Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

7. apríl 2016 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Theódór Kristjánsson (TKr) varaformaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild

Fundargerð ritaði

Sigurður Júlíusson


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Li­ons­klúbbur­inn - tíma­bund­ið áfeng­is­leyfi201604026

    Umsagnarbeiðni vegna umsóknar Lionsklúbbs Mosfellsbæjar um tímabundið áfengisleyfi í íþróttahúsi Lágafellsskóla í tilefni af lokahófi Lionsþings.

    Bæj­ar­ráð ger­ir ekki at­huga­semd­ir við veit­ingu tíma­bund­is áfeng­is­leyf­is í til­efni af loka­hófi Li­ons­þings í íþrótta­húsi Lága­fells­skóla.

  • 2. Um­sögn um til­lögu til þings­álykt­un­ar um notk­un gúmmík­ur­ls úr dekkj­um á leik- og íþrótta­velli201602199

    Umsögn um tillögu til þingsályktunar um notkun gúmmíkurls úr dekkjum á leik- og íþróttavelli lögð fram.

    Bryndís Har­alds­dótt­ir mætti á fund­inn kl. 7:38.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela um­hverf­is­stjóra að skila um­sögn um er­ind­ið í sam­ræmi við nið­ur­lag fyr­ir­liggj­andi minn­is­blaðs.

  • 3. Um­sókn­ir um styrk til greiðslu fast­eigna­skatts til fé­laga­sam­taka í Mos­fells­bæ 2016201602160

    Umsóknir um styrk til greiðslu fasteignaskatts til félagasamtaka í Mosfellsbæ 2016 lagðar fram til afgreiðslu.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að veita styrki til greiðslu fast­eigna­skatts til Flug­klúbbs Mos­fells­bæj­ar, Rauða kross­ins í Mos­fells­bæ, Kiw­an­is­blúbbs­ins Geys­is og Skáta­fé­lags­ins Skjöld­ungs í sam­ræmi við fram­lagt minn­is­blað.

  • 4. Leigu­íbúð­ir í Mos­fells­bæ - Nið­ur­staða út­boðs201409371

    Lögð er fram ósk um heimild til að semja við lægstbjóðanda vegna gatnagerðar fyrir lóðirnar Þverholti 21-29.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að ganga til samn­inga við lægst­bjóð­anda, Gleip­ini verktaka ehf., í út­boði vegna gatna­gerð­ar við Þver­holt 21-23 og 27-29.

  • 5. Lög­reglu­sam­þykkt fyr­ir Mos­fells­bæ201604031

    Drög að nýrri lögreglusamþykkt lögð fram til umræðu.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að taka drög að nýrri lög­reglu­sam­þykkt til af­greiðslu síð­ar.

  • 6. Árs­reikn­ing­ur Mos­fells­bæj­ar 2015201603415

    Kynning á stöðu vinnu við gerð ársreiknings. Gögn lögð fram á fundinum.

    Á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið var mætt­ur end­ur­skoð­andi bæj­ar­ins Magnús Jóns­son (MJ) frá KPMG. Auk hans sat fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið Pét­ur J. Lockton (PJL) fjár­mála­stjóri Mos­fells­bæj­ar.

    Magnús Jóns­son fór yfir drög að árs­reikn­ingi. Um­ræð­ur fóru fram.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að halda auka­fund bæj­ar­ráðs hinn 13. apríl nk. kl. 15:45 þar sem stefnt er að því að sam­þykkja árs­reikn­ing og að hon­um verði vísað til fyrri um­ræðu í bæj­ar­stjórn þann sama dag.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:09