Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

15. mars 2019 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
  • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
  • Jón Pétursson aðalmaður
  • Ölvir Karlsson (ÖK) áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
  • Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi

Fundargerð ritaði

Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Ístak geymslu­svæði - um­sókn um fram­kvæmda­leyfi201903026

    Borist hefur erindi frá Ístaki hf. dags. 14. febrúar 2019 varðandi breytingu á geymslusvæði Ístaks á Tungumelum.

    Skipu­lags­nefnd ósk­ar eft­ir áliti lög­manns bæj­ar­ins á því hvort að fram­kvæmd sú sem sótt er um fram­kvæmda­leyfi fyr­ir sé fram­kvæmda­leyf­is­skyld skv. reglu­gerð um fram­kvæmda­leyfi nr. 772 eður ei.

  • 2. Þrast­ar­höfði 26 - ósk um breyt­ingu á bíl­skúr í hús­næði fyr­ir snyrti­stofu.201902040

    Á 478. fundi skipulagsnefndar 14. febrúar 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Bókun Jóns Péturssonar fulltrúa M lista. Fulltrúi M lista vekur athygli á því að umsækjandi sækir um leyfi fyrir því að opna litla snyrtistofu í eigin húsnæði. Hún leggur áherslu á að gera allt á löglegan og réttan hátt. Ekki eru miklar líkur á því að starfsemi þessi muni hafa teljandi áhrif á íbúa götunnar. Það er skoðun M lista að með þeim rökum eigi að leyfa grenndarkynningu enda forsendurnar að þarna verði lítillát starfsemi sem engan ætti að trufla." "Skipulagsefnd óskar eftir frekari gögnum um umfang starfseminnar ásamt því að umsækjandi kanni afstöðu næstu nágranna." Borist hafa umbeðin gögn.

    Skipu­lags­nefnd heim­il­ar um­sækj­anda að leggja fram til­lögu að breyt­ingu á deili­skipu­lagi.

  • 3. Skála­hlíð 7A, Fyr­ir­spurn um bygg­ing­ar­leyfi201903104

    Borist hefur erindi frá Skálaúni dags.7. febrúar 2019 varðandi viðbyggingu og endurinnréttingu á eldra húsi að Skálahlíð 7a.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að með­höndla er­ind­ið skv. 3. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga.

  • 4. Voga­tunga 26 - frá­gang­ur lóð­ar.201903121

    Borist hefur erindi frá Davíð Sigurðssyni dags. 7. mars 2019 varðandi frágang á lóðarmörkum.

    Skipu­lags­nefnd ósk­ar eft­ir um­sögn bygg­ing­ar­full­trúa um mál­ið.

  • 5. Skála­tún - ósk um breyt­ingu á skil­grein­ingu lóð­ar Skála­túns201903138

    Borist hefur erindi frá Skálatúni dags. 4. mars 2019 varðandi breytingu á skilgreiningu lóðar Skálatúns.

    Skipu­lags­nefnd ósk­ar eft­ir um­sögn bygg­ing­ar­full­trúa, skipu­lags­full­trúa og lög­manns bæj­ar­ins um mál­ið.

  • 6. Menn­ing­ar­gróð­ur­hús í Æv­in­týragarði201903142

    Borist hefur erindi frá Lilian Dietz og Herði Kristinssyni dags.15. febrúar 2019 varðandi menningargróðurhús í Ævintýragarði.

    Mál­ið lagt fram og kynnt.

  • 7. Frí­stunda­lóð­ir við Langa­vatn, reit­ur 509-F - nýtt deili­skipu­lag.201710345

    Á 470 fundi skipulagsnefndar 26. október 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að annast gildistöku deiliskipulagsins þegar fullnægjandi gögn hafa borist." Málið var sent Skipulagsstofnun til yfirferðar, athugsemdir bárust.

    Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa að óska eft­ir um­sögn Heil­brigð­is­nefnd­ar Kjós­ar­svæð­is, Um­verf­is­stofn­un­ar, Nátt­úru­fræði­stofn­un­ar Ís­lands og um­hverf­is­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar sbr. með­fylgj­andi er­indi Heil­brigðis­eft­ir­lits Kjós­ar­svæð­is.

  • 8. Skar­hóla­braut 1, slökkvi­stöðv­ar­lóð, skipt­ing lóð­ar.201604166

    Lagðar fram tillögur að breytingu á deiliskipulagi.

    Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa að full­gera breyt­ing­ar­til­lögu A og leggja fyr­ir skipu­lags­nefnd.

  • 9. Sam­komulag um deili­skipu­lag við Hamra­borg201810282

    Á 1373 fundi bæjarráðs 1. nóvember 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Samþykkt með 3 atkvæðum að fela bæjarstjóra að klára og undirrita samkomulag á grunni þeirra draga sem fyrir liggja." Lagt fram undirritað samkomulag.

    Frestað vegna tíma­skorts.

  • 10. End­ur­skoð­un Að­al­skipu­lags Kópa­vogs 2012-2024 - skipu­lags­lýs­ing201903155

    Borist hefur erindi frá Kópavogsbæ dags. 6. mars 2019 varðandi endurskoðun aðalskipulags Kópavogs 2012-2024.

    Frestað vegna tíma­skorts.

  • 11. End­ur­skoð­un að­al­skipu­lags - end­ur­skoð­un reið­leiða201903149

    Borist hefur erindi frá Hestamannafélaginu Herði dags. 25. febrúar 2019 varðandi endurskoðun reiðleiða í endurskoðun aðalskipulags.

    Frestað vegna tíma­skorts.

  • 12. Skóla­braut 2-4, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201902106

    Mosfellsbær, Þverholt 2, sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu, stáli og tvöföldum PVC dúk fjölnota íþróttahúshús á lóðinni Skólabraut nr. 2-4, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 3.911,4 m², 38.845,4 m³ Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið.

    Frestað vegna tíma­skorts.

  • 13. Helga­fells­hverfi 4. áfangi - breyt­ing á deili­skipu­lagi201810106

    Á 479. fundi skipulagsnefndar 1. mars 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd heimilar byggingafélaginu Bakka ehf. að leggja fram tillögu að breytingu deiliskipulags. Jafnframt óskar skipulagsnefnd eftir fundi með byggingafélaginu Bakka ehf. um málið." Fundur skipulagsnefndar og byggingarfélagsins Bakka var haldinn 5. mars 2019. Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi. Fulltrúar byggingarfélagsins Bakka mættu á fundinn.

    Frestað vegna tíma­skorts.

Fundargerðir til kynningar

  • 14. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 358201903002F

    Frestað vegna tíma­skorts.

    • 14.1. Laxa­tunga 117,117a,117b, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201809343

      VK Verk­fræði­stofa Suð­ur­lands­braut 46 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu og for­steypt­um ein­ing­um þrjú rað­hús með inn­byggð­um bíl­geymsl­um á lóð­un­um Laxa­tunga nr.117, 117a og 117b í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
      Stærð­ir: Laxa­tunga 117, íbúð 144,2 m², bíl­geymsla 33,4m², 581,1 m³. Laxa­tunga 117a, íbúð 145,5 m², bíl­geymsla 33,4m², 582,0 m³. Laxa­tunga 117b, íbúð 144,2 m², bíl­geymsla 33,4m², 581,1 m³.

    • 15. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 359201903013F

      Frestað vegna tíma­skorts.

      • 15.1. Flugu­mýri 2, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201902114

        Bif­reiða­verk­stæði Mos­fells­bæj­ar ehf, Flugu­mýri 2, sæk­ir um leyfi til að bæta við neyð­ar­út­gangi á norðu­hlið mhl. nr. 0101 at­vinnu­hús­næð­is á lóð­inni Flugu­mýri nr. 2, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
        Stærð­ir breyt­ast ekki.

      • 15.2. Flugu­mýri 10, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201902228

        Reyn­ir Hjálm­týs­son, Dverg­holt 3, sæk­ir um leyfi til að breyta innra skipu­lagi at­vinnu­hús­næð­iss á lóð­inni Flugu­mýri nr. 10, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
        Stærð­ir: 1.418,8 m², 10.660,9 m³.

      • 15.3. Skóla­braut 2-4, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201902106

        Mos­fells­bær, Þver­holt 2, sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu, stáli og tvö­föld­um PVC dúk fjöl­nota íþrótta­hús­hús á lóð­inni Skóla­braut nr. 2-4, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
        Stærð­ir: 3.911,4 m², 38.845,4 m³

        Óskað var eft­ir breyt­ingu á röðun dag­skrár fund­ar­ins. Óskað var eft­ir að mál nr. 12 og 13 yrðu tekin fyr­ir en öðr­um frestað vegna tíma­skorts. Til­lag­an var felld í at­kvæða­greiðslu með þrem­ur at­kvæð­um full­trúa D og V lista gegn tveim­ur at­kvæð­um full­trúa L og M lista.
      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00