Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

7. janúar 2016 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Theódór Kristjánsson (TKr) varaformaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild

Fundargerð ritaði

Sigurður Júlíusson


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Um­sögn um frum­varp til laga um húsa­leigu­lög201512341

    Umsögn um frumvarp til laga um húsaleigulög.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs.

  • 2. Um­sögn um frum­varp til laga um al­menn­ar íbúð­ir201512342

    Umsögn um frumvarp til laga um almennar íbúðir.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs.

  • 3. Um­sögn um frum­varp til laga um hús­næð­is­bæt­ur201512343

    Umsögn um frumvarp til laga um húsnæðisbætur.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs.

  • 4. Leigu­íbúð­ir í Mos­fells­bæ201409371

    Drög að samkomulagi og úthlutunarskilmálum vegna úthlutunar lóða við Þverholt 21-23 og 27-29 lögð fyrir bæjarráð til samþykktar ásamt minnisblaði.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að ganga frá samn­ingi við Ris um út­hlut­un lóða við Þver­holt 21-23 og 27-29 á grund­velli fyr­ir­liggj­andi samn­ings­draga og út­hlut­un­ar­skil­mála í sam­ræmi við þær breyt­ing­ar sem rædd­ar voru á fund­in­um.

    • 5. Um­sagn­ar­beiðni vegna um­sókn­ar um lyf­sölu­leyfi201512375

      Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um lyfsöluleyfi.

      Bæj­ar­ráð ger­ir ekki at­huga­semd­ir við um­sókn um lyf­sölu­leyfi fyr­ir nýja lyfja­búð að Há­holti 13-15 í Mos­fells­bæ.

    • 6. Ósk um heim­ild til efnis­töku í Selja­dals­námu201512389

      Ósk um heimild til efnistöku í Seljadalsnámu, þar til námuvinnslan verður boðin út.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs og lög­manns.

      Bók­un M- lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar:
      Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar lýs­ir sig mót­fall­inn því að hald­ið verði áfram efnis­töku í Selja­dals­námu. Þunga­flutn­ing­ar í tengsl­um við grjót­nám­ið rýra lífs­gæði íbúa á af­ger­andi hátt, auk þess sem veg­irn­ir eru ekki í því ástandi til að taka við um­ferð bíl­anna um Hafra­vatns­veg. Íbúa­hreyf­ing­in tel­ur að Mos­fells­bær eigi að sjá til þess að íbú­um líði vel og tel­ur það vega þyngst í þessu máli, ekki stuðla­bergs­mynd­an­ir sem mögu­lega koma í ljós við spreng­ing­ar í námunni eins og full­trúi V-lista hef­ur lagt höf­uð­áherslu á í þessu máli.

    • 7. Er­indi Önnu Sig­ríð­ar Guðna­dótt­ur um fram­kvæmd­ir við Baugs­hlíð201511270

      Samantekt framkvæmdastjóra umhverfissviðs vegna fyrirspurnar Önnu Sigríðar Guðnadóttur varðandi umferðaröryggi við Baugshlíð.

      Jó­hanna B. Han­sen, fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs, mæt­ir á fund­inn und­ir þess­um lið.

      Um­ræð­ur fóru fram.

    • 8. Stofn­un Ung­menna­húss201512070

      Bæjarstjórn vísaði tillögu bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar um að á árinu 2016 verði hafinn undirbúningur að stofnun Ungmennahúss til bæjarráðs.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa hug­mynd­um um stofn­un Ung­menna­húss í Mos­fells­bæ til fræðslu­sviðs og fjöl­skyldu­sviðs til um­sagn­ar og grein­ing­ar.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:13