18. mars 2020 kl. 16:52,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjarki Bjarnason (BBj) Forseti
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) 1. varaforseti
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) 2. varaforseti
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) aðalmaður
- Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Margrét Guðjónsdóttir (MGu) 1. varabæjarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) 1. varabæjarfulltrúi
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Heiðar Örn Stefánsson þjónustu- og samskiptadeild
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar
Eftirfarandi afbrigði samþykkt í upphafi fundar: Samþykkt með 9 atkvæðum að fundarherbergið skuli lokað almenningi. Samþykkt með 9 atkvæðum að taka málið Viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs veirusýkinga sérstaklega á dagskrá. Samþykkt með 9 atkvæðum að taka málið Prókúra fyrir framkvæmdastjóra sviða á dagskrá.
Dagskrá fundar
Afbrigði
1. Viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs veirusýkinga202003022
Ályktun vegna heimsfaraldurs COVID-19
Ályktun bæjarstjórnar Mosfellsbæjar
18. mars 2020
Íslenskt samfélag tekst á við heimsfaraldur og nú reynir á grunnstoðir þess, ekki síst stjórnvöld, almannavarnir, skólasamfélagið og heilbrigðiskerfið. En einnig á okkur öll, borgara þessa lands, sem vinna saman að þessu verkefni.Þessi vágestur hefur skotið upp kollinum á stofnunum í Mosfellsbæ sem hefur ýmist leitt til lokana eða skerðingar á þjónustu. Þessi staða kallar á fumlaus vinnubrögð og samvinnu alls starfsfólks Mosfellsbæjar sem hefur bæði sýnt sveigjanleika og verið lausnamiðað við að tryggja þá starfsemi sem þarf að vera til staðar. Þannig er þörfum samfélags okkar mætt og ábyrgð tekin við að bregðast við þeirri ógn sem steðjar að allri heimsbyggðinni.
Föstudaginn 13. mars sl. ákvað ríkistjórn Íslands að setja á samkomubann og samhliða að takmarka skólahald í leik- og grunnskólum með áherslu á að skólahald haldi áfram eftir því sem kostur er og freista þess að sem minnst röskun verði í samfélaginu. Allt skólastarf í Mosfellsbæ hefur nú verið endurskipulagt en daglega verða smávægilegar breytingar á þeirri skipan, sem ákveðin hefur verið, en þar liggja ávallt til grundvallar heilsa og heill skólasamfélagsins.
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar vill koma á framfæri innilegu þakklæti til starfsfólks Mosfellsbæjar sem stendur í eldlínunni þessa dagana og einnig til íbúa sem hafa stutt starfsmenn í þeirra störfum. Bestu þakkir fyrir ykkar fórnfúsa og mikilvæga starf. Við erum öll almannavarnirSamþykkt með 9 atkvæðum
Fundargerðir til staðfestingar
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1434202003002F
Fundargerð 1434. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðsku.
Fundargerð 1434. fundar bæjarráðs samþykkt á 756. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs veirusýkinga 202003022
Uppfærsla viðbragðsáætlunar m.t.t. Covid-19. Framhaldsmál úr máli 200906109- viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs inflúensu. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri og framkvæmdastjóri almannavarna höfuðborgarsvæðisins mætir á fundinn og kynnir stöðu mála.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1434. fundar bæjarráðs samþykkt á 756. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
2.2. Boðaðar vinnustöðvanir 2020 202002254
Frestað frá síðasta fundi. Yfirferð yfir boðaðar vinnustöðvanir.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1434. fundar bæjarráðs samþykkt á 756. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
2.3. Ósk um stöðuleyfi tjalds fyrir hjólaleigu og námskeið 202002173
Frestað frá síðasta fundi. Ósk um stöðuleyfi samkomutjalds fyrir hjólaleigu og hjólanámskeið.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1434. fundar bæjarráðs samþykkt á 756. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
2.4. Almennt eftirlit með fjármálum og fjármálastjórn sveitarfélaga 202002201
Frestað frá síðasta fundi. Almennt eftirlit með fjármálum og fjármálastjórn sveitarfélaga.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1434. fundar bæjarráðs samþykkt á 756. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
2.5. Eignarvatn úr borholu við Helgadal 202002122
Frestað frá síðasta fundi. Erindi frá veitum þar sem óskað er eftir samþykki Mosfellsbæjar á kaupum Veitna á eignavantni í Helgadal.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1434. fundar bæjarráðs samþykkt á 756. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
2.6. Félagshesthús Varmárbökkum 202002165
Frestað frá síðasta fundi. Félagshesthús Varmárbökkum - ósk kum aðkomu bæjaryfirvalda.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1434. fundar bæjarráðs samþykkt á 756. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
2.7. Beiðni um leyfi til að reisa og starfrækja auglýsingaskjá 202001263
Frestað frá síðasta fundi. Umbeðin umsögn framkvæmdasjtóra umhverfissviðs um erindi Sökkólfs.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1434. fundar bæjarráðs samþykkt á 756. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
2.8. Uppsetning á LED auglýsingaskilti við Vesturlandsveg, við hringtorg sem staðsett er á gatnamótum við Skarhólabrautar. 202002020
Frestað frá síðasta fundi. Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1434. fundar bæjarráðs samþykkt á 756. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
2.9. Frumvarp frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda - beiðni um umsögn 202001386
Frestað frá síðasta fundi. Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1434. fundar bæjarráðs samþykkt á 756. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
2.10. Þak yfir sal 1-2, Íþróttamiðstöð Varmá, niðurstaða útboðs - Nýframkvæmd 202001167
Lagt er til að umhverfissviði Mosfellsbæjar verði gefin heimild til að ganga til samningaviðræðna við lægstbjóðanda, HK verktaka ehf og til þess að undirrita samning á grundvelli tilboðs hans að því gefnu að öllum skilyrðum og gæðakröfum útboðsgagna sé uppfyllt.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1434. fundar bæjarráðs samþykkt á 756. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
2.11. Helgafellsskóli, framvinduskýrsla 17 lögð fram til kynningar. 201503558
Helgafellsskóli, framvinduskýrsla 17 lögð fram til kynningar. Um er að ræða lokaskýrslu 1.áfanga og leikskóla(4.áfangi).
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1434. fundar bæjarráðs samþykkt á 756. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
2.12. Frumvarp til laga um heilbrigðisþjónustu og málefni aldraðra - beiðni um umsögn 202002282
Frumvarp til laga um heilbrigðisþjónustu og málefni aldraðra - beiðni um umsögn fyrir 10. mars
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1434. fundar bæjarráðs samþykkt á 756. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
2.13. Barnvæn sveitarfélög - tilboð um þátttöku í verkefninu 202002284
Barnvæn sveitarfélög - tilboð um þátttöku í verkefninu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1434. fundar bæjarráðs samþykkt á 756. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
2.14. Sameiginleg vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu 202002266
Sameiginleg vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1434. fundar bæjarráðs samþykkt á 756. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
- FylgiskjalFundargerð samráðshóps um vatnsvernd 2. des. 2019FylgiskjalFW: Sameiginleg vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu /málsnr. 1505001.pdfFylgiskjalSSH_Blafjoll_kostnadaraaetlun.pdfFylgiskjalMannvit_Kostnadaraaetlun_borh_Blafjallasvaedi.pdfFylgiskjalVatnaskil_SSH_samningur.pdfFylgiskjalMB-19.16_Blafjoll_nyjar_rannsoknarholur.pdfFylgiskjalRennslislikan_Samkomulag_02_12_2019.pdf
2.15. Tillaga til þingsályktunar um stöðu barna tíu árum eftir hrun- beiðni um umsögn 202002283
Tillaga til þingsályktunar um stöðu barna tíu árum eftir hrun- beiðni um umsögn fyrir 17. apríl.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1434. fundar bæjarráðs samþykkt á 756. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
2.16. Þingsályktun um um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar 202002323
Þingsályktun um um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar - beiðni um umsögn fyrir 19. mars.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1434. fundar bæjarráðs samþykkt á 756. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
2.17. Íþróttamiðstöð að Æðarhöfða 36, Nýframkvæmdir Golfskála 202003001
Uppbygging íþróttamiðstöðvar að Æðarhöfða og tillaga að viðauka við Fjárhagsáætlun 2020.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1434. fundar bæjarráðs samþykkt á 756. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
2.18. Helgadalsvegur 2-10, gatnagerð 201912116
Lögð er fyrir bæjarráð ósk um heimild til þess að bjóða út framkvæmdir við veitur sem tengjast nýju deiliskipulagi við Helgadalsveg 2-10 og samkomulagi við landeigendur. Lagt er til að verkið verði boðið út í heild samkvæmt meðfylgjandi áætlun, að gengið verði frá veitutengingum vegna deiliskipulags við Helgadalsveg 2-10, að málinu verði vísað til skipulagsnefndar til útgáfu framkvæmdaleyfis og bæjarstjórnar því til staðfestingar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1434. fundar bæjarráðs samþykkt á 756. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
3. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1435202003013F
Fundargerð 143. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu.
Fundargerð 1435. fundar bæjarráðs samþykkt á 756. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Málefni skíðasvæðanna - útboð á framkvæmdum 202003102
Kynning á máli af 484.fundi stjórnar SSH um málefni skíðasvæðanna:
Áframhaldandi umræða um útboð á skíðasvæðunum en á síðasta fundi stjórnar var ákveðið að taka til umræðu og afgreiðslu endurnýjuð útboðsgögn.
Fyrir liggja drög að útboðsgögnum og uppfært minnisblað frá VSÓ ráðgjöf vegna rýni á verkefnisnálgun og útboðsgögn.
Umræður
Niðurstaða fundar:
Stjórn samþykkir að útboð fari fram að loknum kynningum hjá þeim sveitarfélögum sem óskað hafa eftir frekari kynningu á málinu.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1435. fundar bæjarráðs samþykkt á 756. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
3.2. Helgafellsskóli, Nýframkvæmd 201503558
Frestað frá síðasta fundi. Helgafellsskóli, framvinduskýrsla 17 lögð fram til kynningar. Um er að ræða lokaskýrslu 1.áfanga og leikskóla(4.áfangi).
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1435. fundar bæjarráðs samþykkt á 756. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
3.3. Tillaga til þingsályktunar um stöðu barna tíu árum eftir hrun- beiðni um umsögn 202002283
Frestað frá síðasta fundi. Tillaga til þingsályktunar um stöðu barna tíu árum eftir hrun- beiðni um umsögn fyrir 17. apríl.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1435. fundar bæjarráðs samþykkt á 756. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
3.4. Þingsályktun um um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar 202002323
Frestað frá síðasta fundi. Þingsályktun um um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar - beiðni um umsögn fyrir 19. mars
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1435. fundar bæjarráðs samþykkt á 756. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
3.5. Andmæli við auglýsingu vegna verkfallsheimildar 202003008
Andmæli við auglýsingu um skrá yfir þau störf sem undanþegin eru verkfallsheimild hjá Mosfellsbæ
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1435. fundar bæjarráðs samþykkt á 756. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
3.6. Krafa um viðurkenningu á bótaskyldu vegna byggingarframkvæmda við Gerplustræti 1-5. 2017081177
Matsgerð dómkvadds matsmanns vegna bótakröfu skv. skipulagslögum lögð fram til umræðu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1435. fundar bæjarráðs samþykkt á 756. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
4. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 511202003007F
Fundargerð 511. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu.
Fundargerð 511. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 756. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Arnartangi 47 - viðbygging 201910037
Borist hefur erindi frá Þebu Björt Karlsdóttur, dags. 12. desember 2019 varðandi byggingu á skyggni yfir sólpall að Arnartanga 47. Deiliskipulag er ekki á svæðinu.
Gögn dags. 10. desember 2019.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 511. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 756. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
4.2. Markholt - opnun og lokun 201809042
Borist hefur erindi frá Jóni Svan Grétarssyni dags. 12. febrúar 2020 varðandi götulokun í Markholti við hús nr. 1.
Meðfylgjandi er undirskriftarlisti íbúa dags. 30. september 2018.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 511. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 756. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
4.3. Brattahlíð 32-34, 36-38 - Óveruleg breyting á deiliskipulagi 202002209
Borist hefur erindi frá Þórhalli Sigurðssyni, dags. 20.02.2019 varðandi óverulega breytingu deiliskipulags í Bröttuhlíð.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 511. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 756. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
4.4. Gatnagerð 4. áfanga Helgafellshverfis - Framkvæmdaleyfi 202003063
Borist hefur erindi frá Erni Kjærnested, f.h. Byggingarfélagsins Bakka ehf., dags. 5. mars 2020 þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð í 4. áfanga Helgafellshverfis.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 511. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 756. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
4.5. Varmárhóll - Varmárskólasvæði - Deiliskipulagsbreyting 202003017
Lögð fram til kynningar tillaga að breytingu á deiliskipulagi við Varmárskóla.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 511. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 756. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
4.6. Hamraborg - deiliskipulag 201810282
Deiliskipulagslýsing fyrir Hlíðarhverfi - Hamraborg var til umsagnar til 20. desember 2019. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis og Veitum. Þrátt fyrir ítrekun barst ekki umsögn við lýsingu frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 511. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 756. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
4.7. Helgadalsvegur 60 - deiliskipulag 202003016
Borist hefur erindi frá Jens Páli Hafsteinssyni og Hrefnu Guðmundsdóttur, dags. 2. mars 2020, með ósk um gerð deiliskipulags að Helgadalsvegi 60 L229080.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 511. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 756. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
4.8. Vogatunga 26-32 - frágangur lóða 202002267
Borist hefur erindi frá íbúum í Vogatungu 26, 28, 30 og 32 um frágang lóða.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 511. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 756. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
4.9. Súluhöfði 51 - fyrirspurn 202001389
Borist hefur erindi frá Tvíhorfi, f.h. lóðarharfa, vegna skilmálabreytinga fyrir lóðina að Súluhöfða 51.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 511. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 756. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
4.10. Laxatunga 121 - skipulagsskilmálar 202003091
Borist hefur erindi frá Hrönn Ingólfsdóttur um byggingu einbýlishúss með einhalla þaki í Laxatungu 121.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 511. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 756. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
4.11. Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030 - ósk um breytingu á aðalskipulagi 201612360
Lagður fram leiðréttur uppdráttur þar sem brugðist hefur verið við ábendingum Skipulagsstofnunar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 511. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 756. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
4.12. Leirvogstunguhverfi - tillaga að stækkun lóða 202001285
Lagt er fram fyrir skipulagsnefnd minnisblað vegna lóðarstækkana í Leirvogstunguhverfi auk hugmynda skipulagshöfunda.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 511. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 756. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
4.13. Kvíslartunga 32 - ósk um stækkun lóðar 201905281
Íris Wigelund Petursdottir óskar eftir stækkun lóðar í Kvíslartungu 32.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 511. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 756. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
4.14. Kvíslartunga 118 - ósk um stækkun lóðar 201906050
Vilhjálmur Bjarnason óskar eftir um stækkun lóðar í Kvíslartungu 118.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 511. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 756. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
4.15. Kvíslartunga 84 - ósk um stækkun lóðar 201902109
Magnús Kristinsson óskar eftir um stækkun lóðar í Kvíslartungu 84.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 511. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 756. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
4.16. Leirvogstunga 35 - ósk um stækkun lóðar 201812221
Óskar Jóhann Sigurðsson óskar eftir um stækkun lóðar í Leivogstungu 35.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 511. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 756. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
5. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 374202003009F
Fundargerð 374. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu.
Fundargerð 374. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 756. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Viðhald Varmárskóla 201806317
Kynning á niðurstöðum skýrslu á Eflu vegna Brúarlands.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 374. fundar fræðslunefndar samþykkt á 756. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
Bókun M-lista:
Á síðasta fundi bæjarstjórnar nr. 755 hafnaði forseti, gegn orðum bæjarlögmanns, eftirfarandi bókun undir þessum dagskrárlið. Er hún því áréttuð hér og færð til bókar:
,,Fulltrúi Miðflokksins áréttar að bæjarfulltrúinn og forseti bæjarstjórnar, Bjarki Bjarnason, bæjarstjórinn og bæjarfulltrúinn Haraldur Sverrisson, formaður fræðslunefndar og bæjarfulltrúinn Kolbrún Þorsteinsdóttir, formaður skipulagsnefndar Ásgeir Sveinsson og varabæjarfulltrúinn Hafsteinn Pálsson reyna ítrekað að kasta ryki í augu almennings með bókunum um þetta málefni og stöðu mála varðandi Brúaraland síðustu árin. Skýrsla Eflu, sem fylgir með í þessu máli, bendir til þess og staðfestir grun um að börn hafi verið hýst í skólahúsnæði að Brúarlandi sem var heilsuspillandi um árabil. Vísar fulltrúi Miðflokksins á bug ásökunum framangreindra fulltrúa meirihlutans í Mosfellsbæ að vegið hafi verið að starfsheiðri starfsmanna Eflu þegar getið er um að fá óháðan aðila til að taka út viðgerðir að Brúarlandi og störf Eflu sem og verktaka. Því síður að verið að gagnrýna starfsmenn Mosfellsbæjar aðra en bæjarstjóra Mosfellsbæjar sem síendurtekið fer með rangt mál og hagræðir staðreyndum. Endalausar bókanir meirihlutans af þessum toga dregur ítrekað úr trúverðugleika þess hóps sem skipar meirihlutann hér í Mosfellsbæ og ekki á bætandi. Vísar því bæjarfulltrúi Miðflokksins aðdróttunum meirihlutans á bug enda liggur öll ábyrgðin á þessu máli á þeirra herðum eðli máls samkvæmt."Bókun V- og D- lista:
Bókun fulltrúa Miðflokksins er ómakleg, ómálefnaleg og jaðrar við að teljast saknæmar aðdróttanir. Það er engin eftirspurn eftir pólitík sem þessar sem fulltrúi miðflokksins stundar ítrekað i bæjarstjórn Mosfellsbæjar.5.2. Ytra mat á grunnskólum - Varmárskóli 201906059
Umbótaáætlun Varmárskóla kynnt
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 374. fundar fræðslunefndar samþykkt á 756. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
Bókun M-lista
Fulltrúi Miðflokksins telur rétt og mikilvægt að reglulegt gæðamat á skólastarfi sé unnið af óháðum fagaðilum og mætti m.a. benda á Skólapúlsinn sem gott tæki til þess. Jafnframt skal lögð rík áhersla á gagnsæi og gott upplýsingaflæði til foreldra þegar slíkt óháð mat er unnið t.a.m. árlega í Skólaráði og innan foreldrasamfélagsins. Jafnframt er lögð rík áhersla að sérkennsla í öllum í deildum skólum Mosfellsbæjar sé ávallt fyrsta flokks og búið svo um að börn og foreldrar geti gengið að þeirri þjónustu á öllum skólastigum.Bókun D- og V- lista:
Umrætt ytramat er unnið af Menntamálstofnun samkvæmt 35. grein laga um grunnskóla nr. 91/2008.
Það er óskiljanlegt að bæjarfulltrúi Miðflokksins skul kasta rýrð á þetta mat sem unnið er samkvæmt lögum og að hann teljii Menntmálstofun ekki óháðan aðila.5.3. Erindi frá KÍ vegna 200 daga skóla 202002249
Erindi frá Kennarsambandi Íslands vegna 200 daga skólaárs. Lagt fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 374. fundar fræðslunefndar samþykkt á 756. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
Almenn erindi
6. Samsstarfsamningur um skipan heilbrigðisnefndar og nauðsynlegar breytingar á samþykkt um stjórn vegna efnis hans.202002130
Lögð fram til 2. umræðu breytingar á samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar vegna samstarfssamnings um heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis.
Fram kemur eftirfarandi tillaga:
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkir að fela bæjarstjóra að gera ráðstafanir til að draga Mosfellsbæ úr samstarfi við Seltjarnarneskaupstað og Kjósarhrepp um starfrækslu heilbrigðiseftirlits. Þess verði farið á leit við ráðuneyti umhverfis og auðlindamála með vísan til heimildar í 4. mgr. 45. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir að eftirlitssvæði 10 (Kjósarsvæði) verði lagt niður í núverandi mynd. Mosfellsbær verði færður í eftirlitssvæði 9 (Hafnarfjarðar og Kópavogssvæði) eða gerðar verði aðrar breytingar á eftirlitssvæðum þannig að Mosfellsbær verði ekki lengur hluti af eftirlitssvæði 10.
Afgreiðslu tillögunnar og breytinga á samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar frestað með 8 atkvæðum. Fulltrúi M- lista situr hjá.
Bókun V- og D- lista:
Heildarkostnaður Mosfellsbæjar af rekstri heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis nam á síðasta ári rúmlega 26 mkr. eða um 70% af heildarkostnaði við rekstur þess. Líkleg árleg kostnaðarhlutdeild Mosfellsbæjar í samtarfi við Kópavog, Garðabæ og Hafnarfjörð yrði um 7 mkr. á ári. Mosfellsbær á þrátt fyrir það einungis 2 fulltrúa af 6 í heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis. Það er óásættanlegt að Mosfellsbær greiði 3/4 hluta kostnaðar en hafi einungis 1/3 hluta fulltrúa í nefndinni. Þar sem Hreppsnefnd Kjósarhrepps og bæjarstjórn Seltjarnarneskaupstaðarhafa hafa nú hafnað samstarfssamningi sem hefði falið í sér að fulltrúum í heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis yrði skipt í betra samræmi við skiptingu kostnaðar af starfseminni á Mosfellsbær ekki annarra kosta völ en að draga sig úr samstarfinu.7. Endurskoðun á samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar201603263
Lögð fyrir bæjarstjórn til 2. umræðu breyting á samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar, hreinsun nefnda og ráða, 46. gr.
Breyting á samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar samþykkt eftir 2 umræður með 8 atkvæðum. Fulltrúi M- lista situr hjá.
8. Prókúra fyrir framkvæmdastjóra sviða201607055
Uppfærsla á prókúru og heimild til að veita umboð meðan neyðaráætlun er virk.
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkir með 9 atkvæðum, í samræmi við heimild í 4. mgr. 55. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, að bæjarstjóra sé heimilt að veita Arnari Jónssyni, forstöðumanni þjónustu- og samskiptadeildar og staðgengli bæjarstjóra, Jóhönnu B. Hansen, framkvæmdastjóra umhverfissviðs, Unni V. Ingólfsdóttur, framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs, Guðbjörgu Lindu Udengard, framkvæmdastjóra fræðslusviðs, og Pétri J. Lockton, fjármálastjóra, prókúruumboð fyrir hönd Mosfellsbæjar.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum heimild til handa bæjarstjóra, framkvæmdastjóra umhverfissviðs og byggingarfulltrúa til að veita staðgenglum sínum tímabundin umboð til undirritunar skjala fyrir sína hönd á meðan neyðaráætlun er virk.
Fundargerðir til kynningar
9. Notendaráð fatlaðs fólks - 7202003010F
Fundargerð 7. fundar notendaráðs fatlaðs fólks lögð fram til kynningar.
Fundargerð 7. fundar notendaráðs fatlaðs fólks lögð fram til kynningar á 756. fundi bæjarstjórnar.
9.1. Stefnumótun í málaflokki fatlaðs fólks 201909437
Sævar Kristinsson frá KPMG fer yfir fyrirhugaða vinnu á opnum íbúafundi
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 7. fundar notendaráðs fatlaðs fólks lögð fram til kynningar á 756. fundi bæjarstjórnar.
9.2. Umsókn um starfsleyfi vegna NPA 202002099
Beiðni um umsögn notendaráðs um umsókn um starfsleyfi
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 7. fundar notendaráðs fatlaðs fólks lögð fram til kynningar á 756. fundi bæjarstjórnar.
10. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 395202003005F
Fundargerð 395. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar.
Fundargerð 395. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 756. fundi bæjarstjórnar.
10.1. Lágholt 13 / Umsókn um byggingarleyfi 202001117
Jóhannes V. Gunnarsson Lágholti 13 sækir um leyfi til að byggja við einbýlishús á lóðinni Lágholt nr.13, í samræmi við framlögð gögn. Stækkun: 42,5 m², 122,99 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 395. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 756. fundi bæjarstjórnar.
10.2. Lækjarhlíð 1A, Umsókn um byggingarleyfi. 201805260
Laugar ehf., Sundlaugavegi 30A Reykjavík, sækja um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta íþróttahúss á lóðinni Lækjarhlíð nr. 1A, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 395. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 756. fundi bæjarstjórnar.
10.3. Reykjavegur 62, Umsókn um byggingarleyfi 201912152
Ármann Benediktsson Laxatungu 195 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu og timbri einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Reykjavegur nr. 62 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Íbúð 198,8 m², bílgeymsla 59,4 m², 950,8 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 395. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 756. fundi bæjarstjórnar.
10.4. Reykjavegur 64, Umsókn um byggingarleyfi 201912153
Ármann Benediktsson Laxatungu 195 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu og timbri einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Reykjavegur nr. 64 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Íbúð 198,8 m², bílgeymsla 59,4 m², 950,8 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 395. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 756. fundi bæjarstjórnar.
10.5. [Undraland], Umsókn um byggingarleyfi 202002066
Hafsteinn G. Hafsteinsson sækir um leyfi til breytinga afstöðumyndar með nýjum skilgreiningum sérnotaflata á lóðinni Undraland, lnr. 123747, samræmi við framlögð gögn.
Stærðir breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 395. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 756. fundi bæjarstjórnar.
10.6. Vindhóll, Umsókn um byggingarleyfi 202001421
Sigurdór Sigurðsson Vindhóli sækir um leyfi til breytinga innra skipulags og notkunar tækjageymslu á lóðinni Vindhóll Lnr. 174418 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 395. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 756. fundi bæjarstjórnar.
11. Fundargerð 92. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins202003025
Fundargerð 92. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins
Fundargerð 92. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar á 756. fundi bæjarstjórnar.
12. Fundargerð 484. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu202003086
Fundargerð 484. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
Fundargerð 484. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar á 756. fundi bæjarstjórnar.
13. Fundargerð 879. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga202003054
Fundargerð 879. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerð 879. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram á 756. fundi bæjarstjórnar.
14. Fundargerð 483. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu202003064
Fundargerð 483. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
Fundargerð 483. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar á 483. fundi bæjarstjórnar.
15. Fundargerð 21. eigendafundar Sorpu bs202003024
Fundargerð 21. eigendafundar Sorpu bs
Fundargerð 21. eigendafundar Sorpu bs. lögð fram til kynningar á 756. fundi bæjarstjórnar.