Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

15. september 2016 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild

Fundargerð ritaði

Sigurður Júlíusson


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Sam­starfs­samn­ing­ur sveit­ar­fé­laga um rekst­ur Skíða­svæða höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins201609096

    Erindi frá SSH vegna nýs samstarfssamning um rekstur skíðasvæðanna til umfjöllunar og afgreiðslu.

    Fram­lögð drög að nýj­um sam­starfs­samn­ingi um rekst­ur skíða­svæð­anna sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um. Jafn­framt sam­þykkt að senda er­ind­ið til kynn­ing­ar í íþrótta- og tóm­stunda­nefnd.

  • 2. Fjár­mála­ráð­stefna sveit­ar­fé­laga 2016201609108

    Árleg fjármálaráðstefna sveitarfélaga verður haldin fimmtudaginn 22. september og föstudaginn 23. september á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu við Suðurlandsbraut í Reykjavík.

    Lagt fram.

  • 3. Um­sagn­ar­beiðni vegna Hlé­garðs - Skóla­ball Fram­halds­skól­ans í Mos­fells­bæ201609121

    Ums.beiðni: Hlégarður Mosó, Skólaball/nýnemaball framh.skólans í Mosó fimmtudaginn 15. september nk.

    Bæj­ar­ráð ger­ir ekki at­huga­semd­ir við fyr­ir­hug­að skóla­ball fram­halds­skól­ans í Mos­fells­bæ í Hlé­garði.

  • 4. Sam­st­arf um þró­un og upp­bygg­ingu Sunnukrika 3-92016081486

    Drög að samkomulagi vegna uppbyggingar á Sunnukrika 3-9 lögð fram. Málinu var frestað á síðasta fundi.

    Borist hef­ur ósk frá Leigu­fé­lag­inu Bestlu ehf. um sam­st­arf vegna upp­bygg­ing­ar á lóð­um við Sunnukrika 3-9. Jafn­framt hef­ur borist ósk frá Virð­ingu um út­hlut­un á sömu lóð­um. Í ljósi þessa sam­þykk­ir bæj­ar­ráð með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að ræða við um­sækj­end­ur um út­hlut­un lóð­anna.

    Bók­un M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar
    Íbúa­hreyf­ing­in tel­ur brýnt að Mos­fells­bær efni til íbúa­fund­ar áður en bæj­ar­ráð tek­ur af­stöðu til hug­mynda verktaka um nýt­ingu lóða við Sunnukrika 3-9 en þær til­heyra mið­svæði bæj­ar­ins. Í kjöl­far­ið verði efnt til hug­mynda­sam­keppni með­al arki­tekta um þró­un svæð­is­ins. Hlut­verk Mos­fells­bæj­ar yrði síð­an að efna til út­boðs á grund­velli vinn­ingstil­lög­unn­ar.

    Ástæða þess að Íbúa­hreyf­ing­in legg­ur til að þessi leið verði farin er að hug­mynd­ir eru uppi um að gera Sunnukrik­ann að ferða­þjón­ustu­svæði en það hef­ur ekki ver­ið inn í mynd­inni fyrr en nú og þarfn­ast um­ræðu í bæj­ar­fé­lag­inu. Að mati Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar er ekki nóg að fyr­ir liggi sú skil­grein­ing í skipu­lagi að Sunnukriki sé at­vinnu- og þjón­ustu­svæði. Ræða þarf fyr­ir­hug­aða starf­semi við íbúa.

    Bók­un D- og V- lista
    Um­rætt svæði er mið­bæj­ar­svæði sam­kvæmt að­al­skipu­lagi og þar ligg­ur fyr­ir deili­skipu­lag þar sem gert er ráð fyr­ir at­vinnu- og þjón­ustu­fyr­ir­tækj­um á stór­um lóð­um. Um­rædd­ar lóð­ir hafa ver­ið aug­lýst­ar laus­ar til út­hlut­un­ar á heima­síðu bæj­ar­ins í lang­an tíma. Við fögn­um því að nú hafa að­il­ar sýnt því áhuga að koma og byggja upp at­vinnu­starf­semi í Mos­fells­bæ.

    • 5. Sam­komulag um greiðsl­ur til Skála­túns 2016201609152

      Minnisblað um samkomulag um greiðslur til Skálatúns.

      Fram­lögð drög að sam­komu­lagi um greiðsl­ur til Skála­túns fyr­ir árið 2016 sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um.

    • 6. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2016-2019.201507096

      Lagt fram minnisblað um viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2016 vegna áhrifa kjarasamninga o.fl.

      Pét­ur J. Lockton (PJl), fjár­mála­stjóri, mætti á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið.

      Við­auki 1 við fjár­hags­áætlun 2016 sam­þykkt­ur með þrem­ur at­kvæð­um.
      Við­aukin fel­ur í sér til­færsl­ur milli liða þar sem launa­áætlun árs­ins er end­ur­dreift á deild­ir vegna áhrifa kjara­samn­inga. Því til við­bót­ar eru áætl­að­ar tekj­ur og gjöld vegna vænt­an­legra kosn­inga til Al­þing­is. Sam­an­dreg­in áhrif á rekstr­ar­reikn­ing eru þær að rekst­ar­tekj­ur hækka um 4,7 mkr. og launa­kostn­að­ur hækk­ar um 4,7 mkr. Við­auk­inn hef­ur hvorki áhrif á rekst­arnið­ur­stöðu né fjár­mögn­un.

      • 7. Leigu­íbúð­ir í Mos­fells­bæ201409371

        Lagt fram minnisblað um stöðu mála vegna úthlutunar lóða við Þverholt til Ris.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila aft­ur­köllun á út­hlut­un lóða við Þver­holt 21-23 og 27-29 ber­ist ekki greiðsla gjald­fall­inna gjalda frá lóð­ar­höf­um inn­an viku frá birt­ingu áskor­un­ar þess efn­is.

        • 8. Að­gerðaráætlun Lýð­ræð­is­stefnu 2015-2017201509254

          Lagt fram minnisblað um kynnisferð til Svíþjóðar ásamt upplýsingum um lýðræðisverkefni í öðrum sveitarfélögum.

          Frestað.

          • 9. Evr­ópsk sam­göngu­vika 2016201609166

            Dagskrá Evrópskrar samgönguviku í Mosfellsbæ 16.-22.september 2016 lögð fram til upplýsinga og vakin athygli á ráðstefnu í Mosfellsbæ föstudaginn 16. september.

            Lagt fram.

          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:10