19. mars 2019 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Jón Pétursson aðalmaður
- Ölvir Karlsson (ÖK) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Skólabraut 2-4, Umsókn um byggingarleyfi201902106
Mosfellsbær, Þverholt 2, sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu, stáli og tvöföldum PVC dúk fjölnota íþróttahúshús á lóðinni Skólabraut nr. 2-4, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 3.911,4 m², 38.845,4 m³ Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið. Frestað vegna tímaskorts á 480. fundi.
Skipulagsnefnd samþykkir að meðhöndla erindið skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
2. Helgafellshverfi 4. áfangi - breyting á deiliskipulagi201810106
Á 479. fundi skipulagsnefndar 1. mars 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd heimilar byggingafélaginu Bakka ehf. að leggja fram tillögu að breytingu deiliskipulags. Jafnframt óskar skipulagsnefnd eftir fundi með byggingafélaginu Bakka ehf. um málið." Fundur skipulagsnefndar og byggingarfélagsins Bakka var haldinn 5. mars 2019. Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi. Frestað vegna tímaskorts á 480. fundi.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
3. Samkomulag um deiliskipulag við Hamraborg201810282
Á 1373 fundi bæjarráðs 1. nóvember 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Samþykkt með 3 atkvæðum að fela bæjarstjóra að klára og undirrita samkomulag á grunni þeirra draga sem fyrir liggja." Lagt fram undirritað samkomulag. Frestað vegna tímaskorts á 480. fundi.
Bókun fulltrúa M lista:
Það er skoðum fulltrúa Miðflokksins að enn sé of mörgum spurningum ósvarað til þess að hægt sé að taka afstöðu til málsins.Bókun áheyrnarfulltrúa S lista:
Betur hefði farið á því að skipulagsnefnd hefði fyrst mótað sína stefnu varðandi skipulag Hamraborgarsvæðisins, s.s. varðandi heildarfjölda lóða, húsagerðir og fleira, áður en bindandi samningur var gerður við lóðarhafa. Bindandi samningi um 7 lóðir á landi í eigu bæjarins. Lóðarhöfum er nánast gefið sjálfdæmi um hvaða lóðir falla þeim í skaut.
Hér er því augljóslega byrjað á röngum enda og hendur skipulagsnefndar bundnar áður en skipulagsvinnan hefst.
Fulltrúar L og C lista taka undir bókun fulltrúa S lista.Samþykkt með þremur atkvæðum D og V lista að heimila skipulagsfulltrúa að hefja ferli við gerð deiliskipulags svæðisins. Fulltrúi M lista greiðir atkvæði gegn tillögunni, fulltrúi L lista situr hjá.
4. Endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024 - skipulagslýsing201903155
Borist hefur erindi frá Kópavogsbæ dags. 6. mars 2019 varðandi endurskoðun aðalskipulags Kópavogs 2012-2024. Frestað vegna tímaskorts á 480. fundi.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að skoða erindið, taka saman minnisblað um málið og leggja fram á næsta fundi nefndar.
5. Endurskoðun aðalskipulags - endurskoðun reiðleiða201903149
Borist hefur erindi frá Hestamannafélaginu Herði dags. 25. febrúar 2019 varðandi endurskoðun reiðleiða í endurskoðun aðalskipulags. Frestað vegna tímaskorts á 480. fundi.
Skipulagsnefnd vísar málinu til endurskoðunar aðalskipulags.
6. Ístak geymslusvæði - umsókn um framkvæmdaleyfi201903026
Á 480. fundi skipulagsnefnar 15. mars 2019 var gerð eftirfarandi bókun: Skipulagsnefnd óskar eftir áliti lögmanns bæjarins á því hvort að framkvæmd sú sem sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir sé framkvæmdaleyfisskyld skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772 eður ei." Lagt fram minnisblað lögmanns bæjarins.
Skipulagsnefnd samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi, byggðu á ákvæðum gildandi samkomulags um stofnun og leigu lóðar dags. 1.02.2019.