11. júní 2015 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
- Hildur Margrétardóttir (HMa)
Fundargerð ritaði
Sigurður Snædal Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Leiguíbúðir í Mosfellsbæ201409371
Óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að undirbúa úthlutun lóða undir leiguíbúðir við Þverholt.
Samþykkt með þremur atkvæðum að hefja vinnu við auglýsingu og úthlutun lóða undir íbúðir við Þverholt í samræmi við fyrirkomulag það sem lýst er í framlögðu minnisblaði.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar:
Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar óskar eftir því að bæjarráð fái öll undirbúningsgögn í hendur áður en ferlið er sett í gang s.s. drög að deiliskipulagsskilmálunum, útlits- og þvívíddarmyndir, drög að lóðarleigusamningnum, endanlega úthlutunarskilmála og fleira sbr. upphaf minnisblaðs til bæjarráðs.Einnig telur Íbúahreyfingin afar brýnt að vinna matsnefndar fari ekki af stað fyrr en endanleg matsgögn liggja fyrir. Þessi ráðstöfun er til að tryggja jafnræði þátttakenda í útboðinu. Íbúahreyfingin leggur ennfremur til að sett verði þak á leiguverð í útboðsskilmálum.
2. Endurskoðun innkaupareglna Mosfellsbæjar201505206
Endurskoðandi Mosfellsbæjar hefur bent á að fjárhæðir í innkaupareglum sveitarfélagsins hafa ekki verið endurskoðaðar. Meðfylgjandi er minnisblað lögmanns þar sem gerðar eru tillögur til breytinga á fjárhæðum og nokkrum öðrum atriðum auk draga að endurskoðuðum innkaupareglum.
Endurskoðaðar innkaupareglur Mosfellsbæjar samþykktar með þremur atkvæðum.
3. Erindi Jóns Magnússonar varðandi kröfu eigenda við Stórakrika201005049
Niðurstaða dómsmála vegna deiliskipulagsbreytinga við Stórakrika kynnt.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela lögmanni bæjarins skoðun málsins og koma með tillögu um framhald þess.
4. Lögbýli í Mosfellsbæ2014081868
Svarbréf ráðuneytis vegna beiðni Mosfellsbæjar um niðurfellingu lögbýlisréttar á jörðum sem eru í eigu bæjarins lagt fram til kynningar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela lögmanni bæjarins frekari skoðun málsins.
5. Umsóknir um fjárframlög til lista- og menningarstarfsemi201412346
Umsögn þróunar- og ferðamálanefndar vegna Álafossþorpsins lögð fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindi um merkingar í Álafosskvos til umhverfissviðs til skoðunar.
6. Öldungaráð201401337
Lagt fram minnisblað fjölskyldusviðs með tillögu um tilnefningar í Öldungaráð.
Samþykkt með tveimur atkvæðum að skipa Svölu Árnadóttur sem aðalmann í öldungaráð og Jóhönnu B. Magnúsdóttur sem varamann.
Fulltrúi S-lista situr hjá.