Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

4. febrúar 2022 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
 • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
 • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
 • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
 • Jón Pétursson aðalmaður
 • Lovísa Jónsdóttir (LJó) áheyrnarfulltrúi
 • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
 • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
 • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Jóhanna Björg Hansen Framkvæmdastjóri


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Sunnukriki 7 - ósk um íbúð­ir202112368

  Borist hefur erindi frá Guðjóni Magnússyni, dags. 22.12.2021, f.h. lóðarhafa að Sunnukrika 7, með ósk um íbúðir á efri hæðum Sunnukrika 7 innan miðsvæðis 401-M. Málinu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar. Hjálagt er minnisblað skipulagsfulltrúa ásamt tillögu að skipulagslýsingu.

  Bók­un Ólafs Inga Ósk­ars­son­ar áheyrn­ar­full­trúa S-lista, Sam­fylk­ing­ar:
  Áheyrn­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í skipu­lags­nefnd álít­ur að í stað þess að vera sí­fellt að gera breyt­ing­ar á aðal- og mið­bæj­ar­skipu­lagi fyr­ir ein­stak­ar lóð­ir í mið­bæ Mos­fells­bæj­ar sé heppi­legra að taka mið­bæj­ar­skipu­lag­ið upp í heild sinni og efna til hug­mynda­sam­keppni um það með það að mark­miði að þar skap­ist rými fyr­ir að­lað­andi mið­bæ til ánægju og hags­bóta fyr­ir alla íbúa.

  Áheyrn­ar­full­trúi C-lista, Við­reisn­ar, Lovísa Jóns­dótt­ir tek­ur und­ir bók­un áheyrn­ar­full­trúa Sam­fylk­ing­ar.

  Bók­un Stefáns Óm­ars Jóns­son­ar full­trúa L-lista, Vina Mos­fells­bæj­ar:
  Ákvörð­un um að heim­ila íbúð­ir á lóð­inni Sunnukrika 3 á sín­um tíma virð­ist ekki hafa ver­ið byggð á traust­um grunni gild­andi deili­skipu­lags fyr­ir Krika­hverfi sem sett var árið 2005. Það er af­staða full­trúa L-lista Vina Mos­fells­bæj­ar í þessu máli að ef gera eigi breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi Krika­hverf­is í þá veru að heim­ila fleiri íbúð­ir við Sunnukrika, þá verði sú breyt­ing aug­lýst al­mennri op­in­berri aug­lýs­ingu skv. Skipu­lagslög­um, eins og nú hef­ur ver­ið ákveð­ið að gera, þar sem al­menn­ingi, þar með tal­ið íbú­um í Krika­hverfi, gefst þá kost­ur á að koma að at­huga­semd­um sín­um ef ein­hverj­ar eru.

  ***

  Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að gerð skuli breyt­ing á aðal- og deili­skipu­lagi sem skil­grein­ir frek­ar heim­ild­ir um íbúð­ir inn­an svæð­is­ins. Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að kynna skuli skipu­lags­lýs­ingu fyr­ir aðal- og deili­skipu­lags­breyt­ingu á mið­svæð­inu til um­sagna skv. 3. mgr. 40. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.
  Sam­þykkt með fjór­um at­kvæð­um. Jón Pét­urs­son full­trúi M-Lista, Mið­flokks, sit­ur hjá við af­greiðslu máls­ins.

 • 2. Orkugarð­ur - hug­mynd­ir að upp­bygg­ingu í Reykja­hverfi202101213

  Á 1513. fundi bæjarráðs var tekin ákvörðun um að setja upp Orkugarð í Reykjahverfi í samvinnu við Veitur ohf. Á fundinum var skipulagsnefnd falið að vinna að nánari útfærslu og deiliskipulagi fyrir Orkugarðinn. Hjálögð er undirrituð viljayfirlýsing til kynningar. Málinu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar.

  Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­full­trúa fal­ið að vinna frek­ari til­lög­ur að breyt­ingu deili­skipu­lags sem festi áætlan­ir um Orku­garð í sessi.
  Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

 • 3. Leir­vogstunga 35 - ósk um auka fasta­núm­er202201016

  Erindi hefur borist frá Óskari Jóhanni Sigurðssyni, dags. 03.01.2022, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir Leirvogstungu 35. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.

  Skipu­lags­nefnd synj­ar er­ind­inu um skipu­lags­breyt­ingu ein­býl­is að Leir­vogstungu 35 í tví­býli með tveim­ur skráð­um íbúð­um. Vísað er til ákvæða um auka­í­búð­ir í gild­andi deili­skipu­lagi hverf­is­ins.
  Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

 • 4. Króka­tjörn L125143 - ósk um gerð deili­skipu­lags202201331

  Borist hefur erindi frá, Hrafni Bjarnasyni, dags. 13.01.2022, með ósk um gerð deiliskipulags og uppskiptingu frístundalóðar við Krókatjörn L125143. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.

  Skipu­lags­nefnd heim­il­ar máls­að­ila, í sam­ráði við um­hverf­is­svið, að vinna áfram til­lögu að nýju deili­skipu­lagi skv. 2. mgr. 38. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.
  Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

 • 5. Hamra­borg - deili­skipu­lag201810282

  Skipulagsnefnd samþykkti á 546. fundi sínum að auglýsa og kynna nýtt deiliskipulag fyrir Hamraborg við Langatanga. Athugasemdafrestur var frá 28.10.2021 til og með 12.12.2021. Deiliskipulagið var kynnt í Mosfellingi, Lögbirtingarblaðinu og á vefnum mos.is. Dreifibréf voru send á Hamraborg, Hamratanga 9, 11, 13, 15 og lóðarhafa Langatanga 1, 3 og 5. Lagðar eru fram til kynningar umsagnir Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis dags. 14.12.2021, Vegagerðarinnar, dags. 08.12.2021, umsögn Svæðisskipulagsnefndar, dags. 07.12.2021.

  Til­laga Ólafs Inga Ósk­ars­son­ar áheyrn­ar­full­trúa S-lista, Sam­fylk­ing­ar:
  Áheyrn­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar í skipu­lags­nefnd legg­ur til að Bjargi - íbúð­ar­fé­lagi verði boð­ið til við­ræðna um bygg­ingu fjöl­býl­is­hús­anna að Langa­tanga 11-13. Við­var­andi skort­ur hef­ur ver­ið í Mos­fells­bæ á leigu­hús­næði á við­ráð­an­leg­um kjör­um fyr­ir tekju­lága ein­stak­linga og fjöl­skyld­ur á vinnu­mark­aði. Um­rædd­ar lóð­irn­ar liggja vel að þjón­ustu inn­an­bæjar og að vænt­an­legri Borg­ar­línu sem hvort tveggja ger­ir þess­ar lóð­ir hent­ug­ar til þess kon­ar upp­bygg­ing­ar.

  Breyt­ing­ar­til­laga Stefáns Óm­ars Jóns­son­ar full­trúa L-lista, Vina Mos­fells­bæj­ar, á til­lögu áheyrn­ar­full­trúa Sam­fylk­ing­ar:
  Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að vísa til­lögu áheyrn­ar­full­trúa Sam­fylk­ing­ar til bæj­ar­ráðs til skoð­un­ar.
  Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

  Bók­un Ás­geirs Sveins­son­ar, Helgu Jó­hann­es­dótt­ur og Bryn­dís­ar Brynj­ars­dótt­ur full­trúa D- og V-lista, Sjálf­stæð­is­flokks og Vinstri grænna:
  Skipu­lags­nefnd stýr­ir ekki hvern­ig og til hverra lóð­um í Mos­fells­bæ er út­hlutað og full­trú­ar D og V lista benda á að til­laga sem þessi á heima fyr­ir bæj­ar­ráði og bæj­ar­stjórn.
  Deili­skipu­lag fyr­ir Hamra­borg hef­ur ekki ver­ið sam­þykkt og eng­ar lóð­ir fyr­ir það skipu­lag ver­ið stofn­að­ar og því til­lag­an ekki tíma­bær.

  ***

  Inn­send­ar um­sagn­ir lagð­ar fram og kynnt­ar. Skipu­lags­full­trúa fal­ið að vinna drög að svör­um at­huga­semda og und­ir­búa af­greiðslu skipu­lags­ins.
  Sam­þykkt með fjór­um at­kvæð­um. Jón Pét­urs­son full­trúi M-Lista, Mið­flokks, sit­ur hjá við af­greiðslu máls­ins.

 • 6. Há­eyri 1-2 - breyt­ing á deili­skipu­lagi202108920

  Lögð er fram tillaga að aðal- deiliskipulagsbreytingu til kynningar og afgreiðslu fyrir íbúðarsvæði 330-Íb, Háeyri 1-2, þar sem breyta á einbýlishúsalóðum í parhúsalóðir.

  Er­ind­inu vísað til frek­ari skoð­un­ar á um­hverf­is­sviði hvað varð­ar um­ferð­ar- og að­komu­mál.
  Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

 • 7. Hafra­vatns­veg­ur - lag­fær­ing­ar202106030

  Borist hefur umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu bundins slitlags Hafravatnsvegar (431-01), frá Nesjavallaleið að Úlfarsfellsvegi. Meðfylgjandi er kynningarskýrsla framkvæmdarinnar ásamt ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu.

  Skipu­lags­full­trúa fal­ið að gefa út fram­kvæmda­leyfi í sam­ræmi við 13. og 15. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 skv. reglu­gerð um fram­kvæmda­leyfi nr. 772/2012. Skipu­lags­nefnd legg­ur áherslu á að fund­in verði sam­eig­in­leg lausn á fyr­ir­komu­lagi og stað­setn­ingu reiðstígs og hjóla­stígs í sam­ræmi við ákvæði að­al­skipu­lags. Skipu­lags­nefnd fel­ur jafn­framt um­hverf­is­sviði að vera í sam­ráði við Vega­gerð­ina um það. Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

 • 8. Mið­dals­land I R L226627 - ósk um skipt­ingu lands202201557

  Borist hefur erindi frá Tryggva Einarssyni, dags. 27.01.2022, með ósk um uppskiptingu lands L226627 og stofnun tveggja nýrra lóða í samræmi við gögn.

  Frestað vegna tíma­skorts.

 • 9. Selja­dals­veg­ur Í Mið­dal 4 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi202201397

  Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Reykjamel ehf, dags. 17.01.2022, fyrir frístundahús við Seljadalsveg. Umsókninni var vísað til umsagnar skipulagsnefndar af 461. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem teikningar eru ekki í samræmi við deiliskipulag. Hjálagt er minnisblað skipulagsfulltrúa fyrir Seljadalsveg Í Miðdal 4, 6, 10 og 12.

  Frestað vegna tíma­skorts.

 • 10. Selja­dals­veg­ur Í Mið­dal 6 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi202201398

  Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Reykjamel ehf, dags. 17.01.2022, fyrir frístundahús við Seljadalsveg. Umsókninni var vísað til umsagnar skipulagsnefndar af 461. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem teikningar eru ekki í samræmi við deiliskipulag.

  Frestað vegna tíma­skorts.

 • 11. Selja­dals­veg­ur Í Mið­dal 10 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi202111249

  Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Reykjamel ehf, dags. 11.11.2021, fyrir frístundahús við Seljadalsveg. Umsókninni var vísað til umsagnar skipulagsnefndar af 461. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem teikningar eru ekki í samræmi við deiliskipulag.

  Frestað vegna tíma­skorts.

  • 12. Selja­dals­veg­ur Í Mið­dal 12 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi202111248

   Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Reykjamel ehf, dags. 11.11.2021, fyrir frístundahús við Seljadalsveg. Umsókninni var vísað til umsagnar skipulagsnefndar af 461. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem teikningar eru ekki í samræmi við deiliskipulag.

   Frestað vegna tíma­skorts.

  Fundargerð

  • 13. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 460202201025F

   Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar

   • 13.1. Kvísl­artunga 28 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202111334

    Fann­dal­ur ehf. Klepps­vegi 24 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu tveggja hæða ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni Kvísl­artunga nr. 28, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: Íbúð 336,5 m², bíl­geymsla 46,0 m², 935,56 m³.

   • 13.2. Bratta­hlíð 24-30 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi Tré­búkki ehf. 202106095

    Tré-Búkki ehf. Suð­ur­hús­um 2 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta fjög­ura rað­húsa á lóð­inni Bratta­hlíð nr. 24-30 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

   • 14. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 461202201032F

    Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar

    • 14.1. Hlíðarás 9 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202110098

     Hann­es E Hall­dórs­son Hlíð­ar­ási 9 sæk­ir um leyfi til breyttr­ar notk­un­ar og skrán­ing­ar tveggja hæða ein­býl­is­húss á lóð­inni Hlíðarás nr. 9, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

    • 14.2. Selja­dals­veg­ur Í Mið­dal 4 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202201397

     Reykja­mel­ur ehf. Engja­vegi 10 sækja um leyfi til að byggja úr stein­steypu og timbri frí­stunda­hús á tveim­ur hæð­um á lóð­inni Selja­dals­veg­ur nr. 4 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: 125,1 m², 438,8 m³.

    • 14.3. Selja­dals­veg­ur Í Mið­dal 6 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202201398

     Reykja­mel­ur ehf. Engja­vegi 10 sækja um leyfi til að byggja úr stein­steypu og timbri frí­stunda­hús á tveim­ur hæð­um á lóð­inni Selja­dals­veg­ur nr. 6 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: 125,1 m², 438,8 m³.

    • 14.4. Selja­dals­veg­ur Í Mið­dal 10 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202111249

     Reykja­mel­ur ehf. Engja­vegi 10 sækja um leyfi til að byggja úr stein­steypu og timbri frí­stunda­hús á einni hæð á lóð­inni Selja­dals­veg­ur nr. 10 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: 124,1 m², 444,3 m³.

    • 14.5. Selja­dals­veg­ur Í Mið­dal 12 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202111248

     Reykja­mel­ur ehf. Engja­vegi 10 sækja um leyfi til að byggja úr stein­steypu og timbri frí­stunda­hús á einni hæð á lóð­inni Selja­dals­veg­ur nr. 4, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: 124,1 m², 444,3 m³.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:05