1. nóvember 2018 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Valdimar Birgisson (VBi) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Heiðar Örn Stefánsson embættismaður
Fundargerð ritaði
Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar
Ásgeir Sveinsson víkur af fundi kl. 8:17 sökum vanhæfis við afgreiðslu máls nr. 10. Kolbrún G. Þorsteinsdóttir tekur við fundarstjórn. Ásgeir Sveinsson tekur aftur við stjórn fundarins kl. 8:22 að afgreiðslu málsins lokinni.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Samkomulag um deiliskipulag við Hamraborg201810282
Drög að samkomulagi vegna deiliskipulags við Hamraborg.
Samþykkt með 3 atkvæðum að fela bæjarstjóra að klára og undirrita samkomulag á grunni þeirra draga sem fyrir liggja.
2. Ágóðahlutagreiðsla EBÍ 2018201810291
Ágóðahlutagreiðsla 2018
Tilkynning um ágóðahlutagreiðslu EBÍ 2018 lögð fram til kynningar á 1373. fundi bæjarráðs.
3. Snorraverkefnið 2019 - Ósk um stuðning201810292
Snorraverkefnið 2018 - Ósk um stuðning
Samþykkt með 3 atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar og afgreiðslu framkvæmdastjóra fræðslusviðs.
4. Sögu -og listasýning í Höfuðstöðvum Mennta-, vísinda- og menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna UNESCO í París201810322
Styrkbeiðmni að upphæð ISK 1.000.000,- vegna Miðbaugs ? alþjóðlegs farands- og minjaverkefnis. Styrkur mun munu fara í efniskaup og ýmsa þjónustu vegna listaverka sem verða á listasýningunni.
Samþykkt með 3 atkvæðum að synja erindinu.
5. Beiðni um umsögn Bæjarstjórnar2018084450
Úrskurður máls frá Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu
Úrskurður frá Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu lagður fram til kynningar á 1373. fundi bæjarráðs.
6. Frumvarp til laga um skráningu og mat fasteigna201810349
Frumvarp til laga um skráningu og mat fasteigna (ákvörðun matsverðs)- umsögn óskast fyrir 8. nóv.
Lagt fram
7. Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna afnáms um uppreist æru201810350
Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna afnáms um uppreist æru - umsögn óskast fyrir 15. nóv.
Lagt fram
8. Þingsályktun um mótun eigendastefnu ríkisins með sérstöku tilliti til bújarða201810352
Ósk um umsögn tillögu til þingsályktunar um mótun eigendastefnu ríkisins með sérstöku tilliti til bújarða - fyrir 12. nóv.
Lagt fram
9. Tillaga um stofnun sjóðs til styrktar börnum og ungmennum til íþrótta- og tómstundastarfs frá efnalitlum heimilum201810354
Viðreisn í Mosfellsbæ leggur til að stofnaður verði sjóður til styrktar börnum efnaminni foreldra til íþrótta- og tómstundariðkunar í Mosfellsbæ. Sjóður þessi hefði til ráðstöfunar sem nemur allt að 1,5% af framlögum Mosfellsbæjar til íþróttafélaga í bænum. Úthlutað væri úr sjóðnum eftir þörfum og væri úthlutun í höndum Fjölskyldusviðs Mosfellsbæjar sem setur reglur um úthlutun úr sjóðnum og lagt verður fyrir bæjarráð til samþykktar.
Samþykkt með 3 atkvæðum að vísa erindinu til annarar umræðu um fjárhagsáætlun 2019-2022 og jafnframt óska umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs og framkvæmdastjóra íþrótta og tómstundasviðs.
Fulltrúi M-lista styður framkomna tillögu fulltrúa Viðreisnar varðandi stofnun sjóðs og stuðning við börn frá efnaminni heimilum. Miðflokkurinn lagði fram sambærilega tillögu á fundi í bæjarráði nr. 1369 undir 2. dagskrárlið og var því vísað til fræðslu- og frístundarsviðs Mosfellsbæjar með öllum greiddum atkvæðum bæjarráðs.
10. Þorrablótsnefnd - Merki UMFA201810358
Þorrablótsnefnd Aftureldingar hefur látið smíða stórt og veglegt Aftureldingarmerki sem nefndin vill færa Mosfellsbæ að gjöf. Þorrablótsnefnd er með hugmynd að merkið verði sett niður við innkeyrsluna að bílastæðunum að Varmá við Skólabraut. Óskað er eftir að Mosfellsbær taki við þessari gjöf og taki að sér að koma merkinu fyrir og greiða kostnað fyrir það.
ÁS víkur af fundi sökum vanhæfis undir afgreiðslu málsins og KGÞ tekur við stjórn fundarins.
Samþykkt með 2 atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdarstjóra Umhverfissviðs varðandi kostnað og staðsetningu.
11. Beiðni um mat á lóð - Reykjabraut lnr. 1249412018084515
Beiðni um mata á lóð - Reykjabraut lnr. 124941.
Samþykkt með 3 atkvæðum að fela bæjarstjóra að ræða við bréfritara um lausn málsins.