7. janúar 2016 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Umsögn um frumvarp til laga um húsaleigulög201512341
Umsögn um frumvarp til laga um húsaleigulög.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
2. Umsögn um frumvarp til laga um almennar íbúðir201512342
Umsögn um frumvarp til laga um almennar íbúðir.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
3. Umsögn um frumvarp til laga um húsnæðisbætur201512343
Umsögn um frumvarp til laga um húsnæðisbætur.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
4. Leiguíbúðir í Mosfellsbæ201409371
Drög að samkomulagi og úthlutunarskilmálum vegna úthlutunar lóða við Þverholt 21-23 og 27-29 lögð fyrir bæjarráð til samþykktar ásamt minnisblaði.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að ganga frá samningi við Ris um úthlutun lóða við Þverholt 21-23 og 27-29 á grundvelli fyrirliggjandi samningsdraga og úthlutunarskilmála í samræmi við þær breytingar sem ræddar voru á fundinum.
5. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um lyfsöluleyfi201512375
Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um lyfsöluleyfi.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við umsókn um lyfsöluleyfi fyrir nýja lyfjabúð að Háholti 13-15 í Mosfellsbæ.
6. Ósk um heimild til efnistöku í Seljadalsnámu201512389
Ósk um heimild til efnistöku í Seljadalsnámu, þar til námuvinnslan verður boðin út.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs og lögmanns.
Bókun M- lista Íbúahreyfingarinnar:
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar lýsir sig mótfallinn því að haldið verði áfram efnistöku í Seljadalsnámu. Þungaflutningar í tengslum við grjótnámið rýra lífsgæði íbúa á afgerandi hátt, auk þess sem vegirnir eru ekki í því ástandi til að taka við umferð bílanna um Hafravatnsveg. Íbúahreyfingin telur að Mosfellsbær eigi að sjá til þess að íbúum líði vel og telur það vega þyngst í þessu máli, ekki stuðlabergsmyndanir sem mögulega koma í ljós við sprengingar í námunni eins og fulltrúi V-lista hefur lagt höfuðáherslu á í þessu máli.7. Erindi Önnu Sigríðar Guðnadóttur um framkvæmdir við Baugshlíð201511270
Samantekt framkvæmdastjóra umhverfissviðs vegna fyrirspurnar Önnu Sigríðar Guðnadóttur varðandi umferðaröryggi við Baugshlíð.
Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs, mætir á fundinn undir þessum lið.
Umræður fóru fram.
8. Stofnun Ungmennahúss201512070
Bæjarstjórn vísaði tillögu bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar um að á árinu 2016 verði hafinn undirbúningur að stofnun Ungmennahúss til bæjarráðs.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa hugmyndum um stofnun Ungmennahúss í Mosfellsbæ til fræðslusviðs og fjölskyldusviðs til umsagnar og greiningar.