1. júní 2017 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Umsögn um frumvarp til laga um landgræðslu.201705162
Umsagnar óskað um frumvarp til laga um landgræðslu fyrir 2. júní.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar umhverfisstjóra.
2. Umsögn um frumvarp til laga um skóga og skógrækt.201705161
Umsagnar óskað um frumvarp til laga um skóga og skógrækt fyrir 2. júní
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar umhverfisstjóra.
3. Umsögn um frumvarp til laga um haf- og strandsvæði.201705160
Umsagnar óskað um frumvarp til laga um haf- og hafsvæði fyrir 2. júní
Samþykkt með þremur atkvæðum að senda erindið til umsagnar og afgreiðslu umhverfisstjóra.
4. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2018-2021201705191
Minnisblað lagt fram um upphaf vinnu við fjárhagsáætlun 2018-2021.
Áætlun um vinnu við fjárhagsáætlun 2018-2021 samþykkt með þremur atkvæðum.
5. Ársreikningur Mosfellsbæjar 2016201701283
Ársreikningur Hitaveitu Mosfellsbæjar fyrir árið 2016 lagður fram til staðfestingar.
Bæjarráð samþykkir ársreikning Hitaveitu Mosfellsbæjar vegna ársins 2016 með áritun sinni.
6. Fyrri úthlutun stofnframlaga 2017 - umsóknarfrestur til 30. maí201705008
Minnisblað framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs lagt fram.
Lagt fram.
7. Umsókn um lóð við Lágafellslaug201611134
Drög að samkomulagi og úthlutunarskilmálum lögð fram ásamt umsögn framkvæmdastjóra fræðslusviðs og íþróttafulltrúa.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra áframhaldandi viðræður við Laugar í samræmi við umræður á fundinum.
8. Umsögn um tillögu um kvöld- og næturakstur Strætó201705203
Beiðni um umsögn um tillögu um kvöld- og næturakstur Strætó.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar umhverfis- og skipulagsnefndar.
9. Fjölsmiðjan - nýr þjónustusamningur201705221
Stjórn SSH leggur til að þjónustusamningur við Fjölsmiðjuna verði framlengdur til þriggja ára.
Framlagður þjónustusamningur við Fjölsmiðjuna samþykktur með þremur atkvæðum.
10. Tillaga að samkomulagi um miðlun upplýsinga v.daggæslu í heimahúsum201705223
Stjórn SSH leggur til að samkomulag sveitarfélaganna um miðlun upplýsinga vegna daggæslu í heimahúsum verði samþykkt.
Framlagt samkomulag sveitarfélaganna um miðlun upplýsinga vegna daggæslu í heimahúsum samþykkt með þremur atkvæðum.
11. Leiguíbúðir í Mosfellsbæ201409371
Anna Sigríður Guðnadóttir óskar eftir að farið verði yfir stöðu mála varðandi uppbyggingu leiguíbúða við Þverholt 27-29.
Frestað.
12. Umsögn um frumvarp til laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins (brottfall kröfu um ríkisborgararétt).201705281
Umsagnar óskað fyrir 9. júní.
Lagt fram.
13. Umsögn um tillögu til þingsályktunar um stefnu og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2017-2021.201704246
Umsögn fjölskyldusviðs og fræðslunefndar lögð fram.
Frestað.