4. febrúar 2022 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Jón Pétursson aðalmaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Jóhanna Björg Hansen Framkvæmdastjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Sunnukriki 7 - ósk um íbúðir202112368
Borist hefur erindi frá Guðjóni Magnússyni, dags. 22.12.2021, f.h. lóðarhafa að Sunnukrika 7, með ósk um íbúðir á efri hæðum Sunnukrika 7 innan miðsvæðis 401-M. Málinu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar. Hjálagt er minnisblað skipulagsfulltrúa ásamt tillögu að skipulagslýsingu.
Bókun Ólafs Inga Óskarssonar áheyrnarfulltrúa S-lista, Samfylkingar:
Áheyrnarfulltrúi Samfylkingarinnar í skipulagsnefnd álítur að í stað þess að vera sífellt að gera breytingar á aðal- og miðbæjarskipulagi fyrir einstakar lóðir í miðbæ Mosfellsbæjar sé heppilegra að taka miðbæjarskipulagið upp í heild sinni og efna til hugmyndasamkeppni um það með það að markmiði að þar skapist rými fyrir aðlaðandi miðbæ til ánægju og hagsbóta fyrir alla íbúa.Áheyrnarfulltrúi C-lista, Viðreisnar, Lovísa Jónsdóttir tekur undir bókun áheyrnarfulltrúa Samfylkingar.
Bókun Stefáns Ómars Jónssonar fulltrúa L-lista, Vina Mosfellsbæjar:
Ákvörðun um að heimila íbúðir á lóðinni Sunnukrika 3 á sínum tíma virðist ekki hafa verið byggð á traustum grunni gildandi deiliskipulags fyrir Krikahverfi sem sett var árið 2005. Það er afstaða fulltrúa L-lista Vina Mosfellsbæjar í þessu máli að ef gera eigi breytingar á deiliskipulagi Krikahverfis í þá veru að heimila fleiri íbúðir við Sunnukrika, þá verði sú breyting auglýst almennri opinberri auglýsingu skv. Skipulagslögum, eins og nú hefur verið ákveðið að gera, þar sem almenningi, þar með talið íbúum í Krikahverfi, gefst þá kostur á að koma að athugasemdum sínum ef einhverjar eru.***
Skipulagsnefnd samþykkir að gerð skuli breyting á aðal- og deiliskipulagi sem skilgreinir frekar heimildir um íbúðir innan svæðisins. Skipulagsnefnd samþykkir að kynna skuli skipulagslýsingu fyrir aðal- og deiliskipulagsbreytingu á miðsvæðinu til umsagna skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með fjórum atkvæðum. Jón Pétursson fulltrúi M-Lista, Miðflokks, situr hjá við afgreiðslu málsins.2. Orkugarður - hugmyndir að uppbyggingu í Reykjahverfi202101213
Á 1513. fundi bæjarráðs var tekin ákvörðun um að setja upp Orkugarð í Reykjahverfi í samvinnu við Veitur ohf. Á fundinum var skipulagsnefnd falið að vinna að nánari útfærslu og deiliskipulagi fyrir Orkugarðinn. Hjálögð er undirrituð viljayfirlýsing til kynningar. Málinu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsfulltrúa falið að vinna frekari tillögur að breytingu deiliskipulags sem festi áætlanir um Orkugarð í sessi.
Samþykkt með fimm atkvæðum.3. Leirvogstunga 35 - ósk um auka fastanúmer202201016
Erindi hefur borist frá Óskari Jóhanni Sigurðssyni, dags. 03.01.2022, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir Leirvogstungu 35. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd synjar erindinu um skipulagsbreytingu einbýlis að Leirvogstungu 35 í tvíbýli með tveimur skráðum íbúðum. Vísað er til ákvæða um aukaíbúðir í gildandi deiliskipulagi hverfisins.
Samþykkt með fimm atkvæðum.4. Krókatjörn L125143 - ósk um gerð deiliskipulags202201331
Borist hefur erindi frá, Hrafni Bjarnasyni, dags. 13.01.2022, með ósk um gerð deiliskipulags og uppskiptingu frístundalóðar við Krókatjörn L125143. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd heimilar málsaðila, í samráði við umhverfissvið, að vinna áfram tillögu að nýju deiliskipulagi skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með fimm atkvæðum.5. Hamraborg - deiliskipulag201810282
Skipulagsnefnd samþykkti á 546. fundi sínum að auglýsa og kynna nýtt deiliskipulag fyrir Hamraborg við Langatanga. Athugasemdafrestur var frá 28.10.2021 til og með 12.12.2021. Deiliskipulagið var kynnt í Mosfellingi, Lögbirtingarblaðinu og á vefnum mos.is. Dreifibréf voru send á Hamraborg, Hamratanga 9, 11, 13, 15 og lóðarhafa Langatanga 1, 3 og 5. Lagðar eru fram til kynningar umsagnir Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis dags. 14.12.2021, Vegagerðarinnar, dags. 08.12.2021, umsögn Svæðisskipulagsnefndar, dags. 07.12.2021.
Tillaga Ólafs Inga Óskarssonar áheyrnarfulltrúa S-lista, Samfylkingar:
Áheyrnarfulltrúi Samfylkingar í skipulagsnefnd leggur til að Bjargi - íbúðarfélagi verði boðið til viðræðna um byggingu fjölbýlishúsanna að Langatanga 11-13. Viðvarandi skortur hefur verið í Mosfellsbæ á leiguhúsnæði á viðráðanlegum kjörum fyrir tekjulága einstaklinga og fjölskyldur á vinnumarkaði. Umræddar lóðirnar liggja vel að þjónustu innanbæjar og að væntanlegri Borgarlínu sem hvort tveggja gerir þessar lóðir hentugar til þess konar uppbyggingar.Breytingartillaga Stefáns Ómars Jónssonar fulltrúa L-lista, Vina Mosfellsbæjar, á tillögu áheyrnarfulltrúa Samfylkingar:
Skipulagsnefnd samþykkir að vísa tillögu áheyrnarfulltrúa Samfylkingar til bæjarráðs til skoðunar.
Samþykkt með fimm atkvæðum.Bókun Ásgeirs Sveinssonar, Helgu Jóhannesdóttur og Bryndísar Brynjarsdóttur fulltrúa D- og V-lista, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna:
Skipulagsnefnd stýrir ekki hvernig og til hverra lóðum í Mosfellsbæ er úthlutað og fulltrúar D og V lista benda á að tillaga sem þessi á heima fyrir bæjarráði og bæjarstjórn.
Deiliskipulag fyrir Hamraborg hefur ekki verið samþykkt og engar lóðir fyrir það skipulag verið stofnaðar og því tillagan ekki tímabær.***
Innsendar umsagnir lagðar fram og kynntar. Skipulagsfulltrúa falið að vinna drög að svörum athugasemda og undirbúa afgreiðslu skipulagsins.
Samþykkt með fjórum atkvæðum. Jón Pétursson fulltrúi M-Lista, Miðflokks, situr hjá við afgreiðslu málsins.- FylgiskjalGreinargerð deiliskipulags Hamraborgar.pdfFylgiskjalSkýringaruppdráttur deiliskipulags Hamraborgar.pdfFylgiskjalDeiliskipulagsuppdráttur Hamraborgar.pdfFylgiskjalUmsögn Heilbrigðiseftirlits.pdfFylgiskjalUmsögn Vegagerðarinnar.pdfFylgiskjalUmsögn Svæðisskipulagsnefndar.pdfFylgiskjalHamraborg við Langatanga ? nýtt deiliskipulag - Athugasemdafrestur er frá 28. október til og með 12. desember 2021..pdf
6. Háeyri 1-2 - breyting á deiliskipulagi202108920
Lögð er fram tillaga að aðal- deiliskipulagsbreytingu til kynningar og afgreiðslu fyrir íbúðarsvæði 330-Íb, Háeyri 1-2, þar sem breyta á einbýlishúsalóðum í parhúsalóðir.
Erindinu vísað til frekari skoðunar á umhverfissviði hvað varðar umferðar- og aðkomumál.
Samþykkt með fimm atkvæðum.7. Hafravatnsvegur - lagfæringar202106030
Borist hefur umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu bundins slitlags Hafravatnsvegar (431-01), frá Nesjavallaleið að Úlfarsfellsvegi. Meðfylgjandi er kynningarskýrsla framkvæmdarinnar ásamt ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu.
Skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við 13. og 15. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Skipulagsnefnd leggur áherslu á að fundin verði sameiginleg lausn á fyrirkomulagi og staðsetningu reiðstígs og hjólastígs í samræmi við ákvæði aðalskipulags. Skipulagsnefnd felur jafnframt umhverfissviði að vera í samráði við Vegagerðina um það. Samþykkt með fimm atkvæðum.
8. Miðdalsland I R L226627 - ósk um skiptingu lands202201557
Borist hefur erindi frá Tryggva Einarssyni, dags. 27.01.2022, með ósk um uppskiptingu lands L226627 og stofnun tveggja nýrra lóða í samræmi við gögn.
Frestað vegna tímaskorts.
9. Seljadalsvegur Í Miðdal 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi202201397
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Reykjamel ehf, dags. 17.01.2022, fyrir frístundahús við Seljadalsveg. Umsókninni var vísað til umsagnar skipulagsnefndar af 461. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem teikningar eru ekki í samræmi við deiliskipulag. Hjálagt er minnisblað skipulagsfulltrúa fyrir Seljadalsveg Í Miðdal 4, 6, 10 og 12.
Frestað vegna tímaskorts.
10. Seljadalsvegur Í Miðdal 6 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi202201398
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Reykjamel ehf, dags. 17.01.2022, fyrir frístundahús við Seljadalsveg. Umsókninni var vísað til umsagnar skipulagsnefndar af 461. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem teikningar eru ekki í samræmi við deiliskipulag.
Frestað vegna tímaskorts.
11. Seljadalsvegur Í Miðdal 10 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi202111249
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Reykjamel ehf, dags. 11.11.2021, fyrir frístundahús við Seljadalsveg. Umsókninni var vísað til umsagnar skipulagsnefndar af 461. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem teikningar eru ekki í samræmi við deiliskipulag.
Frestað vegna tímaskorts.
12. Seljadalsvegur Í Miðdal 12 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi202111248
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Reykjamel ehf, dags. 11.11.2021, fyrir frístundahús við Seljadalsveg. Umsókninni var vísað til umsagnar skipulagsnefndar af 461. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem teikningar eru ekki í samræmi við deiliskipulag.
Frestað vegna tímaskorts.
Fundargerð
13. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 460202201025F
Fundargerð lögð fram til kynningar
13.1. Kvíslartunga 28 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202111334
Fanndalur ehf. Kleppsvegi 24 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu tveggja hæða einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Kvíslartunga nr. 28, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Íbúð 336,5 m², bílgeymsla 46,0 m², 935,56 m³.
13.2. Brattahlíð 24-30 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi Trébúkki ehf. 202106095
Tré-Búkki ehf. Suðurhúsum 2 Reykjavík sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta fjögura raðhúsa á lóðinni Brattahlíð nr. 24-30 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
14. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 461202201032F
Fundargerð lögð fram til kynningar
14.1. Hlíðarás 9 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202110098
Hannes E Halldórsson Hlíðarási 9 sækir um leyfi til breyttrar notkunar og skráningar tveggja hæða einbýlishúss á lóðinni Hlíðarás nr. 9, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
14.2. Seljadalsvegur Í Miðdal 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202201397
Reykjamelur ehf. Engjavegi 10 sækja um leyfi til að byggja úr steinsteypu og timbri frístundahús á tveimur hæðum á lóðinni Seljadalsvegur nr. 4 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 125,1 m², 438,8 m³.
14.3. Seljadalsvegur Í Miðdal 6 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202201398
Reykjamelur ehf. Engjavegi 10 sækja um leyfi til að byggja úr steinsteypu og timbri frístundahús á tveimur hæðum á lóðinni Seljadalsvegur nr. 6 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 125,1 m², 438,8 m³.
14.4. Seljadalsvegur Í Miðdal 10 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202111249
Reykjamelur ehf. Engjavegi 10 sækja um leyfi til að byggja úr steinsteypu og timbri frístundahús á einni hæð á lóðinni Seljadalsvegur nr. 10 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 124,1 m², 444,3 m³.
14.5. Seljadalsvegur Í Miðdal 12 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202111248
Reykjamelur ehf. Engjavegi 10 sækja um leyfi til að byggja úr steinsteypu og timbri frístundahús á einni hæð á lóðinni Seljadalsvegur nr. 4, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 124,1 m², 444,3 m³.