Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

11. júní 2015 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
  • Hildur Margrétardóttir (HMa)

Fundargerð ritaði

Sigurður Snædal Júlíusson


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Leigu­íbúð­ir í Mos­fells­bæ201409371

    Óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að undirbúa úthlutun lóða undir leiguíbúðir við Þverholt.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að hefja vinnu við aug­lýs­ingu og út­hlut­un lóða und­ir íbúð­ir við Þver­holt í sam­ræmi við fyr­ir­komulag það sem lýst er í fram­lögðu minn­is­blaði.

    Bók­un M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar:
    Full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar ósk­ar eft­ir því að bæj­ar­ráð fái öll und­ir­bún­ings­gögn í hend­ur áður en ferl­ið er sett í gang s.s. drög að deili­skipu­lags­skil­mál­un­um, út­lits- og því­vídd­ar­mynd­ir, drög að lóð­ar­leigu­samn­ingn­um, end­an­lega út­hlut­un­ar­skil­mála og fleira sbr. upp­haf minn­is­blaðs til bæj­ar­ráðs.

    Einn­ig tel­ur Íbúa­hreyf­ing­in afar brýnt að vinna mats­nefnd­ar fari ekki af stað fyrr en end­an­leg mats­gögn liggja fyr­ir. Þessi ráð­stöf­un er til að tryggja jafn­ræði þátt­tak­enda í út­boð­inu. Íbúa­hreyf­ing­in legg­ur enn­frem­ur til að sett verði þak á leigu­verð í út­boðs­skil­mál­um.

    • 2. End­ur­skoð­un inn­kaupareglna Mos­fells­bæj­ar201505206

      Endurskoðandi Mosfellsbæjar hefur bent á að fjárhæðir í innkaupareglum sveitarfélagsins hafa ekki verið endurskoðaðar. Meðfylgjandi er minnisblað lögmanns þar sem gerðar eru tillögur til breytinga á fjárhæðum og nokkrum öðrum atriðum auk draga að endurskoðuðum innkaupareglum.

      End­ur­skoð­að­ar inn­kauparegl­ur Mos­fells­bæj­ar sam­þykkt­ar með þrem­ur at­kvæð­um.

      • 3. Er­indi Jóns Magnús­son­ar varð­andi kröfu eig­enda við Stórakrika201005049

        Niðurstaða dómsmála vegna deiliskipulagsbreytinga við Stórakrika kynnt.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela lög­manni bæj­ar­ins skoð­un máls­ins og koma með til­lögu um fram­hald þess.

        • 4. Lög­býli í Mos­fells­bæ2014081868

          Svarbréf ráðuneytis vegna beiðni Mosfellsbæjar um niðurfellingu lögbýlisréttar á jörðum sem eru í eigu bæjarins lagt fram til kynningar.

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela lög­manni bæj­ar­ins frek­ari skoð­un máls­ins.

        • 5. Um­sókn­ir um fjár­fram­lög til lista- og menn­ing­ar­starf­semi201412346

          Umsögn þróunar- og ferðamálanefndar vegna Álafossþorpsins lögð fram.

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­indi um merk­ing­ar í Ála­fosskvos til um­hverf­is­sviðs til skoð­un­ar.

          • 6. Öld­ungaráð201401337

            Lagt fram minnisblað fjölskyldusviðs með tillögu um tilnefningar í Öldungaráð.

            Sam­þykkt með tveim­ur at­kvæð­um að skipa Svölu Árna­dótt­ur sem að­almann í öld­ungaráð og Jó­hönnu B. Magnús­dótt­ur sem varamann.

            Full­trúi S-lista sit­ur hjá.

            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.