Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

18. febrúar 2022 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
 • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
 • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
 • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
 • Jón Pétursson aðalmaður
 • Lovísa Jónsdóttir (LJó) áheyrnarfulltrúi
 • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
 • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Kristinn Pálsson Skipulagsfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Mið­dals­land I R L226627 - ósk um skipt­ingu lands202201557

  Borist hefur erindi frá Tryggva Einarssyni, dags. 27.01.2022, með ósk um uppskiptingu lands L226627 og stofnun tveggja nýrra lóða í samræmi við gögn. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.

  Skipu­lags­nefnd heim­il­ar upp­skipt­ingu lands í sam­ræmi við hnit­sett gögn, skv. 1. mgr. 48. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Mál­inu er vísað til úr­vinnslu á um­hverf­is­sviði.
  Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

 • 2. Selja­dals­veg­ur Í Mið­dal 4 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi202201397

  Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Reykjamel ehf, dags. 17.01.2022, fyrir frístundahús við Seljadalsveg. Umsókninni var vísað til umsagnar skipulagsnefndar af 461. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem teikningar eru ekki í samræmi við deiliskipulag. Hjálagt er minnisblað skipulagsfulltrúa fyrir Seljadalsveg Í Miðdal 4, 6, 10 og 12. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.

  Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir óveru­leg frá­vik deili­skipu­lags um stærð húss og með­höndl­ar mál­ið í sam­ræmi við 3. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010, enda sam­ræm­ist stærð að­al­skipu­lagi. Bygg­ing­ar­full­trúa er því heim­ilt að gefa út bygg­ing­ar­leyfi þeg­ar um­sókn sam­ræm­ist lög­um um mann­virki nr. 160/2010, bygg­ing­ar­reglu­gerð nr. 112/2012 og kynnt­um gögn­um.
  Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

 • 3. Selja­dals­veg­ur Í Mið­dal 6 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi202201398

  Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Reykjamel ehf, dags. 17.01.2022, fyrir frístundahús við Seljadalsveg. Umsókninni var vísað til umsagnar skipulagsnefndar af 461. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem teikningar eru ekki í samræmi við deiliskipulag. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.

  Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir óveru­leg frá­vik deili­skipu­lags um stærð húss og með­höndl­ar mál­ið í sam­ræmi við 3. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010, enda sam­ræm­ist stærð að­al­skipu­lagi. Bygg­ing­ar­full­trúa er því heim­ilt að gefa út bygg­ing­ar­leyfi þeg­ar um­sókn sam­ræm­ist lög­um um mann­virki nr. 160/2010, bygg­ing­ar­reglu­gerð nr. 112/2012 og kynnt­um gögn­um.
  Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

 • 4. Selja­dals­veg­ur Í Mið­dal 10 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi202111249

  Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Reykjamel ehf, dags. 11.11.2021, fyrir frístundahús við Seljadalsveg. Umsókninni var vísað til umsagnar skipulagsnefndar af 461. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem teikningar eru ekki í samræmi við deiliskipulag. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.

  Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir óveru­leg frá­vik deili­skipu­lags um stærð húss og með­höndl­ar mál­ið í sam­ræmi við 3. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010, enda sam­ræm­ist stærð að­al­skipu­lagi. Bygg­ing­ar­full­trúa er því heim­ilt að gefa út bygg­ing­ar­leyfi þeg­ar um­sókn sam­ræm­ist lög­um um mann­virki nr. 160/2010, bygg­ing­ar­reglu­gerð nr. 112/2012 og kynnt­um gögn­um.
  Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

 • 5. Selja­dals­veg­ur Í Mið­dal 12 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi202111248

  Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Reykjamel ehf, dags. 11.11.2021, fyrir frístundahús við Seljadalsveg. Umsókninni var vísað til umsagnar skipulagsnefndar af 461. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem teikningar eru ekki í samræmi við deiliskipulag. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.

  Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir óveru­leg frá­vik deili­skipu­lags um stærð húss og með­höndl­ar mál­ið í sam­ræmi við 3. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010, enda sam­ræm­ist stærð að­al­skipu­lagi. Bygg­ing­ar­full­trúa er því heim­ilt að gefa út bygg­ing­ar­leyfi þeg­ar um­sókn sam­ræm­ist lög­um um mann­virki nr. 160/2010, bygg­ing­ar­reglu­gerð nr. 112/2012 og kynnt­um gögn­um.
  Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

 • 6. Um­ferðarör­ygg­is­áætlun Mos­fells­bæj­ar - End­ur­skoð­un202202287

  Lögð er fram til kynningar tillaga umhverfissviðs um endurskoðun umferðaröryggisáætlunar Mosfellsbæjar.

  Jón Pét­urs­son full­trúi M-lista, Mið­flokks, vék af fundi.
  Skipu­lags­nefnd fagn­ar til­lögu um end­ur­skoð­un um­ferðarör­ygg­is­áætl­un­ar og fel­ur um­hverf­is­sviði að vinna að end­ur­skoð­un henn­ar.

 • 7. Leir­vogstungu­hverfi - end­ur­skoð­un deili­skipu­lags202106088

  Skipulagsnefnd samþykkti á 546. fundi sínum að kynna og auglýsa deiliskipulagsbreytingu fyrir Leirvogstunguhverfi. Athugasemdafrestur var frá 26.08.2021 til og með 10.10.2021. Athugasemdir voru kynntar skipulagsnefnd á 552. og 555. fundi. Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu uppfærð útgáfa deiliskipulags, uppdráttur og greinargerð, í samræmi við ábendingar ásamt drögum að svörum innsendra athugasemda.

  Skipu­lags­full­trúa fal­ið að svara at­huga­semd­um í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi drög. Deili­skipu­lag­ið er sam­þykkt og skal það hljóta af­greiðslu skv. 42. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á enduraug­lýs­ingu deili­skipu­lags­breyt­ing­ar skv. 4. mgr. 41 gr. sömu laga vegna minni­hátt­ar upp­færslu á grein­ar­gerð og upp­drætti sem sam­ræm­ast inn­send­um at­huga­semd­um.
  Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

 • 8. Hamra­borg - deili­skipu­lag201810282

  Skipulagsnefnd samþykkti á 546. fundi sínum að kynna og auglýsa nýtt deiliskipulag fyrir Hamraborg við Langatanga. Athugasemdafrestur var frá 28.10.2021 til og með 12.12.2021. Athugasemdir voru kynntar skipulagsnefnd á 558. fundi. Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu uppfærð útgáfa deiliskipulags, uppdráttur og greinargerð, í samræmi við ábendingar ásamt drögum að svörum innsendra athugasemda.

  Skipu­lags­full­trúa fal­ið að svara at­huga­semd­um í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi drög. Deili­skipu­lag­ið er sam­þykkt og skal það hljóta af­greiðslu skv. 42. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á enduraug­lýs­ingu deili­skipu­lags­breyt­ing­ar skv. 4. mgr. 41 gr. sömu laga vegna minni­hátt­ar upp­færslu á grein­ar­gerð og upp­drætti sem sam­ræm­ast inn­send­um at­huga­semd­um.
  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um.
  Stefán Ómar Jóns­son full­trúi L-lista, Vina Mos­fells­bæj­ar, og Jón Pét­urs­son full­trúi M-lista, Mið­flokks, sitja hjá við af­greiðslu deili­skipu­lags­ins í sam­ræmi við fyrri af­stöðu.

 • 9. Vefara­stræti 2-6 - leik­skóli - deili­skipu­lags­breyt­ing202202161

  Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Vefarastræti 2-6 þar sem byggingarreitur er stækkaður og fallið er frá göngustíg vestan lóðar.

  Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að kynna og aug­lýsa til­lögu að deili­skipu­lags­breyt­ingu í sam­ræmi við 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.
  Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

 • 10. Póst­box Pósts­ins í Mos­fells­bæ202111463

  Borist hefur erindi frá Héðni Gunnarssyni, f.h. Íslandspósts ohf., dags. 03.02.2022, með ósk um samstarf vegna bættrar þjónustu Póstsins innan hverfa Mosfellsbæjar.

  Skipu­lags­nefnd fagn­ar áætl­un­um Pósts­ins um að bæta þjón­ustu við íbúa Mos­fells­bæj­ar og fel­ur starfs­fólki um­hverf­is­sviðs að skoða stað­setn­ing­ar fyr­ir póst­box í sveit­ar­fé­lag­inu.
  Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

 • 11. Kvísl­artunga 134 - breyt­ing á deili­skipu­lagi202202077

  Borist hefur erindi frá Sigurgísla Jónssyni, dags. 03.02.2022, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir Kvíslartungu 134 vegna tilfærslu á byggingarreit. Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu lóðar.

  Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að kynna og aug­lýsa til­lögu að deili­skipu­lags­breyt­ingu í sam­ræmi við 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

 • 12. Hrafns­höfði 17 - breyt­ing á deili­skipu­lagi202202086

  Borist hefur erindi frá Aðalheiði G. Halldórsdóttur, dags. 04.02.2022, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir Hrafnshöfða 17 vegna viðbyggingar húss í samræmi við gögn.

  Skv. 2. mgr. 38. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 heim­il­ar skipu­lags­nefnd máls­að­ila að vinna til­lögu að deili­skipu­lags­breyt­ingu lóð­ar í sam­ræmi við 2. mgr. 43. gr. sömu laga.
  Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

Fundargerðir til staðfestingar

 • 13. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 462202202014F

  Fundargerð lögð fram til kynningar.

  Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

  • 13.1. Reykja­hvoll 29 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202111059

   Skjald­ar­gjá ehf. Rauð­ar­árstíg 42 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr timbri og stein­steypu tveggja hæða ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni Reykja­hvoll nr. 29, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.Stærð­ir: Íbúð 222,9 m², bíl­geymsla 32,5 m², m³.

   Niðurstaða þessa fundar:

   Lagt fram.

  • 13.2. Laxa­tunga 117,117a,117b, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi. 201809343

   VK Verk­fræði­stofa Suð­ur­lands­braut 46 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta rað­húsa á lóð­un­um Laxa­tunga nr. 117, 117a og 117b, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki

   Niðurstaða þessa fundar:

   Lagt fram.

  Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:25