Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

29. janúar 2015 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild

Fundargerð ritaði

Sigurður Snædal Júlíusson


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Er­indi Land­græðsl­unn­ar-Upp­græðsla í beit­ar­hólfinu á Mos­fells­heiði 2015201412118

    Erindi Landgræðslu ríkisins varðandi styrkbeiðni vegna uppgræðslu á Mosfellsheiði milli Lyklafells og Hengils. Bæjarráð vísaði á 1192. fundi sínum málinu til umhverfisnefndar, auk þess sem málinu er vísað til SSH. Meðfylgjandi er afgreiðsla umhverfisnefndar á málinu.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að styrkja Land­græðslu rík­is­ins um kr. 150.000 og fela fjár­mála­stjóra að út­búa við­auka við fjár­hags­áætlun.

    • 2. Lýð­ræð­is­stefna Mos­fells­bæj­ar201206254

      Lagt fram minnisblað forstöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar um verklag við endurskoðun Lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að íbú­ar Mos­fells­bæj­ar verði upp­lýst­ir um end­ur­skoð­un Lýð­ræð­is­stefnu Mos­fells­bæj­ar og þeim boð­ið að koma með inn­legg í þá vinnu. Jafn­framt að öll fram­boð sem að­ild eiga að bæj­ar­stjórn komi ábend­ing­um sín­um á fram­færi til for­stöðu­manns þjón­ustu- og sam­skipta­deild­ar sem mun halda utan um all­ar inn­send­ar til­l­lög­ur. Sér­stak­ur vinnufund­ur verð­ur hald­inn í bæj­ar­ráði mið­viku­dag­inn 4. mars 2015.

      • 3. Leigu­íbúð­ir í Mos­fells­bæ201409371

        Starfshópur um leiguíbúðir í miðbæ Mosfellsbæjar vísar til bæjarráðs tillögu sinni um úthlutun lóða undir leiguíbúðir í miðbæ Mosfellsbæjar.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa til Skipu­lags­nefnd­ar því verk­efni að út­færa lóð­ir und­ir hús­næði í Þver­holti í sam­ræmi við til­lögu Batte­rís­ins. Jafn­framt að Um­hverf­is­sviði verði fal­ið að hefja gerð út­boðs­gagna á grund­velli til­lög­unn­ar. Starfs­hópi um leigu­íbú­iðr er þakkað fyr­ir vel unn­in störf.

        • 4. Mátt­ur í Mos­fells­bæ-átaks­verk­efni201501565

          Unnur V. Ingólfsdóttir kynnir stöðu verkefnis. Gögn vegna málsins verða lögð fram á fundinum.

          Unn­ur V. Ing­ólfs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri fjöl­skyldu­sviðs og Birg­ir Kjart­ans­son, starfs­mað­ur á fjöl­skyldu­sviði, mæta á fund­inn und­ir þess­um lið. Um­ræð­ur fóru fram.

          • 5. Súlu­höfði 21, ósk lög­reglu­stjóra um um­sögn vegna rekst­ar­leyf­is­um­sókn­ar201412016

            Lögð fram umsögn skipulagsnefndar frá 381. fundi.

            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að svara lög­reglu­stjóra í sam­ræmi við um­sögn Skipu­lags­nefnd­ar.

            • 6. Hús­fél.Brekku­tangi 1-15 - Ósk um breikk­un á inn­keyrslu201501683

              Erindi frá íbúum við Brekkutanga 1-15 þar sem óskað er eftir breikkun innkeyrslubotnlanga svo hægt verði að leggja þar bílum langsum. Núverandi botnlangi er í eigu húsfélagsins en stækkunin myndi ná inn á opið svæði sem snýr að leikvelli í götunni.

              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að senda er­ind­ið til um­sagn­ar Um­hverf­is­sviðs

              • 7. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til laga um ör­nefni (heild­ar­lög), 403. mál201501697

                Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um örnefni (heildarlög), 403. mál

                Lagt fram.

                • 8. Þjón­ustu­könn­un sveit­ar­fé­laga 2014201501643

                  Lögð fram þjónustukönnun sveitarfélaga 2014.Mattías Þorvaldsson frá Capacent kemur og kynnir niðurstöðurnar.

                  Aldís Stef­áns­dótt­ir, for­stöðu­mað­ur þjóun­ustu- og sam­skipta­sviðs, ásamt Matth­íasi Þor­valds­syni frá Capacent, mæta á fund­inn und­ir þess­um lið. Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa skýrslu Capacent til nefnda til upp­lýs­inga.

                  Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.