Mál númer 201304391
- 8. febrúar 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #688
Lögð fram tillaga að auglýsingu vegna þróunar- og nýsköpunarviðurkenningar Mosfellsbæjar 2017
Afgreiðsla 61. fundar þróunar-og ferðamálanefndar samþykkt á 688. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 24. janúar 2017
Þróunar- og ferðamálanefnd #61
Lögð fram tillaga að auglýsingu vegna þróunar- og nýsköpunarviðurkenningar Mosfellsbæjar 2017
Forstöðumaður þjónustu- og samskipta mun sjá til þess að auglýsingin verði birt í byrjun febrúar. Nefndin leggur til að lögð verði meiri áhersla á þematengdar viðurkenningar. Þema er heilsa og ferðaþjónusta.
- 21. desember 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #685
Undirbúningur vegna þróunar- og nýsköpunarviðurkenningar Mosfellsbæjar 2017.
Afgreiðsla 60. fundar þróunar- og ferðamálanefndar samþykkt á 685. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 14. desember 2016
Þróunar- og ferðamálanefnd #60
Undirbúningur vegna þróunar- og nýsköpunarviðurkenningar Mosfellsbæjar 2017.
Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum að fela forstöðumanni þjónustu- og samskipta að vinna auglýsingu í samræmi við umræður á fundinum um þematengdar viðurkenningar til þróunar- og nýsköpunar.
- 22. júní 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #674
Tillaga að breytingum á reglum vegna þróunar- og nýsköpunarviðurkenningar Mosfellsbæjar.
Afgreiðsla 58. fundar þróunar-og ferðamálanefndar samþykkt á 674. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 9. júní 2016
Þróunar- og ferðamálanefnd #58
Tillaga að breytingum á reglum vegna þróunar- og nýsköpunarviðurkenningar Mosfellsbæjar.
Samþykkt með öllum atkvæðum að leggja fram breytingar á reglum um þróunar- og nýsköpunarviðurkenningu Mosfellsbæjar. Viðurkenningin verði auglýst annað hvert ár. Nefndin leggur áherslu á að fjármagn til að veita viðurkenninguna verði óbreytt þrátt fyrir þessa breytingu. Þeirri umræðu er vísað í fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2017.
- 16. mars 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #667
Umræða um þróunar- og nýsköpunarviðurkenningu 2016
Afgreiðsla 56. fundar þróunar-og ferðamálanefndar samþykkt á 667. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 1. mars 2016
Þróunar- og ferðamálanefnd #56
Umræða um þróunar- og nýsköpunarviðurkenningu 2016
Samþykkt með öllum atkvæðum að leggja til við bæjarstjórn að auglýst verði eftir umsóknum um þróunar- og nýsköpunarviðurkenningu annað hvort ár og að næst verði auglýst eftir umsóknum árið 2017.
- 28. janúar 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #642
Settar upp tímasetningar um auglýsingu og afhendingu viðurkenningarinnar fyrir árið 2015.
Afgreiðsla 46. fundar þróunar-og ferðamálanefndar samþykkt á 642. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 20. janúar 2015
Þróunar- og ferðamálanefnd #46
Settar upp tímasetningar um auglýsingu og afhendingu viðurkenningarinnar fyrir árið 2015.
Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum að auglýsa eftir umsóknum um þróunar- og nýsköpunarviðurkenningu Mosfellsbæjar samkvæmt framkomnu minnisblaði.
- 8. október 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #635
Farið yfir umsóknir.
Afgreiðsla 43. fundar þróunar-og ferðamálanefndar samþykkt á 635. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 17. september 2014
Þróunar- og ferðamálanefnd #43
Farið yfir umsóknir.
Þróunar- og ferðamálanefnd hefur ákveðið að fresta afhendingu þróunar- og nýsköpunarviðurkenningar Mosfellsbæjar árið 2014. Ástæða frestunarinnar er sú að of fáar umsóknir bárust til að hægt sé að taka marktæka afstöðu til þeirra. Auglýst verður að nýju eftir umsóknum á árinu 2015.
- 23. apríl 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #625
Lögð fram til samþykktar drög endurskoðuðum reglum.
Afgreiðsla 41. fundar þróunar- og ferðamálanefndar samþykkt á 625. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 15. apríl 2014
Þróunar- og ferðamálanefnd #41
Lögð fram til samþykktar drög endurskoðuðum reglum.
Endurskoðaðar reglur Þróunar- og nýsköpunarviðurkenningar Mosfellsbæjar samþykktar. Forstöðumanni þjónustu- og upplýsingamála falið að auglýsa eftir umsóknum í maímánuði.
- 12. mars 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #622
Lagðar fram tillögur að endurskoðuðum reglum.
Afgreiðsla 40. fundar þróunar-og ferðamálanefndar samþykkt á 622. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 4. mars 2014
Þróunar- og ferðamálanefnd #40
Lagðar fram tillögur að endurskoðuðum reglum.
Lagðar fram tillögur að endurskoðuðum reglum. Lagt til að forstöðumaður þjónustu- og upplýsingamála vinni reglurnar áfram.
- 29. janúar 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #619
Endurskoðun á reglum.
Afgreiðsla 39. fundar þróunar-og ferðamálanefndar samþykkt á 619. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 14. janúar 2014
Þróunar- og ferðamálanefnd #39
Endurskoðun á reglum.
Formanni nefndarinnar og Forstöðumanni þjónustu- og upplýsingamála falið að koma með tillögur að breytingum.
- 23. október 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #613
Yfirferð og mat á umsóknum.
Afgreiðsla 37. fundar þróunar-og ferðamálanefndar, um útnefningu til þróunar- og nýsköpunarviðurkenningu Mosfellbæjar 2013, samþykkt á 613. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum. Jón Jósef Bjarnason sat hjá.
- 23. október 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #613
Yfirferð og mat á umsóknum.
Afgreiðsla 36. fundar þróunar-og ferðamálanefndar lögð fram á 613. fundi bæjarstjórnar.
- 15. október 2013
Þróunar- og ferðamálanefnd #37
Yfirferð og mat á umsóknum.
Nefndin felur forstöðumanni þjónustu-og upplýsingamála að rita minnisblað þar sem lagt er til við bæjarstjórn hverjir eru útnefndir til að hljóta þróunar- og nýsköpunarviðurkenningu Mosfellbæjar 2013. Niðurstaða nefndarinnar samþykkt samhljóða.
- 9. október 2013
Þróunar- og ferðamálanefnd #36
Yfirferð og mat á umsóknum.
Umsóknir yfirfarnar og boðað til annars fundar.
- 25. september 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #611
Umræða um mat á umsóknum.
Afgreiðsla 35. fundar þróunar-og ferðamálanefndar lögð fram á 611. fundi bæjarstjórnar.
- 18. september 2013
Þróunar- og ferðamálanefnd #35
Umræða um mat á umsóknum.
Fjallað var um þróunar- og nýsköpunarviðurkenningu Mosfellsbæjar og vinnu dómnefndar.
- 15. maí 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #605
Lögð fram tillaga að tímasetningu á auglýsingum og afhendingu viðurkenningarinnar 2013
Afgreiðsla 33. fundar þróunar- og ferðamálanefndar samþykkt á 605. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 6. maí 2013
Þróunar- og ferðamálanefnd #33
Lögð fram tillaga að tímasetningu á auglýsingum og afhendingu viðurkenningarinnar 2013
Tillaga að tímasetningu lögð fram og samþykkt. Tillaga að því að umsækjendur komi og kynni verkefni sín stuttlega í eigin persónu fyrir nefndinni lögð fram og samþykkt.