Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

5. júlí 2019 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
  • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
  • Jón Pétursson aðalmaður
  • Ölvir Karlsson (ÖK) áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs

Fundargerð ritaði

Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Bjark­ar­holt 22a - ný dreif­istöð Veitna201904318

    Á 488. fundi skipulagsnefndar 28. júni 2019 mættu fulltrúar Veitna og kynntu málið, umræður urðu um málið.

    Skipu­lags­nefnd fellst fyr­ir sitt leyti á fyr­ir­liggj­andi til­lögu að nýrri dreif­istöð raf­magns í Bjark­ar­holti og vís­ar af­greiðslu bygg­ing­ar­leyf­is til embætt­is bygg­ing­ar­full­trúa. Nefnd­in vís­ar þeim hluta er varð­ar út­hlut­un lóð­ar­inn­ar und­ir dreif­istöð til bæj­ar­ráðs. Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

  • 2. Sam­komulag um deili­skipu­lag við Hamra­borg201810282

    Á 485. fundi skipulagsnefndar 24. maí 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd heimilar skipulagsfulltrúa að senda út verðkönnun vegna deiliskipulagsvinnu Hamraborgar." Lögð fram niðurstaða verðkönnunar.

    Lögð fyr­ir skipu­lags­nefnd nið­ur­staða örút­boðs inn­an ramma­samn­ings Rík­is­kaupa um skipu­lags­vinnu inn­an Hamra­borg­ar­reits. Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa að hefja vinnu við gerð deili­skipu­lags­ins á þeim grunni.Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um D- og V-lista, full­trúi L-lista sit­ur hjá við at­kvæða­greiðsl­una og full­trúi M-lista greið­ir at­kvæði gegn þeirri nið­ur­stöðu.

  • 3. Að­al­skipu­lags­breyt­ing í Reykja­vík -Íbúð­ar­byggð og blönd­uð byggð201906404

    Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg dags. 26. júní 2019 varðandi breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur.

    Lögð fram til­laga Reykja­vík­ur­borg­ar að breyt­ingu á að­al­skipu­lagi. Skipu­lags­nefnd ósk­ar eft­ir kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg á til­lög­unni á næsta fundi nefnd­ar­inn­ar þann 19. júlí næst­kom­andi og ósk­ar jafn­framt eft­ir lengri fresti til þess að skila inn um­sögn um til­lög­una vegna sum­ar­leyfa sem eru framund­an.Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

  • 4. Frí­stundalóð í landi Mið­dals - breyt­ing á deili­skipu­lagi201907002

    Borist hefur erindi frá Hildigunni Haraldsdóttur ark. fh. lóðareigenda dags. 29. júní 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi frístundalóða í landi Miðdals.

    Skipu­lags­nefnd heim­il­ar um­sækj­anda að leggja fram til­löga að breyt­ingu á deili­skipu­lagi. Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

  • 5. Furu­byggð 30-40, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201906083

    Eyjólfur Árni Rafnsson Furubyggð 40 sækir um leyfi til að breyta útfærslum þaka garðskála á suð-vestur hlið raðhúsa á lóðinni Furubyggð 30-40, í samræmi við framlögð gögn. Vísað til umsagnar skipulagsnefndar þar sem ekki er til deiliskipulag af svæðinu.

    Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa að grennd­arkynna er­ind­ið. Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

  • 6. Brekku­tangi 17-31, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201906388

    Húsfélag Brekkutanga 17-31 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu og timbri viðbyggingar á 2. hæð ofan á núverandi bílgeymslum á lóðinni Brekkutanga nr.17-31 , í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Stækkun per hús 15,0 m², 52,6 m³. Vísað til umsagnar skipulagsnefndar þar sem ekki er til deiliskipulag af svæðinu.

    Ólaf­ur Ósk­ars­son vík­ur af fundi við um­ræðu og af­greiðslu þessa er­ind­is.

    Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lag­full­trúa að grennd­arkynna er­ind­ið. Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

  • 7. Varmár­bakk­ar, lóð­ir fyr­ir hest­hús - breyt­ing á deili­skipu­lagi201809062

    Á 479. fundi skipulagsnefndar 1. mars 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi fyrir áfanga 1, 2 og 3." Fulltrúi Landslags mætti á fundinn og kynnti tillögu að breytingu á deiliskipulagi.

    Hulda Sæ­land frá Lands­lagi mætti á fund­inn og kynnti fyr­ir­hug­aða deili­skipu­lagstil­lögu að breyt­ingu á hest­húsa­svæði að Varmár­bökk­um.
    Um­ræð­ur um til­lög­una.

    Gestir
    • Hulda Sæland
  • 8. Völu­teig­ur 8 - breyt­ing á deili­skipu­lagi og að­al­skipu­lagi201804256

    Á 460. fundi skipulagsnefndar 27. apríl 2018 urðu umræðum um erindi Zeppelin arkitekta varðandi breytingar á deiliskipulagi og aðalskipulagi að Völuteig 8. Borist hefur viðbótarerindi. Fulltrúar Zeppelin arkitekta mættu á fundinn.

    Orri Árna­son og Gréta Björns­son frá Zepp­elín arki­tekt­um og Hjalti Gylfa­son frá Mann­verki mættu á fund­inn og kynnti til­lögu að breyt­ingu á að­al­skipu­lagi og deili­skipu­lagi lóð­ar við Völu­teig 8.
    Um­ræð­ur um til­lög­una.

Fundargerðir til kynningar

  • 9. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 369201906035F

    Lagt fram.

    • 9.1. Brekku­tangi 17-31, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201906388

      Hús­fé­lag Brekku­tanga 17-31 sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu og timbri við­bygg­ing­ar á 2. hæð ofan á nú­ver­andi bíl­geymsl­um á lóð­inni Brekku­tanga nr.17-31 , í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
      Stærð­ir: Stækk­un per hús 15,0 m², 52,6 m³.

    • 9.2. Furu­byggð 30-40, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201906083

      Eyj­ólf­ur Árni Rafns­son Furu­byggð 40 sæk­ir um leyfi til að breyta út­færsl­um þaka garðskála á suð-vest­ur hlið rað­húsa á lóð­inni Furu­byggð 30-40, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.

    • 9.3. Leir­vogstunga 19 / Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi. 201804228

      Bát­ur ehf. kt.520912-0100 Leir­vogstungu 17 sæk­ir um leyfi til að byggja bíl­geymslu við áður sam­þykkt ein­býl­is­hús á lóð­inni Leir­vogstunga nr.19, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: Bíl­geymsla 31,79 m², 95,88 m³.

    • 9.4. Reykja­hvoll 8, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 2018084786

      Eyj­ólf­ur Sig­urðs­son Dverg­holti 16 sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu og timbri ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni Reykja­hvoll nr. 8, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: 281,4 m², 1.026,68 m³.

    • 9.5. Suð­ur Reyk­ir 5 /Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201707139

      Reykja­bú­ið hf. Reykj­um Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að breyta fyr­ir­komu­lagi flótta­leiða áður sam­þykktra alí­fugla­húsa á lóð­inni Suð­ur-Reyk­ir 5 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

    • 9.6. Þver­holt 21 / Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201906056

      Bygg­inga­fé­lag­ið Bakki ehf. Þver­holti 2 sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu 12 íbúða fjöl­býl­is­hús á lóð­inni Þver­holt nr. 21, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
      Stærð­ir: 651,2 m², 1.989,0 m³.

    • 9.7. Þver­holt 23 / Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201906057

      Bygg­inga­fé­lag­ið Bakki ehf. Þver­holti 2 sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu 12 íbúða fjöl­býl­is­hús á lóð­inni Þver­holt nr. 23, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
      Stærð­ir: 651,2 m², 1.989,0 m³.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00