Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

24. maí 2019 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
 • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
 • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
 • Jón Pétursson aðalmaður
 • Ölvir Karlsson (ÖK) áheyrnarfulltrúi
 • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
 • Sigurður B Guðmundsson varamaður
 • Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
 • Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi

Fundargerð ritaði

Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Þver­holt 1/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201902204

  Á 484. fundi skipulagsnefndar 10. maí 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Umræður um málið. Málinu frestað til næsta fundar."

  Áheyrn­ar­full­trúi C-lista vík­ur af fundi und­ir þess­um lið. Skipu­lags­nefnd hafn­ar beiðni um aflétt­ingu kvað­ar um göngu­leið við norð­ur­hlið húss­ins og hafn­ar jafn­framt áform­um um af­greiðslu­lúg­ur fyr­ir bíla á þeirri hlið húss­ins. Skipu­lags­nefnd ger­ir að öðru leyti ekki at­huga­semd­ir við um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi.

 • 2. Efri-Klöpp - stækk­un á húsi lnr. 125248201901118

  Á 475. fundi skipulagsnefndar 11. janúar 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd óskar eftir frekari gögnum, þar sem m.a. er gerð nánari grein fyrir stærð viðbyggingar og takmörkunum með tilliti til vatnsverndar samkvæmt ákvæðum svæðisskipulags Höfuðborgarsvæðisins." Borist hafa viðbótargögn. Frestað vegna tímaskorts á 484. fundi.

  Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa að grennd­arkynna er­ind­ið.

 • 3. Laxa­tunga 48 - um­sókn um aukainn­gang í hús201812205

  Á 474. fundi skipulagsnefnar 16. janúar 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd synjar erindinu þar sem breyting er ekki í samræmi við skilmála gildandi deiliskipulags." Borist hefur viðbótarerindi. Frestað vegna tímaskorts á 484. fundi skipulagsnefndar.

  Full­trúi M-lista sit­ur hjá. Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að með­höndla mál­ið skv. 3. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga hvað aukainn­ganga varð­ar en þó með því skil­yrði að öll rað­húsa­lengj­an fari í þá fram­kvæmd. Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir ekki auka­í­búð í hús­un­um enda auka­í­búð­ir í rað­hús­um ekki heim­il­ar skv. deili­skipu­lagi Leir­vogstungu­hverf­is.

 • 4. Dal­land í Mos­fells­sveit - til­laga að nýju deili­skipu­lagi og breyt­ingu á að­al­skipu­lagi.201804237

  Á 473. fundi skipulagsnefndar 7. desember 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd samþykkir að tillaga að breytingu á aðalskipulagi verði send Skipulagsstofnun til athugunar og síðan auglýst í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Nefndin samþykkir jafnframt að tillaga að breytingu á deiliskipulagi verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Tillögur verða auglýstar samhliða." Tillögurnar voru auglýstar frá 3. april til og með 17. maí 2019, engar athugasemdir bárust.

  Skipu­lagsn­en­fd fel­ur skipu­lags­full­trúa að ann­ast gildis­töku­ferl­ið á báð­um til­lög­um.

  • 5. Að­al­skipu­lag Reyka­vík­ur - Korpu­lína, verk­lýs­ing til kynn­ing­ar201905089

   Borist hefur erindi frá Reykavíkurborg dags. 8. maí 2019 varðandi breytingu á aðalskipulagi Reykavíkur-Korpulína.

   Skipu­lags­nefnd ger­ir ekki at­huga­semd við er­ind­ið.

  • 6. Uglugata 14-20 - breyt­ing á deili­skipu­lagi, breytt að­koma201809165

   Á 483. fundi skipulagsnefndar 26. apríl 2019 var gerð eftirfarandi bókun:" Skipulagsnefnd tekur tillit til framkominna athugasemda og hafnar tillögu um breytingu deiliskipulags." Borist hefur viðbótarerindi.

   Skipu­lags­nefnd synj­ar er­ind­inu.

  • 7. Æs­ustað­a­land - ósk um gerð deili­skipu­lags.201905159

   Borist hefur erindi frá Þóri Garðarssyni og Sigurdóri Sigurðssyni dags. 10. maí 2019 varðandi ósk um gerð deiliskipulags á Æsustaðalandi.

   Skipu­lags­nefnd heim­il­ar um­sækj­anda að hefja vinnu við gerð deili­skipu­lags sem hefst með gerð skipu­lags­lýs­ing­ar sbr. 40. gr. skipu­lagslaga.

  • 8. Að­al­skipu­lag Kópa­vogs 2012-2014 - end­ur­skoð­un/breyt­ing á að­al­skipu­lagi og deili­skipu­lag Trað­ar­reits aust­ur.201905190

   Borist hefur erindi frá Kópavogsbæ dags. 15. maí 2019 varðandi endurskoðun/breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulag fyrir Traðarreit austur.

   Skipu­lags­nefnd ger­ir ekki at­huga­semd við er­ind­ið.

  • 9. Fossa­tunga 9-15 - breyt­ing á deili­skipu­lagi201811023

   Á 475. fundi skipulagsnefndar 11. janúar var gerð eftirfarandi bókun: "Meirihluti skipulagsnefndar er jákvæður gagnvart erindinu og heimilar umsækjanada að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. , Fulltrúar L og M lista greiða atkvæði gegn erindinu. Bókun M lista: Deiliskipulag var samþykkt árið 2016, lóðarhafa var ljóst að hvaða skilmálum hann gekk þegar hann kaupir lóðina. Það að fjölga íbúðum á lóð gefur að öllum líkindum fordæmi. Að öllum líkindum verða vandamál með bílastæði. Umferð mun einnig aukast í götunni. Fulltrúi L lista tekur efnislega undir bókun M lista." Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan var auglýst frá 23. mars til og með 6. maí 2019, ein athugasemd barst.

   Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa að ann­ast gildis­töku breyt­ing­ar­inn­ar þeg­ar um­sækj­anda hef­ur ver­ið gerð grein fyr­ir þeim við­bót­ar­kostn­aði sem af breyt­ing­unni hlýst og hann hef­ur sam­þykkt þann við­bót­ar­kostn­að.

  • 10. End­ur­skoð­un á um­hverf­is­stefnu fyr­ir Mos­fells­bæ201710064

   Umhverfisnefnd hefur unnið að endurskoðun á umhverfisstefnu fyrir Mosfellsbæ og hefur boðað til opins fundar fimmtudaginn, 16.maí n.k. þar sem óskað er eftir umræðum og ábendingum frá íbúum og hagsmunaaðilum um drögin. Drög að umhverfisstefnu eru send nefndum í Mosfellsbæ til kynningar og upplýsingar, og er gefinn frestur til 1.júní n.k. til að koma með athugasemdir ef einhverjar eru.

   Skipu­lags­nefnd lýs­ir yfir ánægju sinni með drög að um­hverf­is­stefnu og legg­ur til að hver og einn nefnd­ar­mað­ur komi með at­huga­semd­ir ef ein­hverj­ar eru fyr­ir 1. júní nk. Nefnd­in legg­ur áherslu á að vænt­an­leg um­hverf­is­stefna verði höfð að leið­ar­ljósi við end­ur­skoð­un að­al­skipu­lags.

  • 11. Þrast­ar­höfði 26 - ósk um breyt­ingu á bíl­skúr í hús­næði fyr­ir snyrti­stofu.201902040

   Á 480. fundi skipulagsnefnar 15. mars 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi." Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi.

   Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa að grennd­arkynna deili­skipu­lags­breyt­ing­una skv. 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga.

  • 12. Uglugata 2-4 - ósk um breyt­ingu á deili­skipu­lagi við Varmár­veg201905212

   Borist hefur erindi frá íbúum Uglugötu 2 & 4 dags. 15. maí 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi við Varmárveg.

   Skipu­lags­nefnd vís­ar er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs þar sem ma. skoð­að verði al­mennt mögu­leik­ar á bíla­stæð­um við Varmár­veg.

  • 13. Sel­holt - um­sókn um breyt­ingu á að­al­skipu­lagi201905216

   Borist hefur erindi frá Monique van Oosten dags. 17. maí 2019 varðandi breytingu á aðalskipulagi í Selholti.

   Skipu­lags­nefnd vís­ar mál­inu til end­ur­skoð­un­ar að­al­skipu­lags.

  • 14. Æv­in­týragarð­ur - deili­skipu­lag201710251

   Á 479. fundi skipulagsnefndar 1. mars 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Lýsing deiliskipulags samþykkt. Skipulagsfulltrúa falið að kynna tillöguna og afla umsagna." Lagðar fram athugsemdir og ábendingar við skipulagslýsingu.

   Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa að boða til auka fund­ar um mál­efni æv­in­týra­garðs­ins með skipu­lags­ráð­gjöf­um þriðju­dag­inn 28. maí kl. 20:00.

  • 15. Lind­ar­byggð - beiðni um end­ur­skoð­un á skipu­lagi Lind­ar­byggð­ar201809154

   Á 468. fundi skipulagsnefndar 21. september 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur umhverfissviði að skoða götuna út frá umferðarlegum sjónarmiðum og leggja fram tillögu að útfærslu til nefndar." Lögð fram tillaga að útfærslu.

   Skipu­lags­nefnd vís­ar til­lög­unni til kostn­að­ar­grein­ing­ar hjá fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs.

  • 16. Torg í Gerplustræti - breyt­ing á deili­skipu­lagi.2017081506

   Á 469. fundi skipulagsnefndar 12. október 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að gera tillögu að afgreiðslu og leggja fram sem fyrst á fundi nefndarinnar." Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa.

   Frestað vegna tíma­skorts.

  • 17. Sam­komulag um deili­skipu­lag við Hamra­borg201810282

   Á 481. fundi skipulagsnefndar 19. mars 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Samþykkt með þremur atkvæðum D og V lista að heimila skipulagsfulltrúa að hefja ferli við gerð deiliskipulags svæðisins. Fulltrúi M lista greiðir atkvæði gegn tillögunni, fulltrúi L lista situr hjá." Lögð fram tillaga að verðkönnun.

   Skipu­lags­nefnd heim­il­ar skipu­lags­full­trúa að senda út verð­könn­un vegna deili­skipu­lags­vinnu Hamra­borg­ar.

  • 18. Reykja­mel­ur 20-22 og Asp­ar­lund­ur 11 - breyt­ing á deili­skipu­lagi201805149

   Á 472. fundi skipulagsnefndar 23. nóvember 2018 var gerð eftirfarandi bókun:" Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst að nýju skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga." Tillagan var auglýst frá 23. mars til og með 6. maí 2019, ein athugasemd barst.

   Frestað vegna tíma­skorts.

  • 19. Skar­hóla­braut 1, slökkvi­stöðv­ar­lóð, skipt­ing lóð­ar.201604166

   Á 480. fundi skipulagsnefndar 15. mars 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að fullgera breytingartillögu A og leggja fyrir skipulagsnefnd." Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags.

   Frestað vegna tíma­skorts.

  • 20. Helga­dal­ur í Mos­fells­dal - ósk um heim­ild til skipt­ingu lands.201905240

   Borist hefur erindi frá Hreini Ólafssyni og Herdísi Gunnlaugsdóttur dags. 19. maí 2019 varðandi ósk um heimild til skiptingu lands í Helgadal, Mosfellsdal.

   Frestað vegna tíma­skorts.

  • 21. Voga­tunga 26 - frá­gang­ur lóð­ar.201903121

   Á 480. fundi skipulagsnefndar 15. mars 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn byggingarfulltrúa um málið." Lagt fram minnisblað byggingarfulltrúa.

   Frestað vegna tíma­skorts.

  • 22. Helga­fell­storf­an - Deili­skipu­lag201704194

   Á 471. fundi skipulagsnefndar 9. nóvember 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd tekur undir bókun umhverfisnefndar frá fundi nefndarinnar 1. nóvember 2018, þar sem umhverfisnefnd beinir þeim tilmælum til skipulagsnefndar að skýrsla Náttúrufræðistofnunar, verði höfð til hliðsjónar við gerð deilskipulags svæðisins. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að halda áfram vinnu við gerð deiliskipulagsins." Á fundinn mættu fulltrúar ASK arkitekta og kynntu tillögu að deiliskipulagi Helgafellstorfunnar.

   Kynn­ing, um­ræð­ur um mál­ið.

  Fundargerðir til kynningar

  • 23. Af­greiðslufund­ur skipu­lags­full­trúa - 33201905018F

   Lagt fram.

   • 24. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 366201905023F

    Lagt fram.

    • 24.1. Desja­mýri 9, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201712044

     HK Verk­tak­ar ehf, Dals­garði, sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu, lím­tré og PIR sam­loku­ein­ing­um geymslu­hús­næði á lóð­inni Desja­mýri nr.9, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
     Stærð­ir: 567,5m², 2.582,86 m³

    • 24.2. Kvísl­artunga 120 / Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi. 201811061

     Sandra Rós Jón­as­dótt­ir, Furu­byggð 5, sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni Kvísl­artunga nr. 120, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
     Stærð­ir: Íbúð 198,3 m², bíl­geymsla 46,8 m², 718,28 m³.

    • 24.3. Brú­arfljót 2, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201901149

     E 18 ehf, Loga­fold 32 Reykja­vík, sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu at­vinnu­hús­næði í þrem­ur bygg­ing­um á lóð­inni Brú­arfljót nr. 2, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: MHL 01 1.532,0 m², 8037,7 m³. MHL 02 1.232,5 m², 6.389,9 m³. MHL 03 26,62 m², 96,0 m³. MHL 04 1.421,0 m², 7.385,2 m³.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00