24. maí 2019 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Jón Pétursson aðalmaður
- Ölvir Karlsson (ÖK) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Sigurður B Guðmundsson varamaður
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Þverholt 1/Umsókn um byggingarleyfi201902204
Á 484. fundi skipulagsnefndar 10. maí 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Umræður um málið. Málinu frestað til næsta fundar."
Áheyrnarfulltrúi C-lista víkur af fundi undir þessum lið. Skipulagsnefnd hafnar beiðni um afléttingu kvaðar um gönguleið við norðurhlið hússins og hafnar jafnframt áformum um afgreiðslulúgur fyrir bíla á þeirri hlið hússins. Skipulagsnefnd gerir að öðru leyti ekki athugasemdir við umsókn um byggingarleyfi.
2. Efri-Klöpp - stækkun á húsi lnr. 125248201901118
Á 475. fundi skipulagsnefndar 11. janúar 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd óskar eftir frekari gögnum, þar sem m.a. er gerð nánari grein fyrir stærð viðbyggingar og takmörkunum með tilliti til vatnsverndar samkvæmt ákvæðum svæðisskipulags Höfuðborgarsvæðisins." Borist hafa viðbótargögn. Frestað vegna tímaskorts á 484. fundi.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna erindið.
3. Laxatunga 48 - umsókn um aukainngang í hús201812205
Á 474. fundi skipulagsnefnar 16. janúar 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd synjar erindinu þar sem breyting er ekki í samræmi við skilmála gildandi deiliskipulags." Borist hefur viðbótarerindi. Frestað vegna tímaskorts á 484. fundi skipulagsnefndar.
Fulltrúi M-lista situr hjá. Skipulagsnefnd samþykkir að meðhöndla málið skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga hvað aukainnganga varðar en þó með því skilyrði að öll raðhúsalengjan fari í þá framkvæmd. Skipulagsnefnd samþykkir ekki aukaíbúð í húsunum enda aukaíbúðir í raðhúsum ekki heimilar skv. deiliskipulagi Leirvogstunguhverfis.
4. Dalland í Mosfellssveit - tillaga að nýju deiliskipulagi og breytingu á aðalskipulagi.201804237
Á 473. fundi skipulagsnefndar 7. desember 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd samþykkir að tillaga að breytingu á aðalskipulagi verði send Skipulagsstofnun til athugunar og síðan auglýst í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Nefndin samþykkir jafnframt að tillaga að breytingu á deiliskipulagi verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Tillögur verða auglýstar samhliða." Tillögurnar voru auglýstar frá 3. april til og með 17. maí 2019, engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnenfd felur skipulagsfulltrúa að annast gildistökuferlið á báðum tillögum.
5. Aðalskipulag Reykavíkur - Korpulína, verklýsing til kynningar201905089
Borist hefur erindi frá Reykavíkurborg dags. 8. maí 2019 varðandi breytingu á aðalskipulagi Reykavíkur-Korpulína.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við erindið.
6. Uglugata 14-20 - breyting á deiliskipulagi, breytt aðkoma201809165
Á 483. fundi skipulagsnefndar 26. apríl 2019 var gerð eftirfarandi bókun:" Skipulagsnefnd tekur tillit til framkominna athugasemda og hafnar tillögu um breytingu deiliskipulags." Borist hefur viðbótarerindi.
Skipulagsnefnd synjar erindinu.
7. Æsustaðaland - ósk um gerð deiliskipulags.201905159
Borist hefur erindi frá Þóri Garðarssyni og Sigurdóri Sigurðssyni dags. 10. maí 2019 varðandi ósk um gerð deiliskipulags á Æsustaðalandi.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að hefja vinnu við gerð deiliskipulags sem hefst með gerð skipulagslýsingar sbr. 40. gr. skipulagslaga.
8. Aðalskipulag Kópavogs 2012-2014 - endurskoðun/breyting á aðalskipulagi og deiliskipulag Traðarreits austur.201905190
Borist hefur erindi frá Kópavogsbæ dags. 15. maí 2019 varðandi endurskoðun/breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulag fyrir Traðarreit austur.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við erindið.
9. Fossatunga 9-15 - breyting á deiliskipulagi201811023
Á 475. fundi skipulagsnefndar 11. janúar var gerð eftirfarandi bókun: "Meirihluti skipulagsnefndar er jákvæður gagnvart erindinu og heimilar umsækjanada að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. , Fulltrúar L og M lista greiða atkvæði gegn erindinu. Bókun M lista: Deiliskipulag var samþykkt árið 2016, lóðarhafa var ljóst að hvaða skilmálum hann gekk þegar hann kaupir lóðina. Það að fjölga íbúðum á lóð gefur að öllum líkindum fordæmi. Að öllum líkindum verða vandamál með bílastæði. Umferð mun einnig aukast í götunni. Fulltrúi L lista tekur efnislega undir bókun M lista." Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan var auglýst frá 23. mars til og með 6. maí 2019, ein athugasemd barst.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að annast gildistöku breytingarinnar þegar umsækjanda hefur verið gerð grein fyrir þeim viðbótarkostnaði sem af breytingunni hlýst og hann hefur samþykkt þann viðbótarkostnað.
10. Endurskoðun á umhverfisstefnu fyrir Mosfellsbæ201710064
Umhverfisnefnd hefur unnið að endurskoðun á umhverfisstefnu fyrir Mosfellsbæ og hefur boðað til opins fundar fimmtudaginn, 16.maí n.k. þar sem óskað er eftir umræðum og ábendingum frá íbúum og hagsmunaaðilum um drögin. Drög að umhverfisstefnu eru send nefndum í Mosfellsbæ til kynningar og upplýsingar, og er gefinn frestur til 1.júní n.k. til að koma með athugasemdir ef einhverjar eru.
Skipulagsnefnd lýsir yfir ánægju sinni með drög að umhverfisstefnu og leggur til að hver og einn nefndarmaður komi með athugasemdir ef einhverjar eru fyrir 1. júní nk. Nefndin leggur áherslu á að væntanleg umhverfisstefna verði höfð að leiðarljósi við endurskoðun aðalskipulags.
11. Þrastarhöfði 26 - ósk um breytingu á bílskúr í húsnæði fyrir snyrtistofu.201902040
Á 480. fundi skipulagsnefnar 15. mars 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi." Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna deiliskipulagsbreytinguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
12. Uglugata 2-4 - ósk um breytingu á deiliskipulagi við Varmárveg201905212
Borist hefur erindi frá íbúum Uglugötu 2 & 4 dags. 15. maí 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi við Varmárveg.
Skipulagsnefnd vísar erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs þar sem ma. skoðað verði almennt möguleikar á bílastæðum við Varmárveg.
13. Selholt - umsókn um breytingu á aðalskipulagi201905216
Borist hefur erindi frá Monique van Oosten dags. 17. maí 2019 varðandi breytingu á aðalskipulagi í Selholti.
Skipulagsnefnd vísar málinu til endurskoðunar aðalskipulags.
14. Ævintýragarður - deiliskipulag201710251
Á 479. fundi skipulagsnefndar 1. mars 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Lýsing deiliskipulags samþykkt. Skipulagsfulltrúa falið að kynna tillöguna og afla umsagna." Lagðar fram athugsemdir og ábendingar við skipulagslýsingu.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að boða til auka fundar um málefni ævintýragarðsins með skipulagsráðgjöfum þriðjudaginn 28. maí kl. 20:00.
- FylgiskjalUmsögn Skipulagsstofnunnar.pdfFylgiskjalUmsögn Menningar-og nýsköpunarnefndar.pdfFylgiskjalUmsögn Minjastofnunar.pdfFylgiskjalUmsögn heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis vegna deiliskipulagslýsingar Ævintýragarðs.pdfFylgiskjalUmsögn umhverfisnefndar vegna deiliskipulagslýsingar Ævintýragarðs.pdfFylgiskjalUmsögn Vegagerðarinnar.pdfFylgiskjalUmsögn frá Umhverfisstofnun.pdf
15. Lindarbyggð - beiðni um endurskoðun á skipulagi Lindarbyggðar201809154
Á 468. fundi skipulagsnefndar 21. september 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur umhverfissviði að skoða götuna út frá umferðarlegum sjónarmiðum og leggja fram tillögu að útfærslu til nefndar." Lögð fram tillaga að útfærslu.
Skipulagsnefnd vísar tillögunni til kostnaðargreiningar hjá framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
16. Torg í Gerplustræti - breyting á deiliskipulagi.2017081506
Á 469. fundi skipulagsnefndar 12. október 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að gera tillögu að afgreiðslu og leggja fram sem fyrst á fundi nefndarinnar." Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa.
Frestað vegna tímaskorts.
17. Samkomulag um deiliskipulag við Hamraborg201810282
Á 481. fundi skipulagsnefndar 19. mars 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Samþykkt með þremur atkvæðum D og V lista að heimila skipulagsfulltrúa að hefja ferli við gerð deiliskipulags svæðisins. Fulltrúi M lista greiðir atkvæði gegn tillögunni, fulltrúi L lista situr hjá." Lögð fram tillaga að verðkönnun.
Skipulagsnefnd heimilar skipulagsfulltrúa að senda út verðkönnun vegna deiliskipulagsvinnu Hamraborgar.
18. Reykjamelur 20-22 og Asparlundur 11 - breyting á deiliskipulagi201805149
Á 472. fundi skipulagsnefndar 23. nóvember 2018 var gerð eftirfarandi bókun:" Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst að nýju skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga." Tillagan var auglýst frá 23. mars til og með 6. maí 2019, ein athugasemd barst.
Frestað vegna tímaskorts.
19. Skarhólabraut 1, slökkvistöðvarlóð, skipting lóðar.201604166
Á 480. fundi skipulagsnefndar 15. mars 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að fullgera breytingartillögu A og leggja fyrir skipulagsnefnd." Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags.
Frestað vegna tímaskorts.
20. Helgadalur í Mosfellsdal - ósk um heimild til skiptingu lands.201905240
Borist hefur erindi frá Hreini Ólafssyni og Herdísi Gunnlaugsdóttur dags. 19. maí 2019 varðandi ósk um heimild til skiptingu lands í Helgadal, Mosfellsdal.
Frestað vegna tímaskorts.
21. Vogatunga 26 - frágangur lóðar.201903121
Á 480. fundi skipulagsnefndar 15. mars 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn byggingarfulltrúa um málið." Lagt fram minnisblað byggingarfulltrúa.
Frestað vegna tímaskorts.
22. Helgafellstorfan - Deiliskipulag201704194
Á 471. fundi skipulagsnefndar 9. nóvember 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd tekur undir bókun umhverfisnefndar frá fundi nefndarinnar 1. nóvember 2018, þar sem umhverfisnefnd beinir þeim tilmælum til skipulagsnefndar að skýrsla Náttúrufræðistofnunar, verði höfð til hliðsjónar við gerð deilskipulags svæðisins. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að halda áfram vinnu við gerð deiliskipulagsins." Á fundinn mættu fulltrúar ASK arkitekta og kynntu tillögu að deiliskipulagi Helgafellstorfunnar.
Kynning, umræður um málið.
Fundargerðir til kynningar
23. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 33201905018F
Lagt fram.
24. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 366201905023F
Lagt fram.
24.1. Desjamýri 9, Umsókn um byggingarleyfi 201712044
HK Verktakar ehf, Dalsgarði, sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu, límtré og PIR samlokueiningum geymsluhúsnæði á lóðinni Desjamýri nr.9, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: 567,5m², 2.582,86 m³24.2. Kvíslartunga 120 / Umsókn um byggingarleyfi. 201811061
Sandra Rós Jónasdóttir, Furubyggð 5, sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Kvíslartunga nr. 120, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Íbúð 198,3 m², bílgeymsla 46,8 m², 718,28 m³.24.3. Brúarfljót 2, Umsókn um byggingarleyfi 201901149
E 18 ehf, Logafold 32 Reykjavík, sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu atvinnuhúsnæði í þremur byggingum á lóðinni Brúarfljót nr. 2, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: MHL 01 1.532,0 m², 8037,7 m³. MHL 02 1.232,5 m², 6.389,9 m³. MHL 03 26,62 m², 96,0 m³. MHL 04 1.421,0 m², 7.385,2 m³.