13. mars 2020 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Jón Pétursson aðalmaður
- Ölvir Karlsson (ÖK) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Margrét Guðjónsdóttir (MGu) varamaður
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
- Anna Margrét Tómasdóttir
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Arnartangi 47 - viðbygging201910037
Borist hefur erindi frá Þebu Björt Karlsdóttur, dags. 12. desember 2019 varðandi byggingu á skyggni yfir sólpall að Arnartanga 47. Deiliskipulag er ekki á svæðinu. Gögn dags. 10. desember 2019.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna erindið skv. 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
2. Markholt - opnun og lokun201809042
Borist hefur erindi frá Jóni Svan Grétarssyni dags. 12. febrúar 2020 varðandi götulokun í Markholti við hús nr. 1. Meðfylgjandi er undirskriftarlisti íbúa dags. 30. september 2018.
Skipulagsnefnd synjar erindinu m.a. með tilliti til umferðaröryggis og langrar hefðar fyrir lokun götunnar.
3. Brattahlíð 32-34, 36-38 - Óveruleg breyting á deiliskipulagi202002209
Borist hefur erindi frá Þórhalli Sigurðssyni, dags. 20.02.2019 varðandi óverulega breytingu deiliskipulags í Bröttuhlíð.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið á grundvelli 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
4. Gatnagerð 4. áfanga Helgafellshverfis - Framkvæmdaleyfi202003063
Borist hefur erindi frá Erni Kjærnested, f.h. Byggingarfélagsins Bakka ehf., dags. 5. mars 2020 þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð í 4. áfanga Helgafellshverfis.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita framkvæmdaleyfi þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir sbr. 7. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
5. Varmárhóll - Varmárskólasvæði - Deiliskipulagsbreyting202003017
Lögð fram til kynningar tillaga að breytingu á deiliskipulagi við Varmárskóla.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
6. Hamraborg - deiliskipulag201810282
Deiliskipulagslýsing fyrir Hlíðarhverfi - Hamraborg var til umsagnar til 20. desember 2019. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis og Veitum. Þrátt fyrir ítrekun barst ekki umsögn við lýsingu frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.
Umsagnir lagðar fram og kynntar.
7. Helgadalsvegur 60 - deiliskipulag202003016
Borist hefur erindi frá Jens Páli Hafsteinssyni og Hrefnu Guðmundsdóttur, dags. 2. mars 2020, með ósk um gerð deiliskipulags að Helgadalsvegi 60 L229080.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og vísar því til bæjarráðs vegna samninga um uppbyggingu innviða.
8. Vogatunga 26-32 - frágangur lóða202002267
Borist hefur erindi frá íbúum í Vogatungu 26, 28, 30 og 32 um frágang lóða.
Vísað til umsagnar og afgreiðslu á umhverfissviði.
9. Súluhöfði 51 - fyrirspurn202001389
Borist hefur erindi frá Tvíhorfi, f.h. lóðarharfa, vegna skilmálabreytinga fyrir lóðina að Súluhöfða 51.
Skipulagsnefnd heimilar að veita byggingarleyfi fyrir hús með stöllun í gólfplötu, skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, 7/2016, 2. gr. Óheimilt er skv. deiliskipulagi eða vera með hús á tveimur hæðum, með rishæð eða milligólfi við Súluhöfða.
10. Laxatunga 121 - skipulagsskilmálar202003091
Borist hefur erindi frá Hrönn Ingólfsdóttur um byggingu einbýlishúss með einhalla þaki í Laxatungu 121.
Skipulagsnefnd heimilar frávik á þakformi frá gildandi deiliskipulagsskilmálum skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, 7/2016, 2. gr.
11. Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030 - ósk um breytingu á aðalskipulagi201612360
Lagður fram leiðréttur uppdráttur þar sem brugðist hefur verið við ábendingum Skipulagsstofnunar.
Skipulagsnefnd samþykkir að aðalskipulagsbreytingin hljóti afgreiðslu skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga og auglýsingu skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
12. Leirvogstunguhverfi - tillaga að stækkun lóða202001285
Lagt er fram fyrir skipulagsnefnd minnisblað vegna lóðarstækkana í Leirvogstunguhverfi auk hugmynda skipulagshöfunda.
Frestað vegna tímaskorts.
13. Kvíslartunga 32 - ósk um stækkun lóðar201905281
Íris Wigelund Petursdottir óskar eftir stækkun lóðar í Kvíslartungu 32.
Frestað vegna tímaskorts.
14. Kvíslartunga 118 - ósk um stækkun lóðar201906050
Vilhjálmur Bjarnason óskar eftir um stækkun lóðar í Kvíslartungu 118.
Frestað vegna tímaskorts.
15. Kvíslartunga 84 - ósk um stækkun lóðar201902109
Magnús Kristinsson óskar eftir um stækkun lóðar í Kvíslartungu 84.
Frestað vegna tímaskorts.
16. Leirvogstunga 35 - ósk um stækkun lóðar201812221
Óskar Jóhann Sigurðsson óskar eftir um stækkun lóðar í Leivogstungu 35.
Frestað vegna tímaskorts.