18. febrúar 2022 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Jón Pétursson aðalmaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Kristinn Pálsson Skipulagsfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Miðdalsland I R L226627 - ósk um skiptingu lands202201557
Borist hefur erindi frá Tryggva Einarssyni, dags. 27.01.2022, með ósk um uppskiptingu lands L226627 og stofnun tveggja nýrra lóða í samræmi við gögn. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd heimilar uppskiptingu lands í samræmi við hnitsett gögn, skv. 1. mgr. 48. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málinu er vísað til úrvinnslu á umhverfissviði.
Samþykkt með fimm atkvæðum.2. Seljadalsvegur Í Miðdal 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi202201397
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Reykjamel ehf, dags. 17.01.2022, fyrir frístundahús við Seljadalsveg. Umsókninni var vísað til umsagnar skipulagsnefndar af 461. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem teikningar eru ekki í samræmi við deiliskipulag. Hjálagt er minnisblað skipulagsfulltrúa fyrir Seljadalsveg Í Miðdal 4, 6, 10 og 12. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd samþykkir óveruleg frávik deiliskipulags um stærð húss og meðhöndlar málið í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, enda samræmist stærð aðalskipulagi. Byggingarfulltrúa er því heimilt að gefa út byggingarleyfi þegar umsókn samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010, byggingarreglugerð nr. 112/2012 og kynntum gögnum.
Samþykkt með fimm atkvæðum.3. Seljadalsvegur Í Miðdal 6 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi202201398
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Reykjamel ehf, dags. 17.01.2022, fyrir frístundahús við Seljadalsveg. Umsókninni var vísað til umsagnar skipulagsnefndar af 461. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem teikningar eru ekki í samræmi við deiliskipulag. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd samþykkir óveruleg frávik deiliskipulags um stærð húss og meðhöndlar málið í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, enda samræmist stærð aðalskipulagi. Byggingarfulltrúa er því heimilt að gefa út byggingarleyfi þegar umsókn samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010, byggingarreglugerð nr. 112/2012 og kynntum gögnum.
Samþykkt með fimm atkvæðum.4. Seljadalsvegur Í Miðdal 10 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi202111249
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Reykjamel ehf, dags. 11.11.2021, fyrir frístundahús við Seljadalsveg. Umsókninni var vísað til umsagnar skipulagsnefndar af 461. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem teikningar eru ekki í samræmi við deiliskipulag. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd samþykkir óveruleg frávik deiliskipulags um stærð húss og meðhöndlar málið í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, enda samræmist stærð aðalskipulagi. Byggingarfulltrúa er því heimilt að gefa út byggingarleyfi þegar umsókn samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010, byggingarreglugerð nr. 112/2012 og kynntum gögnum.
Samþykkt með fimm atkvæðum.5. Seljadalsvegur Í Miðdal 12 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi202111248
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Reykjamel ehf, dags. 11.11.2021, fyrir frístundahús við Seljadalsveg. Umsókninni var vísað til umsagnar skipulagsnefndar af 461. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem teikningar eru ekki í samræmi við deiliskipulag. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd samþykkir óveruleg frávik deiliskipulags um stærð húss og meðhöndlar málið í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, enda samræmist stærð aðalskipulagi. Byggingarfulltrúa er því heimilt að gefa út byggingarleyfi þegar umsókn samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010, byggingarreglugerð nr. 112/2012 og kynntum gögnum.
Samþykkt með fimm atkvæðum.6. Umferðaröryggisáætlun Mosfellsbæjar - Endurskoðun202202287
Lögð er fram til kynningar tillaga umhverfissviðs um endurskoðun umferðaröryggisáætlunar Mosfellsbæjar.
Jón Pétursson fulltrúi M-lista, Miðflokks, vék af fundi.
Skipulagsnefnd fagnar tillögu um endurskoðun umferðaröryggisáætlunar og felur umhverfissviði að vinna að endurskoðun hennar.7. Leirvogstunguhverfi - endurskoðun deiliskipulags202106088
Skipulagsnefnd samþykkti á 546. fundi sínum að kynna og auglýsa deiliskipulagsbreytingu fyrir Leirvogstunguhverfi. Athugasemdafrestur var frá 26.08.2021 til og með 10.10.2021. Athugasemdir voru kynntar skipulagsnefnd á 552. og 555. fundi. Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu uppfærð útgáfa deiliskipulags, uppdráttur og greinargerð, í samræmi við ábendingar ásamt drögum að svörum innsendra athugasemda.
Skipulagsfulltrúa falið að svara athugasemdum í samræmi við fyrirliggjandi drög. Deiliskipulagið er samþykkt og skal það hljóta afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á endurauglýsingu deiliskipulagsbreytingar skv. 4. mgr. 41 gr. sömu laga vegna minniháttar uppfærslu á greinargerð og uppdrætti sem samræmast innsendum athugasemdum.
Samþykkt með fimm atkvæðum.8. Hamraborg - deiliskipulag201810282
Skipulagsnefnd samþykkti á 546. fundi sínum að kynna og auglýsa nýtt deiliskipulag fyrir Hamraborg við Langatanga. Athugasemdafrestur var frá 28.10.2021 til og með 12.12.2021. Athugasemdir voru kynntar skipulagsnefnd á 558. fundi. Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu uppfærð útgáfa deiliskipulags, uppdráttur og greinargerð, í samræmi við ábendingar ásamt drögum að svörum innsendra athugasemda.
Skipulagsfulltrúa falið að svara athugasemdum í samræmi við fyrirliggjandi drög. Deiliskipulagið er samþykkt og skal það hljóta afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á endurauglýsingu deiliskipulagsbreytingar skv. 4. mgr. 41 gr. sömu laga vegna minniháttar uppfærslu á greinargerð og uppdrætti sem samræmast innsendum athugasemdum.
Samþykkt með þremur atkvæðum.
Stefán Ómar Jónsson fulltrúi L-lista, Vina Mosfellsbæjar, og Jón Pétursson fulltrúi M-lista, Miðflokks, sitja hjá við afgreiðslu deiliskipulagsins í samræmi við fyrri afstöðu.9. Vefarastræti 2-6 - leikskóli - deiliskipulagsbreyting202202161
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Vefarastræti 2-6 þar sem byggingarreitur er stækkaður og fallið er frá göngustíg vestan lóðar.
Skipulagsnefnd samþykkir að kynna og auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með fimm atkvæðum.10. Póstbox Póstsins í Mosfellsbæ202111463
Borist hefur erindi frá Héðni Gunnarssyni, f.h. Íslandspósts ohf., dags. 03.02.2022, með ósk um samstarf vegna bættrar þjónustu Póstsins innan hverfa Mosfellsbæjar.
Skipulagsnefnd fagnar áætlunum Póstsins um að bæta þjónustu við íbúa Mosfellsbæjar og felur starfsfólki umhverfissviðs að skoða staðsetningar fyrir póstbox í sveitarfélaginu.
Samþykkt með fimm atkvæðum.11. Kvíslartunga 134 - breyting á deiliskipulagi202202077
Borist hefur erindi frá Sigurgísla Jónssyni, dags. 03.02.2022, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir Kvíslartungu 134 vegna tilfærslu á byggingarreit. Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu lóðar.
Skipulagsnefnd samþykkir að kynna og auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
12. Hrafnshöfði 17 - breyting á deiliskipulagi202202086
Borist hefur erindi frá Aðalheiði G. Halldórsdóttur, dags. 04.02.2022, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir Hrafnshöfða 17 vegna viðbyggingar húss í samræmi við gögn.
Skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 heimilar skipulagsnefnd málsaðila að vinna tillögu að deiliskipulagsbreytingu lóðar í samræmi við 2. mgr. 43. gr. sömu laga.
Samþykkt með fimm atkvæðum.
Fundargerðir til staðfestingar
13. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 462202202014F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
13.1. Reykjahvoll 29 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202111059
Skjaldargjá ehf. Rauðarárstíg 42 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr timbri og steinsteypu tveggja hæða einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Reykjahvoll nr. 29, í samræmi við framlögð gögn.Stærðir: Íbúð 222,9 m², bílgeymsla 32,5 m², m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
13.2. Laxatunga 117,117a,117b, Umsókn um byggingarleyfi. 201809343
VK Verkfræðistofa Suðurlandsbraut 46 Reykjavík sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta raðhúsa á lóðunum Laxatunga nr. 117, 117a og 117b, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.