15. september 2016 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Samstarfssamningur sveitarfélaga um rekstur Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins201609096
Erindi frá SSH vegna nýs samstarfssamning um rekstur skíðasvæðanna til umfjöllunar og afgreiðslu.
Framlögð drög að nýjum samstarfssamningi um rekstur skíðasvæðanna samþykkt með þremur atkvæðum. Jafnframt samþykkt að senda erindið til kynningar í íþrótta- og tómstundanefnd.
2. Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2016201609108
Árleg fjármálaráðstefna sveitarfélaga verður haldin fimmtudaginn 22. september og föstudaginn 23. september á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu við Suðurlandsbraut í Reykjavík.
Lagt fram.
3. Umsagnarbeiðni vegna Hlégarðs - Skólaball Framhaldsskólans í Mosfellsbæ201609121
Ums.beiðni: Hlégarður Mosó, Skólaball/nýnemaball framh.skólans í Mosó fimmtudaginn 15. september nk.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við fyrirhugað skólaball framhaldsskólans í Mosfellsbæ í Hlégarði.
4. Samstarf um þróun og uppbyggingu Sunnukrika 3-92016081486
Drög að samkomulagi vegna uppbyggingar á Sunnukrika 3-9 lögð fram. Málinu var frestað á síðasta fundi.
Borist hefur ósk frá Leigufélaginu Bestlu ehf. um samstarf vegna uppbyggingar á lóðum við Sunnukrika 3-9. Jafnframt hefur borist ósk frá Virðingu um úthlutun á sömu lóðum. Í ljósi þessa samþykkir bæjarráð með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að ræða við umsækjendur um úthlutun lóðanna.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Íbúahreyfingin telur brýnt að Mosfellsbær efni til íbúafundar áður en bæjarráð tekur afstöðu til hugmynda verktaka um nýtingu lóða við Sunnukrika 3-9 en þær tilheyra miðsvæði bæjarins. Í kjölfarið verði efnt til hugmyndasamkeppni meðal arkitekta um þróun svæðisins. Hlutverk Mosfellsbæjar yrði síðan að efna til útboðs á grundvelli vinningstillögunnar.Ástæða þess að Íbúahreyfingin leggur til að þessi leið verði farin er að hugmyndir eru uppi um að gera Sunnukrikann að ferðaþjónustusvæði en það hefur ekki verið inn í myndinni fyrr en nú og þarfnast umræðu í bæjarfélaginu. Að mati Íbúahreyfingarinnar er ekki nóg að fyrir liggi sú skilgreining í skipulagi að Sunnukriki sé atvinnu- og þjónustusvæði. Ræða þarf fyrirhugaða starfsemi við íbúa.
Bókun D- og V- lista
Umrætt svæði er miðbæjarsvæði samkvæmt aðalskipulagi og þar liggur fyrir deiliskipulag þar sem gert er ráð fyrir atvinnu- og þjónustufyrirtækjum á stórum lóðum. Umræddar lóðir hafa verið auglýstar lausar til úthlutunar á heimasíðu bæjarins í langan tíma. Við fögnum því að nú hafa aðilar sýnt því áhuga að koma og byggja upp atvinnustarfsemi í Mosfellsbæ.5. Samkomulag um greiðslur til Skálatúns 2016201609152
Minnisblað um samkomulag um greiðslur til Skálatúns.
Framlögð drög að samkomulagi um greiðslur til Skálatúns fyrir árið 2016 samþykkt með þremur atkvæðum.
6. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2016-2019.201507096
Lagt fram minnisblað um viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2016 vegna áhrifa kjarasamninga o.fl.
Pétur J. Lockton (PJl), fjármálastjóri, mætti á fundinn undir þessum dagskrárlið.
Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2016 samþykktur með þremur atkvæðum.
Viðaukin felur í sér tilfærslur milli liða þar sem launaáætlun ársins er endurdreift á deildir vegna áhrifa kjarasamninga. Því til viðbótar eru áætlaðar tekjur og gjöld vegna væntanlegra kosninga til Alþingis. Samandregin áhrif á rekstrarreikning eru þær að rekstartekjur hækka um 4,7 mkr. og launakostnaður hækkar um 4,7 mkr. Viðaukinn hefur hvorki áhrif á rekstarniðurstöðu né fjármögnun.7. Leiguíbúðir í Mosfellsbæ201409371
Lagt fram minnisblað um stöðu mála vegna úthlutunar lóða við Þverholt til Ris.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila afturköllun á úthlutun lóða við Þverholt 21-23 og 27-29 berist ekki greiðsla gjaldfallinna gjalda frá lóðarhöfum innan viku frá birtingu áskorunar þess efnis.
8. Aðgerðaráætlun Lýðræðisstefnu 2015-2017201509254
Lagt fram minnisblað um kynnisferð til Svíþjóðar ásamt upplýsingum um lýðræðisverkefni í öðrum sveitarfélögum.
Frestað.
9. Evrópsk samgönguvika 2016201609166
Dagskrá Evrópskrar samgönguviku í Mosfellsbæ 16.-22.september 2016 lögð fram til upplýsinga og vakin athygli á ráðstefnu í Mosfellsbæ föstudaginn 16. september.
Lagt fram.