29. október 2015 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður S. Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ályktanir Landsþings Þroskahjálpar 2015201510265
Erindi varðandi ályktanir Landsþings Landssamtakanna Þroskahjálpar 2015 lagt fram.
Lagt fram. Samþykkt með þremur atkvæðum að senda erindið til fjölskyldunefndar til upplýsingar.
2. Fasteignamat 2016201506379
Erindi Þjóðskrár vegna útgáfu skýrslu um fasteignamat 2016 lagt fram.
Lagt fram.
3. Leiguíbúðir í Mosfellsbæ201409371
Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að ganga til viðræðna við Ris byggingarverktaka ehf vegna úthlutunar lóða við Þverholt 21-23 og 27-29 í samræmi við tillögu matsnefndar.
Sigurður Einarsson (SE), arkitekt hjá Betteríinu, og Óskar Gísli Sveinsson (ÓGS), deildarstjóri nýframkvæmda, mæta á fundinn undir þessum lið.
Samþykkt með þremur atkvæðum ganga til viðræðna við Ris byggingarverktaka ehf. vegna úthlutunar lóða við Þverholt 21-23 og 27-29 í samræmi við tillögu matsnefndar.
4. Fjárhagsáætlun svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins 2016201510263
Fjárhagsáætlun svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins 2016.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til fjárhagsáætlunar 2016.
5. Gjaldskrá um gatnagerðargjöld í Mosfellsbæ201510200
Lögð fram drög að nýrri samþykkt um gatnagerðargjöld ásamt gjaldskrá.
Framlögð drög að nýrri samþykkt um gatnagerðargjöld á deiliskipulögðum svæðum í Mosfellsbæ samþykkt með þremur atkvæðum.
6. Samhjálp - ósk um niðurfellingu gjalda201510286
Ósk um niðurfellingu gjalda vegna fyrirhugaðrar byggingar í Hlaðgerðarkoti.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs og lögmanns.
7. SSH - sameiginleg ferðaþjónusta fatlaðra201510261
Erindi SSH varðandi sameiginlega ferðaþjónusta fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu lagt fram.
Tillaga stjórnar SSH um kostnaðarskiptingu í ferðaþjónustu fatlaðra samþykkt með þremur atkvæðum.
8. Erindi varðandi forvarnir fyrir ung börn201510310
Erindi varðandi forvarnir fyrir ung börn lagt fram.
Samþykkt með þremur atkævðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
9. Málefni íþróttamiðstöðvar að Lækjarhlíð 1a201510240
Lagt fram minnisblað fjármálastjóra.
Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri bæjarins mætir á fundinn undir þessum lið.
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarstjóra og fjármálastjóra verði falið að vinna að framkvæmd afskráningar fasteignarinnar að Lækjarhlíð 1a úr frjálsri virðisaukaskattsskráningu í samræmi við það ferli sem lýst er í framlögu minnisblaði.
10. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2016-2019201507096
Drög að fjárhagsáætlun 2016 - 2019 lögð fram.
Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri, Aldís Stefánsdóttir (AS), forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar, og Björn Þráinn Þórðarsson (BÞÞ), framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs, mæta á fundinn undir þessum lið.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun til fyrri umræðu á 659. fundi bæjarstjórnar hinn 4. nóvember 2015.