5. júlí 2019 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Jón Pétursson aðalmaður
- Ölvir Karlsson (ÖK) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Fundargerð ritaði
Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Bjarkarholt 22a - ný dreifistöð Veitna201904318
Á 488. fundi skipulagsnefndar 28. júni 2019 mættu fulltrúar Veitna og kynntu málið, umræður urðu um málið.
Skipulagsnefnd fellst fyrir sitt leyti á fyrirliggjandi tillögu að nýrri dreifistöð rafmagns í Bjarkarholti og vísar afgreiðslu byggingarleyfis til embættis byggingarfulltrúa. Nefndin vísar þeim hluta er varðar úthlutun lóðarinnar undir dreifistöð til bæjarráðs. Samþykkt með fimm atkvæðum.
2. Samkomulag um deiliskipulag við Hamraborg201810282
Á 485. fundi skipulagsnefndar 24. maí 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd heimilar skipulagsfulltrúa að senda út verðkönnun vegna deiliskipulagsvinnu Hamraborgar." Lögð fram niðurstaða verðkönnunar.
Lögð fyrir skipulagsnefnd niðurstaða örútboðs innan rammasamnings Ríkiskaupa um skipulagsvinnu innan Hamraborgarreits. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við gerð deiliskipulagsins á þeim grunni.Samþykkt með þremur atkvæðum D- og V-lista, fulltrúi L-lista situr hjá við atkvæðagreiðsluna og fulltrúi M-lista greiðir atkvæði gegn þeirri niðurstöðu.
3. Aðalskipulagsbreyting í Reykjavík -Íbúðarbyggð og blönduð byggð201906404
Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg dags. 26. júní 2019 varðandi breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur.
Lögð fram tillaga Reykjavíkurborgar að breytingu á aðalskipulagi. Skipulagsnefnd óskar eftir kynningu frá Reykjavíkurborg á tillögunni á næsta fundi nefndarinnar þann 19. júlí næstkomandi og óskar jafnframt eftir lengri fresti til þess að skila inn umsögn um tillöguna vegna sumarleyfa sem eru framundan.Samþykkt með fimm atkvæðum.
4. Frístundalóð í landi Miðdals - breyting á deiliskipulagi201907002
Borist hefur erindi frá Hildigunni Haraldsdóttur ark. fh. lóðareigenda dags. 29. júní 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi frístundalóða í landi Miðdals.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillöga að breytingu á deiliskipulagi. Samþykkt með fimm atkvæðum.
5. Furubyggð 30-40, Umsókn um byggingarleyfi201906083
Eyjólfur Árni Rafnsson Furubyggð 40 sækir um leyfi til að breyta útfærslum þaka garðskála á suð-vestur hlið raðhúsa á lóðinni Furubyggð 30-40, í samræmi við framlögð gögn. Vísað til umsagnar skipulagsnefndar þar sem ekki er til deiliskipulag af svæðinu.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna erindið. Samþykkt með fimm atkvæðum.
6. Brekkutangi 17-31, Umsókn um byggingarleyfi201906388
Húsfélag Brekkutanga 17-31 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu og timbri viðbyggingar á 2. hæð ofan á núverandi bílgeymslum á lóðinni Brekkutanga nr.17-31 , í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Stækkun per hús 15,0 m², 52,6 m³. Vísað til umsagnar skipulagsnefndar þar sem ekki er til deiliskipulag af svæðinu.
Ólafur Óskarsson víkur af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa erindis.
Skipulagsnefnd felur skipulagfulltrúa að grenndarkynna erindið. Samþykkt með fimm atkvæðum.
7. Varmárbakkar, lóðir fyrir hesthús - breyting á deiliskipulagi201809062
Á 479. fundi skipulagsnefndar 1. mars 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi fyrir áfanga 1, 2 og 3." Fulltrúi Landslags mætti á fundinn og kynnti tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
Hulda Sæland frá Landslagi mætti á fundinn og kynnti fyrirhugaða deiliskipulagstillögu að breytingu á hesthúsasvæði að Varmárbökkum.
Umræður um tillöguna.Gestir
- Hulda Sæland
8. Völuteigur 8 - breyting á deiliskipulagi og aðalskipulagi201804256
Á 460. fundi skipulagsnefndar 27. apríl 2018 urðu umræðum um erindi Zeppelin arkitekta varðandi breytingar á deiliskipulagi og aðalskipulagi að Völuteig 8. Borist hefur viðbótarerindi. Fulltrúar Zeppelin arkitekta mættu á fundinn.
Orri Árnason og Gréta Björnsson frá Zeppelín arkitektum og Hjalti Gylfason frá Mannverki mættu á fundinn og kynnti tillögu að breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi lóðar við Völuteig 8.
Umræður um tillöguna.
Fundargerðir til kynningar
9. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 369201906035F
Lagt fram.
9.1. Brekkutangi 17-31, Umsókn um byggingarleyfi 201906388
Húsfélag Brekkutanga 17-31 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu og timbri viðbyggingar á 2. hæð ofan á núverandi bílgeymslum á lóðinni Brekkutanga nr.17-31 , í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Stækkun per hús 15,0 m², 52,6 m³.9.2. Furubyggð 30-40, Umsókn um byggingarleyfi 201906083
Eyjólfur Árni Rafnsson Furubyggð 40 sækir um leyfi til að breyta útfærslum þaka garðskála á suð-vestur hlið raðhúsa á lóðinni Furubyggð 30-40, í samræmi við framlögð gögn.
9.3. Leirvogstunga 19 / Umsókn um byggingarleyfi. 201804228
Bátur ehf. kt.520912-0100 Leirvogstungu 17 sækir um leyfi til að byggja bílgeymslu við áður samþykkt einbýlishús á lóðinni Leirvogstunga nr.19, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Bílgeymsla 31,79 m², 95,88 m³.
9.4. Reykjahvoll 8, Umsókn um byggingarleyfi 2018084786
Eyjólfur Sigurðsson Dvergholti 16 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu og timbri einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Reykjahvoll nr. 8, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 281,4 m², 1.026,68 m³.
9.5. Suður Reykir 5 /Umsókn um byggingarleyfi 201707139
Reykjabúið hf. Reykjum Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta fyrirkomulagi flóttaleiða áður samþykktra alífuglahúsa á lóðinni Suður-Reykir 5 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
9.6. Þverholt 21 / Umsókn um byggingarleyfi 201906056
Byggingafélagið Bakki ehf. Þverholti 2 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu 12 íbúða fjölbýlishús á lóðinni Þverholt nr. 21, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: 651,2 m², 1.989,0 m³.9.7. Þverholt 23 / Umsókn um byggingarleyfi 201906057
Byggingafélagið Bakki ehf. Þverholti 2 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu 12 íbúða fjölbýlishús á lóðinni Þverholt nr. 23, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: 651,2 m², 1.989,0 m³.