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #519
Lagðar eru fram til kynningar drög að deiliskipulagi fyrir Hamraborgarreit unnið af ASK arkitektum. Einnig er til kynningar skýrsla fornleifaskráningar svæðisins unnin af Ragnheiði Traustadóttur hjá Antikva.
Lagt fram og kynnt.
- 18. mars 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #756
Deiliskipulagslýsing fyrir Hlíðarhverfi - Hamraborg var til umsagnar til 20. desember 2019. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis og Veitum. Þrátt fyrir ítrekun barst ekki umsögn við lýsingu frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.
Afgreiðsla 511. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 756. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
- 13. mars 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #511
Deiliskipulagslýsing fyrir Hlíðarhverfi - Hamraborg var til umsagnar til 20. desember 2019. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis og Veitum. Þrátt fyrir ítrekun barst ekki umsögn við lýsingu frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.
Umsagnir lagðar fram og kynntar.
- 13. nóvember 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #749
Á 489. fundi skipulagsnefndar 5. júlí 2019 varð gerð eftirfarandi bókun: Lögð fyrir skipulagsnefnd niðurstaða örútboðs innan rammasamnings Ríkiskaupa um skipulagsvinnu innan Hamraborgarreits. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við gerð deiliskipulagsins á þeim grunni.Samþykkt með þremur atkvæðum D- og V-lista, fulltrúi L-lista situr hjá við atkvæðagreiðsluna og fulltrúi M-lista greiðir atkvæði gegn þeirri niðurstöðu." Lögð fram skipulagslýsing.
Afgreiðsla 501. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 749. fundi bæjarstjórnar með fimm atkvæðum. Fulltrúar C-, M-, L- og S- lista sitja hjá.
- 8. nóvember 2019
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #501
Á 489. fundi skipulagsnefndar 5. júlí 2019 varð gerð eftirfarandi bókun: Lögð fyrir skipulagsnefnd niðurstaða örútboðs innan rammasamnings Ríkiskaupa um skipulagsvinnu innan Hamraborgarreits. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við gerð deiliskipulagsins á þeim grunni.Samþykkt með þremur atkvæðum D- og V-lista, fulltrúi L-lista situr hjá við atkvæðagreiðsluna og fulltrúi M-lista greiðir atkvæði gegn þeirri niðurstöðu." Lögð fram skipulagslýsing.
Skipulagsnefnd samþykkir lýsinguna og felur skipulagfulltrúa að kynna tillöguna og afla umsagna. Fulltrúar L og M lista sitja hjá.
- 11. júlí 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1406
Á 485. fundi skipulagsnefndar 24. maí 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd heimilar skipulagsfulltrúa að senda út verðkönnun vegna deiliskipulagsvinnu Hamraborgar." Lögð fram niðurstaða verðkönnunar.
Afgreiðsla 489. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 1406. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
- 5. júlí 2019
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #489
Á 485. fundi skipulagsnefndar 24. maí 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd heimilar skipulagsfulltrúa að senda út verðkönnun vegna deiliskipulagsvinnu Hamraborgar." Lögð fram niðurstaða verðkönnunar.
Lögð fyrir skipulagsnefnd niðurstaða örútboðs innan rammasamnings Ríkiskaupa um skipulagsvinnu innan Hamraborgarreits. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við gerð deiliskipulagsins á þeim grunni.Samþykkt með þremur atkvæðum D- og V-lista, fulltrúi L-lista situr hjá við atkvæðagreiðsluna og fulltrúi M-lista greiðir atkvæði gegn þeirri niðurstöðu.
- 29. maí 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #740
Á 481. fundi skipulagsnefndar 19. mars 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Samþykkt með þremur atkvæðum D og V lista að heimila skipulagsfulltrúa að hefja ferli við gerð deiliskipulags svæðisins. Fulltrúi M lista greiðir atkvæði gegn tillögunni, fulltrúi L lista situr hjá." Lögð fram tillaga að verðkönnun.
Afgreiðsla 485. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 740. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 24. maí 2019
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #485
Á 481. fundi skipulagsnefndar 19. mars 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Samþykkt með þremur atkvæðum D og V lista að heimila skipulagsfulltrúa að hefja ferli við gerð deiliskipulags svæðisins. Fulltrúi M lista greiðir atkvæði gegn tillögunni, fulltrúi L lista situr hjá." Lögð fram tillaga að verðkönnun.
Skipulagsnefnd heimilar skipulagsfulltrúa að senda út verðkönnun vegna deiliskipulagsvinnu Hamraborgar.
- 20. mars 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #735
Á 1373 fundi bæjarráðs 1. nóvember 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Samþykkt með 3 atkvæðum að fela bæjarstjóra að klára og undirrita samkomulag á grunni þeirra draga sem fyrir liggja." Lagt fram undirritað samkomulag. Frestað vegna tímaskorts á 480. fundi.
Afgreiðsla 480. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 735. fundi bæjarstjórnar með 5 atkvæðum. Fulltrúi M- lista kýs gegn afgreiðslunni. Fulltrúar C- L- og S- lista sitja hjá.
Bókun S- lista:
Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar tekur undir bókun áheyrarfulltrúa S lista í skipulagsnefnd og ítrekar mikilvægi þess að skipulagsnefndin hafi ekkert annað en hagsmuni Mosfellsbæjar í huga við deiliskipulagningu landsins þó sú deiliskipulagning þurfi á samþykki 2/3 hluta lóðarhafa að halda.Fulltrúi L- lista lætur færa til bókar að hann taki undir bókun S- lista.
- 20. mars 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #735
Á 1373 fundi bæjarráðs 1. nóvember 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Samþykkt með 3 atkvæðum að fela bæjarstjóra að klára og undirrita samkomulag á grunni þeirra draga sem fyrir liggja." Lagt fram undirritað samkomulag.
Afgreiðsla 480. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 735. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 19. mars 2019
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #481
Á 1373 fundi bæjarráðs 1. nóvember 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Samþykkt með 3 atkvæðum að fela bæjarstjóra að klára og undirrita samkomulag á grunni þeirra draga sem fyrir liggja." Lagt fram undirritað samkomulag. Frestað vegna tímaskorts á 480. fundi.
Bókun fulltrúa M lista:
Það er skoðum fulltrúa Miðflokksins að enn sé of mörgum spurningum ósvarað til þess að hægt sé að taka afstöðu til málsins.Bókun áheyrnarfulltrúa S lista:
Betur hefði farið á því að skipulagsnefnd hefði fyrst mótað sína stefnu varðandi skipulag Hamraborgarsvæðisins, s.s. varðandi heildarfjölda lóða, húsagerðir og fleira, áður en bindandi samningur var gerður við lóðarhafa. Bindandi samningi um 7 lóðir á landi í eigu bæjarins. Lóðarhöfum er nánast gefið sjálfdæmi um hvaða lóðir falla þeim í skaut.
Hér er því augljóslega byrjað á röngum enda og hendur skipulagsnefndar bundnar áður en skipulagsvinnan hefst.
Fulltrúar L og C lista taka undir bókun fulltrúa S lista.Samþykkt með þremur atkvæðum D og V lista að heimila skipulagsfulltrúa að hefja ferli við gerð deiliskipulags svæðisins. Fulltrúi M lista greiðir atkvæði gegn tillögunni, fulltrúi L lista situr hjá.
- 15. mars 2019
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #480
Á 1373 fundi bæjarráðs 1. nóvember 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Samþykkt með 3 atkvæðum að fela bæjarstjóra að klára og undirrita samkomulag á grunni þeirra draga sem fyrir liggja." Lagt fram undirritað samkomulag.
Frestað vegna tímaskorts.
- 14. nóvember 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #728
Drög að samkomulagi vegna deiliskipulags við Hamraborg.
Tillaga S-lista Samfylkingarinnar
Afgreiðslu þessa máls verði frestað á þessum fundi og málinu vísað aftur til bæjarráðs. Bæjarráð formi greinargerð þar sem framlögðum spurningum bæjarfulltrúa Samfylkingar verði svarað og rökstudd grein gerð fyrir því af hverju eigi að skipuleggja á kostnað Mosfellsbæjar umrædd þrjú svæði sem eru í eigu Mosfellsbæjar og afhenda núverandi eigendum allt að 6 lóðum til frjálsrar ráðstöfunar.
Eftir atvikum verði síðan tekin afstaða til draga að samkomulagi sem þá byggi á framlögðum svörum og greinargerð.1)Til hvaða tíma var lóðaleigusamningurinn frá 20.09.1973 gerður?
2)Af hverju þarf samþykki 2/3 lóðarhafa við deiliskipulagstillögu sem unnin er á landi í eigu bæjarins?
3)Hefur umhverfissvið þegar hafið vinnu við slíka tillögu?
a)Ef umhverfissvið hefur þegar hafið vinnu við deiliskipulagstillögu, hvenær var ákveðið að fara í slíka vinnu og af hverjum?
4)Ekki kemur fram hvaða hugmyndir bærinn hefur um heildarfjölda byggingarlóða.
5)Einnig er það spurning af hverju þessir aðilar fái forgang fram yfir aðra við úthlutun lóða, þ.e. þeim er úthlutað fyrst.
6)Ekki kemur heldur fram hvort þessar 6 lóðir verði innan þeirra marka sem núverandi lóðaleigusamningar nær yfir.
7)Mjög óskýrt er hvað átt er við með „ allar lóðir“ og „nýjar lóðir“ í þessu samkomulagi og skilin þar á milli.Tillagan felld með fimm atkvæðum V- og D-lista en fulltrúar C-, M-, L- og S-lista greiddu atkvæði með tillögunni.
Afgreiðsla 1373. fundar bæjarráðs samþykkt á 728. fundi bæjarstjórnar með fimm atkvæðum D- og V-lista. Fulltrúar C-, M-, L- og S-lista sátu hjá.
- 1. nóvember 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1373
Drög að samkomulagi vegna deiliskipulags við Hamraborg.
Samþykkt með 3 atkvæðum að fela bæjarstjóra að klára og undirrita samkomulag á grunni þeirra draga sem fyrir liggja.