7. apríl 2016 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Lionsklúbburinn - tímabundið áfengisleyfi201604026
Umsagnarbeiðni vegna umsóknar Lionsklúbbs Mosfellsbæjar um tímabundið áfengisleyfi í íþróttahúsi Lágafellsskóla í tilefni af lokahófi Lionsþings.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu tímabundis áfengisleyfis í tilefni af lokahófi Lionsþings í íþróttahúsi Lágafellsskóla.
2. Umsögn um tillögu til þingsályktunar um notkun gúmmíkurls úr dekkjum á leik- og íþróttavelli201602199
Umsögn um tillögu til þingsályktunar um notkun gúmmíkurls úr dekkjum á leik- og íþróttavelli lögð fram.
Bryndís Haraldsdóttir mætti á fundinn kl. 7:38.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela umhverfisstjóra að skila umsögn um erindið í samræmi við niðurlag fyrirliggjandi minnisblaðs.
3. Umsóknir um styrk til greiðslu fasteignaskatts til félagasamtaka í Mosfellsbæ 2016201602160
Umsóknir um styrk til greiðslu fasteignaskatts til félagasamtaka í Mosfellsbæ 2016 lagðar fram til afgreiðslu.
Samþykkt með þremur atkvæðum að veita styrki til greiðslu fasteignaskatts til Flugklúbbs Mosfellsbæjar, Rauða krossins í Mosfellsbæ, Kiwanisblúbbsins Geysis og Skátafélagsins Skjöldungs í samræmi við framlagt minnisblað.
4. Leiguíbúðir í Mosfellsbæ - Niðurstaða útboðs201409371
Lögð er fram ósk um heimild til að semja við lægstbjóðanda vegna gatnagerðar fyrir lóðirnar Þverholti 21-29.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Gleipini verktaka ehf., í útboði vegna gatnagerðar við Þverholt 21-23 og 27-29.
5. Lögreglusamþykkt fyrir Mosfellsbæ201604031
Drög að nýrri lögreglusamþykkt lögð fram til umræðu.
Samþykkt með þremur atkvæðum að taka drög að nýrri lögreglusamþykkt til afgreiðslu síðar.
6. Ársreikningur Mosfellsbæjar 2015201603415
Kynning á stöðu vinnu við gerð ársreiknings. Gögn lögð fram á fundinum.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið var mættur endurskoðandi bæjarins Magnús Jónsson (MJ) frá KPMG. Auk hans sat fundinn undir þessum dagskrárlið Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri Mosfellsbæjar.
Magnús Jónsson fór yfir drög að ársreikningi. Umræður fóru fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að halda aukafund bæjarráðs hinn 13. apríl nk. kl. 15:45 þar sem stefnt er að því að samþykkja ársreikning og að honum verði vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn þann sama dag.