Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

19. mars 2019 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
  • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
  • Jón Pétursson aðalmaður
  • Ölvir Karlsson (ÖK) áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
  • Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi

Fundargerð ritaði

Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Skóla­braut 2-4, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201902106

    Mosfellsbær, Þverholt 2, sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu, stáli og tvöföldum PVC dúk fjölnota íþróttahúshús á lóðinni Skólabraut nr. 2-4, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 3.911,4 m², 38.845,4 m³ Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið. Frestað vegna tímaskorts á 480. fundi.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að með­höndla er­ind­ið skv. 3. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga.

  • 2. Helga­fells­hverfi 4. áfangi - breyt­ing á deili­skipu­lagi201810106

    Á 479. fundi skipulagsnefndar 1. mars 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd heimilar byggingafélaginu Bakka ehf. að leggja fram tillögu að breytingu deiliskipulags. Jafnframt óskar skipulagsnefnd eftir fundi með byggingafélaginu Bakka ehf. um málið." Fundur skipulagsnefndar og byggingarfélagsins Bakka var haldinn 5. mars 2019. Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi. Frestað vegna tímaskorts á 480. fundi.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að til­lag­an verði aug­lýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga.

  • 3. Sam­komulag um deili­skipu­lag við Hamra­borg201810282

    Á 1373 fundi bæjarráðs 1. nóvember 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Samþykkt með 3 atkvæðum að fela bæjarstjóra að klára og undirrita samkomulag á grunni þeirra draga sem fyrir liggja." Lagt fram undirritað samkomulag. Frestað vegna tímaskorts á 480. fundi.

    Bók­un full­trúa M lista:
    Það er skoð­um full­trúa Mið­flokks­ins að enn sé of mörg­um spurn­ing­um ósvarað til þess að hægt sé að taka af­stöðu til máls­ins.

    Bók­un áheyrn­ar­full­trúa S lista:
    Bet­ur hefði far­ið á því að skipu­lags­nefnd hefði fyrst mótað sína stefnu varð­andi skipu­lag Hamra­borg­ar­svæð­is­ins, s.s. varð­andi heild­ar­fjölda lóða, húsa­gerð­ir og fleira, áður en bind­andi samn­ing­ur var gerð­ur við lóð­ar­hafa. Bind­andi samn­ingi um 7 lóð­ir á landi í eigu bæj­ar­ins. Lóð­ar­höf­um er nánast gef­ið sjálf­dæmi um hvaða lóð­ir falla þeim í skaut.
    Hér er því aug­ljós­lega byrj­að á röng­um enda og hend­ur skipu­lags­nefnd­ar bundn­ar áður en skipu­lags­vinn­an hefst.
    Full­trú­ar L og C lista taka und­ir bók­un full­trúa S lista.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um D og V lista að heim­ila skipu­lags­full­trúa að hefja ferli við gerð deili­skipu­lags svæð­is­ins. Full­trúi M lista greið­ir at­kvæði gegn til­lög­unni, full­trúi L lista sit­ur hjá.

  • 4. End­ur­skoð­un Að­al­skipu­lags Kópa­vogs 2012-2024 - skipu­lags­lýs­ing201903155

    Borist hefur erindi frá Kópavogsbæ dags. 6. mars 2019 varðandi endurskoðun aðalskipulags Kópavogs 2012-2024. Frestað vegna tímaskorts á 480. fundi.

    Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa að skoða er­ind­ið, taka sam­an minn­is­blað um mál­ið og leggja fram á næsta fundi nefnd­ar.

  • 5. End­ur­skoð­un að­al­skipu­lags - end­ur­skoð­un reið­leiða201903149

    Borist hefur erindi frá Hestamannafélaginu Herði dags. 25. febrúar 2019 varðandi endurskoðun reiðleiða í endurskoðun aðalskipulags. Frestað vegna tímaskorts á 480. fundi.

    Skipu­lags­nefnd vís­ar mál­inu til end­ur­skoð­un­ar að­al­skipu­lags.

  • 6. Ístak geymslu­svæði - um­sókn um fram­kvæmda­leyfi201903026

    Á 480. fundi skipulagsnefnar 15. mars 2019 var gerð eftirfarandi bókun: Skipulagsnefnd óskar eftir áliti lögmanns bæjarins á því hvort að framkvæmd sú sem sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir sé framkvæmdaleyfisskyld skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772 eður ei." Lagt fram minnisblað lögmanns bæjarins.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að fela skipu­lags­full­trúa að gefa út fram­kvæmda­leyfi, byggðu á ákvæð­um gild­andi sam­komu­lags um stofn­un og leigu lóð­ar dags. 1.02.2019.

Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30