29. janúar 2015 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Snædal Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Landgræðslunnar-Uppgræðsla í beitarhólfinu á Mosfellsheiði 2015201412118
Erindi Landgræðslu ríkisins varðandi styrkbeiðni vegna uppgræðslu á Mosfellsheiði milli Lyklafells og Hengils. Bæjarráð vísaði á 1192. fundi sínum málinu til umhverfisnefndar, auk þess sem málinu er vísað til SSH. Meðfylgjandi er afgreiðsla umhverfisnefndar á málinu.
Samþykkt með þremur atkvæðum að styrkja Landgræðslu ríkisins um kr. 150.000 og fela fjármálastjóra að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun.
2. Lýðræðisstefna Mosfellsbæjar201206254
Lagt fram minnisblað forstöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar um verklag við endurskoðun Lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að íbúar Mosfellsbæjar verði upplýstir um endurskoðun Lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar og þeim boðið að koma með innlegg í þá vinnu. Jafnframt að öll framboð sem aðild eiga að bæjarstjórn komi ábendingum sínum á framfæri til forstöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar sem mun halda utan um allar innsendar tilllögur. Sérstakur vinnufundur verður haldinn í bæjarráði miðvikudaginn 4. mars 2015.
3. Leiguíbúðir í Mosfellsbæ201409371
Starfshópur um leiguíbúðir í miðbæ Mosfellsbæjar vísar til bæjarráðs tillögu sinni um úthlutun lóða undir leiguíbúðir í miðbæ Mosfellsbæjar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa til Skipulagsnefndar því verkefni að útfæra lóðir undir húsnæði í Þverholti í samræmi við tillögu Batterísins. Jafnframt að Umhverfissviði verði falið að hefja gerð útboðsgagna á grundvelli tillögunnar. Starfshópi um leiguíbúiðr er þakkað fyrir vel unnin störf.
4. Máttur í Mosfellsbæ-átaksverkefni201501565
Unnur V. Ingólfsdóttir kynnir stöðu verkefnis. Gögn vegna málsins verða lögð fram á fundinum.
Unnur V. Ingólfsdóttir, framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs og Birgir Kjartansson, starfsmaður á fjölskyldusviði, mæta á fundinn undir þessum lið. Umræður fóru fram.
5. Súluhöfði 21, ósk lögreglustjóra um umsögn vegna rekstarleyfisumsóknar201412016
Lögð fram umsögn skipulagsnefndar frá 381. fundi.
Samþykkt með þremur atkvæðum að svara lögreglustjóra í samræmi við umsögn Skipulagsnefndar.
6. Húsfél.Brekkutangi 1-15 - Ósk um breikkun á innkeyrslu201501683
Erindi frá íbúum við Brekkutanga 1-15 þar sem óskað er eftir breikkun innkeyrslubotnlanga svo hægt verði að leggja þar bílum langsum. Núverandi botnlangi er í eigu húsfélagsins en stækkunin myndi ná inn á opið svæði sem snýr að leikvelli í götunni.
Samþykkt með þremur atkvæðum að senda erindið til umsagnar Umhverfissviðs
7. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um örnefni (heildarlög), 403. mál201501697
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um örnefni (heildarlög), 403. mál
Lagt fram.
8. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2014201501643
Lögð fram þjónustukönnun sveitarfélaga 2014.Mattías Þorvaldsson frá Capacent kemur og kynnir niðurstöðurnar.
Aldís Stefánsdóttir, forstöðumaður þjóunustu- og samskiptasviðs, ásamt Matthíasi Þorvaldssyni frá Capacent, mæta á fundinn undir þessum lið. Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa skýrslu Capacent til nefnda til upplýsinga.