Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

10. nóvember 2016 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild

Fundargerð ritaði

Sigurður Júlíusson


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Gjaldskrá SHS okt. 2016201611012

    Gjaldskrá SHS okt. 2016 lögð fram.

    Gjaldskrá Slökkvi­liðs höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins er sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um.

  • 2. LT lóð­ir - sam­komulag um gatna­gerð­ar­gjöld.201610023

    Bæjarstjóri kynnir drög að samkomulagi um greiðslu gatnagerðargjalda við LT lóðir.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að ganga til samn­inga við LT lóð­ir ehf. um gatna­gerð­ar­gjald og eign­ar­hald á landi á grund­velli fram­lagðra samn­ings­draga.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir jafn­framt, í sam­ræmi við 6. gr. sam­þykkt­ar um gatna­gerð­ar­gjald á deili­skipu­lögð­um svæð­um í Mos­fells­bæ, að lækka gatna­gerð­ar­gjald vegna spildu úr landi Blikastaða, landnr. 176813 um 37,5% frá gild­andi gjaldskrá hverju sinni í 5 ár frá und­ir­rit­un sam­komu­lags við LT lóð­ir ehf. um gatna­gerð og eign­ar­hald á um­ræddu landi, en að þeim tíma liðn­um nemi lækk­un­in 25% af gild­andi gjaldskrá. Til­efni þess­ar­ar sér­stöku lækk­un­ar er vilji Mos­fells­bæj­ar til að stuðla að hrað­ari at­vinnu­upp­bygg­ingu á land­inu, bæn­um til hags­bóta. Ákvörð­un þessi gild­ir svo lengi sem hún er ekki sér­stak­lega aft­ur­kölluð.

    • 3. Virð­ing - Ósk um út­hlut­un lóða við Sunnukrika 3-9.201609340

      Lögð fram drög að samkomulagi við Virðingu um úthlutun lóða við Sunnukrika 1-7.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að ganga til samn­inga við Sunnu­bæ ehf. um úhlut­un lóða við Sunnukrika 3-7 í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi deili­skipu­lag og á grund­velli fyr­ir­liggj­andi samn­ings­draga og út­hlut­un­ar­skil­mála, með þeim breyt­ing­um sem rædd­ar voru á fund­in­um varð­andi fyr­ir­vara um fjár­mögn­un og fjár­hæð fyrstu greiðslu.

      • 4. Að­gerðaráætlun Lýð­ræð­is­stefnu 2015-2017201509254

        Lagt fram til umfjöllunar minnisblað vegna hugmynda um lýðræðisverkefni á árinu 2017. Málinu var frestað í síðasta fundi.

        Aldís Stef­áns­dótt­ir (AS), for­stöðu­mað­ur þjón­ustu- og sam­skipta­deild­ar, mætti á fund­inn und­ir þess­um lið, og var henni fal­ið að út­færa til­lög­ur um íbúa­sam­ráð í tengsl­um við hug­mynd­ir um Minn Mos­fells­bæ.

        • 5. Leigu­íbúð­ir í Mos­fells­bæ201409371

          Lagt fram minnisblað og fleiri gögn vegna úthlutunar lóða við Þverholt 21-23 og 25-29.

          Frestað.

          • 6. Sam­þykkt varð­andi nefnd­ir Mos­fells­bæj­ar200809731

            Óskað eftir umræðu um laun kjörinna fulltrúa og annarra nefndarmanna í kjölfar úrskurðar kjararáðs númer 2016.3.001.

            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að laun kjör­inna full­trúa hækki ekki í sam­ræmi við úr­sk­urð Kjara­ráðs amk að sinni. Beð­ið er um­ræðu Al­þing­is um úr­skurð­inn.

            • 7. Þjón­usta við ung börn201611055

              Fyrirkomulag ungbarnaþjónustu fyrir börn undir 2ja ára aldri.

              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fræðslu­nefnd­ar.

              • 8. Er­indi Borg­ar­leik­húss - ósk um stuðn­ing og sam­st­arf201611013

                Erindi Borgarleikhúss - ósk um stuðning og samstarf

                Frestað.

              • 9. Um­sögn Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga um drög að reglu­gerð um veit­inga­staði, gisti­staði og skemmt­ana­hald201611030

                Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur í dag sett á vefinn til kynningar og umsagnar drög að reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Ætli sveitarfélag ekki að senda sérstaka umsögn en sér tilefni til þess að koma að athugasemdum er hægt að senda þær á undirritaða þar sem tekið verður tillit til þeirra við ritun umsagnar sambandsins.

                Frestað.

                Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:15